Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst<§>ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.ís AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF., Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Búhyggindi taka við Fyrirhyggja hefur ekki verið íslendingum í blóð borin enda umhverfið þeim andstætt sem ekki lifðu fyrir líð- andi stund með tiiheyrandi áhyggjuleysi af framtíðinni. Enginn var maður með mönnum ef hann átti ekki stein- steypu til að veðsetja enda tóku fjármálastofnanir ekki í mál að skammta lán til annarra. Möguleikar einstaklinga og fyrirtækja til að standa undir lánum skiptu litlu í hugum bankamanna - það var eign í steinsteypu sem réð fyrirgreiðslu og svo auðvitað sambönd vinaþjóðfélagsins. Þeim sem reyndu af veikum mætti að spara var refsað. Sparifé almennings var brennt á báli verðbólgu og stórkostlegir fjármunir voru fluttir frá einstaklingum til fyrirtækja. Þetta fyrirkomulag var á margan hátt hentugt fyrir stjórnmálamenn. Skömmtunarkerfi hentar stjórnmála- mönnum er sitja við kjötkatlana. Ekkert tryggir endur- kjör betur en fyrirgreiðsla við sérhagsmuni á kostnað al- mannahagsmuna. Raunar var tilvera sumra stjórn- málamanna og stjórnmálafLokka grundvölluð á fyrir- greiðslu og vinargreiða. Greiðvikni á annarra manna fé þótti sjálfsögð. Lífeyrisréttur skipti litlu. Launamenn litu ekki á ið- gjaldagreiðslur í lífeyrissjóð sem sjálfsögð búhyggindi. Iðgjöldin voru fremur talin einhvers konar skattur sem menn neyddust tU að inna af hendi tU að tryggja sér lánsrétt í skömmtunarkerfi ofstjórnar fjármálamark- aðarins. Hægt og bítandi hefur viðhorf íslendinga tU framtíðar- innar verið að breytast. Áhyggjulaust líferni líðandi stundar er að mestu að baki og fyrirhyggja hefur náð að skjóta rótum. Tvennt hefur ráðið mestu um þessar breyt- ingar. í fyrsta lagi hafa stjórnvöld náð tökum á efnahags- lífinu - stöðugleiki hefur komið í stað óðaverðbólgu. í öðru lagi hefur ríkisvaldið hafið skipulagt undanhald af fjármálamarkaðinum, samhliða auknu frelsi, þó enn sé langt í að afskipti hins opinbera heyri sögunni tU. Stöðugleikinn, frjálsræði og undanhald ríkisins hefur skapað jarðveg fyrir framsækin fyrirtæki á fjármála- markaði og búið tU áður óþekkt tækifæri fyrir ungt vel menntað fólk. Eitt helsta vandamál sem við íslendingar glímum við er oflítiU spamaður. Margt bendir tU að þetta sé að breyt- ast enda hefur verið skapað umhverfi sem fremur hvetur en letur almenning tU sparsemi í stað eyðslu eins og áður. Fjárfesting einstaklinga í hlutabréfum er merki um breytt viðhorf og áhugi á auknum lífeyrisspamaði á nýju ári undirstrikar þetta enn frekar. Svo kann að fara að breytingar á lögum um lífeyrissjóði, þar sem almenningi gefst kostur á að leggja 2% aukalega tU hliðar, auki spam- að um aUt að fimm miUjarða króna á ári. Svipað er að gerast hjá ríkissjóði sem að óbreyttu tekst að lækka skuldir um 21 miUjarð króna á árinu. Ríkissjóður er með öðrum orðum hættur að gefa út víxla á framtíðina sem komandi kynslóðir neyðast tU að greiða með auknum sköttum og/eða lakari opinberri þjónustu. Þessi lækkun skulda ríkissjóðs næst þrátt fyrir að aðhald í ríkisfjár- málum sé ekki eins og skyldi. Vandinn liggur hjá sveitar- félögum sem eiga eftir að taka tU í sínum garði. Krónísk- ur haUi sveitarsjóða með tilheyrandi skuldasöfnun er vandamál sem glíma þarf við á komandi árum. Líðandi stund skiptir okkur íslendinga enn miklu og sú lífssýn endurspeglast vel í gífurlegum innflutningi með tilheyrandi haUa á verslun við útlönd. En flest bendir tU að búhyggindi séu hægt og bítandi að ná yfirhöndinni. Óli Björn Kárason „í öllum tilvikum reyndist búnaöurinn svo sem til er ætlast," segir Hjálmar m.a. í greininni. riksson viö sleppibúnaöinn. - Porbjörn Á. Friö- Bylting í öryggis- málum þjóðarinnar Kjallarinn Hjálmar Arnason alþingismaöur farið. Að auki má ávallt handstýra sjálfu sprengiskotinu. Fróðir aðilar fullyrða við mig, að með til- komu slíks búnaðar í skipum hefði mátt bjarga mörgum' mannslífum. í tilraunum Iðn- tæknistofnunar með búnað þennan var hann reyndur við ólíkustu aðstæður: í sjó, við mikla bleytu, við högg, við reyk og aðrar aðstæður sem of langt mál yrði hér upp að telja. í öllum tilvikum reyndist „I sjávarháska við erfíðar að- stæður getur hver mínúta skipt máli. Hinn nýi búnaður felur einmitt í sér þau augnablik sem geta skipt sköpum milli lífs og dauða. Þess vegna er hann mik■ ilvægur Þann 6. janúar sl. lauk á vegum Iðn- tæknistofnunar próf- unum á sjósetningar- búnaði fyrir björgun- arbáta. Gerðar voru um það bil 1500 til- raunir við ólíkustu aðstæður og er skemmst frá því að segja að hvergi geig- aði búnaðurinn. Með sanni má segja að þar með hafi fengist stað- festing á búnaði sem veldur byltingu hvað varðar öryggismál sjómanna. Hugvitið er íslenskt og upp- finningamaðurinn heitir Þorbjörn Frið- riksson, efnafræðing- ur í Kópavogi. Skynjar hættuna Nýmælið við um- ræddan búnað fyrir björgunarbáta byggist á skynjurum sem komið er fyrir víða um skip eða bát, tölvustýringu og sprengihleðslu við björgunarbát. Skynjararnir greina hitastig við bruna, þrýsting, ef bát- ur sekþur og aðra þætti sem máli skipta. Tölvuforrit les af skynjur- unum og sendir boð til búnaðarins ef ástæða er til með þeim afleið- ingum að björgunarbátnum er skotið frá skipinu og blæs út í kjöl- búnaðurmn svo sem til er ætlast. I sjávarháska við erfiðar aðstæður getur hver mínúta skipt máli. Hinn nýi búnaður felur einmitt í sér þau augnablik sem geta skipt sköpum milli lífs og dauða. Þess vegna er hann mikilvægur. Þess vegna ber að þakka hugvitsmann- inum Þorbirni Friðrikssyni fyrir eljusemi hans og hugvitssemi á þessu sviði. Kerfi hins opinbera má ekki bregðast ítrekað hefur reglugerð um björgunarbúnað báta og skipa verið frestað, að minnsta kosti hvað varð- ar skylduna til að hafa sjálfvirkan sleppibúnað um borð í skipum. Röksemdin hefur einatt verið sú að slíkur búnaður sé ekki til staðar. Ýmsir hafa dregið þann rökstuðn- ing í efa og benda m.a. á búnað frá Sigmund í Vestmannaeyjum. Ekki skal lagður dómur á þær forsendur en hitt má þó ljóst vera að nú liggur fyrir hlutlaus úttekt á byltingarkenndum búnaði í þágu öryggismála sjómanna. Þess vegna hljóta þær skyldur að hvíla á stjórnvöldum að ganga þegar í stað frá reglugerð þannig að íslenskum bátum og skipum verði skylt að hafa slík- an búnað um borð. Hvert eitt mannslíf skiptir máli og er sú röksemd í sjálfu sér nóg. Ég trúi því að íslenskir útgerð- armenn sjái hag sinn og sóma i því að bregðast nú skjótt og vel við og tryggja sjómönnum sín- um það öryggi sem Þorbjöm Frið- riksson hefur skapað. Það skýtur að minnsta kosti skökku við ef út- lendingar sýna þessu mæta örygg- ismáli meiri áhuga en innlendir aöilar. Ég hef svo sem enga ástæðu til að ætla að svo verði. Hjálmar Árnason Skoðanir annarra Takmörkuð samvinna á þingi „Þær breytingar sem Alþingi hefur nú samþykkt á lögunum um stjórn fiskveiða munu augljóslega leiða til þess að ágreiningurinn um réttinn til að fá úthlutun á kvóta mun fara dómstólaleiðina á ný og enda fyrir Hæstarétti... Sá vandræðagangur sem var á vinnslu málsins í þinginu undirstrikar hversu flókið og vandasamt það er að krukka í lög af þessu tagi. Stjórnarliðar voru fram á síðustu stundu að breyta niðurstöðum sínum. Þetta hleypti illu blóði í stjórnarandstöðuna, enda virðist samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu um framvindu málsins í þing- inu hafa verið mjög af skornum skammti ... Það er auðvitað óheppilegt í svo mikilvægu máli.“ Elías Snæland Jonsson í Degi 15. jan. Landlausir félagsmenn „Að undanfórnu hafa ítrekað komið upp deilur vegna skipulags verkalýðshreyfmgarinnar og hvort tiltekin verkalýðsfélög eigi heima innan einstakra stéttarfélagasambanda eða ekki... Það er sérkennilegt að í allri þessari umræðu hefur ekkert verið minnst á frelsi félagsmanna sjálfra. Mikið er gert úr sjálfsfor- ræði og valfrelsi einstakra verkalýðsfélaga, en greini- lega er litið svo á að engu máli skipti hvort félags- mennirnir eigi eitthvert valfrelsi eða sjálfsákvörðun- arrétt í þessum efnum; þeir eiga bara að hlýða for- ingjunum og flytjast milli sambanda eftir því sem um semst á toppnum ... Stór hluti launþega á hvorki val um hvort hann á yfir höfuð aðild að stéttarfélagi eða ekki né því í hvaða félagi hann lendir." Úr Vef-Þjóviljanum 13. jan. Mannlíf á öðru farrými „Hugmynd rikisstjórnarinnar um að leggja fé í uppbyggingu menningarhúsa á landsbyggðinni er ágæt og á fullan rétt á sér og er andsvar við dýrri tónlistarhöU sem einnig á að byggja í Reykjavík ... Menningarhús er ekki bara sett upp til að menn séu þar gestir heldur ekki síður þátttakendur í starfi og listsköpun. Með þessari ákvörðun er ríkisstjórnin að setja gróandi mannlíf á annað farrými á stöðum sem ættu ekkert síður að fá opinbert fé í menningarhús ... Þess vegna verður ríkisstjórnin að endurskoða þessa ákvörðun sína og setja ekki öflug byggðasvæði hjá í svo mikilvægri áætlun sem uppbygging menn- ingarhúsa er.“ Guðni Ágústsson j Mbl. 15. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.