Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 TIV
44
nn
Ummæli
Stjórinn vill
ekki prófkjör
„Mín viöbrögð voru þau að
forsætisráðherra hefði ekki
viljað prófkjör.
Hann ræður í rík-
isstjóm, vill
stjórna Alþingi og
svo sannarlega
stjórnar hann
Sjálfstæðis-
ílokknum."
Rannveig Guð-
mundsdóttir alþingismaður,
í Degi.
Eðlilegt hjá Sjálf-
stæðisflokknum
„Mér hefur fundist að próf-
kjör væri í mótsögn við eðli
þessa ríkisbákns sem Sjálf-
stæðisflokkurinn oftast er. Því
er eðlilegt að framboðslisti
flokksins verði valinn í
gluggakistunni í Stjórnarráðs-
húsinu."
Óskar Guðmundsson blaða-
maður, í Degi.
Tónverkin ófluttu
„Það er merkilegt að til
skuli vera hér á landi um og
yfir tuttugu tón-
verk, hljómsveit-
arverk og konsert-
ar, sem aldrei
hafa verið flutt,
fyrir utan öll
verk íslenskra
tónskálda sem
flutt hafa verið er-
lendis en íslendingar hafa
aldrei fengið tækifæri til að
heyra.“
Mist Þorkelsdóttir tónskáld,
í Morgunblaðinu.
Sveitaþorpið ísland
ísland er eins og lítið sveita-
þorp og á miklu fleira sameig-
inlegt með Kardimommubæn-
um en New York. Við ættum
að hafa það eins og Bastian
bæjarfógeti sem sagði: „Fyrst
þarf að skrifa niður, svo þarf
að hugsa málið vandlega",
þegar betri borgarar í Kardi-
mommiubænum heimtuðu taf-
arlausar handtökur og fang-
elsanir."
Pétur Þorsteinsson á Kópa-
skeri, i DV.
Ráðherra í
velmegunarríki
„Hvað á ráðherra í velmeg-
unarríki að gera við einhverja
, jólapakka fulla af
gömlu drasli frá #
börnum þessa
lands. Það er fá-
dæma ósvífni að
trufla hádegis-
verð slíks góð-
borgara með því
að banka upp hjá honum
með svoleiðis jólapakka."
Ástþór Magnússon, stofn-
andi Friðar 2000, í DV.
Björgunarsveitir á
Norðurlandi eystra
ú
[/'s| SVFÍ
1—1 Kópaskeri
SVFI
Raufarhöfn
SVFÍ SVFÍ,
Ólafsfirði Dalvík
xs. Hjálparsveit skáta,
' /N SVFÍ,
I__| Firísey
DSVFÍ
Grenivík
ú
SVFi
Húsavíkl
0 SVFÍ
Kelduhverfi
SVFI
Þórshöfn
SVFI
Árskógsströnd
Hjálparsveit
skáta, Akureyri
a
a
ÚHjálparsveit skáta,
Aðaldal
^ SVFÍ L-1 SVFÍ
I—I Bárð-, Ljósav-, Mývatnssveit
Hálshreppi
Hjálparsveit skáta,
SVFI
I Svalbarðseyri Reykjadal
SVFÍ
Fl ugbjö rgu n a rsve iti n,
Akureyri
Hjálparsveit skáta,
Grimsstööum
Ú
Björn Ingi Knútsson, nýráðinn flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli:
Starfið er fjölbreytilegt og lifandi
DV, Suðurnesjum:
„Mér llst mjög vel á starfið. Það
er fjölbreytilegt og lifandi og krefj-
andi í senn,“ segir Bjöm Ingi Knúts-
son en hann tók við starfi flugvall-
arstjóra á Keflavíkurflugvelli nú um
áramótin.
Þann 1. október síðastlið-
inn var Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar aðskilin rekstri
Flugmálastjórnar á Kefla- -----------
víkurflugvelli og sett yfir
hana sérstök yfirstjóm. Flugvallar-
svæðið sem heyrir undir flugvallar-
stjóra er ótrúlega víðfemt eða um
3000 hektarar. Það samsvarar öllu
landi Reykjavíkurborgar vestan El-
liðavogs. Innan þessa svæðis eru
flugbrautir, mannvirki og búnaður
sem fullnægja ýtrustu kröfum um
gerð alþjóðaflugvallar. Flugbraut-
imar eru búnar mjög fullkomnum
blindlendingartækjum og geta tekið
við stærstu flugvélum. Til að gefa
fólki einhverja hugmynd um um-
fang þeirra þá næði norður/suður
flugbrautin að meðtöldum öryggis-
svæðum frá Köllunarkletti í Reykja-
vík í norðri og að Kópavogskirkju í
suðri og austur/vestur brautin úr
Hljómskálagarði inn að Elliðaám.
„Starfið felst meðal annars í því
að hafa eftirlit með því að lögum,
reglugerðum og alþjóðasamningum
um flugstarfsemi sé framfylgt á
Keflavíkurflugvelli með sérstakri
áherslu á flugöryggi. Þá heyrir
rekstur og uppbygging vallarins
undir flugvallarstjóra í samvinnu
við Vamarliðið samkvæmt gildandi
samningum og fyrirmælum. Hlut-
verk flugvallarstjóra er ennfremur
að stjórna og bera faglega og fjár-
hagslega ábyrgð á starfseminni og
fara með skipulags-,
bygginga- og um- DV-mynd
hverfismál í samvinnu við hlutað-
eigandi yfirvöld. Flugvallarstjóri
annast ráðningu stcufsmanna, veitir
starfsleyfi fyrir flugtengdan rekstur
og gerir lóðasamninga á flugstöðv-
arsvæðinu. Hér er engan veginn um
tæmandi upptalningu að ræða en
gefur engu að síður mynd af þeim
Maður dagsins
fjölbreyttu verkefnum sem heyra
undir þetta starf.“
Bjöm Ingi hefur m.a. lokið námi
á sviði rekstrar flutningakerfa við
London School of Foreign Trade og
University of Wales, Institute of Sci-
ence and Technology. Frá árinu
1977-1996 starfaði hann hjá Skipa-
deild Sambandsins, síðar Sam-
skipum, en er nú ný-
fluttur til landsins
eftir þriggja ára
búsetu erlendis
þar sem hann
starfaði hjá
Sofrana Unil-
incs Holding SA
á Nýja-Sjálandi
og Ástralíu,
fyrst sem
rekstrarráð-
gjafi og síðar
fram-
kvæmda-
stjóri
rekstrar-
sviðs.
Björn
Ingi segir
áhuga-
málin
margvís-
Arnheiður
leg. „Eg hef áhuga á fornbílum, á
tvo fombíla, Buick, 1948 og GMC,
hertrukk, 1942, sem báðir eru í góðu
ástandi. Hertmkkurinn er með
númerið H-70 og var í eigu sama
manns í Húnavatnssýslu frá
1946-1992. Hann gaf mér bílinn til að
fylgja honum óskemmdum inn í
framtíðina eins og hann orðaði það.
Faðir minn átti Buickinn 1952-1986
en þá tók ég við honum. Þá hef hef
ég gaman af því að spila golf. Síðan
eigum við fjölskyldan sumarbústað
sem við eyðum töluverðum tíma í.“
Eiginkona Bjöns Inga er Anna Berg-
lind Magnús-
dóttir
sjúkraliði
og eiga
þau þrjú
börn.
-AG
Rask-ráðstefnan
í Þjóðar-
bókhlöðunni
Þrettánda Rask-ráðstefna
íslenska málfræðifélagsins
verður haldin í fundarsal
Þjóðarbókhlöðunnar laug-
ardaginn 23. janúar nk.
Ráðstefnan hefst klukkan
Hálf Köflóttur sem leikur
fyrir gesti staðarins.
Félagsmiðstöð
fatlaðra
Félagsmiðstöð fatlaðra er
opin á miðvikudögum kl.
17-22 og á sunnudögum kl.
13-18. Á miðvikudaginn
verður brandarakeppni þar
sem tipparar koma með
Myndgátan
Samkomur
13.15 og flytja fimm fræði-
menn fyrirlestra. Fundar-
stjóri er Þórunn Blöndal.
Hálf Köflóttur
á Kaffi Reykjavík
Á Kaffi Reykjavík verður
boðið upp á lifandi tónlist i
kvöld. Það er hljómsveitin
brandara sína og landskunn-
ur grínari dæmir og grínar.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
í dag verður bridge kl. 13
í Ásgarði í Glæsibæ. Sveita-
keppnin hefst síðan mánu-
daginn 8. febrúar.
. w'h;
r~'
---------------------&yþoR —
Leysir úr máli
Myndgátan hér að ofan lýsir orðtaki.
Bjarni
Haukur
Þórsson
leikur
hellisbú-
ann sem
er eina
hlutverkið
í leikrit-
inu.
Hellisbúinn
Hellisbúinn er kannski það
leikrit sem hefur fengiö mesta að-
sókn á þessu leikári. Búið er að
sýna verkið í íslensku óperunni
frá því í sumar og alltaf fyrir fullu
húsi svo óhætt er að segja að þetta
bráðskemmtilega verk hafi slegið
i gegn og ekkert lát virðist vera á
aðsókninni. Aðeins einn leikari er
i sýningunni, Bjami Haukur Þórs-
son. Hugmyndina að verkinu, sem
fjallar á skemmtilegan hátt um
samskipti kynjanna, má rekja til
leikritsins Defending the Cavem-
an efth- Rob Becker en það hefur
verið á fjölunum vestur í Banda-
ríkjunum í sex ár. Hallgrímur
Helgason rithöfundur skrifaði
Hellisbúann og byggir hann verk-
ið á hugmynd Beckers. Sigurður
Sigurjónsson er leikstjóri.
Heflisbúinn er verk sem karlar
og konur eiga að sjá saman. Verk-
Leikhús
ið á að geta gefið lexíu um hitt
kynið og gæti ef til vill hjálpað
fólki að skilja ýmislegt í fari
makans sem hingað til hefur ver-
ið torskilið. Þess má geta að það
er ódýrara fyrir konur á leikritið.
Næsta sýning á Hellisbúanum er
á miövikudagskvöld.
Bridge
Hvemig er best að meðhöndla
hönd vesturs í þessu spfli eftir
spaðaopnun félaga í austur og út-
tektardobl suðurs? Einn möguleik-
inn er sá að passa í upphafi en það
var einmitt það sem vestur gerði
þegar spilið kom fyrir í þriðju um-
ferð Minningarmóts Harðar Þórðar-
sonar sem spilað var sunnudaginn
27. desember síðastliðinn. Austur
gjafari og allir á hættu:
4 D9875
•0 KD84
♦ Á83
* 3
4 3
•0 75
♦ 762
* ÁKDG654
Austur Suður Vestur Norður
1 spaði dobl pass 1 grand
pass 2 tíglar 3 tíglar pass
3 hjörtu pass 3 grönd p/h
Það hefði verið eðlilegra fyrir suð-
ur að segja 2 tígla við spaðaopnun
austurs og því tóku sagnimar nokk-
uð óvænta stefhu. Norður hefði get-
að sagt 2 lauf, en valdi frekar grand-
sögnina. Þrír tíglar vesturs var
beiðni til austurs um þriggja granda
sögn með tígulfyrirstöðu
en austur ákvað að segja
fi'á hjartalit sínum í leið-
inni. Eftir þriggja
granda sögn vesturs
vissi austur að sögnin
byggðist á lauflit og gat
því passað með góðri samvisku með
stöðvara í tígli. Norður hóf leikinn á
þvi að spila út tígultíu og sagnhafi sá
að liklega fengjust ekki nema 8 slag-
ir í þessum samningi (laufliturinn
gat jú varla verið vandamál). Samt
sem áður lá ekkert á því að drepa
strax á ásinn í tígli, vörnin gat jú
misstigið sig þótt það væri ólíklegt.
Feilspor varnarinnar var hins vegar
annað en sagnhafi hugði. Norður
henti laufi!? í þriðja tígulinn, því
hann var ekki búinn að átta sig á
lauflengd vesturs. Vestur gat því
fengið alla sjö slagi sína á lauf í við-
bót við tígulslaginn. Mistök norðurs
vora dýrkeypt því talan 100 í NS gaf
AV 52 stig af 66 mögulegum.
ísak Öm Sigurösson