Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.01.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 18. JANÚAR 1999 Fréttir Skoðanakönnun DV um afstöðu til uppistöðulóns í Eyjabökkum: 66% eru andvíg lóni Uppistöðulón í Eyjabökkum Tóku afstöðu Allt úrtakið (2%) (14%) (29%) (66%) (56%) Fylgjandi Andvíg _____‘ Óákveöin Svara ekki DV Meirihluti þjóðarinnar, 66% eða 2 af hverjum 3, er andvígur því að Eyjabakkar, norðan Vatnajökuls, fari undir miðlunarlón vegna virkj- unarframkvæmda. Rúm 84% taka afstöðu til þessarar spurningar. Þetta eru niðurstöður skoðanakönn- unar DV sem framkvæmd var mánudaginn 11. janúar. Úrtakið í könnuninni var 600 manns, jafnt skipt milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar sem og kynja. Ofannefndar niðurstöður fengust við spurningunni: „Ertu fylgjandi eða andvígur uppistöðulónum orkuvera í Eyjabökkum, norðan Vatnajökuls?" Miðað við allt úrtakið sögðust 28,7% vera fylgjandi uppistöðulóni í Eyjabökkum en 55,5% andvíg. 13,5% voru óákveðin og 2,3% neituðu að svara. Þetta þýðir að 84,2% tóku af- stöðu til spurningarinnar. Ef einungis er tekiö mið af þeim sem tóku afstöðu voru 34,1% fylgj- andi uppistöðulóni en 65,9% andvíg eða tveir af hverjum þremur. Landsbyggðarkarlar borgarsvæðisins og landsbyggðarinn- ar. í hópi fylgjenda eru 58,1% á lands- byggðinni en 41,9% á höfuðborgar- svæðinu. Ekki er marktækur munur á afstöðu í hópi andvígra. í hópi karla eru 61% fylgjandi en 39% andvíg. í hópi kvenna snýst þetta við, 45,6% eru fylgjandi en 54,4% andvíg. Sam- kvæmt þessu á miðlunarlón I Eyja- bakkaverum mestan stuðning meðal landsbyggðarkarla. Stuðningur Framsóknar Þegar niðurstöður könnunarinnar eru greindar eftir stuðningi við flokka kemur í ijós að fylgjendur miðlunar- lóns eru hlutfallslega flestir meðal stuðningsmanna Framsóknar og fleiri meðal stuðningsmanna stjómarflokka en stjórnarandstöðu. Framsókn sker sig úr að þessu leyti. I því sambandi má geta að Finnur Ingólfsson, vara- formaður Framsóknarflokksins, er iðnaðarráðherra. Meðal stuðnings- manna Sjálfstæðisflokks eru 36,9% fylgjandi lóni en 40,6% andvíg. Andstaðan er mest meðal stuðn- ingsmanna Alþýðubandalags, 100%. Þess ber þó að geta að afar fáir eru á bak við fylgi þess. Afgerandi andstaða er við miðlun- arlónið meðal stuðningsmanna sam- fylkingarinnar, 65%, og Græns fram- boðs, 65%. Tæp 67% stuðningsmanna Frjálslynda flokks Sverris Hermanns- sonar eru andvíg miðlunarlóni I Eyja- bökkum. Niðurstöður könnunarinnar og af- stöðu eftir flokkum má sjá á meðfylgj- andi grafi. -hlh Ummæli fólks „Einhvers staðar þurfa virkjanir að vera og til að svo megi vera þarf landsvæði að fara undir vatn. Hjá því verður ekki komist,“ sgði karl í Reykjavík. „Mér er sama þótt þeir virkji þama allt og sökkvi öflu ef fólk fær vinnu út á það,“ sagði karl í Hafnarfirði. Gömul kona i Reykjavík sagði: „Það er ægilegt ef það á að drekkja okkur öllum.“ „Það á að hætta að nota þessi uppistöðulón og nýta jarðgufuna betur,“ sagði karl á Vesturlandi. „Þessi náttúruvið- kvæmni er tómt rugl. Fólk og at- vinnulíf þarf að fá sitt rafmagn,“ sagði karl á Norðurlandi. „Það getur verið nauðsynlegt að fóma einhveiju þegar á að virkja en ég vil alls ekki láta virkja ef selja á orkuna til út- landa,“ sagði kona á Austurlandi „Ég er á móti þessum virkjunum. Það er farið fullhratt f þessum málum,“ sagði kona á Austurlandi meðan karl eystra sagði: „Mér finnst ekki liggja svona á að virkja úti um allt. -hlh Munur er á afstöðu íbúa höfuð- Alþ öuflokkur ||i4% Uppistöðulón í Eyjabökkum - afstaða eftir flokkum Sjálfstæðisflokkur (22%) (43%) (43%) Kvennalisti (50%) (50%) Framsóknarflokkur (9%) (44%) (48%) Samfylking (14%) (19%) (37%) (41%) / Grænt framboö (10%) (25%) (67%) (65%) / // Frjálslyndi lýðræðis- Andvígir Þjóðvaki flokkurinn Fylgjandi (100%) (100%) I Óákveðnlr Alþ öubandalag (100%) Frjálslyndi flokkurinn (33%) (67%) nrea Hannes kominn í leitirnar Athygli hefúr vakið síðustu vikumar að Hannes Hólm- steinn Gissurarson hefur lítið sem ekkert blandað sér í harðar deilur um kvótastefn- una. Þó hefur löngu verið kunnugt og á almanna vitorði að Hannes er einn helsti stuðningsmaður gjafakvótans og þeirrar farsælu og feng- sælu stefnu að afhenda veiði- heimildir til þeirra fáu út- gerðarmanna sem mynda Landssamband íslenskra út- vegsmanna. Mun það eflaust vera í fullu samræmi við það frelsi sem Hannes Hólmsteinn hefur lengst og best allra manna predikað. Frelsi til veiða, frelsi til kvótaeignar, frelsi til kvótaframsals, frelsi hinna fáu til að auðgast. En nú er komin skýring á því hvers vegna Hannes Hólmsteinn var fjarri góðu gamni til vamar kvótaeigendum þegar bæði hæstiréttur og kverólantar allra handa hafa haft uppi tilburði til að taka þetta frelsi frá útgerðar- mönnunum. Hannes Hólmsteinn hefur sem sé dvalið í út- löndum, nánar tiltekið í Mið- og Suöur-Ameríku, þar sem hann hefur flutt fyrirlestra yfir fávísum þjóðum og stjórnvöldum í Chile, Úrúgvæ og Argentínu. Morgunblaðið greinir frá þessari för Hannesar og tekur við hann viðtal og samkvæmt frásögn Hannesar vöktu fyrirlestrarnir mikla at- hygli og þeirra var getið í fjölmiðlum. Hannes segir að fiskveiðar og fiskveiðistjóm sé afar frumstæð í þessum löndum og hann hafi kynnt fyrir útvegsmönnum þar í löndum þá kvótastefnu sem hér tíðkast með svo góðum árangri að nærveru Hannesar er ekki lengur þörf. Hannes er ekki aðeins orðinn alþjóðleg- ur sérfræðingur um ágæti fiskveiðistjórn- unar, heldur hefur hann kynnt sér þær fisktegundir sem veiddar era af Ameríku- mönnum og hefur látið þau boð út ganga að hér þurfi að gera mikla bragarbót á ef þessar vanþróuðu þjóðir eigi að komast á það frelsis- og menningarstig sem íslend- ingar hafa náð með markvissri söfnun kvótans á sem fæstar hendur. Skammtið fiskinn, skammtið veiðarnar, úthlutið kvótanum bara til þeirra sem eru innund- ir, bannið öðrum, gefið Hæstarétti langt nef, látið þið frelsið njóta sín í skömmtun- arkerfi frjálshyggjunnar og ykkur mun vel farnast. Þetta voru skilaboðin sem Hannes flutti í Chile, Úrúgvæ og Argentínu og honum var fagnað sem spámanni, eftir því sem hann segir sjálfur. Hannes Hólmsteinn skrapp heim til að vera viðstaddur sextíu ára afmæli LÍÚ og ekki kæmi á óvart þótt hann verði beðinn um að vera hátíðargestur í afmælishófinu, en síðan þarf hann að drífa sig aftur til fjarlægra landa, því þar er hans þörf. Meir en hér heima. Meir en orð fá lýst. Kvótagróðinn er afrakstur frjálshyggjunnar og málflutnings Hannesar Hólmsteins. Dagfari Stuttar fréttir i>v Lág laun þingmanna Ólafur G. Ein- arsson, forseti Al- þingis, segir að laun alþingis- manna séu hættu- lega lág. Hann vifl meina að þau end- urspegli ekki laun manna í öðrum ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu. Dagur greindi frá. Djúp lægö Lægðin sem olli illviðrinu sem gekk yfir landið um helgina er með- al dýpstu lægða á N-Atlantshafi á öldinni. Dýpst varð hún 920 milli- bör þegar hún var miðja vegu milli íslands og Færeyja. Morgunblaðið sagði frá þessu. Heimasíða Hæstaréttar Hæstiréttur íslands hefur opnaö heimasiðu og er slóð hennar http://www.haestirettur.is. Þar verða birtir samdægurs aflir dómar Hæstaréttar sem kveðnir verða upp, ásamt héraðsdómum í sömu málum. Árshátíð Hagaskóla Flosi Kristjánsson, aðstoðar- skólastjóri í Hagaskóla, segir að nemendur verði ekki sviptir árshá- tíð og skíðaferðalagi ef hægt veröi að upplýsa að fullu hvetjir eigi sök á sprengingunum í skólanum. Dag- ur greindi frá þessu. Dópsali fær dóm Eiturlyfjasali nokkur var dæmd- ur í niu ára fangelsi í Danmörku á fóstudaginn. Hann hafði notfært sér ungar stúlkur til aö smygla fyrir sig eiturlyfjum en ein þeirra var Valdís Ósk Hauksdóttir sem nú situr í fangelsi vegna smyglsins. Morgun- blaðið greindi frá. Dreifbýlisstrætó Einar K. Guð- finnsson, formað- ur samgöngu- nefndar Alþingis, segir að ríkisvald- ið yrði tregt til að styrkja áætlanir um að setja upp strætókerfi í Eyja- firði. Slíkur styrkur yrði fordæmis- gefandi að hans mati. Dagur greindi frá þessu. Bíóframtíð Suðurlands Á laugardag var haldinn á Hótel Selfossi opinn fundur um möguleik- ana á aö bíó taki til starfa á Sel- fossi. Þaö var Kjartan Ólafsson, frambjóðandi í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Suðurlandi, sem stóð fyrir fundinum. Kvikmyndagjöf Á laugardaginn var Kvikmynda- safni íslands afhent gjöf frá sænska kvikmyndasafninu. Þetta vom 57 kvikmyndir sem gefnar voru til að aðstoða Kvikmyndasafniö viö að heíja rekstur safnbíós hér á landi. Verðgildi gjafarinnar nemur nokkrum milljónum. Verndun Mývatns Sigbjöm Gunnarsson, sveitar- stjóri í Mývatnssveit, telur friðun- arlögin frá 1974 vera tímaskekkju og þau stangist jafnvel á við nýrri lög. Því eigi að hans mati að afnema lögin, annars sé enginn búsetu- grundvöllur í Mývatnssveit. Dagur greindi frá. Flotinn endurnýjaður Um þessar mundir á sér stað mikil endurnýj- un á nótaveiði- skipaflota lands- manna. Að sögn Kristjáns Ragn- arssonar, for- manns LÍÚ, er endumýjunin að mestu leyti til komin vegna þess að verið sé að reyna að auka hlut íslendinga í veiðum á kolmunna. Mbl. greindi frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.