Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Síða 23
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
23
dv__________________íþróttir
Stefán byrjar vel
með Strömsgodset
- ljósi punkturinn í leik liösins
Stefán Gíslason, knattspymumað-
urinn efnilegi frá Eski-
firði, stóð sig vel í fyrsta
leiknum með norska A-
deildar liðinu Ströms-
godset um síðustu helgi.
Stefán lék á miðjunni
allan tímann þegar
Strömsgodset gerði jafn-
tefli, 4-4, gegn Tromsö á
móti á yfirbyggðum
knattspyrnuvelli, Tele-
markhallen, um síðustu
helgi.
Blaðið Drammens
Tidende segir að frammistaða Stef-
áns hafi verið ljósi punkturinn hjá
Strömsgodset í annars slökum leikj-
um gegn Odd og Tromsö á mótinu.
Hann hafi átt margar góðar send-
ingar sem hafi splundrað vörn
Tromsö og það sé ótrúlegt að hann
sé aðeins 18 ára gamall, svo mikill
sé líkamsstyrkur hans.
Stefán samdi við Strömsgodset
fyrir einu ári en félagið leigði hann
síðan til KR. Þar lék hann 12 leiki í
úrvalsdeildinni en Stef-
án hefur leikið 37 leiki
með yngri landsliðum
Islands og spilaði um
tíma með unglingaliði
Arsenal.
„Ég er ánægður. Mér
fannst þetta ganga
ágætlega en ég á samt
ekki von á að vinna
mér fast sæti i liðinu á
þessu tímabili," segir
Stefán í samtali við
blaðið.
Tryggvi skoraði tvö
Tryggvi Guðmundsson var í aðal-
hlutverki með Tromsö í leiknum
við Strömsgodset því hann skoraði
tvö af fjórum mörkum liðsins.
Valur Fannar, bróðir Stefáns, lék
sem miðvörður með Strömsgodset í
leiknum. Eins og fram hefur komiö
í DV hefur Örgryte í Svíþjóð mikinn
áhuga á að fá hann til sín. -VS
Úrvalsdeildin í körfubolta:
Met á dag
- í skoruðum þriggja stiga körfum
Það er oft sem svipaðir atburðir fylgjast að og svo var um afrek tveggja
leikmanna úrvalsdeildarinnar í körfúbolta fyrir helgi. Grindvíkingurinn
Páll Axel Vilbergsson setti met í skoruðum þriggja stiga körfum hjá íslend-
ingi á dögunum gegn Val auk þess að setja met í bestu nýtingu hjá þeim
sem hafa gert 10 3ja stiga körfur í einum leik eða fleiri og svo loks í flestum
skoruðum þriggja stiga körfum á útivelli. Páll Axel nýtti 80% skota sinna í
leiknum eða 12 af 15. Bestu nýtingu áður átti Ólafur Ormsson KR-ingur frá
1995 en flestar 3ja stiga körfur íslendings höfðu þeir Valur Ingimundarson
og Kristinn Friðriksson gert eða 11.
Það leið síðan aðeins tæpur sólarhringur þar til Keflvíkingurinn Damon
Johnson var búinn að slá honum við í nýtingu (82%, 14 af 17) auk þess að
setja met í skoruðum þriggja stiga körfum á útivelli í deildinni. Damon
bætti þannig tvö af þremur metum sem Páll Axel hafði sett kvöldið áður.
Fjórða hæsta stigaskor einstaklings í leik
Damon Johnson hjá Keflavík var ótrúlegur gegn KFÍ, hitti í 21 af 27 skot-
um sínum, 14 af 17 3ja stiga skotum og öllum fimm vítunum sem þýðir 61
stig og 4. besta árangur frá upphafi í úrvalsdeild. Það er John Johnson sem
á metið eða 71 stig sem hann skoraði fyrir Fram gegn ÍS 17. nóvember 1979.
í öðru sæti er Blikinn Joe Wright sem gerði 67 stig gegn Njarðvík 29. janú-
ar 1993. Næstur á undan Damon er Danny Shouse sem gerði 64 stig fyrir
Njarðvík gegn ÍS 15. janúar 1981 eða nákvæmlega 18 árum á undan Damon.
Metleikur hjá Val og Grindavík
Ef við snúum okkur aftur að leik Vals og Grindavíkur á fimmtudags-
kvöldið þá komst hann ekki einungis í sögubækumar fyrir afrek Páls Ax-
els. Það voru nefnilega sett að auki tvö met í þriggja stiga körfum í þessum
leik. Grindvíkingar gerðu alls 24 þriggja stig körfúr í leiknum og bættu þar
með met Valsmanna frá 1994 og Keflvíkinga frá 1997. Þá skoruðu Valsmenn
niu þriggja stiga körfur og það voru því gerðar alls 33 3ja stiga körfur í
leiknum sem er nýtt met en það var 29 körfur í einum leik. Það met áttu
einmitt Valsarar og Grindvíkingar áður, Valsmenn í leik gegn Tindastóli
1994 og Grindvíkingar í leik gegn ÍA 1995. Nýtingin var ótrúleg í þessum
leik. Grindavík nýttu sín 3ja stiga skot 65% (24/37) og Valsmenn 64% (9/14).
Alls var því ótrúleg 65% 3ja stiga nýting (33/51) í þessum leik á Hlíðarenda
þetta metkvöld.
Guðjón vantar nú aðeins tvær
Hér til hliðar má sjá lista yfir besta árangur í skoruðum 3ja stiga körfum
í sögu úrvalsdeildar en 3ja stiga reglan var tekin upp haustið 1984. Auk
þeirra meta sem sett voru þessi kvöld bætti Guðjón Skúlason við sitt met
yfir flestar 3ja stiga körfur í sögu úrvalsdeildarinnar og vantar nú aðeins
tvær slikar til að verða sá fyrsti í 700 gerðar þriggja stiga körfur. -ÓÓJ
Evrópukeppnin í badminton:
Landsliðið í Belfast
íslenska landshðið í badminton er nú í Belfast á Norður-írlandi þar sem
það tekur þátt í B-keppni Evrópuþjóða, Helvetia Cup. Keppnin hófst í morg-
um Leikur Islands og írlands átti að byija klukkan 10 en síðan mætir ísland
hði Slóveníu á sama tima í fyrramálið.
Fjórtán hð faka þátt í keppninni og er þeim skipt í fjóra riðla. Sigurvegar-
ar riðlanna komast áfram og þrjú efstu hðin fara að lokum upp í A-keppnina.
Broddi Kristjánsson landsliðsþjálfari leikur sjálfur með íslenska liðinu
og að auki valdi hann eftirtalda leikmenn: Árna Þór Hahgrímsson,
Tryggva Nielsen, Tómas Garðarsson Viborg, Svein Sölvason, Elsu Niel-
sen, Vigdisi Ásgeirsdóttur, Brynju Pétursdóttur og Drífu Harðardóttur.
Tómas Garðarsson Viborg, sem er búsettur í Svíþjóð, leikur sína
fyrstu landsleiki fyrir íslands hönd á mótinu. -VS
www.visirJs
Hver er talnalásinn?
Opnaðu töskuna og þú gætir eignast
Nokia 8810 síma frá Símanum GSM
Uppgötvaðu talnaröðina á lásnum!
Inni í töskunni hér að ofan er glæsilegur Nokia 8810 sími og GSM kort frá Símanum GSM,
en Nokia símar eru einmitt notaðir óspart í myndinni. Auk þess eru í töskunni miðar á Ronin
fyrir 200 heppna og einn gest. Þú getur getur orðið einn þeirra heppnu með því að smella
þér inn á Vísi.is, svara tveimur léttur spurningum og uppgötva þannig talnalásinn.
Taktu þátt og þú gætir unnið glæsilegasta GSM síma á markaðnum!
SÍHINN-GSM
SAMmi
Sambíóin frumsýna á morgun nýjustu mynd
Robert De Niro, Ronin. Fjallar myndin um 6
menn sem þekkja ekkert til hvors annars en
eru kallaðir saman til að ræna dularfullri
tösku af sömu gerð og sést hér til hliðar.
Þeir vita ekki hvað er í töskunni eða hver réð
þá til verksins. Myndin er hörkuspennandi
og áhorfandinn giskar allt til endaloka.
Leikstjóri myndarinnar erjohn Franken-
heimer sem gerði French Connection myndirnar og er þetta hans 32. mynd.