Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Síða 11
f w m -P: Kókóhundur lofar því að allir fái lögin þeirra á heilann. Tríóið ætlar að sanna mál sitt í dag - en vill ekki að áhorfendur klappi sig upp, því það klappar sig alltaf sjálft upp. Hljómsveitina Kókóhund skipa þrír strákar, nýskriðnir yfir tví- tugsaldurinn. Þeir spiluðu fyrir unga samfylkingarframbjóðendur í KaSileikhúsinu um daginn, ásamt Múm og Ensími, en nú færa þeir sig um nokkur skref og spila á Kakóbar Hins hússins á síðdegis- tónleikum kl. 17 í dag. Kókóhund- arnir eru: Róbert, sem syngur og spilar á bassa, Steindór er á gítar og Baldur Jack trommar. „Þetta er eitt aðalbandið í dag“, segir Róbert og er ekki í vafa. „Við spilum rokkmúsik og köllum þetta lög þunga fólksins." Eru þetta þá lög til að hrista af sér spikið? „Ja, kannski. Það er matsatriði. En þetta er aðallega popp fyrir ung- menni, en samt fyrir þungt fólk líka. Við erum með rafmagnshljóð- færi.“ Tekknó? „Nei, það kemur ekki nálægt okkur. Engar tölvur og ekkert rugl.“ Eins og hvaða rokk er Kókóhundur? „Ég veit ekki hvemig á að segja það. Þetta er bara þvergriparokk, með fallegum hnyttnum textum á íslensku um lífið og tilveruna; helgarfyllibyttur, fólk sem leggur í stæði annars fólks og seli í vanda. En þetta er samt engin grínhljóm- sveit þó það sé húmor í þessu. Þetta eru lög sem allir fá á heilann þegar þeir heyra þau og verða að hlusta á aftur.“ Á hvaða útvarpsstöö eigið þið best heima? „Á Rás 2 og X-inu, frekar en á FM. Það er nefnilega ekkert grenj- að eða vælt i okkar lögum.“ Bensínstöðvarokk „Við ætlum alla vega að gefa út plötu,“ segir Róbert um framhald Kókóhunds. „Það er alveg nauðsyn- legt því þetta em frábær lög. Þegar við emm orðnir frægir fyrir tón- leikahald ætlum við að fá einhvern til að gefa þetta út. Við erum m.a.s. komnir með umboðsmann. Við komumst ömgglega á toppinn. Við eigum dyggan aðdáendahóp. Til dæmis hafa tveir heyrt í okkur í Færeyjum og svo spiluðum við í Nice í Frakklandi í sumar. Bara allt í einu. Þetta var flipp fyrir utan pöbb. Það var einhver hljómsveit þama og við suðuðum í þeim þang- að til þeir leyfðu okkur að vera með.“ Þó Róbert semji lag um fólk sem leggur í stæði annars fólks, þekkir hann það ergelsi ekki af eigin raun því hann hefur ekki lært á bil enn- þá. „Það tekur of mikinn tíma frá músíkinni," segir hann um bílpróf- ið, „en ég er samt að vinna á bens- ínstöð. Og reyndar Steindór líka. Við vinnum á sömu stöðinni. Bald- ur er hins vegar rafvirki." Róbert neitar þvi að þeir séu orðnir skemmdir af bensínlykt- inni. „Við erum frekar orðnir skemmdir af því að hlusta á Bítl- ana og Supremes." Brást skólakerfiö Kókóhundi? „Okkur fannst gott að sofa og flosnuðum því úr skóla. Það er öm- urlegt að skólinn geti ekki byrjað eftir hádegi. Ég er ennþá hneyksl- aður.“ Ofnæmi fyrir kaffi „Þegar við vorum bara að djóka eitthvað tókum við þátt í Músiktil- raunum og okkur var ekki vel tekið, enda voru ekki skemmtileg lög þá. Það var svona hálfflipp. En við hættum því og okkur fór að þykja þetta skemmti- legt. Þess vegna héldum við áfram.“ Hér er Róbert að tala um fortíðina. En á að poppa feitt í Hinu húsinu? „Jahá. Poppa og vera með slökkviliðshjálm. Sá sem syngur er alltaf með slökkviliðshjálm. En kannski verður ekkert af þvf ef ég týni honum.“ Hver er helsta hindrun Kókó- hunds upp á stjörnuhimininn? „Ef trommarinn drekkur kaffl og gítarleikarinn borðar grænar baimir komumst við ekki á topp- inn. Ég sver’ða ef þeir láta þetta ofan í sig þá deyr Kókóhundur því þeir hafa ofnæmi fyrir þessu. Sjálfur hef ég ekki ofnæmi fyrir neinu nema óperusöng." Að lokum vill Róbert Kókóhund- ur koma því á framfæri að það er bannað að klappa hljómsveitina upp. „Við klöppum okkur nefni- lega alltaf sjálfir upp af því okkur flnnst við skemmtilegastir." tswm iTurn graðfola Jimi Tenor er skrýtinn Finni á samningi hjá enska „tækjóstuð- merkinu“ Warp. Önnur plata hans þar var að koma út, en Jimi á langan feril að baki í Finnlandi og hafði gefið út einar fimm plötnr þar hjá smáfyrirtækjum. Áður en hann byrjaði í tónlist vann hann í majónesverksmiðju og segist hafa hrifist af taktföstum hljóðunum frá færibandinu. Það var því eðli- leg þróun að fyrstu plötur Jimis voru með „industrial“ tónlist. Á þessum plötum spilaði kappinn á saxafón ásamt því að syngja. Smám saman þróaðist tónlist Jim- is og á tveimur síðustu plötum hef- ur settleg, en spennandi diskósófa- poppblanda með geðveikum áherslum verið vörumerki hans - og þó hann grípi enn í saxafóninn hefur hann lagt meiri áherslu á orgelleik. Síðan Warp fór að gera út á orgelleikinn hefur fylgi hans dafnað og einangrunin í Finnlandi verið rofin. Nú er veröldin veimil- títa í augum Jimis og hann fór til Berlínar, Barcelóna, New York og London til að taka nýju plötuna upp, auk þess að halda tryggð við heimabæinn Lahti, þar sem hann stalst í kirkjuorgel staðarins og föndraði í heima- hljóðverinu sínu. Jimi, sem lítur út eins og Andy Warhol og ríður stundum inn á svið á hvítum graðfola, segir heiminn vera sinn leikvöll. Á því fleiri stöðum sem hann dvelji og vinni, því betri og fjölbreyttari verði tónlistin. Nýja platan heitir „Organism“ og er besta plata ársins sem af er. Hún er í grunninn rólegri en fyrri plata hans hjá Warp, grallaraverk- ið „Intervision", en sé hlustað vel er sama hrekkjusvínið ráðandi í sköpuninni, sami órólegi uppfmn- ingamaðurinn sem leikur lausum hala. Lögin sveiflast I allar áttir, sumt minnir á pornófönk, annað hljómar eins og verið sé að draga Gibb-bræður skrækjandi í hakka- vél. Stundum eru áhrif frá brasil- ískri tónlist heyranleg, oft heyrist manni Kraftwerk vera mætt, og enn eitt hljómar eins og einhver áttavillt geimvera sé að spila fridjass. Heildin er þó snjöll og ró- legheitin gera þessa plötu tilvalda fyrir bælið eða vangadans. Af tíu lögum er þó hægt að skaka sér íð- ilsveitt við tvö: „Total Devasta- tion“ og fyrstu smáskífima, „Year of Apocalypse", sem er í grunninn fjörugt „hús“ með bjánalegum texta um hvað það er mikið stuð að ártalið 2000 sé að koma. Til varnar lummuhætti lætur Jimi 60 manna finnskan nútímakór baula draugalega á bakvið fjörugt húsið, sem er einmitt skýrt dæmi um tónlistarlega geðveiki gæjans og merki um snilldina. Thom Yorke og félagar hans í Radiohead eru komnir í leynilegt hljóðver í París til að kíkja á lög fyrir fjórðu plötu sveitarinnar. Síðasta plata var „OK Computer" sem kom út í júní 1997. Síðan þá hefur sveitin spilað um allan heim og segir sagan að þeir félag- ar haíi samið nokkur lög á ferð- um sínum og tekið upp á ferða- tæki. Talsmaðin Radiohead segir að búast megi við nýrri plötu á þessu ári en þó er enginn þrýst- ingur frá plötufyrirtæki bands- ins. „Þeir fengu góða hvíld á síö- asta ári,“ segir talsmaðurinn, „en nú er allt komið á „full sving“ og þeir fóru til Frakklands til að fá smá frið.“ Hljómsveitin hafði samið mörg lög sem ekki komust á „OK Computer" því Thom Yorke fannst þau „of kommersíal" en nú er möguleiki að þessi lög birt- ist á næstu plötu og hefur sveitin spilað sum þeirra á tónleikum. Sveitin hefur ekki ákveðið hvaða hljóðvirkja hún vill vinna með en það er mögulegt að Nigel Godrich, sá sem hljóðvann síð- ustu plötu, verði fenginn aftur. Hann er um þessar mundir að klára nýja plötu með Pavement sem væntanleg er í júnl. Tengsl hans við Radiohead urðu til þess að gítarleikari útvarpshausanna, Jonny Greenwood, spilar á munnhörpu í nokkrum laga Pa- vement. Móa hefur fengið ágæta dóma í ensku popppress- unni fyrir „Universal" plötuna sína. í síðustu heftum Mojo og Select eru dómar og þar er minnst á Björk, Earthu Kitt og Umu Thurman á báðum stöðum, eins og virðist vera fastur liður þegar Móa fær umfjöllun í út- löndum. Select er jákvæðara, gef- ur plötunni þrjá af fimm og segir sjaldgæfa lifsgleði hvila í hjarta tónlistarinnar. Mojo er með múð- ur og segir plötuna léttvæga froðu. Móa er annars á leiðinni til Ameríku og kemur til með að spila með bandinu sinu þar í mars. Universal kom út í Banda- ríkjunum á þriðjudaginn. Trommarinn Jimmy Cham- berlain sem Smashing Pumpkins rak á sínum tlma hefur verið ráðinn aftur í bandið. Jimmy var rekinn 1996 eftir að hann sökk í heróínneyslu og var á dópskralli með hljómborðsleikaranum Jon- athan Melvoin þegar sá lést úr of stórum skammti. Jimmy fór í fimm mánuða meðferð en Smas- hing Pumpkins tóku upp plötuna „Adore“, sem var flopp í saman- burði við hina vinsælu plötu „Melon Collie and the infinite sadness". í þrjú ár reyndi bandið að finna nýjan trommara og próf- aði fjölmarga, en nú er Jimmy semsagt kominn aftur og upptök- ur á nýrri plötu hefjast bráðlega. 26. febrúar 1999 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.