Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1999, Page 32
FRETTASKOTIÐ
SÍMINN SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
mr
FOSTUDAGUR 8. JANUAR 1999
Skelfing í
Hagaskóla
Lögregluvakt var viö Hagaskóla í
morgun þegar nemendur mættu í skól-
arm. Stöðugar sprengingar hafa verið í
skólanum undanfama daga og ákváðu
skólayfirvöld að óska eftir lögregluað-
stoð til þess að gæta skólans. Tveir
óeinkennisklæddir lögregluþjónar
stóðu vörð á göngum skólans og fór
ekki á milli mála að það fór um nem-
endur. „Þetta er þúið núna, það þorir
enginn að sprengja eftir að löggan er
komin,“ sagði nemandi. Nemendur
sem DV ræddi við í morgun sögðu að
það væri ekkert nýtt að heimatilþúnar
sprengjur væru sprengdar í skólanum.
„En þetta er þrisvar sinnum meira í ár
en í fyrra,“ sagði nemandi. Það var
vaskur hópur nemenda 10. bekkjar
sem gekk í kennslustund hjá Þórunni
Kristínu Jónsdóttur í morgun en í
bekknum höfðu nemendur æði mis-
jafnar skoðanir á því hvort sprenging-
amar héldu áfram. Kennarinn óttaðist
þó ekkert: „Ég held að 99% nemenda
þessa skóla séu fyrirmyndarfólk og að
hinir hljóti að hætta þessu núna.“ Lög-
regluvakt verður á göngum skólans
a.m.k. í dag en ekki er talið að púðrið
endist marga daga í viðbót. -hb
Oeinkennisklæddur lögreglumaður í góðum félagsskap nemenda Hagaskóla í morgun.
DV-mynd Teitur
Réttarhöld að heQast í einu stærsta fíkniefnamálinu hérlendis:
Bretinn ákærður
„ Helgarblað DV:
I vist með prinsi
Hildur Helga Sigurðardóttir er
orðin landsþekkt fyrir skemmtilega
þætti í sjónvarpi. Meðal annars er
rætt við Hildi Helgu um þættina,
húmorinn og kynni hennar af
skólafélaganum Játvarði.
Birt eru nöfn vinningshafa í
jólamyndgátu og jólakrossgátu DV.
Rætt er við Jónas Ingimundarson
um tónlistina og veikindin og
Jóhann Sigurðarson og Guðjón
Pedersen eru teknir tali.
í innlendu fréttaljósi er fjallað um
umdeildar embættisfærslur Guð-
mundar Bjamasonar ráðherra. í er-
lendu fréttaljósi er fjallað um
Sophie Rhys-Jones verðandi brúði
^Játvarðs prins. -sm/-þhs
Ríkissaksóknari hefur gefið út
ákæru á hendur Breta á þrítugs-
aldri sem tekinn var með liðlega 2
þúsund e-töflur í Leifsstöð þann 1.
september. Fyrsta réttarhaldið hefst
í dag i máli hans með þingfestingu i
Héraðsdómi Reykjavíkur. Hér er
um að ræða mesta magn af e-töflum
sem einstaklingur hefur verið hand-
tekinn með hér á landi.
E-töflumar fúndust í tösku Bret-
ans þegar hann kom til landsins.
Hann hefur ávallt borið því við að
hafa ekki haft vitneskju um að töfl-
umar væru í fórum hans. Einhver
hlyti að hafa komið þeim fyrir þeg-
ar hann lagði töskuna frá sér á flug-
vellinum á Spáni þaðan sem hann
var að koma. Lögreglan taldi þó að
fleiri tengdust málinu og voru ýms-
ir aðilar, aðallega íslendingar, yfir-
heyrðir. Engu að síður hafa ekki
verið talin efni til að ákæra fleiri.
Áður en ákæra verður birt sak-
bomingnum í dag mun ákæruvald-
ið fara fram á að gæsluvarðhald yfir
manninum verði framlengt. Hann
hefur setið inni á Litla-Hrauni allar
götur frá því að hann var handtek-
inn.
Það sem gerir mál Bretans sér-
stakt er hið mikla magn sem lagt
var hald á í fómm hans. Þyngsti
dómur sem gengið hefur í e-töflu
máli hérlendis var yfir Alsíringnum
Lahouari Sadoc sem hlaut 6 ára
fangelsi fyrir innflutning á 964 töfl-
um og 58 grömmum af kókaíni.
Verði Bretinn sakfelldur má búast
við þyngri dómi. Hins vegar ber á
það að líta að refsiramminn, há-
marksrefsing, í fíkniefnamálum hér
á landi er 10 ára fangelsi. Umrædd-
ur maður hefur einnig verið í mjög
strangri gæslu, sérstaklega þegar
hann hefur verið fluttur á milli
fangelsis og dómsala. Venjulega
gæta tveir menn sakborninga en
ástæða hefur verið talin til að fjórir
menn fylgi þessum manni sem er
stór, vel þjálfaður og mjög stæltur. í
eitt sinn þegar fulltrúi ákæruvalds-
ins var að fara fram á framlengingu
gæsluvarðhalds yfir honum réðst
hann á viðkomandi með skömmum
og formælingum - sagði meðal ann-
ars „fuck you“ og „you go to hell“
við fulltrúann í dómsalnum. Dómar-
inn bað sakborninginn þá að gæta
tungu sinnar og var ekki frekar að-
hafst í því máli.
Ragnheiður Harðardóttir sækir
málið af hálfu rfkissaksóknara en
Pétur Guðgeirsson héraðsdómari
dæmir í því. -Ótt
Samkeppni:
Islandsflug til
Kaupmannahafnar
íslandsflug hefur áætlunarflug til
Kaupmannahafnar í sumar og flýg-
ur tvisvar í viku; á fimmtudögum
og sunnudögum. Flugið hefst í lok
mai og notar félagið Boeing 737-200
QC vél í flugið en henni er hægt að
breyta úr fragtvél í farþegavél með
skömmum fyrirvara.
„Mér skilst að það sé titringur i
Vatnsmýrinni út af þessu,“ sagði
Ómar Benediktsson, framkvæmda-
stjóri íslandsflugs, í morgun og átti
þar við viðbrögð Flugleiða sem
fljúga tuttugu og átta sinnum i viku
til kaupmannahafnar á sumrin en
SAS flýgur þrisvar.
Samvinnuferðir-Landsýn mun
sjá um farmiðasölu í Kaupmanna-
hafnarflug íslandsflugs.
-EIR
ÞEIR ERU
SPRENGLÆRPIR
HAGASKÓLA!
Veörið á morgun:
Vaxandi
sunnanátt
A morgun er búist við vaxandi
sunnan- og suðaustanátt með élj-
um vestan til á landinu og síðdeg-
is verður kominn stinningskaldi
og sums staðar allhvasst. Áfram
verður hæg sunnanátt, skýjað
með köflum og úrkomulaust að
mestu um austanvert landið. Hiti
verður um frostmark með suð-
vestur- og vesturströndinni en
frost á bilinu 1 til 10 stig annars
staðar, mest í innsveitum norðan-
og austan til.
Veðrið í dag er á bls. 29.
Dagar seldir:
Vitlausara
en kvótasala
- segir Arthur Bogason
Landssamband smábátaeigenda
gerði í síðustu viku samkomulag við
sjávarútvegsráðuneytið um króka-
báta á dagakerfi
þar sem gert var
ráð fyrir að bát-
arnir færu inn í
aflahámarkskerf-
ið að tveimur
ánun liðnum.
Samkomulag
þetta var ekki tek-
ið fyrir í sjávarút-
vegsnefnd Alþingis og kynnt þar áður
en lagðar voru fram hugmyndir um
að trillukarlar fengju 23 sóknardaga
til eignar. í samkomulaginu var gert
ráð fyrir að handfærabátar fengju að
róa 40 daga á ári næstu tvö árin en
línu- og handfærabátar fengju 32
daga. Að tveimur árum liðnum áttu
bátamir að fara inn í aflahámarks-
kerfið samkvæmt samkomulaginu.
Forustumenn sjómanna eru æfir
vegna þeirra tillagna sem uppi eru
um sölu daga. Arthur Bogason, for-
maður LSS, segist vona að Alþingi
samþykki það samkomulag. „Við vilj-
um dagakerfi en getum ekki lifað
lengur við það að fara niður í örfáa
daga á ári. Okkur er óskiljanlegt að
mönnum skuli detta í hug að leggja
til sölu daga. Það er enn vitlausara en
að leigja megi eða selja kvóta," segir
Dagar verði
ekki verslun-
arvara
„Meirihlutinn er að bítast og það
er bullandi ágreiningur," sagði
Svanfriður Jón-
asdóttir, sem
sæti á í minni-
hluta sjávarút-
vegsnefndar Al-
þingis, um upp-
námið innan
nefiidarinnar
vegna þeirra
hugmynda að afhenda smábáta-
mönnum sóknardaga til að leigja
eða selja. Fundi var snögglega slitið
í gærkvöld vegna ágreiningsins en í
morgun hafði ekki verið boðaður
nýr fundur. Guðjón Guðmundsson,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist
ekki trúa öðru en nefhdin bakki út
úr hugmyndum um að gera sóknar-
daga að verslunarvöru. „Nóg er nú
samt í þessum framsalsmálum fyr-
ir,“ sagði Guðjón í morgun. Hann
sagðist þrátt íýrir allt vera vongóð-
ur um að sátt náist um smábátana
um helgina. „Ég er algjörlega and-
vígur því að gera dagana að verslun-
arvöru." -rt
-gœði, úrval og gott verð
MERKILEGA MERKIVELIN
brother PT-220 nv véi
(slenskir stafir
Taska fylgir
8 leturgerðir, 6 stærðir
6, 9, 12, 18 mm borðar
Prentar í 4 línur
Aðeins kr. 10.925
n
Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443
Veffang: www.if.is/rafport
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4