Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Qupperneq 28
Rétta af kompásinn „Viö erum að rétta af kompásinn hjá þeim [útgerðar- , mönnum]. Hann var , ekki réttur. Við höld- : um því fram að það séu sjómennimir sem em undirstaða þess sem þeir voru , að auglýsa án þess | að þeirra væri að nokkru getið.“ Guðmundur Hallvarðsson alþing- ismaður, um svarauglýsingu sjó- manna, í Degi. Bæjarsálin í lægð „Við sveiflumst mjög mikið með bæjarsálinni. Hún er því miður í lægð núna en maður heyrir samt kjaftasögur um hvað sé að gerast hjá okkur. Hugsunin hjá fólki virð- ist samkvæmt því þokkalega frjó.“ Óskar Húnfjörð, framkvæmda- stjóri á Blönduósi, um sögur af gjaldþroti, í DV. Sálmur í dag, popp í kvöld „Fjöldi íslenskra söngvara hef- ur verið kostaður til náms og það þarf að búa okkur starfsgrundvöll. Eins og er slita góðir ís- lenskir söngvarar sér út á alls konar músik, syngja í partíum, brúðkaup- um og jarðarförum, sálma í dag og popp í kvöld.“ Auður Gunnarsdóttir óperusöngv- ari, í DV. Ég ákæri „Ég ákæri Helga Hjörvar um svik og krefst þess að hann borgi mismuninn á leikskólagjöldum mínum út kjörtímabilið. Það hrein- lega gengur ekki að maður sem sækir um starf hjá mér og borgar- búum ljúgi í starfsumsókninni." Mikael Torfason rithófundur, í DV. Heilsan prófuð „Með því að stunda líkamsrækt, eins og hlaup, geng- ur þú undir próf í hvert skipti sem þú reynir á þig. Ef eitthvað er í ólagi kemur það í ljós við áreynsluna." Hjörleifur Gutt- ormsson alþingis- maður, í DV. Tónlistarhús „Hvaö getur „Salurinn" heitið annað þegar hann er eini alvöru tónleikasalurinn á landinu? Svo er nafnið lika gott á Reykjavíkurborg sem ætlar að vera menningarborg Evrópu árið 2000 en á enn ekkert I f nema > hús fyrir tónlistina - kannski á astralplaninu." Jónas Sen tónlistargagnrýnandi, í DV. 10&j§ FÖSTUDAGUR 8. JANÚAR 1999 I>V Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga íslands: Stafrænn kortagmnnur stærsta verkefnið DV, Akranesi: „Mér líst mjög vel á nýja starfið og tel að framtíð Landmælinga íslands sé mjög björt," segir Magnús Guðmunds- son landfræðingur, nýskipaður for- stjóri Landmælinga íslands til næstu flmm ára. Stofnunin tók til starfa á Akranesi þann 1. janúar síðastliðinn og segir Magnús að þessi tímamót hjá sér og stofnunin séu mikil hvatning fyrir sig og aðra starfsmenn stofnunarinnar til þess að takast á við brýn og að- kallandi verkefni við kortlagningu landsins, kortaútgáfu og miðlun land- fræðilegra upplýsinga. Magnús lauk námi í landafræði við Háskóla íslands árið 1983 og hóf það ár störf hjá Landmælingum íslands. Hann vann m.a. í áratug við skipulagningu og töku loftmynda. Þá var hann deild- arstjóri fjarkönnunardeildar um tíma og síðar forstöðumaður framleiðslu- sviðs. „Hjá Landmælingum starfa um 30 manns í dag og um það bil fimmtán þeirra sem störfuðu þar þegar ákvörð- un var tekin um flutning upp á Akra- nes árið 1996 starfa þar áfram efth' flutninginn. Þeir sem starfa áfram eru mjög mikilvægir starfsmenn sem hafa mikla faglega þekkingu á starfssviði stofnunarinnar." Eins og kunnugt er féll dómur í Hæstarétti þess efnis að umhverfisráð- herra hefði verið óheimilt að taka ein- hliða ákvörðun um að flytja Landmæl- ingar Islands upp á Akranes. Magnús segist telja að sá dómur hafi ekki haft áhrif á þá sem voru búnir að taka ákvörðun eða gera samning um að flytj- ast með stofnuninni upp á Akranes. Það voru hins vegar tveir starfsmenn sem ekki voru búnir að er enn þá í skoðun. „Það gekk miklu betur en flestir þorðu að vona að ráða í þær stöður sem voru lausar, við aug- lýstum fyrir nokkrum vikum níu laus störf og það sóttu um 115 manns um störfm. Við höfum á síðastliðnum mán- uðum ráðið í 14 laus störf. Nær allir sem ráðnir hafa verið eru búsettir á Vesturlandi og níu af þeim eru með há- skólamenntun." Maður dagsins Mikil flölmiðlaumræða hefur verið um flutning Landmælinga til Akraness og Magnús segir að hún hafi hugsan- lega skaðað stofnunina eitthvað til skamms tíma en hann trúir þvi að þeg- ar upp er staðið muni umfjöllun um stofnunina auka skilning almennings og ráðamanna á því að íslendingar eigi öfluga og trausta kortastofnun sem sinni því mikilvæga starfl sem henni er ætlað. „Með flutningi Land- mælinga upp á Akranes skapast mörg tækifæri, við höfum fengið betra hús- næði en við höfðum í Reykjavík, auk þess var sett upp nýtt tölvu- og upplýs- ingakerfl og á því sviði höfum við færst langt fram á veginn. Nýjasta upplýs- ingatækni mun stórauka möguleika stofnunarinnar til sam- skipta og til að veita öllum landsmönn- um góða þjón- ustu, hvar sem þeir búa. Mikil- vægasta verkefnið sem unn- ið er að undirbúningi á hjá Landmæl- ingum þessa dagana er að koma upp stafrænum kortagrunni af öllu landinu sem byggist á kortum í mælikvarðan- um 1:50.000, slíkur kortagrunnur er grundvöllur fyrir skilvirkri framleiðslu korta stofnunarinnar, eins konar gagnagrunnur sem að baki kortunum liggur og auk þess er þessi kortagrunn- ur forsenda margvíslegra rannsókna og verkefna sem tengjast skipulagi og um- hverfismálum hér á landi.“ Magnús er áhugamaður um íþróttir, hefur stundað þær i mörg ár og meðal annars leikið handbolta og knatt- spyrnu, um þessar mundir stundar hann knattspyrnu í knattspymufélag- inu Boltabræðrum og leikur einnig veggsport með vinum og kunningjum. Magnús er kvæntur Jóhönnu Guð- jónsdóttur, sem er starfs- maður á leik- skóla, og eiga þau þrjú börn: Daníel, 5 ára, Unni Ósk, 10 ára, og Lárus, 13 ára. -DVÓ gera samning og þeirra mál DV-mynd Daníel Fram leikur við Val B á Hlíðar- enda í kvöld. Bikarkeppnin í handbolta Það verður mikið um að vera í handboltanum um helgina og byrjar íþróttaveislan í kvöld þegar leikið verður í bikarkeppni HSÍ í hand- bolta, bæði karla og kvenna. Þrír leikir eru i kvöld, hjá körlunum leika Völsungar á heimavelli sínum á Húsavík gegn FH og í Valsheimil- inu leika Valur B og Fram, hjá kon- unum er einn leikur, ÍBV leikur á heimavelli gegn KA. Allir leikir kvöldsins hefjast kl. 20. íþróttir Áfram verður leikið í bikarkeppn- inni um helgina. Hjá körlum leika á morgun Grótta KR-KA á Seltjarnar- nesi og Afturelding-ÍBV í Mosfellsbæ. Þessir leikir hefjast kl. 16.15. Hjá kon- unum er einn leikur á morgun og er þaö stórleikur helgarinnar þegar Stjarnan tekur á móti Haukum í Ás- garði. Hefst sá leikur kl. 14. Á sunnu- dag leika síðan Fram-Grótta KR í Framhúsi og FH-Víkingur í Kaplakrika. Þessir leikir hefjast kl. 20. Það verður einnig leikið í 2. deild í handboltanum. í kvöld kl. 20.30 leika Fjölnir-Hörður í Grafarvogin- um, á morgun Fylkir-Hörður i Fylk- ishúsi og á sunnudagskvöld leika Vikingur-Ögri í Víkinni. Bridge Kínverjar hafa þrjú ár í röð hald- ið sterka alþjóðlega keppni í októ- bermánuði með mörgum af bestu spilurum heims. Keppnin i ár fór frarn í Beijing 11.-17. október. Einn af spilurunum i Kína var norska undrabarnið Geir Helgemo sem spil- aði í sveit með Bretunum úr Hackett-flölskyldunni (föður og tveim sonum). Skoðum hér vandað handbragð hans í 4 spöðum. Suður gjafari og NS á hættu: ♦ 52 4 4 G1072 * KD10753 Suður Vestur Norður Austur Helgemo Levy Hackett Chemla 1* 2«e 3 4* 4 4 p/h Vestur spilaði út hjartaás og skipti síðan yfir í spaða til að fækka trompunum í blindum. Nían í blind- um átti slaginn, Helgemo spilaði næst tígli á ás, trompaði tígul, trompaði hjarta, trompaði tígul með spaðadrottningu og trompaði hjarta. Helgemo tók síðan afganginn af trompunum og staðan var þessi: 4 - «4 DG 4- - * ÁG 4 1087 «4 ÁK10953 4 KD53 * - Eitt málverka G.R. Lúðvíkssonar í Hár & List. Tímirni sex til átta Á morgun opnar G.R. Lúðvíksson myndlistarmað- ur sýningu i Hár & List að Strandgötu 39, Hafnarfirði. Á sýn- ingunni verða mál- verk unnin á síð- asta ári og hefur sýningin yfirskriftina Tíminn sex til átta. Myndirnar eru lands- lagsstemningar og mótíflð Sandskeiðið og umhverfi þess. G.R. Lúðvíksson lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann 1991 og var í fram- haldsnámi í Þýska- landi 1995. Hann hefur hald- ið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um hér heima og erlendis. Sýningar Ættarlaukur Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki. 4 - * K109 ♦ K 4 - ♦ - «4 - 4 9 * 986 Helgemo átti úti heima og ekki hjarta til að fría slag á þann lit. Það dugði lítið að spila laufi ef austur átti tígulkónginn. Helgemo var hins vegar með stöðuna á hreinu. Hann spilaði næst tígulníu og vissi að engu máli skipti hvor andstæð- inganna ætti kóng- inn (Hann vissi að tígullinn var 4-4). Ef vestur átti tígulkónginn myndi hann þurfa að gefa blindum tíunda slaginn á hjarta. Ef austur átti kónginn yrði hann að spila laufi og þá væri enn hægt að spila hjarta- drottningu og fría slag á þann lit. ísak Örn Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.