Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
31
!
!
I
Netið hefur áhrif á ferðaþjónustu:
Lækkar kostnað flugfé-
laga og farþega
Viöskipti á Netinu gera um þess-
ar mundir flugfélögum kleift að
lækka kostnað og hjálpa neytendum
að leita uppi kostaboð. Ferðaskrif-
stofur eiga hins vegar undir högg að
sækja vegna slíkra viðskipta.
Ný rannsókn leiddi í ljós fyrir
skömmu að viðskipti með farseðla á
Netinu námu um 2,5% af heildarvið-
skiptum á þessum vettvangi á síð-
asta ári. Jafnframt er því spáð að
aukning verði á viðskiptum á Net-
inu þannig að sambærileg tala fyrir
árið 2002 verði orðin 8,4%.
Fyrir flugfélög þýðir þetta að
hægt er að spara kostnað við hefð-
bundna sölu farmiða, þar sem við-
skiptavinimir afgreiða sig að mestu
leyti sjálfir á Netinu. Það gerir þeim
einnig kleift að bjóða ýmis sérkjör
fyrir þá sem bóka miða á þennan
hátt. Þetta þýðir hins vegar að
ferðaskrifstofur missa viðskipti því
neytendur kaupa miðana beint af
flugfélögunum. Einhveijar málsókn-
ir hafa spunnist vegna þessa, en lík-
legast er að ferðaskrifstofur verði að
sætta sig við orðinn hlut og einbeita
sér að því að selja ferðir sem þarfn-
ast mikiUar skipulagningar, því þar
nýtist sérþekking þeirra best.
En þó svo að flugfélög jafnt sem
farþegar virðist hafa hag af þessari
þróun verða menn að hafa varann
á. Til dæmis gætu flugfélög lent í
vanda vegna farþega sem leita sí-
fellt að hagkvæmustu fargjöldun-
um. Áður keyptu slíkir farþegar
miðana með miklum fyrirvara til að
halda miðaverði í lágmarki. Nú geta
séðir neytendur leitað að ódýrum
farseðlum sem seldir eru á síðustu
stundu, en slík viðskipti þýða
aukna áhættu fyrir flugfélögin.
Sala farseðla á Netinu er farin að skipta ferðaþjónustuna talsverðu máli og
mun mikiivægi slíkra viðskipta aukast á næstu árum.
Á raftækjasýningu í Las Vegas sem fram fór í siðustu viku var þetta fyrirbæri
meðal sýningargripa. Hér er á ferðinni netsími sem kallast ApiioPhone, en
hann gerir notendum kleift að hringja langlínusímtöl ókeypis gegnum Netið
án þess að nota þurfi til þess tölvu. Búið er að leyfa notkun símans í 50 lönd-
um, en hann var fyrst kynntur fyrir níu mánuðum. Hvert eintak netsímans
kostar 199 dollara (um 14.000 krónur).
4
*
Microsoft-réttarhöldin hálfnuð:
Gates sagður Ijúga
Síðastliðinn miðvikudag lauk
fyrri helmingi vitnaleiðslna í máli
Bandaríkjastjómar gegn Microsoft
þegar klárað var að yfirheyra síð-
asta vitnið
sem saksókn-
ari kveður til
réttarins. Nú
Ítekur réttur-
inn hins vegar
til við að yfir-
heyra vitnin
sem verjand-
inn leiðir fyrir
réttinn.
Réttarhöld-
in hafa nú
staðið yfir í
um tíu vikur
og búist er við
Iað þeim muni
ekki ljúka fyrr
en í mars í
fyrsta lagi.
Síðasta verk
saksóknara
áður en hann
dró sig í hlé
var að fram-
vísa yfir 1000
blaðsíðum af
nýjum gögnum, aðailega tölvupósti,
auk þess sem bætt var við upptök-
um af yfirheyrslum yfir Bill Gates,
forstjóra Microsoft, sem fóra fram í
f sumar. Saksóknarar höfðu áður lagt
fyrir réttinn hluta af þessum yfir-
heyrslum.
Þar kemur meðal annars fram að
Gates neitar að hafa beðið einn
starfsmanna
sinna að rann-
saka fjármál
Netscape,
helsta keppi-
nautar
Microsoft á
vaframarkað-
inum. Hins
vegar vill sak-
sóknari meina
að tölvupóstur
frá Bill Gates
til starfsmanns
Microsoft sem
ákæruvaldið
hefur undir
höndum gefi
allt annað til
kynna.
Á næstu vik-
um má búast
við að vitni
verjendanna
muni leggja
áherslu á að
starfsaðferðir
Microsoft séu eðlilegar og ekki refsi-
verðar. Athyglisvert verður að fýlgj-
ast með hvort þeim tekst að gera
það á sannfærandi hátt.
Bill Gates, forstjóri Microsoft.
Favorít 3030-VV
Gerð:
Taumagn:
Þvottakerfi:
Orkunotkun:
Vatnsnotkun:
Þvottatími:
Frístandandi H-85, B-60, D-60
Ryðfrítt innra byrði
Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki)
4-falt vatnsöryggiskerfi
Hjóðlát 49db (re 1 pW)
Sjálfvirk hurðarbremsa
12 manna stell
3 kerfi
skolun 10 mín.
venjulegt 65°C 69 mín.
spamaðar 65°C 60 mín.
Spamaðarkerfi 65°C 1,5 kwst
Venjulegt 65°C kerfi 1,5 kwst
Spamaðarkerfi 65°C 16 lítrar
Venjulegt 65°C kerfi 20 lítrar
Venjulegt kerfi 65° 69 mín.