Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 15 Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn „Við eigum að vinna - og getum unnið. Byrjum í prófkjörinu 30. janúar." - Frá fundi Samfylkingar á Hótel Sögu sl. haust. Eftir að boðað var til opins prófkjörs í Reykjavík og Reykja- nesi er bjartara fram undan hjá Samfylking- unni en margra undan- fama mánuði. Þras og vandræðagangur í allt haust, kjánalegt skæklatog, skilyrði og hótanir - þetta er að haki og komin á vett- vang sveit af ágætu fólki sem býðst til for- ystu. Nú er það verk- efni almennings að velja þá sem best duga. Hallærið í haust hefur þó haft sín áhrif. Þegar ljóst varð í vor leið að Samfylkingin yrði að veruleika vaknaði feikilegur áhugi á gjör- breyttri stöðu í stjómmálunum. Mörgum fannst þeir lifa spánnýja daga: Gamlir draumar um sam- stöðu og einingu jafnaðaraflanna væra að rætast; nú væri allt í einu allt hægt. Eftir hinn langvinna skotgrafa- hernað haustsins hefur það hins vegar heyrst oftar og oftar að í kosn- ingunmn i vor sé ekki að vænta verulegs árangurs. Jafnvel heitustu samfylkingarmenn segja nú að hreyf- ingin verði að fá næsta kjörtímabil til að sauma sig saman - að Sam- fylkingin lendi hvort eð er sjálf- krafa í stjómarand- stöðu þar sem stjórn Sjálfstæðis- og Framsóknar- flokks verði ekki haggað - að við stefnum svo bara að sigri næst, árið 2003. Kenning fyrir taplið Þessi kenning er villuljós. Hún er vond vegna þess að hún er óþörf. Það var krafa almennra flokksmanna, stuðningsmanna og kjósenda sem bjó Samfylking- una til, knúði forystumennina nauðuga viljuga til að stíga skref- ið. Gengi Sam- fylkingarinnar hefur vissulega dalað í könnun- um en sá al- mannavilji sem kom hreyfing- unni af stað er engan veginn horfmn. Kenningin er líka slæm af því að hún er sál- fræðilega vitlaus - það lið tapar sem hleypur inn á völlinn án þess að ætla sér sigur. Fyrst og fremst er hún þó afleit vegna þess að ís- lensku samfélagi er það brýn nauðsyn að Samfylkingin nái góð- um sigri í kosningunum í vor. Klárum dæmið Sjálfstæðisflokkur Davíðs Odds- sonar hefur nú setið við stjómvöl- inn í átta ár samfleytt. Hann hefur vissulega búið við nær samfellda efnahagsuppsveiflu og notið þess stöðugleika sem samtök launa- fólks, atvinnurekendur og ríkis- stjóm Steingríms Hermannssonar gerðu að veruleika með þjóðarsátt- inni fyrir tæpum áratug. Góðærið hefur dregið úr beinum áhrifum af skammsýnni stefnu flokksins til ójöfnuðar og ranglætis. Sjáifstæðisflokkur Davíðs hefur skipulega glutrað niður tækifærum til nýta góðærið til frambúðar þeim í hag sem standa höllustum fæti, og hefur enga lausn á vanda milli- hópanna sem nú bæta sér upp víta- hring láglauna og jaðarskatta með sífellt meiri vinnu og lántökum. Flokkurinn svarar ekki kalli ungs fólks eftir ferskri og opinni þjóðfé- lagssýn sem byggi í senn á einstak- lingsfrelsi og félagslegu öryggi. Rík- isstjóm flokksins er ekki treystandi til að gæta helsta dýrgrips okkar ís- lendinga, hálendisins, fyrir okkur sjálf, afkomendur okkar - og þann fjölda erlendra gesta sem vilja borga okkur fyrir aðgang að víðem- unum. Og Sjálfstæðisflokkur Dav- íðs hefur í góðu samkomulagi við Framsókn fest í sessi lénsveldið yfir fiskimiðunum, eins og best sést á dellunni sem þingið var látið sam- þykkja í fyrradag. Á næstu misseram - og ekki árið 2003 - ráðast úrslit í ýmsum helstu átakamálum okkar tíma, og munu móta samfélag okkar gjörvalla þá öld sem nú er í eld- ingu. Þess vegna er nauðsynlegt að það sé Samfylkingin en ekki Sjálfstæðisflokkurinn sem ræður ferðinni á Alþingi og í Stjómar- ráðinu. Við eigum að vinna - og getum unnið. Byrjum í prófkjör- inu 30. janúar. - Klárum dæmið í kosningunum 8. maí. Mörður Ámason Kjallarinn Mörður Árnason íslenskufræðingur „Á næstu misserum - og ekki áriö 2003 - ráöast úrslit i ýmsum helstu átakamálum okkar tíma, og munu móta samfélag okkar gjörvalla þá öld sem nú er í eld- ingu. Þess vegna er nauösynlegt aö þaö sé Samfylkingin en ekki Sjálfstæöisflokkurinn sem ræöur feröinni á Alþingi og í Stjórnar- ráöinu. “ Hundaæði í bókmennta- heiminum? Bækur era það sem þjóðin á dýrmætast, segir Halldór Laxness í Sjálfstæðu fólki. Víða erlendis er lestur fagurbókmennta bundinn við uppskrúfaða menningarpáfa með próf upp á vasann, hér lesa allir íslenskar skáldsögur. Þannig á það líka að vera. Eingöngu skemmtileg hugmynd í haust var ákveðið á Bylgjunni að gefa íslenskum bókmenntum meira rými í dagskránni en áður. Umfjöllun hófst í lok október með kynningu á jólabókunum og um- ræðu um strauma og stefnur. Rætt var m.a. við höfúnda, útgefendur, áhugamenn um bókmenntir og bókmenntafræðinga. í kjölfarið fylgdi gagnrýni Kolbrúnar Berg- þórsdóttur sem vakið hefur at- hygli fyrir cifdráttarlausar skoðan- ir, settar fram á mannamáli. Bókaumfjöllun Bylgjunnar lauk svo á annan dag jóla með eins kon- ar yfirlitsþætti um útgáfuna fyrir jólin. Umsjónarmenn hans vora Jakob Bjarnar Grétarsson og Hrafn Jökulsson. Þessi átta vikna bókaumfjöllun Bylgjunnar hefur tvívegis á stutt- um tíma orðið tilefni blaðagreina. Þröstur Helgason, gagnrýnandi á Mbl., skrifaði grein þar sem hann gagnrýnir þátt Jakobs og Hrafns. I þættinum vék Jóhann Páll Valdi- marsson útgefandi að efnistökum Mbl. varðandi jólabókaútgáfuna og þótti þau einkennast af skoð- anédeysi. Tekið var undir það mat. Sú umræða virð- ist hafa farið fyr- ir brjóstið á Þresti auk þess sem hann mis- skildi með öllu efnisatriði þátt- arins þar sem umsjónarmenn lögðu mat á upp- hafs- og lokalín- ur nýrra ís- lenskra skáld- sagna. Öllum sæmilega geð- góðum mönnum ætti að vera ljóst að þetta er ein- göngu skemmtileg hugmynd en fráleitt dómur um viðkomandi skáldsögur enda búið að gagnrýna tugi bóka á Bylgjunni. Hræra fleipurs og geðvonsku í kjölfarið skrifaði Kristján Jó- hann Jónsson rithöf- undur kjallaragrein í DV 6. janúar, leggur þar út af misskilningi Þrastar og blandar í slíka hræra fleipurs og geðvonsku að að- dáun vekur! Kristján dregur athyglisverð- ar ályktanir af um- ræddum þætti sem hann reyndar viður- kennir að hafa bara lesið um í Moggan- um! Niðurlag greinar Kristjáns er með þeim endemum að undirritaður hlýtur að andmæla þótt ekki sé nema til að vemda starfsheiður þeirra sem bára hita og þunga af bókaumfjöllun Bylgjunnar. Þar segir: „Bókmenntaleikur amlóð- anna á Bylgjunni sýnir okkur að dagskrárstjórn þess fjölmiðils tel- ur að íslenskar bókmenntir teng- ist ekki auði og völdum samfélags- ins, séu þess vegna einskis virði og almenningi flnnist ekki ástæða til að ræða þær. Hins vegar væri það skemmtilegri framkoma hjá þeim Bylgjumönnum að segja það kurteislega frekar en að siga hundum á rithöfunda." Þjónusta við hlustendur Hvað er hægt að segja um svona málflutning? Er Kristján að halda því fram að dagskrárgerðarmenn Bylgjunnar taki að- eins til umfjöllunar málefni sem eru þóknanleg ráðandi stéttum í þjóðfélag- inu? Ég trúi því varla að Kristján sé svona barnalegur, því auð- vitað er fjöimiðlafólk á íslandi, ekki sist á Bylgjunni, vandara að virðingu sinni en svo að láta slík annar- leg sjónarmið ráða för. Það er a.m.k. morgunljóst að Krist- ján Jóhann hlustaði ekki á bókaumfjöllun Bylgjunnar. Bylgjan sendir út á FM 98,9. Kristján er hér með boðinn velkominn! Það er ljóst af lestri greina þeirra Kristjáns Jóhanns og Þrast- ar að þeim svíður að hver sem er dirfist að hafa skoðun á bókmennt- um. Bókaumfjöllun Bylgjunnar var ekki sett fram á forsendum bókmenntafræðinga þótt slíkir að- ilar hafi reyndar verið i hópi þeirra sem henni stýrðu. Hún var þjónusta við hlustendur sem vilja heyra fjölbreytta umræðu um bók- menntir. Að svo búnu óska ég bókaþjóð- inni til hamingju með uppskerana fyrir jólin, með von um að bókin verði áfram sameign þjóðarinnar en aldrei fangi í fílabeinstumi vitringa. Skúli Helgason „Þaö er Ijóst af lestri greina þeirra Kristjáns Jóhanns og Þrast- ar aö þeim svíöur aö hverjum sem er dirfist aö hafa skoöun á bók- menntum. Bókaumfjöllun Bylgj- unnar var ekki sett fram á for- sendum bókmenntafræöinga þótt slíkir aöilar væru reyndar í hópi þeirra sem henni stýröu.“ Kjallarinn Skúli Helgason fráfarandi dagskrárstjóri Bylgjunnar. Með og á móti Eiga íþróttafréttamenn að velja íþróttakarl og íþrótta- konu ársins í kjöri sínu? Jafnrétti „Já! Rök mín snúast um jafn- rétti kynjanna i íþróttum og framþróun í kvennaíþróttum á íslandi. í flestum greinum iþrótta keppa konur og karlar ekki saman og þess vegna er óeðlilegt að þegar að æðstu viðurkenningu í íslensku íþróttalífi er komið þá þurfi kynin að keppa innbyrðis um hver hljóti titil- inn. íslensk sfjórnvöld hafa óskaredóttir, skuldbundið formaður íþrótta- SÍg til þess að og tómstundaráós hlíta alþjóðleg- opavogs' um samningum sem lúta að jafn- rétti kynjanna og af þeirri ástæðu er það skylda Samtaka íþróttafréttamanna að breyta kjöri sínu í samræmi við þær samþykktir. íþróttaiðkun hefur mikið uppeldislegt gildi og til þess að auka þátttöku og árangur i kvennaíþróttum þurfa konur að fá fleiri fyrirmyndir. Ef kjörinu yrði breytt fyndu fleiri stúlkur sér fýi-innyndir í íþróttum, fleiri stúlkur legöu stund á íþróttir og líkur eru til þess að brottfall kvenna úr íþróttum minnki. í þessu sambandi skiptir einnig miklu máli að auka umfiöllun um kvennaíþróttir og þar þurfa íþróttafréttamenn að taka sig veralega á. Athuganir hafa sýnt að um 90% íþróttafrétta eru um karlaíþróttir og e.t.v. er það ástæðan fyrir þvi að iþrótta- fréttamenn hafa aðeins tvisvar séð ástæðu til þess að velja konu íþróttamann ársins.“ Dregur úr metnaði „Rétt er að taka fram að innan Samtaka iþróttafrétttmanna era skiptar skoðan- ir um hvort það beri að breyta kjörinu eða halda sömu stefnu og nú er og verið hefur frá því að það fór fyrst fram árið 1956. Sýn- ist sitt hverjum og báðar skoðanir eiga sér ákafa fylgismenn. Hjá systursamtökum SÍ á Norðurlönd- um er mismunandi háttur hafður á. Þrátt fyrir aö kynin keppi yfirleitt ekki hvort á móti öðru í iþróttum sé ég ekki að það þurfi að vera til þess að þau geti ekki keppt innbyrðis að þessari nafnbót hér eftir sem hing- að til. Af hverju þarf að fletja þessa nafnbót út til þess eins að koma til móts við grátkór sem tröllriðið hef- ur þjóðfélaginu undanfama áratugi, þess efiiis að enginn megi skara fram úr, allir skuh vera jafhir, eng- inn megi vinna og enginn tapa. Slíkt er til þess fallið að draga úr metnaði. Að mínu mati yrði það lít- ilsvirðing við bæði kynin að búa til nýja nafhbót þeim til handa. Slíkt er uppgjöf. Þá um leið gæti SÍ gefist upp og kosið flokka íþróttakarl og konu ársins, einstaklings íþrótta- karl og konu, landslið ársins af báð- um kynjum, félagslið ársins af báð- um kynjum, íþróttkarl og konu úr röðum fatlaðra og svo framvegis. Gert kjörið að einni flatneskju til þess eins að koma til móts við óskir sem flestra. Hvaða spenna væri þá á bak við kjörið? Engin. Hvað væri eftirsóknarvert við að vinna viðkomandi nafnbót? Ekkert. Aðeins væri búið að draga úr metnaði íslenskra íþróttamanna. Er slíkt nauðsynlegt?" -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.