Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 15. JANÚAR 1999 Fréttir ^ Luxair: Aætlunarflug til Bandaríkj- anna Flugfélagið Luxair 1 Lúxemborg tilkynnti í gær að það ætlaði að hefja flug milli Lúxemborgar og New York 30. mars í vor eða tveim- ur dögum eftir fyrsta áætlunarflug félagsins til fslands. Flogið verður frá Lúxemborg á hádegi á þriðju- dögum, miðvikudögum, fimmtudög- um og fóstudögum. Þar með er ljóst að Luxair hyggst hafa svipaö fjrir- komulag á þessu flugi og var á flugi Loftleiða á sínum tíma þegar Lúx- emborgarflugvöllur var tengiflug- völlur Ameríkuflugsins en ekki Keflavíkurflugvöllur. Samkvæmt upplýsingum frá upp- lýsingadeild Luxair hefur félagið gert leigusamning við belgíska flug- félagið City Bird um nýja flugvél ásamt áhöfn til að nota á þessari flugleið. Hún er af gerðinni Boeing 767-300 og tekur 246 farþega. í New York verður lent á Newark-flugvelli í New Jersey. Þaðan er tengiflug til helstu borga Bandaríkjanna, svo sem Boston, Washington, Chigaco, Miami, Los Angeles, San Francisco og Atlanta. -SÁ Breiðafjarðarhafnir: Minni afla landað 1998 en 1997 DV, Vesturlandi: Minni afla var landað á höfn- unum fjóruin við Breiöarfjörð á síðasta ári miðað við árið 1997. Á Rifl var landaö alls 8.989 tonn- um en 9.345 tonnum árið áður eða um 356 tonnum minna en árið 1997. í Ólafsvík er aflinn fyrir árið 1998 um 530 tonnum minni en árið 1997. Heildarafli í Ólafsvik var 12.709 tonn 1998 á móti 13.239 tonnum árið 1997. í Grundarfirði var hins vegar landað tæplega 680 tonnum meira á árinu 1998 en 1997. Þar var heildarafli ársins 1998 11.980 tonn á móti 11.300 tonnum árið 1997. í Stykkishólmi má segja að heildaraflinn sé sá sami bæði árin en þar munar aðeins þrem- ur tonnum, 1997 í vil. 9.550 tonn komu á landi í Stykkishólmi árið 1998 en 9.553 tonn árið 1997. -DVÓ Ólafur Skúlason veltir fyrir sér ævinni. Biskupssaga herra Olafs „Ég tek ekki fyrir það og er reyndar að íhuga að skrifa ævisögu mína,“ segir herra Ólafur Skúlason biskup. Hann situr nú daglangt við tölvu sína og færir dagbók eins og hann hefur gert lengi. „Þetta er gamall siður hjá mér að færa dagbók og það hef ég gert reglu- lega allt lífið, að frátöldum nokkrum árum. Dagbækumar myndu að sjálf- sögðu nýtast mér vel við ritun ævi- sögu,“ segir herra Ólafur. Saga Ólafs Skúlasonar yrði einnig öðrum þræði saga kirkjunn- ar hér á landi á síðari helmingi þessarar aldar en þar hefur bisk- upinn komið vel við sögu. Herra Ólafur segir að það yrði sannanlega forvitnilegt að skrifa þessa sögu sem myndi spanna mikið breytinga- skeið íslensku kirkjunnar. „Fyrir utan skriftimar tek ég að mér eina og eina jarðarfor," segir herra Ólafur Skúlason. -EIR Kí silduft verksmiöj an: Húsvíkingar halda enn í vonina DV, Akureyri: Húsvíkingar halda enn í þá von að verksmiðja til framleiðslu á kís- ildufti verði staðsett í S-Þingeyjar- ^lVlenningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir^ Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar inniendri dagskrágerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Til úthlutunar eru u.þ.b. kr. 50.000.000. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstandendur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku f verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrir hugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkelhis og greinargerð um það til hvaða verkþátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefhis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrár efhi, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum og ölium fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu framkvæmdastjóra sjóðsins, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97,101 Reykjavík, eigi síðar en 16. febrúar nk. Með umsókn skal skila fylgiblaði með lykilupplýsingum á eyðublaði sem fæst afhent á sama stað. Úthlutunarreglur sjóðsins fást afhentar á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði, né eldri umsókna. sýslu. Fulltrúar þeirra voru í vik- unni í Reykjavík og ræddu við full- trúa iðnaðarráðuneytisins, þing- menn og fleiri aðila vegna þessa máls. Bandaríska fyrirtækið Allied, sem tengist norskum fyrirtækjum þar sem eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans kemur einnig að, hefur ákveðið að reisa tilraunaverksmiðju fyrir kísilduftframleiðsluna í Noregi og var það af ýmsum túlkað þannig að þegar kemur að því í framhald- inu að reisa iðnaðarverksmiðju til framleiðslu á kísilduftinu hefðu möguleikar á að því að slík verk- smiðja yrði reist hér á landi minnk- að verulega. Reinhard Reynisson, bæjarstjóri á Húsavík, segir hins vegar að eftir viðræður undanfama daga hafi myndin skýrst verulega. „Málið er ekki tapað. Það liggur þó fyrir að tilraunaverksmiðjan verður í Noregi en það er ekki loku fyrir það skotið að sjálf iðnaðar- verksmiðjan risi hér á landi og Þingeyjarsýslan er ekki út úr þeirri mynd,“ segir Reinhard. Hann segir að ekki hafl sérstaklega verið rætt um hvort slík verk- smiðja myndi rísa við Mývatn, í Reykjahverfi eða á iðnaðarsvæði Húsvikinga, kæmi til þess að verk- smiðjan yrði reist í Þingeyjarsýslu. Á öllum þessum stöðum er fyrir hendi það sem mestu máli er talið skipta, nefnilega gufuorka úr iðr- um jarðar. -gk H valQ ar ðar göngin Eftirlitsmyndavélum verður komið fyrir Eftirlitsmyndavélar og hraða- skynjarar verða trúlega settir upp í Hvalfjarðargöngunum á þessu ári. Stefán Reynir Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Spalar hf., sagði í gær að verið verið að leita tilboða í slík- an tækjabúnað. Ljóst væri að fram- kvæmdin yrði dýr en hún væri nauðsynleg vegna þess að nokkuð ber á hraðakstri og framúrakstri í göngunum. Tækjabúnaður af þessu tagi mun óþekktur í göngum af svip- aðri stærð erlendis. Spölur hefur haft samráð við rit- ara Tölvunefndar vegna málsins og eins við lögregluyfirvöld sem mundu annast um eftirlit með göngunum. „Það sem við óttumst mest er að hraðakstur kunni að leiða til alvar- legra slysa í göngunum. Við því vilj- um við bregðast,“ sagði Stefán Reyn- ir Kristinsson í gær. Stutt er í að hálf milljón bíla hafi farið um göng- in frá því þau voru opnuð í sumar. Ekki hafa orðið alvarleg slys enn sem komið er en lögreglan hefur mælt ótrúlegan hraða hjá nokkrum ökumönnum þar. -JBP I>V Akranes: 25% fjölgun fæðinga DV, Akranesi: Fæðingum á Sjúkrahúsi og Heilsu- gæslustöðinni á Akranesi fjölgaði um 25% á milli ára, að sögn Jónínu Ing- ólfsdóttur yfirljósmóður. 201 barn fæddist árið 1998, 107 drengir og 94 stúlkur, en árið 1997 voru fæðingam- ar 160. Þriðjungur kvennanna sem fæddu í fyrra er frá Akranesi. Jónína segir að töluvert sé um að reykvískar konur fæði á Akranesi enda er orðið stutt úr höfuðborginni eftir að Hvalfjarðargöngin komui. „Það er ekki gott að segja hvort fæðingum hér eigi eftir að fjölga með tilkomu Hvalfjarðarganga enda ekki komin mikil reynsla á það, Við höfum alla tíð séð að það koma konur frá Reykjavik og fæða hér og oft eiga þær ættingja á Akranesi. Við bjóðum upp á vatnsfæðingar en reyndar er komið eitt vatnskar í Reykjavík." -DVÓ Skorið eins og brauð Nýja bíó við Lækjargötu hverfur innan tíðar fyrir fullt og allt. Húsið verður horfið 7. febrúar ef allt geng- ur samkvæmt áætlun og holan ein eftir. Þá verður tekið til við að byggja og nýtt hús verður tilbúið til notkunar 1. september. „Þeir skera þetta niður eins og brauð,“ segir Jóhannes í Bónusi sem stendur fyrir framkvæmdun- um. „Við tökum tvær efstu hæðim- ar undir íbúðir, annað verður fyrir matvöru." -EIR DV-mynd GVA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.