Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 4
Pétur Melsted, rakari og rit- stjóri Hárs og fegurðar, er án efa með þrautseigari mönnum íslands. Hann á sér enga líka nema þá helst að Bjartur í Sumarhúsum er svipuð týpa. Þessi maður, Pétur, hefur stað- ið í þvi að gefa út Hár og fegurð í yfir tuttugu ár og lætur ekkert á sig fá. Honum er sama þótt það sé góðæri, harðæri eða fullkomið jafn- vægi. Blaðið kemur út og stendur alltaf fyrir sinu. Svo heldur hann alþjóðlega Freestyle-keppni á hverju ári. Þá er keppt í öllu sem við kem- ur hári, förðun og fötum. í ár ákvað Pétur, eins stórhuga og hann er, að halda blaðamanna- fimd. Staðurinn sem hann valdi var hans eigin jeppi og Langajökull. En þrátt fyrir góðar fyrirætlanir og einstaka þrautseigju þá var illa mætt á fundinn og eini fjölmiðillinn sem gaf þessari mikilmennsku gaum var útvarpsstöðin Gull 90,9. En keppnin verður samt sem áður haldin 7. mars næst- komandi og stórviðburður, al- þjóðlegur, hvað hár og annað pjatt varðar. Einn öflugasti blaðamaður og ritstjóri landsins hefur látið lítið fyrir sér fara undan- farið. En í næstu viku verður breyt- ing þar á því Hrafn Jökulsson er rit- stjóri hins splunku nýja tímarits, Hrók- ur alls fagnaðar. Þetta er skáktíma- rit sem mun fjalla minnst um skák og mest um allar lífs- ins lystisemdir. Tímaritin eru dauð Skáktímaritiö Hrókur alls fagn- aöar. . ? „Þetta er reyndar ekki hefð- bundið skáktímarit," gripur Hrafn Jökulsson ritstjóri nýja tímaritsins fram í, „þvi það fjallar einnig um helstu lystisemdir lífs- ins. Bókmenntir, áfengi, tóbak og tóbaksreykingar, tónlist og á góðri íslensku: Allan skrattann". Tímaritið kemur út i næstu viku og er að sjálfsögðu kærkom- in viðbót í flóðið. Eitthvað sem er aðeins öðruvísi en þau tímarit sem hafa verið að koma fram á undanförnu, samanber Séð og heyrt, Vikuna, Allt, Fókus og hvað þetta nú heitir allt saman. Það er líka forvitnilegt við tíma- ritið Hrókur alls fagnaðar að ótrú- legasta fólk skrifar í það. Við erum að ræða um gulldrenginn Guðmund Andra Thorson, stjórnmálaskörunginn Össur Skarphéðinsson, ritstjórann Davíð Þór Jónsson, útvarps- stjörnuna Jakob Bjarnar Grét- arsson, gagnrýnandan Kolbrúnu Berþórsdóttur, stjórnmála- fræðinginn Karl Th. Birg- isson, stúdentastjörnuna Björgvin Sigurðsson og menningarrisann Hall- grím Helgason, sem mun vera með ná- kvæma útlistun á manntafli í blaðinu. „Þetta er það sem kallað er landsliðs- fólkið. En auk þess er Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuð- ur blaðsins og hann hefur „En ég minni á það að bestu skákmenn aldarinnar komu nú frá ríki sem kenndi sig við jafnaðarstefnuna, ' X. '\ Sovétríkjunum. Og ef þú viTt fara út í pólitík þá gengur jafnaðar- stefnan ekki út á jafntefli heldur að allir fái nú að . sem þeir eru meistarar á taflborðinu eðc flóðhestar. “ átt stóran hlut í öllu því besta sem gert hefur verið hérna á íslandi á undangengnum tuttugu árum,“ segir Hrafn, stoltur yflr því að geta boðið upp á alla þessa í ein- um pakka. Þetta fólk er flest, ef ekki allt, jafnaöarmenn. Gengur þaö í skák, veröur ekki bara jafntefli? „Þetta er alveg svívirðileg spuming. En ég minni á það að bestu skákmenn aldarinnar komu nú frá ríki sem kenndi sig við jafnaðarstefnuna, Sovétríkjunum. Og ef þú vilt fara út í pólitík þá gengur jafnaðarstefnan ekki út á jafntefli heldur að allir fái nú að njóta sín, hvort sem þeir eru meistarar á taflborðinu eða flóð- hestar.“ En hvað með skákfríkin? „ Já, það verða greinar í blaðinu eftir Margeir Pétursson, Jón L. Árnason og Jóhann Hjartar- son.“ Þetta er þá þaö sem þér finnst vanta þessa dagana? „Já. Það má alveg segja það. Þetta er annars mjög eigingjörn ritstjóm sem ég rek. Að því leyti að ég vel bara það efni sem mér finnst skemmtilegt. Blaðið á líka að vera frekar skemmtilegt blað sem veit- ir öllum ánægju og jafnvel þeim sem eru ekki manngangsfærir." Hvaö meö fjölmiöla í dag - er nokkuö í gangi? „Nei. Það er mjög lítið að gerast og án þess að ég ætli að efha til skjallbandalags, þá er Fókus það eina sem ber einhvem ferskleika. Tímaritin em til dæmis dauð og það er ekkert vikublað lengur eins og Pressan og Helgarpósturinn. Ég er ekki roskinn maður, en ólst samt upp við að lesa sex dagblöð á hverjum degi. Nú em þau þrjú og tvö þeirra eru gefin út af sama fyrirtækinu. Það þriðja gæti rétt eins verið fréttabréf frá þjóðkirkj- unni. Og þessar svokölluðu frjálsu útvarpsstöðvar - manni sýnist þær nú bara vera reknar með góð- vilja pitsuhúsa." Hvaö vantar? „Mér finnst vanta eitthvað sem ýtir við fólki og tekur áhættu. En það er ekkert slíkt á blaða- og fjöl- miðlamarkaðnum í dag.“ -MT ]A, AFHVER3U FAE.R.ÐU ÞER Ek.KÍ ÖARA EÍNHVER3A 6Óí>A ÚTIVINNU? HBIH Lesendur Fókuss kannast ör- ugglega við Arnar Gauta, fyrr- um GK og núverandi Hagkaup. í fyrstu mætti álykta að flott- asti vínarbrauðstilli bæjarins væri að taka niður fyrir sig með þvl að fara að vinna hjá Hagkaupi því að á sínum tíma fór hann frekar niðrandi orð- um um alla plebbana sem versla í stórmörkuðum. En á móti kemur að nýja starfið hans er miklu viðameira starf. Það er bara ekki sambærilegt að versla inn fyrir Hagkaup og að selja föt í GK. Hagkaup er stórveldi hvað ísland varðar og því er ekki hægt annað en að óska Amari til hamingju með stöðuhækkunina. Hann flakkar um aUan heiminn núna, pilturinn. Var í London um síðustu helgi og hefur verið að þvælast eitthvað í Asíu og aUt eftir því. Arnar er því kominn í góðar álnir og greini- legt er að Hag- kaups-veldið fyrirgefur andstæð- ingum si um með því að gleypa DÍ5US MAÐUR, Éö ALVEG A© GEFAST UPP A þESSUM LOÐUM [7T f Ó k U S 26. febrúar 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.