Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Page 22
22
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
Íþróttír_________________________________________
Arnar Gunnlaugsson í samtali viö DV:
Leikur liklega ekki
meira med Bolton
- Leicester sýnir áhuga og tilboð jafnvel á leiðinni
Arnar Gunnlaugsson er á förum frá Bolton. Það mun koma í Ijós á næstu dögum
hvaða félag festir kaup á honum. DV-mynd Eiríkur
Eins og fram hefur komið sam-
þykkti stjórn Bolton beiðni Arn-
ars Gunnlaugssonar um að verða
settur á sölulista. Fram hefur
komið í fjölmiölum í Bretlandi að
nokkur félög hafi beðið átekta en
formlegt kauptilboð í Amar hefur
ekki enn borist félaginu. Það hef-
ur líka Colin Todd knattspynu-
stjóri staðfest.
Kaupverðið ekki undir
þremur milljónum punda
Leicester er eitt þeirra liða sem
fylgst hefur með Arnari um hríð
en liðið hefur verið að líta i
kringum sig eftir framherja. Ekki
hefur verið gefið út hvað Bolton
vill fá fyrir Arnar en líklegt má
telja að það verði ekki undir
þremur milljónum punda eða um
320 milljónir íslenskra króna.
Verðið á kappanum hefur rok-
ið upp úr öllu valdi en Arnar kom
til Bolton á 100 þúsund pund.
Honum gekk allt í haginn framan
af tímabilinu, skoraði grimmt,
skapaði sér nafn og margir klúbb-
ar fóru aö veita honum athygli.
Amar sat á varamannabekkn-
um um síðustu helgi þegar Bolton
sigraði ShefField United á útivelli.
Bolton leikur ekkert um næstu
helgi en þá fara fram leikir í bik-
arkeppninni. Næsta umferð í
deildinni verður ekki fyrr en um
aðra helgi.
„Vonandi að nú komi
hreyfing á málið“
„Enn sem komið er hefur ekk-
ert gerst i mínum málum eftir að
Bolton samþykkti ósk mína um að
fara á sölulista. Ef tilboð bærist
frá félagi á borð við Leicester
myndi ég hiklaust skoöa það. Það
er sterkt lið og komið í undanúr-
slit í deildarbikarnum. Það er von-
andi að einhver hreyfing komist á
mín mál fljótlega og jafnvel í þess-
ari viku. Ég stunda ennþá æfingar
með Bolton en ég er hins vegar á
því að ég leik ekki með félaginu
framar. Innst inni vona ég að svo
verði,“ sagði Arnar Gunnlaugsson
í samtali við DV í gær.
Nottingham Forest hafði á
tímabili augastað á Amari en fé-
lagið stendur ekki vel fjárhags-
lega um þessar mundir. Sheffield
Wednesady kom svo einnig inn í
umræðuna fyrr í vikunni en liðið
hefur verið að leita að marka-
skorara. -JKS
Evrópumót kvennalandsliða í handbolta:
Stúlkurnar
mæta sterku
liöi Rússlands
Islenska kvennalandsliðið i hand-
knattleik mætir Rússum tvívegis
hér á landi um næstu helgi í und-
anriðli fyrir heimsmeistarakeppn-
ina sem haldin verður í Noregi og
Danmörku í lok nóvember á þessu
ári. Fyrri leikurinn verður í Vik-
inni á laugardag klukkan 16 og sá
síðari i íþróttahúsinu við Strand-
götu á sunnudagskvöldið klukkan
20.
Auk Islands og Rússlands er
Króatía í riðlinum. Báðir leikirnir
við Krótíu verða ytra í febrúar.
Fjórir leikmenn sem leika erlendis
koma heim í leikina við Rússa.
Þetta eru þær Brynja Steinsen frá
Minden í Þýskalandi, Fanney Rún-
arsdóttir frá Tertnes í Noregi og
Helga Torfadóttir og Hrafnhildur
Skúladóttir frá Bryne í Noregi.
Halla María Helgadóttir, fyrirliði
liðsins sl. tvö ár, er fjarri góðu
gamni vegna brjóskloss í baki. Enn-
fremur getur Auður Hermannsdótt-
ir ekki leikið með vegna axlar-
meiðsla. Harpa Melsteð hefur legið í
flensu síðustu daga en vonast er eft-
ir að hún verði orðin góð fyrir leik-
ina um helgina.
Að sögn Theodórs Guðfinnssonar
landsliðsþjálfara eru leikimir við
Rússa kærkomið verkefni en tæp
tvö ár eru síðan kvennalandsleikir
voru háðir hér á landi.
Af uppstillingu rússneska liðsins
að dæma er ljóst að nokkrar breyt-
ingar hafa orðið á liðinu frá heims-
meistaramótinu þar sem Rússar
höfnuðu í fjórða sæti. Liðsmenn
koma eingöngu frá tveimur liðum
en þau bæði era komin í 8 liða úr-
slit á Evrópumótunum. Þrátt fyrir
breytingar í rússneska liðinu eru
konur þar innan um með mikla
reynslu.
íslenski hópurinn í Rússaleikjun-
um verður þannig skipaður:
Fanney Rúnarsdóttir...........Tertnes
Helga Torfadóttir ...............Bryne
Hugrún Þorsteinsdóttir ..........Fram
Brynja Steinsen ...............Minden
Björk Ægisdóttir....................FH
Gerður Beta Jóhannsdóttir........Val
Eivor Pála Blöndal ................Val
Ágústa Edda Bjömsdóttir . . Gróttu/KR
Svava Sigurðardóttir...........Víkingi
Thelma Björk Ámadóttir .... Haukum
Herdís Sigurbergsdóttir . . . Stjömunni
Hrafnhildur Skúladóttir .......Bryne
Harpa Melsteð...................Haukum
Ragnheiður Stephensen .. . Stjörnunni
Inga Fríða Tryggvadóttir . . Stjörnunni
Judit Rán Estergal .............Haukum
Dómarar á leikjunum koma frá
Belgíu. Miðasala fer fram í verslun-
um 10-11 og leikdagana á leikstað.
-JKS
Orn Arnarson á fleygiferð í sundinu. Hann verður á meðal keppenda á
sundmótinu í Hafnarfirði um helgina.
Stórmót Búnaðarbankans og VISA í sundi:
Allir bestu
taka
Stórmót Búnaðarbankans og
VISA í sundi verður haldið um
næstu helgi og hefst það á föstu-
dagskvöldið og lýkur síðdegis á
sunnudag. Mótið í ár verður í
stærra lagi enda vora skráningar
fleiri en nokkru sinni og varð því að
takmarka þátttöku yngri sund-
manna verulega.
í fyrsta sinn í langan tíma synda
nær allir bestu sundmenn landsins
á mótinu. Öm Arnarson, nýbakaður
Evrópumeistari frá Sheffield, verð-
ur að sjálfsögðu á meðal keppenda á
sínum heimavelli og verður fróðlegt
að fylgjast með kappanum.
þátt
Tveir eftirtektarverðir erlendir
sundmenn verða á meðal þátttak-
enda, annars vegar Daninn Anders
Bo Pedersen, sem komst í úrslit á
Evrópumóti unglinga, og hins vegar
rússneska konan Kristina Gor-
emykia.
Hún býr og æfir í Vestmannaeyj-
um undir stjóm unnusta síns Yoris
Zinovievs. Kristina er margfaldur
Rússlandsmeistari frá 1993-95 en
hefur ekki æft um hríð en stefnir á
toppinn á nýjan leik. Keppninni
verðm- þannig hagað að Örn og Ped-
ersen keppa saman.
-JKS
I>V
NBA-DEILDIN
Dennis Rodman, leikmaöurinn skraut-
legi hjá Chicago, leikur ekkert á þessu
tímabili. Umboðsmaður hans lýsti því
yfir í fyrrinótt að Rodman væri hættur -
kappinn bar það strax til baka en sagð-
ist ekki ætla að spila í vetur.
Menn benda þó á að Rodman sé frægur
fyrir að hætta og byrja aftur og koma
með alls kyns yflrlýsingar sem falli fljót-
lega um sjálfar sig. Vitað er að New
York hefur sýnt áhuga á að fá „Orminn"
i sinar raðir og hann gæti í raun birst í
búningi hvaða liðs sem er, hvenær sem
er.
En meistaralid Chicago er nánast horf-
ið. Michael Jordan og Rodman hættir,
Scottie Pippen á forum til Houston, Luc
Longley til Phoenix og Steve Kerr til
San Antonio. Þá fer Scott Burrell vænt-
anlega til Miami. Þeir Tony Kukoc og
Derek Harper verða efiir til að halda
uppi fjörinu ásamt minni spámönnum.
Eistneski risinn Martin Muursepp,
sem lék með Eistlandi gegn íslandi í
Evrópukeppninni í vetur, fer væntan-
lega til Chicago frá Phoenix ásamt þeim
Mark Bryant og Bubba Wells í skipt-
um fyrir Longley og þá kemur Brent
Barry líklega frá Miami í skiptum fyrir
Burrell.
Samningar leikmanna og eigenda i
NBA eru enn ekki frágengnir þrátt fyrir
samkomulagið sem gert var 7. janúar.
Enn er deilt um nokkur minni háttar at-
riði og það þýðir að æfmgabúðir liðanna
og undirskriftir leikmannasamninga
geta í fyrsta lagi hafist í dag.
Sam Perkins er á leiðinni frá Seattle til
Indiana en hann var með lausan samn-
ing. Þá fer Loy Vaught væntanlega frá
LA Clippers til Detroit. Seattle selur lík-
lega Jim Mcllvaine til New Jersey og
fær í staðinn Michael Cage og Don
MacLean.
Vlade Divac, sem fór í vetur heim til
Belgrad, er mjög eftirsóttur. Sacramento
þykir líklegast til að krækja í hann en
hann er líka sterklega orðaður við
Phoenix og Denver. -VS
Skíðagönguátakið:
Aftur reynt
á Akureyri
Skiðasambandið neyddist til að fresta
skiðagönguátakinu á Skíðahelginni á
Akureyri um siðustu helgi vegna veð-
urs. Aftur á móti er ætlunin að gera
aðra tilraun um næstu helgi, þ.e. dagana
23.-24. janúar. Umgjörðin verður ná-
kvæmlega sú sama og lýst var í siðasta
bréfl og mun maraþonskíðagangan fara
fram á laugardeginum og hefjast klukk-
an 15.00. Kennslan hefst klukkan 14.00
og stendur til 17.00 báða dagana. Dag-
skráin hefur verið stokkuð örlítið upp.
Sauðarkrókur verður heimstóttur laug-
ardaginn 30. janúar og Mývetningar
sunnudaginn 31. janúar.
Mikið hefur verið haft samband viö
skrifstofu Skíðasambandsins með fyrir-
spumir varðandi hvar átakið verður.
Sökum þess hve dagskrá þessi er háð
snjóalögum þá er mjög erfitt fyrir Skíða-
sambandið að vera að gefa upp ná-
kvæmar dagsetningar. Þó er ljóst að
kennsla verður á Austurlandi dagana
1.-14. febrúar og verður flakkað vítt og
breitt um Austfirðina. Stefnt er að því
að halda skíðahelgina í Reykjavik helg-
ina 20.-21. febrúar og verður það nánar
auglýst síðar. Því miður tókst ekki að
halda slika helgi í fyrra sökum snjóleys-
is en byijun þessa vetrar lofar vissulega
góðu.
Skíðasambandið mun dreifa auglýs-
ingaveggspjöldum á alla kennslustaði
þar sem fram kemur hvar og hvenær
kennslan verður á viðkomandi stað. Al-
menningur er beðinn að hafa augun
opin, auk þess að fylgjast vel með í DV
og á síðu 379 i textavarpi RÚV.
Dagskráin:
24. janúar .... ísafjörður kl. 14.00
25. janúar Patreksgörður kl. 18.00
26. janúar .... Blönduós kl. 20.00
27. janúar . . Skagaströnd kl. 18.00
28. janúar Hofsós kl. 18.00
30. janúar . Sauðarkrókur k. 13.00
f kvöld
Úrvalsdeildin i körfubolta:
Grindavik-ÍA ...............20.00
KR-Snæfell...................20.00
Keflavík-Skallagrímur........20.00
Tindastóll-KFl...............20.00
Haukar-Valur................20.00