Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Qupperneq 14
14 FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999 Fiýálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjórí: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Nató er gaggandi hæna Aldrei skal hóta neinu, sem ekki er ætlunin að standa við. Þessi grundvallarregla gildir í pólitískum samskipt- um ríkja eins og í póker. Ef mótspilarar átta sig á, að þú segir digurbarkalega án þess að hafa annað en hunda á bak við sagnirnar, láta þeir þig jafnan sýna þá. Mörgum sinnum hefur verið bent á hér í blaðinu, að fáránlegt er, að hemaðarbandalag á borð við Atlantshafs- bandalagið sé að hóta ríkjum út og suður án þess að meina neitt með því. Þetta hefur hvatt Slobodan Milos- evic og Saddam Hussein til að fara sínu fram. Þegar hemaðarbandalög verða fyrir áreiti, á að vera tilbúin áætlun um, hvers konar áreiti leiði til hvers kon- ar gagnaðgerða. Ekki dugir að byrja á að hóta öllu illu og hlaupa svo eins og gaggandi hænur út og suður til að reyna að leita að samkomulagi um aðgerðir. Áður hefur mörgum sinnum komið fram í viðbrögðum Atlantshafsbandalagsins í málefnum arftakaríkja Júgóslavíu sálugrar, að ráðamenn þess em greindar- skertir og ófærir um að læra af reynslunni, þótt þeir segi hver um annan þveran, að þeir þurfi að gera það. Bjánalegar fullyrðingar ráðamanna bandalagsins framkalla hörmungar. Kúgaðar undirþjóðir á borð við Bosníumenn og Kosovomenn í fyrrverandi Júgóslavíu og Kúrdar og sjítar í írak taka fullyrðingamar meira eða minna trúanlegar og æsa kúgarana til óhæfuverka. Þegar fjöldamorðin heíjast, byijar Nató að gagga og því hærra, sem hraðari verður framvinda þeirra. Þegar hörmungarnar em orðnar nógu hrikalegar, hefst undir- búningur loftárása, sem smám saman leiðir til, að Milos- evic gerir tímabundið hlé á Qöldamorðunum. Þegar þetta hefur leitt til þess, að undirbúningi loft- árása er hætt í bili, hefja þeir félagar aftur íjöldamorð og fá nokkrar vikur eða mánuði til að magna þau, áður en þeir verða enn að gera hlé. Þannig ná þeir markmiðum sínum í mörgum, markvissum áföngum. Stefna Milosevic hefur árum saman verið skýr. Hann vill hrekja 90% íbúa Kosovo úr héraðinu, svo að þar verði ekki eftir aðrir en Serbar. Hvort meirihlutinn flýr ofsóknir eða fellur í fjöldamorðum, skiptir hann engu. Hann er kvöm, sem malar hægt, en ömgglega. Ráðamenn Atlantshafsbandalagsins verða að gera sér grein fyrir, hvort þessi ráðagerð Qöldamorðingjans kem- ur bandalaginu við og þá hvemig. Ef ekki er samkomu- lag í bandalaginu um að ganga milli bols og höfuðs á stjóm Milosevics, á að láta villidýr Serba í friði. Ef hins vegar ráðamenn bandalagsins telja, að því sé skylt stöðu sinnar vegna að grípa til aðgerða, er tilgangs- laust að miða aðgerðimar við að sannfæra Milosevic um eitthvað. Hann er ekki sú manngerð. Aðgerðirnar verða að hrekja hann og menn hans alveg frá völdum. Augljóst er af reynslu síðustu ára, að bandalagið er ófært um að deila og drottna á Balkanskaga. Það getur ekki ákveðið að koma Milosevic fyrir kattamef og veita Kosovomönnum sjálfstæði. Þess vegna á það að halda að sér höndum og láta vera að synda í djúpu lauginni. Gaggið í yfirmönnum Nató staðfestir það, sem áður var vitað, að bandalagið hefur glatað hlutverki sínu við fall jámtjaldsins og lok kalda stríðsins. Það er orðið að vestrænum flnimannsklúbbi, sem hvorki mun víkka verksvið sitt né fmna sér neitt nýtt að föndra við. Bandalagið á að halda sér til hlés og hlífa okkur við þjáningum, sem fylgja því að horfa á það niðurlægt af hverjum þeim dólgi, sem nennir að sparka í það. Jónas Kristjánsson „Með nýsamþykktum lagabreytingum er ríkisstjórnin að kaupa sér frið fram yfir kosningar," segir Guðný m.a. í grein sinni. Sameign þjóðarinnar úr klóm sægreifa: Kjósendur eða Hæstiréttur? góð dúsa fram yfir kosn- ingar. Engin trygging er fyrir þvi að endurskoðun laganna verði nema til málamynda. í stað þess að bíða eftir öðrum hæstaréttardómi tO að útkljá hvort það stríðir ekki gegn jafnræð- isreglunni að úthluta aflahlutdeildum varan- lega til núverandi hand- hafa væri eðlilegra að al- menningur fengi að kjósa um það hvort og hvemig ber að breyta stjómun fiskveiða og úthlutun aflaheimilda. Krafan um breytingar er svo sterk að flestum er nú ljóst, einnig erlendum sérfræð- ingum sem nýlega voru hér á ráðstefnu sjávarút- ------------------- „Varðveita á gjafakvótakerfiö með skírskotun til þess að end- urskoða eigi lögin fyrir lok físk- veiðiársins 2000/2001 og deila á út andvirði þriggja milljarða til nokkurra óánægðra. Það getur verið góð dúsa fram yfír kosning- ar.u Kjallarinn Guðný Guðbjörnsdóttir þingkona Kvennalistans og þátttakandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Meirihluti Al- þingis hefur bragð- ist við dómi Hæsta- réttar í máli Valdi- mars Jóhannesson- ar. Opnað hefur ver- ið fyrir veiðileyfi án veiðiheimilda og öll veiðiréttindi, afla- hlutdeild og sóknar- dagar hafa verið skilgreind sem framseljanleg rétt- indi þeirra sem fyrir era í kerfinu. Þessi niðurstaða er þver- öfug við túlkun al- mennings og stjóm- arandstöðunnar á niðurstöðu Hæsta- réttar. Viðbrögð meiri- hlutans á Alþingi era málamyndavið- brögð. Þau, ásamt yfirlýsingum ráð- herra um að breyta þurfl stjórnar- skránni í kjölfar dómsins, sýna að verið er að gefa Hæstarétti langt nef. Þvert á móti ber að fagna þessum dómi sem hlýtur að styrkja trú okkar á sjálfstæði dómstól- anna og gefa von um að veldi sægreifanna sé að hrynja. Hvað gerist næst? Með nýsamþykktum lagabreyting- um er ríkisstjórnin að kaupa sér frið fram yfir kosningar. Varðveita á gjafakvótakerfið með skírskotun til þess að endurskoða eigi lögin fyrir lok fiskveiðiársins 2000/2001 og deila á út andviröi þriggja milljarða til nokkurra óánægðra. Það getur verið vegsráðuneytisins, að aldrei mun nást sátt um kerfið í núverandi mynd. Samfylkingin vill að núverandi lög falli úr gildi eftir 2 ár og komið verði á réttlátara kerfi þar sem sam- eign þjóðarinnar á auðlindinni er virt í reynd og ákvæði þess efnis sett í stjórnarskrá. Framvarp mitt þess efnis verður rætt von bráðar í þing- inu þriðja árið í röð og verður ffóð- legt að sjá hvort sjálfstæðismenn styðja það í ljósi þess að þeir fluttu nær samhljóða frumvarp i tíð síð- ustu ríkisstjórnar. Jafnræði og rekstraröryggi Sjávarútvegsnefnd þingsins hefur undir höndum niðurstöður nefnda sem Rannsóknarráð Bandaríkjanna skipaði að beiðni Bandaríkjaþings um mat á réttmæti kvótakerfa ann- ars vegar og byggðakvóta hins veg- ar. Þessar niðurstöður sýna glöggt að vel er mögulegt að hafa kvótakerfi, byggðakvóta og blandað stjómkerfi fiskveiða þannig að jafnræðisreglan og ákvæðið um sameign þjóðarinnar á auðlindum hafsins séu virt án þess að troðið sé á atvinnuréttindum þeirra sem fyrir eru. Úthlutun ætti að miða við raun- verulega veiðireynslu og óhjá- kvæmilegt er að eitthvað verði greitt fyrir aflaheimildir þannig að cillir njóti góðs af þessari meginauð- lind þjóðarinnar, jafnframt þarf að hafa í huga rétt byggðarlaga sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi og nýliða í greininni. Gæta þarf jafn- ræðis og tryggja rekstraröryggi. Að- alatriðið er að kerfið verði bæði réttlátt og hagkvæmt. Kosið um breytta auðlinda- stefnu Kosningamar í vor munu snúast um almannahagsmuni gegn sérhags- munastefnu núverandi stjórnar- flokka. Þar verða auðlindamálin of- arlega á blaði, hvort sem litið er til sjávarútvegs eða vemdunar ósnort- inna víðema hálendisins, velferðar- mála, menntamála eða jafnréttis- mála. Því er mikilvægt að sem flest- ir taki þátt í prófkjöram Samfylk- ingarinnar og hafi áhrif á það hverj- ir verða talsmenn almannahags- muna eftir næstu kosningar. Guðný Guðbjömsdóttir Skoðanir aimarra Evran - nýtt skref „Út af fyrir sig er ekki þörf á henni, en þetta er nýtt skref og það ffamfaraskref. Það hefur verið komið á sameinuðum markaði, sem vinnur vel, en með evrunni ætti hann að geta orðið enn betri. Evr- an eyðir gengisáhættu, auðveldar verðsamanburð, glæðir samkeppni og örvar feröamennsku. Evran er mikið skref, og hvert það skref leiðir mun ekki skilj- ast að fullu fyrr en síðar meir. Úr því þetta var gert má tilraunin til með að takast. Annað væri reiðar- slag fyrir ESB. Önnur tilraun yrði ekki gerð í lang- an tíma, auk þess sem fyrri árangur gæti glatast." Jónas H. Haralz í Mbl. 20. jan. Öskjuhlíöin, háborg menningar? „Öskjuhlíðin er miðsvæðis og býr yfir ótal mögu- leikum öðram en þeim að jarðsetja þar tvo þriðju allra þeirra sem deyja á Islandi ... Tónlistarhús og aðrar menningarbyggingar, vonandi fagrar, myndu sóma sér vel innan um skóglendi hlíðarinnar. For- ljótir braggar, bílaþvotta- og bensínstöðvar eru æp- andi auglýsingar um smekklaus og kúltúrsnauð borgaryfirvöld, útbía Öskjuhlíðina, sem gæti orðið, ásamt háskólasvæðinu fyrir vestan hana sú háborg íslenskrar menningar, sem aldrei reis á Skólavörðu- holtí.“ Oddur Ólafsson í Degi 20. jan. Þröngsýnar hugmyndir „Allt sjónvarpsefhi er hlaðið beinum og óbeinum skilaboðum um samfélagslega hugmyndafræði og gildismat hvers konar. Því einfaldara og afþreying- arkenndara sem efnið er því þrengri og einsleitari er sú veröld sem myndar umgjörðina um skothvellina og grínið. Slíkur hugmyndaheimur elur svo af sér þröngsýnar hugmyndir um samfélagið og hlutverk einstaklingsins innan þess. Á ég að gæta bróður mins? er ein áleitnasta spurningin sem kviknar í kolii þeirra sem fest hafa í hugmyndaheimi afþrey- ingarinnar. Á ég að borga fyrir eitthvað sem ég nota ekki nema kannski, ekki núna, kannski seinna, jafn- vel aldrei?" Hávar Sigurjónsson í Mbl. 20. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.