Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 10
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 DV
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir
10 menmng_____________
Draumurinn
sem aldrei rættist
Jólaköttur eða Freyjuköttur
Ljóðatónleikar Alinu og Gerrits
Á tónleikum í Kirkjuhvoli viö Vídalíns-
kirkju í Garðabæ kl. 17 á laugardaginn ætlar
Alina Dubik mezzosópran að syngja franska og
rússneska söngva. Við hljóðfærið er
píanóleikarinn Gerrit Schuil, list-
rænn stjórnandi kammertónleik-
anna í Garðabæ. EUn Ósk Ósk-
arsdóttir ætlaði aö syngja með
Gerrit á þessum tónleikum en
vegna veikinda hennar hleyp-
ur Alina Dubik í skarðið.
Tónleikarnir hefjast á flmm
sönglögum eftir Gabriel Fauré
en að öðru leyti er efhisskráin
helguð fjórum rússneskum tónskáld-
um 19. aldar, Rimsklj-Korsakov, Aleksandr
Borodin, MíkhaU Glínka og Pjotr Tsjajkovskíj,
og mun söngkonan flytja söngvana á frummál-
inu. Söngvamir eru allir frá blómaskeiði róm-
antísku stefnunnar og yrkisefnin dæmigerð
fyrir skáldskap þeirra tíma - ást, náttúra, við-
skilnaður og dauði.
Alina Dubik er pólsk að ætt og uppruna.
Hún brautskráðist frá Tónlistarháskólanum i
Gdansk í Póllandi árið 1985. Samhliða náminu
söng hún með óperunni í Kraká. Á liðnum
árum hefur Alina Dubik komið fram sem ein-
söngvari víða um lönd, meðal annars í Þýska-
landi, Lúxemborg, Ítalíu og Sviss. Á íslandi
hefur hún sungið einsöng með Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og tekið þátt í uppfærslum hjá ís-
lensku óperunni, meðal annars Óthelló eftir
Verdi og Töfraflautunni eftir Mozart, og hlotið
mikið lof gagnrýnenda.
Karlrembukvöld
Kaffileikhúsið sem sérhæfir sig í sérkenni-
legum kvöldskemmtunum og uppákomum af
ýmsu tagi býður nú til Karlrembukvölds ann-
að kvöld kl. 20. Fyrst verður borinn fram
þorramatur en dagskráin hefst kl. 21 með
harmonikuleik Karls Jónatanssonar. Meðal
annarra liða er erindi um bóndadaginn og
þorrann, sannsögulegar karlrembusögur þjóð-
þekktra aðila, tískusýning frá Herrafataversl-
un Kormáks og Skjaldar og minni karla sem
Auður Harals flytur. Súkkat treður upp milli
atriða og lýkur kvöldinu með tónleikum
þeirra.
Miða pantar maður í síma 551 9055.
Halldór um Halldór
Að venju býður Endurmenntunardeild Há-
skóla íslands upp á mörg spennandi kvöldnám-
skeið fyrir almenning nú á útmánuðum. Hið
fyrsta hefst 26. janúar og fjallar um Sjálfstætt
fólk eftir Halldór Laxness og er kennari Hall-
dór Guðmundsson bókmenntafræðingur. Nám-
skeiðið er haldið í samvinnu við Þjóðleikhúsið
en þar verður frumsýnd tveggja kvölda leik-
gerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Mar-
grétar Guðmundsdóttur af þessari miklu skáld-
sögu í febrúar.
Endurmenntunardeild Hí hefur
nokkrum sinnum áöur boðið upp á
námskeiö í tengslum við leiksýn-
ingar og hafa þau verið gífurlega
vinsæl. Þátttakendur hlýða á fyrir-
lestra, fara á æfmgu á stykkinu og
sjá það líka í lokagerð. Þeir fá
tækifæri til að ræða við aöstand-
endur sýningarinnar, leikara og
leikstjóra og koma áliti sínu á framfæri.
Meðal annarra námskeiöa á vorönn má
nefna Undur veraldar, vísindi i nútið og fram-
tíð sem Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor hefur
umsjón með, List í kirkjum í umsjón séra
Gunnars Kristjánssonar og námskeið um
Orkneyingasögu, Sturlunga sögu og Egils sögu.
Skráning í síma 525 4923.
Langar þig að læra að syngja?
Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzósópran heldur
áfram með hressileg og aðgengileg söngnám-
skeið í Gerðubergi um helgina.
Þar kennir hún fólki á röddina
sína og hafa þátttakendur orðið
alveg hissa á að uppgötva mögu-
leikana og kraftinn sem rödd
þeirra býr yfir.
Námskeiðin standa í tvo daga
og eru ætluð byrjendum á öllum
aldri. Þeir læra grunnatriðin í
söng, öndun, heilbrigða líkamsstöðu og einfald-
ar raddæfingar. Kennt er í hópum en allir fá
líka einkatima fyrir sig. Nánari upplýsingar
veitir Ingveldur Ýr í síma 898 0108.
Jólasólarkötturinn eftir Steinunni Eyj-
ólfsdóttur gerist í sjávarþorpi í samtiman-
um og segir smásögur af lífi fólksins þar.
Samnefnari sagnanna er kettlingur sem
kemur á glugga systkinanna Freyju og
Sveins á jólanótt, kaldur og hrakinn, og
rauði þráðurinn í bókinni er spumingin um
hvort hann á meira skylt við jólaköttinn,
það óbermi, eða ketti ástargyðjunnar
Freyju. Stundum gerir hann skammir af sér
Hér á landi eru fáir sem ekki kann-
ast við Mýs og menn eftir John Stein-
beck, enda hefur sagan verið náms-
efni í skólum á frummálinu og kom
auk þess út í íslenskri þýðingu Ólafs
Jóhanns Sigurðssonar fyrir margt
löngu. Leikgerð höfundar á sögu
sinni hefur líka verið flutt hér á sviði
og í útvarpi. Steinbeck var á sínum
tíma einn helsti fulltrúi sósíalreal-
ismans í bandarískri skáldsagnagerð
og þó Mýs og menn fjalli að vissu
leyti um þjóðfélagsleg vandamál
tengd kreppu millistríðsáranna er
sagan fyrst og síðast um vináttuna og
drauminn um betra líf.
Leiklist
Halldóra Friðjónsdóttir
Hin nafnlausa kona verður örlagavald-
ur í karlaheimi búgarðsins. Inga María
Valdimarsdóttir með Jóhanni Sigurð-
arsyni í hlutverki Lenna og Hilmi Snæ
Guðnasyni sem leikur Georg.
DV-myndir E.ÓI.
jafnframt á skeytingarleysið sem virðist alls-
ráðandi í því samfélagi sem birtist okkur á
sviðinu. Hlutir eins og flugvélarflakið sem í
fyrstu virðast hafa litla skírskotun til umfjöll-
unarefnisins eru hlaðnir táknrænni merk-
ingu, og búningarnir undirstrika greinilega
karaktereinkenni persónanna.
Jóhann Sigurðarson er eins og sniðinn í
hlutverk Lenna, einfalda risans sem endar
alltaf með þvi að drepa það sem honum þykir
mjúkt og fallegt. Túlkun Jóhanns á hlutverk-
inu var einfaldlega frábær, hvort sem um var
að ræða raddbeitingu eða látbragð, og nokkuð
víst að Lenni mun um langa framtíð skyggja á
önnur hlutverk Jóhanns. Hilmir Snær Guðna-
son fann sig ekki jafn vel í
hlutverki Georgs en gerði
samt margt mjög vel. Það sem
helst vantaði upp á var að
koma því yfír til áhorfenda að
Georg er í raun jafn mikill
einstæðingur og Lenni og þess
vegna alveg jafn háður vináttu
þeirra þó hún kosti hann
vandræði.
Guðmundur Ólafsson leik-
ur Candy og átti marga stór-
góða spretti. Nægir að nefha
atriðið þegar hann fær stað-
fest að draumurinn um litla
býlið verður aldrei að veru-
leika. Hins vegar var Candy
óþarflega afkáralegur þegar
hann birtist fyrst á sviðinu
og hlýtur það að skrifast á
reikning leikstjórans. Sveinn
Geirsson sem leikur Karls-
son og Helgi Björnsson sem
er Slim voru nokkuð einsleit-
ir í sinni túlkun og þar réði
líklega mestu eintóna radd-
beiting. Kjartan Bjargmunds-
son sýndi meiri tilþrif sem
Whit og tókst að skapa bráð-
skemmtilega en ótrúlega
óaðlaðandi persónu. Þröstur
Guðbjartsson var ágætur í
litlu hlutverki bústjórans og
sama má segja um Atla Rafn
Sigurðsson í hlutverki Cur-
lys, dulítið kvenlega eigin-
mannsins sem hefur engan
hemil á eiginkonunni. Hún
er leikin af Ingu Maríu
Valdimarsdóttur sem var
bæði þokkafull og umkomu-
laus f karlaheimi búgarðsins.
Þá er aðeins eftir að nefna
Sigurþór Albert Heimisson
sem leikur svertingjann
Crooks með mikilli prýði.
í heildina er uppsetningin
ágætlega heppnuð þó ekki nái hún að snerta
mann jafn djúpt og efnið gefur tilefni til.
Sýningin fer nokkuð hægt af stað og enn
vantar töluvert upp á að jafnt flæði náist í
framvinduna. Það lagast væntanlega með
tímanum og án efa eiga leikararnir líka eft-
ir að eflast í hlutverkum sínum.
Flugfélagið Loftur sýnir í Loftkastalanum:
IVIýs og menn eftir John Steinbeck.
Þýðing: Ólafur Jóhann Sigurðsson.
Leikmynd og búningar: Vytautas Narbutas.
Lýsing: Lárus Björnsson.
Tónlist/leikhljóö: Egill Ólafsson.
Leikstjórn: Guðjón Petersen.
Hvort tveggja kristallast í sam-
bandi þeirra Georgs og Lenna sem
þvælast saman úr einni vinnu í aðra
og láta sig dreyma um að eignast lít-
ið býli þar sem þeir
sínu að vild. Þegar þeir félagar koma á enn
einn búgarðinn og kynnast Candy sem á dá-
lítið af peningum fær draumurinn byr und-
ir báða vængi. En allar áætlanir verða að
engu þegar Lenni drepur tengdadóttur bú-
stjórans í ógáti.
Guðjón Pedersen velur sýningunni hefð-
bundið raunsæisyfirbragð í leik en leikmynd
og búningar eru hins vegar stílfærð og gefa
ákveðið tímaleysi til kynna. Vytautas Narbut-
as, sem er kunnastur hér fyrir samstarf við
landa sinn Rimas Tuminas, er höfundur leik-
myndar og búninga og er hvort tveggja mjög
vel af hendi leyst. Leikmyndin er hrörlegt
klastur sem vitnar um hnignun en minnir
en stundum blómstrar ástin í kringum
hann.
Söguna segir alvitur sögumaður sem
gefur sig fram strax í fyrstu setningu og
ávarpar lesendur sína: „Þið vitið hvernig
aðfangadagskvöld eru.“ Persóna þessa
sögumanns er skýr, hann er félagslega
meðvitaður og rætir sitt fólk vel: Pabbi
Freyju og Sveins er sjómaður „og mamma
þeirra vinnur í frystihúsinu, þegar það er
ekki á hausnum." Eftir almenna kynningu
hverfur sögumaður þó í bakgrunninn og við
sjáum söguefnið ýmist með augum Freyju
eða Sveins sem eru ólík systkini en bæði
skemmtilegar persónur - hún jarðbundin og
skynug stelpa, hann dreyminn og jafnvel
skyggn.
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdótb'r
Lífið í svona þorpi er krökkt af sögum og
Steinunn heldur sig ekki við barnaheiminn.
Lárus gamli í Ystabæ hefur áhyggjur af því
að ráðskonan hans hún Rúna ætli að fara
frá honum, en kisi bjargar því, Svo veiðir
kisi fallega hanann hennar ömmu, Freyju
til armæðu, en bætir úr skák með því að
koma aftur á sambandi milli Höllu Siggu og
kvennaguUsins bamsföður hennar. Sveinn
veiðir sinn mariu-
fisk, týnist í berja-
mó og hittir forna
íbúa heiðarinnar.
Kannski hefði
hann horfið inn
í annan heim ef
Sigfinnur uppi
á súlum hefði
ekki fundið
hann. Sigfinn-
ur þessi er
besti vinur
systkinanna
og uppá-
haldskenn-
ari, meira að segja
skáldmæltur. En hann býr yfir
leyndri sorg eftir týndan son, og saga hans
er eins konar saga undir sögunni, harmur-
inn sem gefur hversdagsleikanum dýpt.
Ævintýri systkinanna og kattarins eru
skemmtUeg og frásagnarhátturinn aðlað-
andi og yfirleitt hæfUega hraður. Þó hefði
átt að gefa fjölskyldusögunni meira rými.
Það er ekki nógu sennUegt að greind stelpa
eins og Freyja velti ekki fyrir sér hvers
vegna hún þekkir bara annan afa sinn. Frá-
gang hefði líka átt að vanda betur.
Steinunn Eyjólfsdóttir:
Jólasólarkötturinn. Ævintýri.
Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 1998.