Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Page 9
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
9
dv Stuttar fréttir
Utlönd
Hættuleg flugferð
22 slösuðut þegar Boeing 747
þota frá Continental AMines lenti
í mikilli ókyrrð á leiðinni frá
Tokyo til Honolulu. Flestir hinna
slösuðu sátu í aftari hluta vélar-
innar.
Bjargað af ís
Yfir 200 sportveiðimönnum var
á þriðjudaginn bjargað af ísjaka
sem rak út í Svartahaf. Veiði-
mennimir höfðu farið út á ísinn
þrátt fyrir að hann væri sprung-
Sleppur við aðgerð
Borís Jeltsín Rússlandsforseti
þarf ekki að leggjast á skurðar-
borðið, að þvi
er talsmaður
hans greindi
fréttastofunni
Itar-Tass frá.
Rannsóknir
sýna að blæð-
ingar vegna
magasársins
eru hættar.
Jeltsín hefur leyfi til að vera á fót-
um á sjúkrahúsinu og vinna en
hann verður að dvelja þar næstu
2 til 3 vikurnar.
Geislavirk íkon í lest
Pólskir landamæraverðir í Ter-
espol fundu í gær fjölda geisla-
virkra íkona i lest á leið frá
Moskvu. íkonin voru falin undir
sæti í lestinni og fundust með sér-
stökum mæli.
Sakaður um barnastuld
Reynaldo Bignone, síðasti for-
seti herstjómar Argentínu, hefur
verið handtekinn vegna rann-
sókna á þjófnaði á börnum á ár-
unum 1976 til 1983.
Árásir á sendiráð
Indverska lögreglan segist hafa
handtekið fjóra menn vegna
meintra áætlana um sprengju-
árásir gegn sendiráði Bandaríkj-
anna í Nýju-Delhi og tveimur
ræðismannsskrifstofum annars
staðar í Indlandi.
Framdi sjálfsmorð
Pol Pot, leiðtogi rauðu khmer-
anna, framdi sjálfsmorð í apríl í
fyrra þegar
fyrrverandi fé-
lagar hans
höfðu skipulagt
að framselja
hann til Banda-
ríkjanna. Þetta
kemur fram í
tímaritinu Far
Eastem Economic Review. Það
var foringinn Ta Mok sem bauöst
til að framselja Pol Pot.
Námumenn stöðvaðir
Rúmenska lögreglan hefur
stöðvað for um 10 þúsund námu-
manna, sem eru í verkfalli, til
Búkarest, höfuöborgar Rúmeníu.
6 tonn af fíkniefnum
Yfirvöld 1 Myanmar gerðu I
fyrra upptæk yfir 6 tonn af fíkni-
efnum. Nær 5 þúsund manns voru
handtekin vegna fíkniefnamála.
Ashdown hættir
Paddy Ashdown, leiðtogi Fijáls-
lyndra demókrata í Bretlandi, lýsti
því yfir í gær að
hann myndi
draga sig í hlé
að loknum Evr-
ópuþingskosn-
ingunum í júní.
Ákvörðunin er
áfall fyrir Tony
Blair, forsætis-
ráöherra Bret-
lands, sem reynt hefur að koma á
nánari samvinnu við flokk Ash-
downs um umbótaáform sín.
Milljón dollara í mútur
Varaforseti Alþjóða ólympíu-
nefndarinnar, Dick Pound, sem
rannsakar meinta mútuþægni
samtakanna, segir að sér hafi ver-
ið boðin 1 milljón dollara fyrir að
koma á sjónvarpssamningi.
Pound kveðst hafa afþakkað
boðið.
Hillary Clinton á hvers manns vörum í New York:
Orðuð við framboð til
öldungadeildarinnar
Um fátt er meira talað og vöngum
velt í New York þessa dagana en
hugsanlegt framboð Hillary Rod-
ham Clinton forsetafrúar til öld-
ungadeildar Bandaríkjaþings. Talað
er um að hún muni sækjast eftir
sæti Daniels Patricks Moynihans
sem dregur sig í hlé að loknu yfir-
standandi kjörtímabili.
Hugmyndin um framboð Hillary
fellur í mjög góðan jarðveg hjá
mörgum málsmetandi demókrötum
í New York. Tímaritið New York
helgar málinu forsíðu sína þessa
vikuna og það hefur verið vatn á
myllu skrifenda lesendabréfa og rit-
stjórnargreina undanfarnar vikur.
Meira að segja slúðurdrottningin
Cindy Adams í æsiblaðinu New
York Post hefur slegist I hópinn.
Hún hefur það eftir heimildarmanni
sem þekkir vel til mála að 99,9 pró-
sent líkur séu á því að Hillary muni
bjóða sig fram.
„Fyrstu viðbrögð min voru þau
að þetta væri fáránlegt," segir
stjórnmálaskýrandinn og demókrat-
inn Jerry Skurnick. „Staðreyndin
er hins vegar sú að enginn ber þetta
til baka. Undarlegri hlutir hafa sos-
um gerst, þó ekki miklu undar-
legri.“
Einu svörin sem fást í Hvíta hús-
inu eru frá blaðafulltrúa forsetafrú-
arinnar sem segir að hún hafi ekki
í hyggju að bjóða sig fram til kjörins
embættis.
í augum demókrata eru engar
fréttir því góðar fréttir.
„Ég er viss um að hún er að velta
þessu fyrir sér. Annars hefðu þeir
sagt það á óyggjandi hátt,“ sagði
Emily Giske, stjórnmálaskýrandi úr
röðum demókrata.
Skoðanakannanir hafa sýnt að
Hillary mundi vinna forkosningar
Hiliary Clinton forsetafrú nýtur bæði
vinsælda og virðingar.
demókrata auðveldlega og að hún
mundi eiga góðar líkur á móti
Rudolph Giuliani, borgarstjóra New
York og hugsanlegum frambjóðanda
repúblikana. Kannanir hafa einnig
sýnt að hún mundi sigra hann á
heimavelli.
Þeir sem visa hugmyndinni á
bug, þcir á meðal margir vinir for-
setahjónanna, segja að hún kunni
að hafa annað í huga, annan vett-
vang þar sem hún gæti komið bar-
áttumálum sínum á framfæri. Bent
er á að hún sé ekki endilega ginn-
keypt fyrir að vera sex ár til viðbót-
ar í Washington og að þau séu stór-
skuldug.
Þegar Bill Clinton flutti stefnu-
ræðu sína á þriðjudagskvöld þakk-
aði hann eiginkonu sinni fyrir vel
unnin störf í þágu þjóðarinnar.
Vakti athygli að þingheimur klapp-
aði vel og lengi fyrir henni.
Þessir skrautlega kiæddu íbúar Mið-Ameríkuríkisins Níkaragva standa fyrir utan dómkirkju í bænum Diriamba sem
er 45 kíiómetra suður af höfuðborginni Managua. Mennirnir eru að bíða eftir að stytta af heilögum Sebastían verði
flutt úr kirkjunni. Útgangurinn á þeim er skopstæling á klæðnaði spönsku landnemanna fyrir 350 árum.
Fundargerðir Quislings boðnar til sölu á fimm milljónir:
Hurfu á síðustu stundum
DV, Osló:
Á að kaupa fundargerðir fóður-
landssvikara eða bara að gera þær
upptækar? Getur einn maður grætt
fimm milljónir á að selja þjóð sinni
heimildir um dauðadæmdan og skot-
inn stríðsglæpamanna og fóður-
landssvikara? Þetta eru spurningar
sem Norðmenn spyrja sig nú.
Þeir eru enn að gera upp hörm-
ungar stríðsins og gera upp sakir við
einræðisherrann Vidkun Quisling.
Fundargerðir norska nasistafokks-
ins, þar sem Quisling var alvaldur í
12 ár, voru í norsku konungshöllinni
í höndum Quislings sjálfs klukkan
fjögur síðdegis 7. maí árið 1945. Um
kvöldið voru þær horfnar þegar rit-
ari flokksins ætlaði að taka þær. Fá-
um klukkustundum siðar gáfust nas-
istar upp og síðari heimsstyrjöldinni
í Evrópu lauk.
Hvað varð um bækurnar hefm-
verið hulin ráðgáta upp frá því. Þó
hurfu þær ekki alveg sjónum manna
því árið 1985 var reynt að selja fund-
argerðarbækurnar á uppboði í
Bandaríkjunum. Þá áttu þær að
kosta fimm milljónir íslenskra króna
en enginn vildi kaupa. Þá hurfu þær
aftur þar til nú i vikunni að sami
maður og fyrr býður norska ríkis-
skjalasafninu bækurnar fyrir fimm
milljónir. Safnið vill ekki kaupa,
segist eiga bækurnar og krefst þess
að fá þær afhentar.
Sagnfræðingar segja að bækurnar
séu ekta og ófalsaðar og ævisögurit-
ari Quislings upplýsir nú að hann
hafi fengið að ljósrita þær fyrir
mörgum árum. Ævisöguritarinn,
Hans Fredrik Dahl, segir að Quisling
hafi afhent norskum hermanni úr
liði Þjóðverja bækurnar síðdegis 7.
maí.
Hermaðurinn gaf þær bróður sín-
um, sem barist hafði með and-
spyrnuhreyfingunni gegn Þjóðverj-
um. Sá faldi þær milli veggja í húsi
sínu og þar lágu þær þar til and-
spyrnumaðurinn lést árið 1979. Þá
lentu bækurnar í höndum skyld-
mennis þeirra bræðra og sá hefur ár-
angurslaust reynt að koma þeim í
verð siðustu árin.
-GK
Krefjast nýrrar
yfirheyrslu yfir
Edith Cresson
Evrópuþingið krefst þess aö
Edith Cresson, einn fulltrúa
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins,
ESB, verði
kölluð í yfir-
heyrslu á ný
um miðjan
febrúar vegna
rannsóknar á
meintu svindli.
Við yfir-
heyrslu fyrir tveimur vikum
lýsti Cresson, sem er fyrrver-
andi forsætisráðherra Frakk-
lands, að ekkert misjafnt hefði
átt sér stað í sambandi við
menntaáætlunina Leonardo.
Engin ástæða væri til að reka
einstaka embættismenn. Þrátt
fyrir það lýsti framkvæmda-
stjómin í gær yfir ánægju sinni
meö aö tveir yfirmenn franska
fyrirtækisins Agenor, sem borið
hefur áhyrgð á rekstri Leon-
ardo, skyldu hafa sagt upp stöð-
um sínum. Fyrirtækið er grun-
að um að hafa lagt fram falsaða
reikninga og brotið belgísk lög
um atvinnuráðningar.
Belgískur þingmaður Evrópu-
þingsins, Nelly Maes, hefur nú
kært Cresson fyrir lögreglunni.
Sprengja ífjöl-
býlishúsi í
Kaupmanna-
höfn
Danska lögreglan fann í gær
þriggja kilóa sprengju i kjallara-
geymslu í fjölbýlishúsi á Norre-
bro í Kaupmannahöfn. Auk
sprengjunnar fundust sprengi-
efni, fíkniefni, fatnaður Vít-
isengla, stolnir lögreglubúning-
ar og gögn með nafni eins félaga
Vítisengla. Lögregluna grunar
að Vítisenglar hafi ætlað að
nota sprengjuna gegn vélhjóla-
genginu Bandidos.
Lögreglan hafði fengið ábend-
ingu um að fikniefni kynnu að
vera í íbúð i fjölbýlishúsinu.
Enginn var heima í íbúöinni og
var þá farið í kjallarageymslu
leigjandans. Fíkniefnin fundust
í kjallarageymslunni auk ofan-
greindra efna og búninga. Á
meðan lögreglan var enn við
rannsókn í húsinu kom leigj-
andinn heim og var hann þegar
handtekinn.