Dagblaðið Vísir - DV - 21.01.1999, Side 36
FIMMTUDAGUR 21. JANÚAR 1999
Ummæli
á þingi
„Hinn reyndi forseti þings-
ins virðist hafa
komist að þeirri
niðurstöðu að þar
sitji nú slangur af
fólki sem eigi í
raun ekki erindi
og væri ekki
þama nema af
því að hæfari einstak-
lingar fást ekki.“
Stefán Hafstein, í Degi
Körfubolti og útgerð
„Að reka meistarflokk í
efstu deild íþróttar eins og
körfubolta má iíkja við út-
gerð. Það er að sjálfsögðu í
höndum stjómenda útgerðar
aö ráða skipstjórann og hann
er ekki ósjaldan látinn taka
pokanna sinn ef hann fiskar
ekki.“
Bragi Mikaelsson körfu-
boltaþjálfari sem látinn var
hætta, í DV.
Brekkur í lífinu
„Það er ósköp gott að vera
hér og veðrið yfir-
leitt gott. En það
er hér eins og
annars staðar -
alltaf einhverjar
brekkur í lifinu
og flestar upp í
móti.“
Þorvaldur Hreinsson, skip-
stjóri í Ástralíu, (DV.
Drungalegur Jón
„Þess má geta að ef Jón
(Leifs) virkilega ætlaði sér að
vera drungalegur þá komst
enginn annar með tærnar þar
sem hann hafði hælana. Ann-
ar kaflinn ber yfirskriftina
Funébré og það er svona tón-
list sem gæti komið við-
kvæmu fólki í sjálfsmorðs-
hugleiðingar."
Jónas Sen í tónlistargagn-
rýni, f DV.
Fegurðarmat
Landsvirkjunar
„Ryðgaða stálplatan fyrir
framan höfuðstöðvar Lands-
virkjunar er
lýsandi dæmi um
fegurðarmat
þessara manna.
Sjálfsagt fá þeir
tár í augun á
hverjum
morgni þegar
þeir mæta til vinnu og
horfa á þessa dýrð.“
Friðrik Erlingsson rithöf-
undur, í Morgunblaðinu.
í
Þór Reynisson, nýráðinn stöðvarstjóri íslandspósts á Akranesi:
Viðamikið starf sem spenn-
andi er að takast á við
„Mér líst vel á nýja starfið, nýr
staður og starfsfólk og mikiö að
gera,“ segir Þór Reynisson sem um
áramótin tók við stöðu stöðvarstjóra
íslandspósts á Akranesi af Margréti
Haraldardóttur, sem tók við starfi
afgreiðslustjóra íslandspósts í
Hveragerði. Eftir hina hefðbundnu
skólagöngu fór Þór einn vetur í Lýð-
háskóla í Noregi, eftir það fór hann
að mennta sig hjá Pósti og síma í
Póst og símaskólanum og upp úr því
fór hann á hin ýmsu tölvu- og stjóm-
unamámskeið. Árið 1983 tók hann
við stöðu fulltrúa stöðvarstjóra á Eg-
ilsstöðum og tveimur árum seinna
eða 1985 stöðu stöðvarstjóra Pósts og
símá á sama stað og gegndi því til
áramótanna 1998-1999 er hann tók
við stöðu stöðvarstjóra íslandspósts
á Akranesi.
Maður dagsins
„Mér líkaði vel á Egifsstöðum,
það eina sem að ég setti fyrir mig
var að það var of langt til höfuöborg-
arinnar. Auðvitað á maður eftir að
sakna góða veðursins á Egilsstöðum
og frábærs samstarfsfólks. Það er nú
líka gott veður hér á Akranesi
og maður vonar að það verði
eins gott og það var hér síð-
astliðiö sumar - þá kom ekk-
ert sumar fyrir austan."
Þór segir að það sé viss
ögrun að taka við nýja starf-
inu á Akranesi. „Stöðin hér
á Akranesi er mun stærri
en á Egilsstööum auk þess urðu
miklar rekstrarbreytingar um ára-
mótin sem gera starfið mun viða-
meira. Rekstrarlega séð heyra undir
stöðina hér á Akranesi frá áramót-
um Borgarnes, Búðardalur, Reyk-
holt og Króksfjarðames þannig aö
þetta er heilmikill breyting. Hjá ís-
landspósti á Akranesi starfar 21 og
er hluti þeirra eða 11 í 50% stöðu,
það eru bréfberar. íslandspóstur hef-
ur veitt góða, örugga og ódýra þjón-
ustu og ætlar að gera það áfram en
bara betur. Magn pósts hefur ekki
minnkað þó svo að tölvupóstur og
fax hafi komið til sögunnar. Það er
mikill aukning í að fyrirtæki og ein-
staklingar sendi út dreifibréf. Þegar
pósturinn byrjaði sjá um flutning
á pósti milli landshluta með
næturakstri, þá skeði eitt
skemmtilegt atvik fyrir
austan. Bónda
nokkimi á Jökuldal
vantaði varahlut
og pantaði vörvma
frá umboði í
Reykjavík rétt
upp
degi.
Dag-
inn eftir bankar landpósturinn hjá
bóndanum og er með póstkröfuna:
„Þetta getur ekki verið, ég pantaði
þetta í gær.“
Aðaláhugamál Þórs er skíðaiðk-
un: „Kannski verður maöur að fara
á gönguskíðin þar sem það eru ekki
margar brekkur héma. Þór er giftrn-
Svölu Pálsdóttur, sem var skrifstofu-
stjóri hjá Fellahreppi,
saman eiga þau tvö
böm: Alex Frey, 8
ára, og Auði Frey-
dísi, 13 ára.
-DVÓ
Steinunn Ólafsdóttir og
Ólafur Guðmundsson í hlut-
verkum sínum.
Málþing
hljóðnandi
radda
í kvöld verður leikverkið
Málþing hljóðnandi radda
sýnt í Menningarmiðstöð-
inni Gerðubergi. Leikverk-
ið fjallar um litríkar mann-
eskjur sem hafa deilt ein-
angran sinni frá umheimin-
um hver með annarri. Þær
tínast inn í ókunnugt her-
bergi og taka til við hvers-
dagslega iðju sína - en eitt-
hvað hefur breyst. Eitthvert
ókunnugt afl í herberginu
knýr þær til uppgjörs við
sjálfar sig og lífið. Á mál-
Leikhús
þinginu skerast raddir
þeirra í ókunnum tíma og
rúmi.
Leikarar era Steinunn
Ólafsdóttir og Ólafúr Guð-
mundsson. Handritshöfund-
ur og leikstjóri er Ása Hlín
Svavarsdóttir. Málþing
hljóðnandi radda er sam-
starfsverkefni Gerðubergs
og leikhússins Bak við
eyrað..
Þriðja stigs bruni Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði.
Jeffrey Siegel leikur einleik með
Sinfóm'uhljómsveitinni í kvöld.
Sinfónían og
Beethoven
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
tónleika í kvöld kl. 20 í Háskólabíói.
Á efnisskránni eru þrjú verk, öll eft-
ir Beethoven. Fyrst leikur hljóm-
sveitin Leonora forleikinn, síðan
stígur á svið einleikari kvöldsins,
Jeffrey Siegel, og leikur einleik í
fimmta píanókonsertinum og hljóm-
sveitin leikur síðan að lokum Sinfón-
iu nr. 4. Stjómandi á tónleikunum er
Rico Saccani, aðalhljómsveitarstjóri
hljómsveitarinnar.
Bandaríski píanóleikarinn Jeffrey
Siegel nam píanóleik við Juiilard-
Tónleikar
tónlistarháskólann í New York og í
London. Hann hefur komið fram sem
einleikari með fremstu hljómsveit-
um Bandaríkjanna og í Evrópu und-
ir stjóm hljómsveitarstjóra á borð
við Abbado, Boulez, Metha, Slatkin
og fleiri. Siegel ver stórum hluta
starfs síns sem listrænn stjómandi
Mainly Mozart listahátíðarinnar í
Phoenix, Arizona.
Jeffrey Siegel gerir mikið að því
að kynna börnum og unglingum tón-
list á sérstökum tónleikum og í
fyrramálið mun hann koma fram á
tónleikum SÍ fyrir framhaldsskóla
en þá leikur hann fyrir og spjallar
við nemendur Menntaskólans í
ReyKjavík.
Bridge
Hefur þú einhvern tímann velt því
fyrir þér af hverju sérfræðingarnir fá
alltaf fleiri slagi en meðaltalið? Eftir-
farandi spil ætti að gefa góða hug-
mynd um það, en það kom fyrir i tví-
menningnum sterka í Bandaríkjun-
um, Life Master Open Pairs. í sætum
n-s voru Eddie Wold og George Rosen-
kranz. Sagnir gengu þannig, vestur
gjafari og allir utan hættu:
* 54
* ÁK52
* Á2
* KG1084
* 9863
* -
♦ G1074
* D9762
* ÁK10
* G98643
* D985
* -
vestur norður austur suður
1 * * 1 * 3 * 4 *
pass 4 * p/h
Austur spilaði út lauftvisti og sagn-
hafinn Eddie Wold lagðist undir feld
til að reyna að geta sér til um spilið.
Þegar hann var búinn að hugsa sig
um vissi hann nánast allt um spil a-v.
Andstæðingamir notuðu regluna
þriðja-fimmta út gegn litarsamning-
um. Af þeim sökum vissi Wold að
austur átti 5 lauf og vestur þarafleið-
andi 3 í litnum. Wold gat einnig reikn-
að út að spaðarnir skiptust 4-4 hjá
andstöðunni, því vestur hefði opnað á
spaða ef hann hefði átt fleiri en fjóra
og austur hefði einnig sagt spaða við
hjartasögninni ef hann hefði átt 5 eða
fleiri. Þar af leiðandi átti vestur 4
spaða og 3 lauf, en hvað átti hann
marga tígla? Sjö tíglar voru úti og
vestur hlaut að eiga 3 þeirra. Kerfi a-
v var standard og vestur hefði opnað
á einum tígli ef hann hefði átt fjóra
(eða fleiri). Úr því vestur átti 4 spaða
og 3-3 í láglitunum hlaut hann að eiga
öll hjörtun sem úti lágu. Af þeim sök-
um gat Wold spilað tromplitinn upp á
engan tapslag. Hann leyfði andstöð-
mmi að eiga fyrsta slaginn á laufás-
inn, en það var eini slagur varnarinn-
ar. Fyrir 12 slagi í þessum samningi
fékk Wold 68 stig af 77 mögulegum.
ísak Öm Sigurðsson
* DG72
* D107
* K63
* Á53