Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 7
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 7 Fréttir Akureyri: Saumavél- ar Foldu fá nýtt hlutverk DV, Akureyri: Sjóklæðagerðin hf., fram- leiðandi 66° N og Max vinnu-, skjól- og útivistarfatnaðar, hefur keypt fataframleiðslu- vélar þrotabús Foldu hf. á Ak- ureyri og hefur framleiðslu á Akureyri á næstu vikum. Fyrst í stað verður starfsemin í húsnæði þrotabús Foldu sem tekið hefur verið á leigu um óákveðinn tíma. Til að byrja með mun verk- smiðja 66° N Sjóklæðagerðar- innar hf. á Akureyri framleiða vinnufatnað og útivistar- og regnfatnað undir merkjum 66° N og Max og verður sú fram- leiðsla m.a. ætluð til útflutn- ings. Tilgangur Sjóklæðagerð- arinnar með kaupum á vélum Foldu er ekki síst að mæta aukinni eftirspurn á mörkuð- um erlendis. Reiknað er með að fyrst í stað muni fastir starfsmenn við framleiðsluna á Akureyri verða um 15 tals- ins, en stefnt er að fjölgun starfa á næstu mánuðum og misserum. Forsvarsmenn Sjóklæða- gerðarinnar segjast horfa með bjartsýni til starfsemi sinnar á Akureyri, ekki síst vegna þess að þar sé að finna starfs- fólk sem er þjálfað i fatafram- leiðslu. Verður af hálfu fyrir- tækisins stefnt að því að byggja upp trausta og örugga framleiðslueiningu til lang- timahagsbóta fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess. Fyrir rekur 66°N Sjóklæðagerðin fataverk- smiðjur í Reykjavík, á Sel- fossi, Akranesi og í Borgar- nesi. -gk Skautahús á Akureyri: Kostnaður ekki yfir 150 milljónir króna DV, Akureyri: Framkvæmdanefnd Akureyrar- bæjar hefur samþykkt ályktun þar sem lögð er áhersla á að kostnaði við byggingu skautahúss verði haldið innan þeirra marka sem bæjarstjórn hefur sett og hef- ur þess vegna farið fram á það við verkefnisstjórn um byggingu skautahúss að hönnunarforsögn verði endurskoðuð til að tryggja að settu markmiði verði náð. Þegar ákveðið var að hefja und- irbúning að byggingu skautahúss í Innbæ Akureyrar, markaði bæj- arstjórn þá stefnu að með bygg- ingunni yrði sköpuð fyrirmyndar- aðstaða til skautaiðkunar í bæn- um. Þá skyldi einnig haft í huga að heildarkostnaður við bygging- una yrði ekki hærri en 150 millj- ónir króna. Samkvæmt nýlegri hönnunarforsögn, sem gerð var af Arkitektastofunni I Grófargili ehf., var gert ráð fyrir að bygging- in myndi kosta á bilinu 150 til 180 milljónir miðað við að húsið rúmi 600 áhorfendur. í kjölfar þeirrar hönnunarforsagnar gerði fram- kvæmdanefnd samþykkt sína um að kostnaður við bygginguna færi ekki fram úr þeim 150 milljónum króna sem bæjarstjóm hefur sam- þykkt. -gk Menntaskólinn á Akureyri: Ný heimavist við skólann tekin í notkun haustið 2000 DV, Akureyri: Áformað er að taka í notkun nýja heimavistarbyggingu við Mennta- skólann á Akureyri þegar skólaárið hefst haustið 2000. Að sögn Tryggva Gíslasonar, skólameistara MA, hef- ur forhönnun farið fram og stefnt er að því að bygging hússins fari í út- boð í vor. Um er ræða hús sem verður byggt austan við núverandi heimavist í svokölluðum Stefánslundi. í húsinu verða rúm fyrir 100 nemendur til viðbótar þeim 140-150 rúmum sem eru í núverandi heimavist. Áætlað- ur kostnaður við nýju bygginguna er áætlaður 300 milljónir króna og stofnað hefur verið rekstrarfélag á vegum skólans sem mun annast fjármögmun og byggingu. Tekin verða lán á almennum markaði til byggingaframkvæmdanna og þau greidd niður af rekstrarfé heima- vistarinnar. Á sumrin verður heimavistin rekin sem hótel og boð- ið upp á vönduð tveggja manna her- bergi með baði, sjónvarpi, tölvu- tengingu og síma. Tryggvi Gíslason segir það á stefhuskrá skólans að bjóða nem- endum alls staðar af landinu, og ekki hvað síst af höfuðborgarsvæð- inu, vist í stórum traustum heima- vistarmenntaskóla. „Við fengum tvöfóldun á kennslurými fyrir tveimur árum og höfum nægjanlegt húsnæði til að geta tekið við mun fleiri nemendum þess vegna,“ segir Tryggvi. -gk Panasonic VIdeomyndavél VHS-C sjónvarp I00HZ Panasonic Örbylgjuofn 900w Hann er hafinn fyrsti dagurinn af fjórum frábærum tilboðsdögum sem þú mátt alls ekki missa af. í þessari auglýsingu er aðeins lítið brot af úrvalinu -komdu fljótt! PanaSOnÍC Bíltæki m/geislaspilara Panasonic Ryksuga I200w Isjónvarp I00HZ SONY Myndbandstæki Panasonic DVD myndspilari Hljómtækjasamstæða SONY Ferðatæki m/CD (lltioðsverð Ulbadsveid

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.