Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Blaðsíða 34
34
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
Afmæli
Birgir Guðmundsson
Birgir Guðmundsson, fyrrv. yfir-
birgðastjóri Islenskra aðalverktaka
á Keflavíkurflugvelli, til heimilis að
Amarhrauni 29, Hafnarfirði, verður
sjötugur á morgun.
Starfsferill
Birgir fæddist á Siglufirði og ólst
þar upp. Hann stundaði nám við
Gagnfræðaskóla Siglufjarðar og við
Samvinnuskólann í Reykjavík
1947-48.
Birgir starfaði við verslunina
Ægi á Siglufirði 1948-49, við
Skátabúðina í Reykjavík 1949,
stundaði verslunarstörf á Siglufirði
til 1952, vann við birgðaumsjón hjá
vamarliðinu á Keflavíkurflugvelli
1952-57 og starfaði við
Innkaupadeild íslenskra aðalverk-
taka 1957-97.
Birgir var búsettur í Hafnarfirði
frá 1952-58, í Garðabæ frá 1958-72 og
síðan aftur í Hafnarflrði frá 1972.
Hann var formaður skátafélags-
ins Fylkis á Siglufirði 1947-51, var
formaður ungmennafélagsins
Stjömunnar í Garðabæ 1970-71 og
formaður Foreldra- og vinafélags
Kópavogshælis frá 1979. Þá var
Birgir gjaldkeri Lionsklúbbs Hafn-
arfjarðar 1988-89 og
ritari klúbbsins 1992-93.
Fjölskylda
Kona Birgis er Mary
A. Marinósdóttir, f. 4.9.
1931, fyrrv. aðstoðar-
stúlka sjúkraþjálfara á
Hrafnistu í Hafnarfirði.
Hún er dóttir Marinós
Sigurðssonar, f. 1900, d.
1971, bakara á Húsavík
og síðar í Borgarnesi, og
Guðrúnar Jónsdóttur, f.
1900, d. 1970, húsmóður.
Börn Birgis og Mary era Alma, f.
2.3. 1951, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri á Hrafnistu í
Hafnarfirði, búsett í Garðabæ, gift
Steingrími Haraldssyni vélstjóra og
eiga þau tvö börn; Marinó Flovent,
f. 4.11. 1958, sölumaður TOK-
hugbúnaðar hjá Tæknivali,
búsettur í Reykjavík, kvæntur Jó-
hönnu Ingimarsdóttur, húsmóður
og dagmóður, og eiga þau tvö böm;
Birgir Már, f. 10.1. 1963, öryrki,
búsettur í sambýli í Reykjavík.
Bræður Birgis eru Ari
Guðmundsson, f. 14.9. 1927, veður-
fræðingur í Svíþjóð, kvæntur Birgit
Guðmundsson, en þau
eiga fimm böm; Skarp-
héðinn Guðmundsson, f.
7.4. 1930, fyrrv.
kaupfélagsstjóri á
Siglufirði og síðar fulltrúi
Samvinnubankans í Hafn-
arfirði, og fyrrv. íslands-
meistari i skíðastökki,
kvæntur Ester Jóhanns-
dóttur, en þau búa í Hafn-
arfirði og eiga sjö börn.
Foreldrar Birgis voru
Guðmundur Skarphéðins-
son, f. 1895, d. 1932, skóla-
stjóri og bæjarfulltrúi á Siglufirði,
og k.h., Ebba G.B. Flóventsdóttir, f.
1907, d. 1935, húsmóðir.
Þau bjuggu á Hólum á Siglufirði.
Ætt
Guðmundur var sonur Skarphéð-
ins, smiðs og verkstjóra á Siglufirði,
Jónassonar í Grundarkoti, bróður
Þórdísar, langömmu Jóns Skafta-
sonar, fyrrv. sýslumanns í
Reykjavík, fóður Helgu
borgarritara. Jónas var sonur Jóns
í Grundarkoti, bróður Þórðar Jón-
assonar háyfirdómara, föður Jónas-
ar Jónassen landlæknis. Móðir
Jónasar var Sigríður Jónsdóttir á
Vatnsenda, Magnússonar. Móðir
Jóns var Ingibjörg Þorleifsdóttir,
hreppstjóra á Siglunesi, Jónssonar
og k.h., Ólafar Ólafsdóttur. Móðir
Ólafar var Guðrún Jónsdóttir, b. á
Brimnesi, Arnórssonar, Þorsteins-
sonar, ættföður Stóru-Brekkuættar,
Eiríkssonar, fóður Péturs, langafa
Þóreyjar, ættmóður Thorodddsens-
ættarinnar og móður Jóns, skálds
og sýslumanns á Leirá.
Bróðir Ingibjargar var Þorleifur,
langafi Þorleifs, langafa Margeirs
Péturssonar. Kona Skarphéðins var
Guðlaug Guðmundsdóttir.
Systir Ebbu er Maggý, móðir Ebbu
Guðrúnar, konu Ólafs Skúlasonar
biskups og móður Guðrúnar Ebbu,
varaformanns Kennarasambands
íslands. Foreldrar Ebbu voru Flovent
Jóhannsson, kennari og bústjóri á
Hólum í Hjaltadal, búsettur á Sjávar-
borg og síðar bæjarfulltrúi og bruna-
liðsstjóri á Siglufirði, og Margrét Jós-
efsdóttir.
Birgir tekur á móti gestum í Odd-
fellowsalnum, Staðarbergi 2-4,
Hafnarfirði, á afmælisdaginn,
fóstudaginn 22.1. frá kl. 19.00-21.00.
Birgir
Guðmundsson.
Ásgeir Jónsson
Ásgeir Jónsson hdl.,
Norðurtúni 4, Keflavík, er
fertugur í dag.
Starfsferill
Ásgeir fæddist í Kefla-
vík og ólst þar upp. Hann
lauk stúdentsprófi frá MR
1978 og embættisprófi í
lögfræði frá HÍ 1986.
Ásgeir var kennari við
Grannskólann á Hell-
issandi 1978-79, var starfs-
maður og siðar fulltrúi hjá
Lögmönnum Höfðabakka
gjaldheimtustjóri hjá Gjaldheimtu
Suðurnesja 1987-90 og hefur rekið
eigin lögmannsstofu,
fyrst í félagi við fóður
sinn í Njarðvík, síðar í
Keflavík, frá 1990.
Ásgeir var Scriba Scol-
aris við MR 1976-77, In-
spector scholae við MR
1977-78, fulltrúi Vöku,
félags lýðræðissinnaðra
stúdenta, í Háskólaráði
HÍ og í Stúdentaráði HÍ
1982-84, varaformaður
Vöku 1984-85 og í stjóm
Háskólabíós 1985-87.
Fjölskylda
Ásgeir kvæntist 1994 Hrafnhildi
Ásgeir Jónsson.
1985-87,
Helgu Ólafsdóttur, f. 30.1. 1960, rit-
ara. Hún er dóttir Ólafs Helga Jó-
hannessonar, f. 20.9. 1907, d. 27.10.
1992, verkamanns í Kópavogi, og
k.h., Ingibjargar Ámadóttur, f.
29.12. 1916, d. 3.12. 1988, húsmóður.
Börn Ásgeirs og Hrafnhildar
Helgu eru Ingibjörg íris, f. 19.3.1992;
Bryndís Þóra, f. 25.5. 1994; óskírður
sonur, f. 16.12. 1998.
Systur Ásgeirs eru Steinunn
Helga Jónsdóttir, f. 12.3. 1950, hús-
móðir í Reykjavík, gift Hallgrími
Gunnarssyni, forstjóra Ræsis;
Rebekka Dagbjört Jónsdóttir, f. 16.7.
1956, starfsmaður við Fríhöfhina í
Keflavík, gift Björgvini Halldórs-
syni húsasmíðameistara.
Foreldrar Ásgeirs: Jón Ásgeirs-
son, f. 2.5.1921, fyrrv. sveitastjóri og
síðar bókari í Njarðvík, og Sigrún
Helgadóttir, f. 22.6. 1925, d. 20.11.
1992, húsmóðir.
Ætt
Jón er sonur Ásgeirs Jónssonar,
vélstjóra á ísafirði, og k.h., Rebekku
Dagbjartar Hjaltadóttur húsmóður.
Sigrún var dóttir Helga Sigurðs-
sonar, húsgagnabólstrunarmeistara
í Reykjavík, og k.h., Friðsemdar
Steinunnar Guðmundsdóttur hús-
móður.
Sigurður Ingi Ingimarsson
Sigurður Ingi Ingimarsson fram-
kvæmdastjóri, Boðagranda 7,
Reykjavík, er fertugur í dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist í Neskaupstað
en ólst upp á Djúpavogi. Hann lauk
landsprófi frá Héraðsskólanum í
Reykholti 1974, stundaði
nám við Verslunarskóla
íslands og lauk þaðan
verslunarprófi 1976,
lauk II. stigs skipstjóm-
arprófi frá Stýrimanna-
skólanum í Reykjavík
1978, stundaði nám við
Tækniskóla Islands og
lauk þaðan prófi sem út-
gerðartæknir 1981 og
lauk einkaflugmanns-
prófi frá Flugskóla Ak-
ureyrar 1989.
Sigurður var stýri-
maður og skipstjóri á
ýmsum skipum frá 1978,
var útgerðarstjóri hjá
Siglfirðingi hf. 1988-91
og hefur stundað rekstur eigin fyrir-
tækja, Sigluness hf. og Hörganess
ehf. frá 1994.
Fjölskylda
Sambýliskona Sigurðar er Vala
Lárusdóttir, f. 24.7. 1962, sjúkraliði.
Bróðir Siguröar er Sveinn Krist-
ján Ingimarsson, f. 26.6. 1968, skrif-
stofustjóri á Djúpavogi.
Foreldrar Sigurðar eru Ingimar
Sveinsson, f. 29.6. 1927, fyrrv. skóla-
stjóri Barnaskólans á Djúpavogi, og
Erla Sigríður Ingimundardóttir, f.
5.11. 1936, kennari.
Ætt
Ingimar er sonur
Sveins, b. á Hálsi í Bú-
landshreppi, Stefáns-
sonar, b. í Kambshjá-
leigu Ólafssonar.
Móðir Ingimars var
Kristín Sigríður Stef-
ánsdóttir, b. á Hamri í
Geithellnahreppi, Sig-
urðssonar.
Erla Sigriður er dóttir
Ingimundar, verkstjóra
á Djúpavogi, Guð-
mundssonar, verka-
manns á Seyðisfirði,
Sumarliðasonar.
Móðir Erlu Sigríðar
var Þórey Sigríður Gústafsdóttir,
verkamanns á Djúpavogi, Krist-
jánssonar, b. á Brekku á Djúpa-
vogi, Kristjánssonar. Móðir Gúst-
afs var Þórey Jónsdóttir. Móðir
Þóreyjar Sigríðar var Jónína
Rebekka Hjörleifsdóttir, b. á Núpi á
Berufjarðarströnd, Þórarinssonar,
b. á Krossi á Berufjarðarströnd,
Richardssonar, ættfoður Longætt-
ar. Móðir Hjörleifs var Lísibet
Jónsdóttir, b. í Núpshjáleigu, Jóns-
sonar og k.h., Þórdísar Einarsdótt-
ur. Móðir Jónínu Rebekku var Sig-
ríður Bjarnadóttir, b. í Berufirði og
síðar á Núpi, Þórðarsonar. Móðir
Sigríðar var Málfríður Jónsdóttir.
Hagstœö kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er
afsláttur
af annarri auglýsingunni.
Smáauglýsingar
\i
550 5000
Sigurður Ingi
Ingimarsson.
Til hamingju
með afmælið
21. janúar
85 ára_______________
Marga Guðmundsdóttir,
Tjamarbóli 14, Seltjarnamesi.
75 ára
Erna Kristjánsdóttir,
Hnjúki, Dalvík.
Skarphéðinn
Kristmundsson,
Frostafold 155, Reykjavík.
Unnur N. Eyfells,
Selvogsgrunni 10, Reykjavík.
50 ára
Auður
Þorvaldsdóttir,
Garðabraut 33,
Akranesi.
Jóakim Tryggvi
Andrésson,
Eyrarbraut 26, Stokkseyri.
Hann verður að heiman á
afmælisdaginn.
Halldóra Ólafsdóttir,
Bólstað, Austur-Landeyjum.
Hilmar Hansson,
Lindasmára 73, Kópavogi.
Ragnheiður
Sigurjónsdóttir,
Ásvallagötu 14, Reykjavík.
Soffía Ásgeirsdóttir,
Háalundi 7, Akureyri.
Valdís Oddgeirsdóttir,
Skeiðarvogi 121, Reykjavík.
40 ára
Ósk
Sigurjónsdóttir,
Frostafold 4,
Reykjavík.
Aldís
Razoumeenko,
Seljalandsskóla,
Vestur-Eyjafjallahreppi.
Baldvin R. Baldvinsson,
Lindarbyggð 18, Mosfellsbæ.
Bjarki Pétursson,
Vesturbergi 120, Reykjavík.
Gunnar Kjartansson,
Langagerði 42, Reykjavík.
Ingi Þór Skúlason,
Miðtúni 50, Reykjavík.
Jóhanna Guðmundsdóttir,
Grundargötu 41, Grundarflrði.
Magnús Ingi Ásgeirsson,
Bústaðavegi 97, Reykjavík.
Marinó Már Marinósson,
Kjarrhólma 8, Kópavogi.
Sigurður Jón Ragnarsson,
Hlíðarhjalla 47, Kópavogi.
Stefán Garðar Óskarsson,
Baughúsum 10, Reykjavík.