Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999
29
DV
Fréttir
Svavar Sigurðsson afhendir Jóni Eysteinssyni, sýslumanni í Kefiavik,
myndavélina sem tekur við henni fyrir hönd lögregluembættisins í Keflavík.
í baksýn má sjá listaverk eftir Ríkey Ingimundardóttur. DV-mynd Arnheiður
Lögreglan í Keflavík:
Fær stafræna
FERÐIR TIL UTLANDA
Notfærðu þér 800 númerin, gjaldfrjáls þjónustunúmer fyrirtækja,
stofnana og félagasamtaka.
SIMINN
myndavél að gjöf
DV, Suðurnesjum:
Nýlega færði Svavar Sigurðsson,
sem þekktur er fyrir baráttu gegn
vímuefhum, lögreglunni í Keflavík
stafræna Sanyo-myndavél að gjöf en
Svavar hefur áður gefið tollinum og
lögreglunni ýmis tæki til rannsókna á
flkniefnamálum.
Þórir Maronsson yflrlögregluþjónn
sagði þetta breyta ýmsu fýrir lögregl-
una. „Þetta er að okkar áliti mjög góð
vél sem við hyggjumst nota til hinna
ýmsu þarfa. Nú getum við sjálflr
framkallað samstundis í tölvunni sem
gefur gríðarlega möguleika." -AG
Biskupstungur:
Glæsilegt
íþróttahús
vígt
DV, Biskupstungum:
Á laugardaginn var vígt glæsilegt
608 fermetra íþróttahús i Reykholti í
Biskupstungum. Með því fá Tungna-
menn stórbætta aðstöðu til íþróttaiðk-
unar og æflnga innanhúss því til
margra ára hefur félagsheimilið í Ara-
tungu verið nýtt til þeirra hluta ásamt
því að vera félagsheimili sveitarinnar.
Saga íþróttaiðkunar á sér langa
sögu í Biskupstungum. Til eru frásagn-
ir af því þegar skólapiltar úr Skálholts-
skóla kepptu í glímu og eflaust hafa
þeir reynt með sér í fleiri íþróttum.
1 Haukadal í Biskupstungum rak
Sigurður Greipsson íþróttaskóla frá
1927-1971 og í Reykholti hefur verið
íþróttaaðstaða til margra ára. Með
vígslu nýja hússins er komin fullkom-
in inniíþróttaaðstaða fyrir Tungna-
menn.
Fyrst var farið að ræða um bygg-
ingu íþróttahúss fyrir um 15 árum og
árið 1990 var skipuð undirbúnings-
nefnd að byggingu þess. Fljótlega var
ákveðið að byggt yrði við núverandi
sundlaug til að geta samnýtt búnings-
og baðaðstöðu. 3. apríl 1997 var ákveð-
ið að hefja framkvæmdir á því ári og 1.
nóvember sama ár var tekin fyrsta
skóflustungan að húsinu.
Skipta þurfti um jarðveg rmdir hús-
inu en það var síðan reist í júní í fyrra.
Framkvæmdir hafa því gengið fljótt og
vel fyrir sig. Húsið er 19 X 32 metrar
svo í því er löglegur keppnisvöllur fyr-
ir körfubolta. Byggingarefni hússins er
allt úr héraði. Límtré á Flúðum gerði
og reisti burðargrindina og Eininga-
verksmiðjan í Reykholti gerði klæðn-
inguna. Aðrar verklegar framkvæmdir
voru.að mestu í höndum heimamanna.
Arkitektar hússins eru Hjördís Sigurð-
ardóttir og Dennis Jóhannesson. -NH
tJiíiíJ Jjújtiliíjrt iit
mjíir j \}Ö5
bííJ5 J.-Jyy-Jir
gildir í 1 mánuð
þiíiyiir
f fcerra
iiiirjiukJippiii'iur
IOvS •iLlútíur
OU hötn fá vtrdhun
yl UiiílirfiitiiíiOur
!1' W% iiúlúttur
FiiixiíitJur r ^
'-10% úíslúiiur 'Æ
\\^^ué'és’oé>
Mörkin 1
108 Rvk.
t 588-5858
Skemm,
'
Valah,
Er.g.hhl)i