Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Page 7
Andy Garcia
Ágúst
Ethan Hawke
Ralph Fiennes
Reynolds
Leonardo Oi Caprio
Mark Walberg
Picasso
Nicolai Thomas
Ulrich Skeet
Will Smith
Páll Óskar
Erum við góð í að segja til um
hvað okkur vanhagar um? Er
okkur hollt að elta drauma okkar?
Þótt hryllilegt sé að segja frá því
þá er niðurstaða lítillar könnunar
Fókus sú að svo sé ekki. Þvert á
móti. Ef væntingar okkar og
draumar rættust myndum við
steypast inn í martröð, elt uppi af
skrímslunum úr huga okkar.
Draumaprinsar
WBm bölvaðir
sSdfhælar
Dagur Sigurðarson komst að því í kvæði að
þrátt fyrir að það sé aumt að vera fátækur, mis-
skilinn og einmana kall uppi á kvistherbergi þá
væri það skömminni skárra en að vera stelpa sem
ynni 1 saltfiski og væri komin upp á einhvem
draumaprins sem reyndist síðan vera bölvaður
skíthæll þegar á reyndi. Dagur vissi náttúrlega
ekkert hvað hann var að yrkja um. Hann var súr i
sinni kytm og var að stunda það sem skáldbróðir
hans, Megas, orðaði seinna í allt öðru kvæði: Svo
skal böl bæta að benda á annað verra.
En draumaprinsar em samt stórlega gallaðir.
Eins og annað úr draumaheimmn. Það mætti jafn-
vel búa til kenningu um að engum sé hollt að
teygja sig eftir því sem hann gimist. Tökum dæmi
af borgarskipulagi. Karlar og konur stúdera borg-
arskipulag árum saman og láta sig dreyma um hið
fullkomna hverfi. Og, það sem verra er, stundum
fær þetta fólk að framkvæma drauma sína. Án
undantekninga verður til hverfi sem enginn vill
búa i. En fólk neyðist til þess vegna þess að það er
ekkert laust - ekki einu sinni kytra - í gömlu
hverfunum sem urðu til fyrir slysni.
Það er eins og fólki sé hollast að þiggja það sem
að því er rétt í stað þess að vera sífellt að ímynda
sér hvemig hlutunum væri betur fyrir komið. Það
er ekki víst að hallærishippinn Steven Stills hafi
átt við þetta þegar hann sagði að ef fólk gæti ekki
verið með þeim sem það elskaði ætti það að elska
þá sem það væri með. Líklega hefur hann bara
verið að sannfæra einhverja stelpu um að hún
ætti að gera sér hann að góðu.
Hér á síðunni má sjá niðurstöðu könnunar sem
Fókus gerði á draumheimum Margrétar Sigurðar-
dóttur úr Kolkrabbanum. Hún var fengin til að
raða saman í huganum hinum fullkomna karl-
manni úr líkamshlutmn þekktra manna - eins kon-
ar frú Frankenstein-leikur. Þórarinn Leifsson tók
síðan að sér að framkalla drauminn. Og niðurstað-
an er auðvitað hryllileg. Margrét er engu betri í því
en við hin að segja til um hvað hana vanhagar um.
I leit
tönnum
ifiPil ....„
- f
J
J c!
augum
Margrét Sigurðardóttir er 25
ára, á ekki kærasta, er bamlaus og
býr í Garðabæ. Hún er einn um-
sjónarmanna Kolkrabbans sem er
þáttur fyrir ungt fólk í Sjónvarp-
inu. Hún gekk í MR og lauk svo
átta stigum í söngnámi og sjö stig-
um i píanónámi, lærði leiklist og
söng í Vín í fyrra og syngur þegar
fólk nennir að hlusta. Þegar hún
kom heim frá Vín gerðist hún sjón-
varpskona þar sem hún fékk vinnu
við Kolkrabbann. Framtíð hennar
er óákveðin og hún segir lífið vera
laust í annan endann.
Það sem Margrét tekur fyrst eft-
ir og metur mest við karlmenn eru
tennurnar. Karlmaður með ljótar
tennur á engan séns. Hún segist
frekar myndu þiggja mann með
gervitennur en illa tenntan mann.
Svo skipta augun líka máli enda
eru þau spegill sálarinnar. Þar sem
Margrét er ekki búin að koma sér
upp kærasta gefur að skilja að hún
er með augun opin og lítur í kring-
um sig í leit að fallegum augum og
tönnum. Það skiptir hana líka
miklu máli að maðurinn hafi
kímnigáfu. Margrét var svekkt á
Vínarbúum og segir þá vera ótrú-
lega leiðinlega.
„Það er ljótt að alhæfa en þeir eru
það samt. íslenskir karlmenn eru
mun skárri. Þeir eru yfirleitt voða
huggulegir og góðir við dömuna."
Hvernig stendur á því aö þú ert
ekki búin aö finna þann eina rétta?
„Ég er að vanda mig. Og er svo-
lítið vandlát."
26. febrúar 1999 f Ókus
7