Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 Fréttir DV rýnir 1 félagaskrá Framsóknarflokksins í Reykjavik: Tugir úr öðrum flokkum - dæmi um fólk sem skráö hefur veriö í flokkinn í leyfisleysi Mikill kurr er nú í framsóknar- mönnum í Reykjavík vegna nýlega uppfærðrar félagsmannaskrár, sem jafnframt gildir sem kjörskrá í próf- kjöri flokksins í Reykjavík sem nú stendur yfir. Sterkar grunsemdir eru um að margir þeirra 2.600 fé- lagsmanna sem eru í skránni séu jafnframt flokksbundnir í öðrum stjómmálaflokkum. Þessa nýliða er einkum að finna meðal hátt í eitt þúsund manna sem gengu í flokk- inn skömmu áður en prófkjörið hófst. DV hefur borist eintak af félags- mannaskránni og hefur fengið stað- fest hjá nokkrum þeirra sem þar eru á skrá, að þeir hafi aldrei geng- ið í flokkinn og því verið skráðir í Framsóknarflokkinn í heimildar- leysi; einhverjir aðrir hafi komið þar við sögu. Þá hefur blaðið all- mörg staðfest dæmi um að fólk hafi verið skráð í flokkinn beinlínis til þess að taka þátt í prófkjörinu og greiða tilteknum frambjóðendum at- kvæði. Um leið hafi því verið lofað að viðkomandi nýliði yrði skráður úr flokknum aftur innan tveggja vikna. Gífurleg smalamennska hef- ur átt sér stað og hafa verið tilkall- aðir kosningasmalar sem jafnvel hafa sjálfir verið tveggja flokka menn. Tugir annarra flokka DV hefur borið félagaskrána und- ir menn sem komið hafa nærri flokks- og kosningastarfi í öðrum stjómmálaflokkum. Þeir hafa getað bent blaðamönnum DV á tugi nafna i skránni, sem þeir fullyrða að séu nöfn flokksbundins fólks í öðmm stjórnmálaflokkum, einkum Sjálf- stæðisflokknum en einnig í Alþýðu- flokknum. Blaðið hefur haft sam- band við nokkra þessara einstak- linga og voru viðbrögð þeirra á ýmsa vegu, allt frá því sem að ofan er lýst til þess að vera gengnir í flokkinn í raun og vera. Gifurleg smölun var síðustu dagana áður en kjörskrá lokaði, en einstakir fram- bjóðendur komu með allt aö fjögur hundruð atkvæði sama dag og þeir skiluðu framboði sínu. -hb Inntökureglur stjórnmálaflokka: Krafíst undirskriftar - við inngönguumsóknir Reglur stjórnmálaflokkanna um inngöngu era mjög svipaðar. Hjá þeim öllum er þess krafist, í það minnsta að nafninu til, aö fólk und- irriti eigin hendi inntökubeiðni sina. Hjá Sjálfstæðisflokknum feng- ust þær upplýsingar að hægt væri að fá inntökubeiðni í félög flokksins í einstökum félögum eða á aðalskrif- stofu flokksins í Valhöll, en einnig gæti fólk ritað hana á hvaða blað sem er eða sent hana á faxi. Skilyrði væri að hún væri undirrituð af þeim sjálfúm sem óskar inngöngu í flokkinn. Þá þarf fullt nafn, kennitala, heimilisfang og símar heima og í vinnu að koma fram. Ef komið er með umsókn annars manns eða manna um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn verður eigin- handarundirskrift umsækjenda að fylgja með umsókmmum. Jón Ingi Einarsson, formaður fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Reykjavík, sagði i samtali við DV í gær að meginreglan hjá flokknum væri sú að menn sem vildu ganga í Framsóknarflokkinn yrðu sjálfir að koma á flokksskrifstofu eða skrif- stofu framsóknarfélags, útfylla þar umsókncU'eyðublað í viðurvist starfsmanns og undirrita það eigin hendi. -JBP/SÁ Mikið gengur á í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavfk og allra flokka fólk hefur undanfarið fiykkst inn í flokkinn. Hér skilar Sigrún Sturludóttir atkvæði sínu og Egill Heiðar Gíslason, framkvæmdastjóri flokksins, fylgist með að allt sé samkvæmt reglum. DV-mynd GVA Kemur mér á óvart Ólafur Öm Haraldsson, alþingis- maður og frambjóðandi í prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavik, segir að það komi sér á óvart að fólk skráð í aðra stjómmála- flokka sé skráð í Framsóknar- flokkinn í Reykjavík. „Ég undrast þetta og þetta kemur mér mjög á óvart. Það eru ákveönar reglur sem gilda og þær eru þannig í stjómmála- flokkum að fólk skráir sig í flokk- ana ef það vill vera með,“ segir hann. „Ef þetta er - eins og sagt er - að fólki úr öðrum stjómmála- flokkum hafi verið smalaö inn í Framsóknarflokinn fyrir þetta prófkjör þá hafa menn ekki farið að þeim reglum sem gilda,“ sagöi Ólafur. -hb Enginn í öör- um flokkum „Enginn af þeim sem komið hafa i flokkinn á mínum vegum er jafn- framt flokksbundinn í öðrum stjórn- málaflokki. Það er alveg útilok- að,“ sagði Am- þrúður Karlsdótt- ir sem sækist eft- ir einu af efstu sætunum í próf- kjöri Framsókn- arflokksins í Reykjavík. Amþrúðm- sagði í samtali við DV að hún og það fólk sem hringir á hennar vegum í flokksmenn sam- kvæmt félagaskrá lendi stundum í því að tala við fólk sem telur sig alls ekki vera í Framsóknarflokknum lengur þótt það hafi verið félagar fyrir áram og áratugum síðan. -SÁ Hef ítrekað reynt að losna - segir Ingimundur Sveinsson, arkitekt af Engeyjarætt Ingimundur Sveinsson (Bene- diktssonar) af Engeyjarætt hefur kosningarétt hjá Framsóknar- flokknum í yfirstandandi próf- kjöri. Ingimundur er arktitekt og tvöfaldur menningarverðlaunahafi DV. Hann hefur meðal annars hannað Perluna, hús Sjóvár-Al- mennra og miðbæ Garðabæjar. Hann sat i skipulagsnefnd Reykja- víkurborgar fyrir hönd Sjálfstæð- isflokksins um tólf ára skeið og var formaður hverfisfélags flokks- ins í vesturbæ og miðborg. Kona hans var um skeið varaþingmaður Sj álfstæðisflokksins. „Ég kann enga skýringu á þessu. Ég hef ítrekað reynt að losna við Framsóknarflokkinn og óskað eftir að verða strikaður út. Þetta byrjaði með því að ég fékk sendingar frá flokknum og var þar nefndur Ingi- mar Sveinsson. Síðar var nafninu breytt í mitt rétta nafn. Það er at- hyglisvert að þú hringir núna, það minnir mig á að hringja enn einu sinni og óska eftir að verða laus við þessar sendingar frá þeim,“ sagði Ingimundur Sveinsson. „Ég hef fengið Ingimundur Sveinsson, af mestu sjálfstæðisætt landsins, fyrir ill- skiljanlegar sakir orðinn „félagi" í Framsóknarflokknum. mikinn póst núna undanfarið frá frambjóðendum. Svo hefur tvisvar verið hringt til að fá mig til að kjósa. Konan mín hefur orðið fyrir svör- um og spurði við- komandi hvort hann vissi ekki af hvaða slekti ég væri,“ sagði Ingi- mundur í gær. Hann segist aðal- lega líta á þetta sem brandara. Ingimundur segir að bréf frá þing- manninum Ólafi Erni Haraldssyni til sín, hafl verið skrifuð á pappír með bréfhaus Al- þingis. „Minnið er stutt hjá mörgum þótt ég sé ekki að saka Ingimund um slíkt,“ sagði Egill Heiðar Gísla- son framkvæmdastjóri Framsókn- arflokksins í gær. Hann segir að margir mætir menn hafi fyrr á árum gengið í flokkinn til að hjálpa góðum vinum, jafnvel þótt þeir hafi aldrei ætlað að styðja flokkinn. „Ef Ingimundi líður orð- ið illa í Framsóknarflokknum, þá er það minnsta mál að losa hann frá þeirri þraut. En rétt er að minna á að það er vitað að al- þyngst hefur mönnum reynst að losna úr flokki arkitektsins," sagði Egill Heiðar. -JBP Stuttar fréttir dv Stefnt í hættu Formaður Lögmannafélags íslands, Jakob R. Möller, telur að lögmönnum hafi veriö dæmd svo lág málsvarnar- laun í opinber- um málum og þóknanir í gjafsóknarmálum að réttaröryggi sé stefnt í hættu. Jakob sagið í ávarpi, sem hann flutti á að- alfundi Dómarafélags íslands, að lögmenn og fleiri hefðu vaxandi áhyggjur af þróun þessara mála. Ríkisútvarpið greindi frá. Á glámbekk Ruslapokar með útprentuðum listum frá Tollstjóranum í Reykja- vík og fleiri, yfír vanskU nafh- greindra einstaklinga og lögaðUa, veðbókaryfirlit og fleiri persónuleg- ar upplýsingar, hafa um tima verið settir i port við Tryggvagötu, lítt sem ekkert varðir fyrir almenningi. Dagur greindi frá Samtök stofnuð Gengið hefur verið frá stofnun Eftirmenntunar vélstjóra (EV) sem eru samtök Vélstjórafélags íslands, helstu vinnuveitenda vélstjóra og Vélskóla íslands. Helgi Laxdal er formaður Vélsfjórafélags íslands. Fær aðgang VUhjálmur Öm VUhjálmsson fomleifaffæðingur fær aðgang að skjölum í danska Ríkisskjalasafn- inu sem danska útlendingaeftirlitið hefur meinað honum aðgang að tU þessa. VUhjálmur er að rannsaka afdrif gyðingaflóttamanna sem komu tU Danmerkur frá Þýskalandi á timum síðari heimsstyijaldarinn- ar. Ríkisútvarpið greindi frá. Vilja málaferli Margir þykj- ast vissir um að íjölmargir bíði í startholunum eftir að hefja málaferli vegna laganna sem Al- þingi setti í Kjöl- far kvótadóms- ins. Valdimar H. Jóhannesson seg- ist vita um tvo menn sem eiga báta og hafa veiðUeyfí en fá ekki kvóta. Hann segir að þeir séu tUbúnir að fara í mál. Dagur greindi frá. Fjórir sökudólgar Fjórir drengir hafa játað að hafa verið valdir aö sprengingum í Haga- skóla. Þeir.yerða hugsanlega reknir úr skólanum.'Ríkisútvarpið greindi frá. Skilja ekki Starfsmenn Vegageröarinnar segjast ekki skUja hvemig það geti hafa gerst að hurð á Ólafsfjarðar- göngunum skyldi falla niðm- á bU sem var á leið inn í göngin. Ríkisút- varpið greindi frá. Mikii viðskipti MikU viðskipti hafa verið á fast- eignamarkaði á höfuðborgarsvæð- inu aö undanfómu og margir kaup- endur hafa fulla vasa fjár sem þeir hafa fengið að láni. Fjöldi eigna í eða við miðbæ Reykjavíkur selst nánast um leið og þær eru settar á sölu. RUdsútvarpið greindi frá. Hækkaði um tæp 17% Gjald fyrir al- mennt ökuskír- teini hækkaði um 500 krónur um áramótin úr 3000 krónum í 3.500 krónur sem eru tæp 17%. Stefán Eiríks- son, lögfræöingur í dómsmála- ráðuneytinu, sagði að gjald vegna ökuskírtemanna hefði verið þjón- ustugjald en hefði nú verið tekið inn í aukatekjulögin sem skattur. Morgunblaðið greindi frá. Heimasíða Hæstaréttar Hæstiréttur íslands hefur opnað heimasíðu og er tilgangur hennar að auka þjónustu við þá sem vilja nýta sér upplýsingar réttai’ins. Símon Sigvaldason, skrifstofu- stjóri Hæstaréttar, segir að meðal nýjunga heimasíðunnar sé birting dóma í áfrýjuðum málum. -SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.