Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 18
kmenning MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 JJ>V Jón Leifs og nútíminn • • • Bannaðir höfundar í Elsta tónsmíðin á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands á Myrkum músíkdögum siðastlið- ið fostudagskvöld var eftir Jón Leifs. Verkið heitir Variazioni Pastorcdi og samanstendur af til- brigðum við stef eftir Beet- hoven. Jón má hafa talist fífl- djarfur að hafa skrifað tilbrigði við stef eftir tónskáld sem hélt mikið upp á þetta tónlistarform og hafði það fullkomlega á valdi sínu. Enda voru þessi tilbrigði eins og verið væri að gefa Beet- hoven langt nef, það var enginn þráður í tónsmíðinni heldur samanstóð hún bara af illa radd- settum smáverkum sem fóru inn um eitt og út um hitt. Þetta ber Jóni Leifs ekki fagurt vitni, enda má deila um það hversu merkilegt tónskáld hann í raun og veru var. Hann var óumdeil- anlega hæfileikaríkur og fékk margar góðar hugmyndir en hann virðist stundum hafa átt erfitt með að vinna almennilega úr þeim og skort tilfínningu fyr- ir rökréttri framvindu og form- uppbyggingu í tónlistinni. Það er að minnsta kosti persónuleg skoðun mín. Öllu skýrari línur mátti greina i verki Hauks Tómasson- ar, Storku. Það byrjaði á klið- kenndri ringulreið sem smátt og smátt tók á sig afmarkaða hryn- mynd. Þetta er prýðilega samin tónsmíð, einfóld að formi - jafn- vel einhæf - með ærandi há- punkti, kannski dálítið yfir- drifnum. Guðmundur Óli Gunn- Mist Þorkelsdóttir. ans Ólafssonar og verður ekki einu sinni gerð tilraun til að greina hana hér. Kjartan segir sjálfur í efnis- skránni að hún „afmarkist einungis af fyrsta, efsta, lægsta og síðasta tóni...“ - sem er dálítið skondið, og augljóslega sneið til þeirra tón- skálda er þurfa alltaf að útskýra verk sin með miklu orðskrúði sem enginn skilur. Þó er augljóst að Kjartan hefur góða tilfinningu fyrir hljómi sinfóníuhljómsveitar, streng- irnir voru oft í tæru mótspili við af- ganginn af hljómsveitinni þó að tón- listin væri meira og minna sam- hangandi kliður og þúsundir stef- brota hafi heyrst sem aldrei urðu að neinu. Samt var einhver undiralda út i gegn sem var þó svo frjáls að það var eins og maður svifi um í óræðum geimi; persónulega leið mér undir tónlistinni eins og ég væri að leysast upp í frumeindir mínar - og gerði það á endanum! Þetta voru óneitanlega merkilegir tónleikar og var það ekki síst stjórn- andanum, Guðmundi Óla, að þakka að vel tókst til. Spennandi er að flnna hve hið yfirskilvitlega og óræða á sterk ítök í íslenskum nú- tímatónskáldum - ef ósýnilegi heim- urinn er ekki uppspretta alls alvöru innblásturs, þá veit ég ekki hvað er. Myrkir músíkdagar. Sinfóníuhljómsveit Islands í Háskólabíói föstudag 15. jan- úar. Á efnisskrá íslensk svíta eftir Mist Þorkelsdóttur, Variazioni Pastorali op. 8 eftir Jón Leifs, Sonnetta eftir Kjartan Ólafsson og Storka eftir Hauk Tómas- son. Stjórnandi Guömundur Óli Gunn- DV-mynd Hilmar Þór arsson. Kjartan Ólafsson. Tónlist Jónas Sen arsson stjórnaði Storku af röggsemi og var út- koman kraftmikil. Sama kraftinn var að finna í íslenskri svítu eftir Mist Þorkelsdóttur. Svítan samanstendur af „ímynduðum" dönsum, skuggadansi, búálfadansi og loks skessudansi. í gegnum allt verkið liggur þjóðsagnakenndur þráður, stemningin er fomeskjuleg svo jaðrar við óhugnað. Formið er hnitmiðað, skuggadans- inn í draugalegum þrískiptum takti sem stig- magnast, búálfadansinn hæfilega létt mótsvar án þess að vera misheppnaður brandari og þrástefjandi slagverksbarsmíðar og málm- blástur í skessudansi snyrtilega útfærðar. Þar voru engin sæt og hugguleg norsk tröll með rauð kartöflunef á ferðinni heldur hrikalegar náttúruvættir sem maður myndi ekki vilja mæta í myrkri. íslensk svíta er prýðilegt tón- verk sem heyrist vonandi aftur á sinfóníutón- leikum. Ennþá meira framandi var sonnetta Kjart- Haukur Tómasson. Heilt vinstra ai*ga hættulegt A skemmtilegu málþingi um Pétur Gaut í Samkomuhúsinu á Akureyri fyrir rúmri viku kom fram sú smellna tillaga utan úr sal að fyr- irmynd Ibsens að Pétri væri íslenska skáldið Grímur Thomsen. Ibsen hafði vist heyrt ýmis- legt um hann hjá tengdamóður sinni, Magda- lenu Thoresen, sem var bamsmóðir Gríms. Sannarlega átti Grímur ekki siður litríkt líf en Pétur en ekki tóku frummælendur vel í tillög- una. Sagði Sveinn Einarsson, sem stýrir hinni vel heppnuðu uppfærslu á leikritinu hjá Leik- félagi Akureyrar, að honum fyndist mun álit- legra að Pétur væri Henrik Ibsen sjálfur - í kjama sínum (eða kjamaleysi). Menn ræddu margt um kjarna verksins á málþinginu. Brynhildur Mathiesen, sem annars talaöi aðal- lega um bakgrann verksins sagði að leikritið fjallaði vun aðlögunarhæfni nútímamannsins í síbreytilegum heimi. Sigurður Hallmarsson sagði að það fjallaöi um listamanninn og Þorsteinn Gylfason að það fjallaði mn skáld: Pétur Gautur væri skáld og þess vegna vildi hann vera hann sjálfur, eins og klifað er á i textanum. En Þorsteinn hélt að Pétur kæmist aldrei að því hvað það þýddi í raun og vera að vera maður sjálfur. Síðastur frummælenda var Gunnar Eyjólfsson sem hefur leikið hlutverk Péturs Gauts nokkrum sinnum, til dæmis í Þjóðleikhúsinu og hjá Leikfélagi Húsavíkur, og heillaði gesti með því að flytja drjúga búta úr þýðingu Einars Ben. á verkinu utan bókar máli sinu til skýringar og stuðnings. Verkið er nú leikið í þýðingu Helga Hálfdanarsonar og Gunnar baðst afsökunar á að vera með eldri gerð en sagðist ekki ráða Brúðguminn (Stefán Sturla Sigurjónsson) og gestir f brúðkaupsveislunni horfa dolfallnir á Pétur Gaut ræna brúðinni og hlaupa með hana til fjalla. Úr sýningu við að læra nýja þýðingu utan bókar. Hann benti á að leiksýning sem heild réðist ævin- lega af fyrstu setningu sem þar væri sögð eða fyrstu athöfn sem þar færi fram, og það fyrsta sem væri sagt í Pétri Gaut væri að móðir Pét- urs ásakaði hann um lygi. Enda væri lygin rauði þráðurinn í verkinu. Utan úr sal kom síðar sú athugasemd við mál Þorsteins og Gunnars í sameiningu að sá sem stöðugt lygi að sjálfúm sér gæti ekki verið hann sjálfur því hann vissi ekki lengur hver hann sjálfur væri inncm um alla lygina. Gunnar Eyjólfsson vakti líka athygli á því að Pétri ofbyði þá fyrst í höll Dofrans þegar ætti að rispa vinstra auga hans. Honum er sama þótt hengd sé á hann rófa og sama þótt hann sjái aldrei sól- ina framar, en vinstra auganu vill hann halda og fórnar kóngsdóttur og kóngsríki fyrir það. Leikritið um Pétur Gaut er árás á íhaldið í Noregi á tímum Ibsens, árás á heimóttar- skap og þröngsýni sem Dofrinn er fulltrúi fyrir, sá sem vill umfram allt vera sjálfum sér nógur. Slíku íhaldi er heilt vinstra auga hættulegt, sagði Gunnar. LA á Pétri Gaut. sviðsljósi Fjögurra vikna gamalt Times Literary Supplement er helsta heimild PS ... um menningarfréttir að þessu sinni. Þar var sagt frá því aö Aleksandr Solzhenítsyn hefði afþakkað orðu heilags Andrésar sem Jeltsín hugðist sæma hann fyrir jól- in. Sagðist Solzhenítsyn ekki geta tekiö við heiðurstákni úr hendi manns sem hefði lagt Rússland í rúst. Svar forsetans var að auðvitað væri Solzhenítsyn fijálst að hafna orðunni en sér hefði samt fundist rétt að heiðra hann fyrir einstakt framlag hans til rússneskra bókmennta og heimsbókmenntanna. Solzhenítsyn varð þekktur fyrir skáld- söguna Dagur í lífí Ivans Denisovitsj (1962, á íslensku 1963) sem fjallar um líf í sovéskum fangabúðum. Hann var sviptur sovéskum borgararéttindum eft- ir að hann tók við Nóbelsverðlaununum 1970, en hlaut þau aftur og fluttist til Rússlands eftir stjórnarfarsbreytingar þar. Um sama leyti og Jeltsín ætlaði að heiðra Solzhenítsyn hlaut Alexandr Morozov rússnesku Booker verðlaunin fyrir skáldsöguna Bréf einhvers, sem rit- uð var fyrir rúmum 30 árum. Hún átti þá að birtast sem ffamhaldssaga í bók- menntatímaritinu Noví Mír sem einmitt um sama leyti birti Dag í lífi Ivans Den- isovitsj. En ritstjórinn neyddist til að hafha skáldsögu Morozovs af pólitískum ástæðum og hún hvarf aftur ofan í skúffu höfundar síns. í fyrra rataði hún upp úr henni aftur og á prent og varð Morozov að sögn harla feginn 12.500 doll- urunum sem hann fékk í verðlaun. Ályktunin er sú aö gömlu brýnin blíva. En PS við þetta PS ... er að Booker fyrirtækið hættir að standa undir rúss- nesku verðlaununum frá og með þessu ári. Þó að heitið haldi sér mun Smirnoff borga brúsann. Anna og Isaiah í tveimur nýlegum bókum er fjallað um örlagaríkan fund breska heimspekingsins Isaiah Berlin og rússnesku skáldkonunn- ar Önnu Akhmatovu í Moskvu á stríðsár- unum. Þetta eru ný ævisaga Isaiah Berhn eftir Michael Ignatieff og bók eftir György Dalos sem heitir Gesturinn úr framtíð- inni (The Guest from the Future í enskri þýðingu úr þýsku). Þau hittust óvænt í stuttri ferð hans til Leningrad 1945 og töluðu saman heila nótt. Ekkert samtal alla ævi Isaiah - og hann er sagður hafa verið aðlaður fyrir samtalstækni sina - hafði eins djúpstæð áhrif á hann, eins og einnig má lesa um í lokakafla Personal Impressions eftir hann. Þau deildu um skáld og rithöfunda - Anna hélt fram snilld Dostojevskís, Isai- ah hélt með Túrgenjev - en áhrifamest voru ljóðin sem hún las honum, máttug og fogur. En Isaiah hafði ekki eins jákvæð áhrif á líf Önnu. Anna hafði verið of- sótt í Sovétríkjunum alveg frá 1921 þegar fyrrverandi eiginmað- ur hennar var liflátinn fyrir „samsæri gegn sovéska ríkinu", en hún mun sjálf hafa verið viss um að end- umýjaðar ofsóknir á hendur henni eftir 1945 stöfuðu af fundi þeirra Isaiah. Þá var hún meðal annars rekin úr rithöfunda- sambandinu, verkum hennar var afneitað og sonur hennar, sem Berlin hafði líka talað við nóttina góðu, var handtekinn enn á ný. Anna og Isaiah hittust einu sinni aftur, þegar hún tók við heiðursdoktorsnafnbót við háskólann í Oxford 1965 sem fremsta skáld Rússlands. Var Isaiah Berlin helsti hvatamaður að þeim heiðri. Enn komu samskipti þeura Önnu í vandræði heima fyrir, en ljóö hennar bera vitni um kraft- inn sem hún fékk við þetta ferðalag og endumýjuð kynni af Isaiah. Ýmsir hafa spreytt sig á að þýöa ljóö Önnu Akhmatovu á íslensku, meðal ann- arra Geir Kristjánsson og Ámi Berg- mann, og í nýjasta hefti Tímarits Máls og menningar er ljóðabálkurinn Sálumessa eftir hana í þýðingu Ingibjargar Haralds- dóttur. mMfiimwinniwiai'w—■(ininwir'innmimnin'i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.