Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Side 8
Islandsmeistarakeppnin í erótískum dansi 1999 verður haldin í Þórskaffi í kvöld og verður í beinni á Mono og á Sýn. Húsið verður opnað kl. 19 fyrir matargesti en sjálf keppnin hefst stundvíslega kl. 22.45. Kynnir kvöldsins er Rósa Ingólfsdóttir en Ólafur Már Jóhannesson, framkvæmdastjóri Þórskaffis og hugmyndasmiður keppninnar, er veislustjóri. Fókus spurði hann einmitt nánar út í þessa mögnuðu og nýstárlegu keppni. Vatnshaldarar í fyrsta sinn á Islandi. Keppni í þeirri listgrein sem vaxið hefur úr engu í allt á undanförnum árum hér á íslandi. Þessi grein er hrein- lega að kollríða öllu hvað áhorf varðar. Það er ekki þverfótað fyrir galleríum eða danshöllum sem bjóða upp á þetta listform; erótísk- ur dans. Sumir vilja kannski kalla þetta stripp, kroppasýningu, klám og þau sem stunda þessa listgrein eru stundum kölluð fatafellur. En hvað sem því líður þá er erótiskur dans mjög vinsæll hér á landi og nú í fyrsta skipti, í kvöld, verður ís- landsmeistarakeppni haldin. Sigur- vegarinn fær vegleg verðlaun. Eitt hundrað þúsund í peningum, kampavin, ljósakort, fataúttektir, skartgripi, flugmiða til að fara og keppa í Scandinavian Superstrip og margt fleira. Það er greiniiega til mikils að vinna og að öllum líkind- um verða keppendurnir fimm. Allt íslenskar stúlkur og myndir af þeim ásamt upplýsingum eru hér á síðunni, eins og sést. „Það eru fimm keppendur eins og er,“ segir Ólafur Már Jóhannes- son, framkvæmdastjóri Þórskaffis og Islandsmeistarakeppninnar í erótiskum dansi 1999. „En þeir gætu orðið fleiri." Þegar blaðið fór í prentun hafði samt engin breyting orðið á fjölda þátttakenda. En eru þetta vanir dansarar? „Já. Þær hafa flestar dansað á öll- um stöðunum hér heima en þær eru samt ekki allar starfandi hér á landi. En þær eru staddar hér til aö keppa og tvær þeirra vinna sér inn rétt til að fara og keppa í Scandin- avian Superstrip." Veröur þetta árviss viöburöur í framtíóinni? „Þetta er það erlendis, í Skandin- avíu, og við ætlum að reyna að gera það sama hér á landi.“ Og í dómnefnd eru engir kjánar. Simbi hársnyrtir og Svavar Örn „fashion police" verða fulltrúar ís- lenskra karla í dómnefnd, svo mæt- ir Magnús Morland, Norðurlanda- meistari í strippi, frá Noregi og full- trúi kvenþjóðarinnar er Þórunn Hrefna 1 Face. Það er þvi greinilegt að keppnishaldarar taka sig alvar- lega og eru ekkert að grínast með þessari keppni. Erótískur dans er kominn til að vera hvort sem fólki líkar betur eða verr. Það hafa líka allir gaman af þessu. Meira að segja Rósa Ingólfsdóttir ofurþula. En hún er einmitt kynnir kvöldsins og mun halda æstum gestum keppn- innar i andlegu stuði meðan á keppninni stendur. Það er því ekk- ert annað að gera fyrir unnendur þessarar listgreinar en að skella sér í Þórskaffi í kvöld eða horfa á beina útsendingu á Sýn. -MT Tónleikar Gusgus í flugskýlinu sið- asta laugardag var atburður síðustu viku. Og partíið í kjallaranum undir Rex eftir tónleikana var partí síðustu helgar. Þar var náttúrlega Baldur Stefánsson Gusgusheili og Steini Stephensen Gusgusframkvæmda- stjóri og svo blaðamenn frá Magic og Trax (frönsk blöð enda hefur Gusgus lagt Frakkland að fótum sér). Og þarna var Ben Winshester, hljóm- leikastjóri Oasis, blaðafólk frá Dased and Confused, Jón Atli af X-inu og margir minni spámenn eins og stelp- urnar frá Eskimo og Linda í GK. Og svo Helgi Bjöms sem var óspar á per- sónutöfra sína og Veggfóðrarinn Juli- us Kemp sem reyndi að útskýra fyrir viðstöddum að hans Wallpaper væri ekki tímarit. Og einnig PáU Gríms- son, kvikmyndamaður hjá Propag- anda, Óskar Guðjónsson, funk-djass- isti, Gummi Gísla og Grétar Bemd- sen. Og svo var Brynja X þama og Sigursteinn Másson, Sherlock okkar íslendinga. FÓKUSMYNDIR: Teltur Clara Guðmundsdóttir. Dansari og nemi Vann í Isbúðinni, Álfheimum 1 íþróttir og dans. Rosalega sniðugt, frábært. Eyja Rós Olafsdóttir. Hundleiðinleg verkastörf. ] Hestar, útivera, ferðalog og auðvitað karlmenn. Logi Bergmann Eiðsson. Frankenstein. Eg horfi voðalega lítið á þessar keppnir en finnst þær annars allt í lagi. Fréttahaukurinn og spumingahákurinn Logi Bergmann Eiðsson þyrfti ekki mikið meik til að stökkva í hlutverk skrímsli Franken- steins. Skrímslið er yfirleitt talið fremur ófrítt öfugt við Loga sem þykir einn kynþokkafyllsti karlmaður landsins. En þó að Skrímsli sé ljótur og Logi sætur þá líkjast þeir hvor öðrum með þessar sam- vöxnu augnabrúnir, háu enni og óræðum munnsvip. Þá hvessa þeir augun svipað; Logi þegar hann segir fréttir en skrímslið þeg- ar það ætlar að hræða líftóruna úr fómarlambinu. Brjóstamál; Ahugamál: Hvaöa skoöun hefuröu á keppninni um titilinn Ungfrú ísland: Ahugamál; Hvaöa skoöun hefuröu á keppninni um titilinn Ungfrú ísland: Brjóstamál: [ Starf: Dansari f Ó k U S 26. febrúar 1999 8

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.