Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1999, Síða 14
\
\
\
Janis Joplin t bíó
Tvær blómyndir, byggbar á ævi Janis Joplin,
hafa verið á teikniboröinu í Hollywood í langan
tima og nú virðist önnur þeirra vera komin á
flug. Brittany Murphy, sem frægust er fyrir að
tala fyrir Luann f teiknimyndaþáttunum King of
the Hill og að leika vinkonu Aliciu Silverstone
í Clueless, mun leika Janis í myndinni Piece of
My Heart sem leikstýrt er af Gary Fleder (Kiss
the Girls), Myndin hefur verið í vinnslu í þrjú ár
og á tímabili var rokksöngkonan Melissa
Etheridge orðuð við aðalhlutverkið.
Hinni Janis-myndinni sem í bígerð hefur verið
átti Nancy Savoca (Dogfight) að leikstýra og
þar hafði Lili Taylor verið nefnd í aðalhlutverk-
ið. Af þessari mynd verður þó líklega ekki þó
það hafi nú svo sem gerst í Hollywood aö
margar myndir með sama söguþræðinum
komi út á sama tíma.
Piece of My Heart rekur ævi Janis frá uppvaxt-
arárum hennar I smábæ í Texas, f gegnum
stjörnuflugið allt þar til hún sþrautaði sig f hel
með herófni árið 1970, 27 ára gömul. Brittany
mun syngja sum eða jafnvel öll lögin sjálf. Tök-
ur hefjast f San Francisco f lok sumars.
Með Last Days of Disco lokar
leikstjórinn Whilt Stillman tríólógíu
sinni um næturlífið og unga fólkið
ngt folk i kreppu
Sam-bíóin frumsýna í dag banda-
rísku kvikmyndina Last Days of
Disco, sem leikstýrt er af Whit
Stillman, en hann hefur leikstýrt
tveimur kvikmyndum, Metropolit-
an og Barcelona sem vakið hafa at-
hygli. Með Last Days of Disco lokar
Stillman tríólógíu sinni um ungt
fólk og næturlífið. Eins og í fyrri
myndunum kemur unga fólkið frá
millistéttarfjölskyldum og er í til-
vistarkreppu sem svo oft einkennir
fólk sem er að klára skóla en veit
varla hvað tekur við. Aðalpersón-
urnar eru Alica og Charlotte, tvær
nýútskrifaðar stúdínur sem vinna
hjá bókaútgefanda. Þær búa þröngt
í lítilli íbúð á Manhattan ásamt
þriðja leigjandanum, Holly. Kvöld
eitt fara þær stöllur saman á vin-
sælt diskó í New York, lenda eins
og aðrir í biðröð, ákveða að taka
sénsinn á bakdyrunum, komast inn
og dansinn byrjar.
í aðalhlutverkum eru Kate
Beckinsale, Chlöe Sevigny, Tara
Subkoff, Robert Sean Leonard og
Mackenzie Astin.
Bandaríski hryllingsmyndaiðn-
aðurinn er merkilegur bransi.
Hann hefur upplifað sínar hæðir og
lægðir og þróast talsvert með árun-
um. Eiginlega má segja að grunn-
urinn fyrir hryllingsmynd nútím-
ans hafi verið lagður á áttunda ára-
tugnum þegar formúlan um geð-
sjúka morðingjann var tekin í fulla
notkun. Flestar helstu hrollvekj-
umar fjalla um geðsjúka morð-
ingja, Halloween, Friday the 13th,
The Texas Chainsaw Massacre og
svo náttúrlega Nightmare on Elm-
street myndirnar, þó að þær teljist
að vísu líka til draugamynda. Auð-
vitað er líka allt morandi í
skrímslamyndum, draugamyndum,
visindaskáldsskaparhryllingi,
splattermyndum og fleiru og fleiru.
En manían að ofsækja lauslátar
táningsstúlkur er oftast tilfellið
þegar hryllingsmynd er annars
vegar.
Upp úr þessum jarðvegi spratt
myndin Scream sem var í senn
ádeila á fáránleika formúlunnar á
bak við hrollvekjumar og einnig
hugleiðing um það sem getur gerst
þegar menn eyða of miklum tíma
fyrir framan skjáinn og missa
tengslin við raunveruleikann.
Þrátt fyrir góðan vilja virkaði hún
ekki alveg hvað raunverulegar af-
leiðingar morða varðaði en ádeilan
á formúlumyndirnar var nokkuð
skemmtileg. Því þótti mér sorglegt
að sjá framleiðendurna gera
Scream 2 á svo til engum tíma og
falla þar með í sömu gryfju og þeir
höfðu sjálfir deilt á.
I know what you did last sum-
mer varð feikna vinsæl þegar hún
kom í bíó og kom það mér því ekki
á óvart þegar maður heyrði að
framhald hennar væri á leiðinni. í
þetta sinn er frægt nýstirni í popp-
Enn einum
morðóða geð-
sjúklingnum verður
sleppt á unglings-
stúlkur í framhalds-
myndinni Ég veit
enn þá hvað þú
gerðir síðastliðið
sumar! sem
Stjörnubíó
frumsýnir í dag.
ftillkun
um
sumari
Þrátt fyrir breytt útlit og hvers kyns tækniframfarir eru hryllingsmyndirnar svo til óbreyttar. Ennþá er stúlka á hlaupum
undan moröingja, einhverra hluta vegna snýr hún alltaf viö þegar hún heldur aö hann sé farinn og alltaf er ákveöinn fjöldi
unglinga drepinn.
bransanum, Brandy, með í fartesk-
inu og tvær persónur úr fyrri
myndinni. Sjálfsagt á þetta eftir að
smala inn þónokkrum áhorfendum
og er það framleiðendunum í hag.
Myndin gerist þegar dálítill tími er
liðinn frá morðunum í fyrri mynd-
inni og söguhetjan Julie er búin að
koma sér vel fyrir í skóla og eign-
ast nýja vini. En það er einmitt þá
sem maðurinn með krókinn lætur
á sér kræla.
Kevin Williamson, sem skrifaði
handritið að Scream 1 og 2 og I
know what you did last summer,
færðist undan því að skrifa I still
know what you did last summer.
Menn vilja meina að það sé vegna
þess að hann telji framhaldsmynd
ekki eiga möguleika á markaðinum
nú á þessum síðustu og verstu tím-
um er allt flýtur í sorpi. En hvers
vegna skrifaði hann þá Scream 2?
Það var framhaldsmynd sem hefði
alveg mátt sleppa að hugsa um,
hvað þá framleiða. Ef til vill fannst
honum nafnið I still know 2 óþjáUa
heldur en Scream 2 sem var stutt
og laggott. Eða kannski nennir
hann þessu bara ekki lengur, löngu
orðinn ríkur á skrifum sínum og
sestur í helgan stein.
Þrátt fyrir breytt útlit og hvers
kyns tækniframfarir eru hryllings-
myndirnar svo til óbreyttar. Enn
þá er stúlka á hlaupum undan
morðingja, einhverra hluta vegna
snýr hún alltaf við þegar hún held-
ur að hann sé farinn og alltaf er
ákveðinn fjöldi unglinga drepinn.
Það sem breytist helst er tónlistin
og tíðarandinn. Gervileg moog-tón-
list heyrir sögunni til. Auglýsing-
arnar verða æ tónlistarmyndbands-
kenndari og þulsraddirnar í þeim
dýpri og dýpri. Og handritin á stöð-
ugu undanhaldi.
Ari Eldjárn
ífisr
og DeVito saman
a
I síðustu myndinni sem Kevin Spacey og
Danny DeVito léku saman I, meistaraverkinu
LA Confidential, biðu þeirra grimm örlög. Þrátt
fyrir það eru þeir nú komnir saman afturí nýrri
mynd, Hospitality Suite, sem nýlega er byrjað
að filma. Myndin er drama og mun breyta um
titil áður en hún verður frumsýnd. Hún er um
þrjá sölumenn, tvo reynda (Kevin og Danny) og
einn nýjan (Peter Facinelli), sem eru staddir I
Wichita á verksmiðjusmurningarráðstefnu.
Þetta hljómar kannski ekki mjög spennandi
enda gerist megnið af myndinni í hðtelsvítunni
þar sem sölumennirnir þrír dvelja. Þeir ræða
málin og smám saman kemur þeirra grugguga
einkalif í Ijós. Handritið skrifar Roger Rueff
sem byggir það á eigin leikverki en leikstjórinn
er John Swandeck sem stýrði verkinu á sviði.
Hospitality Suite er fyrsta kvikmyndin sem
John stjórnar.
Matt Dillon leikur gígaló
í Hollywood fer vændi aldrei úr tísku. River
Phoenix og Jon Voigt hafa báðir leikið gígalóa
og nú ætlar Matt Dillon að feta í fótspor þeirra
í nýrri mynd sem er í btgerð. Sú heitir Pony
Rides og líklegur leikstjóri er talinn vera Bruce
Beresford sem slðast stýrði spennumyndinni
Double Jeopardy. Hinn unglegi Matt (sem þó
er orðinn 35 ára) leikur ungan mann sem er al-
inn upp til þess að ganga inn I „fjölskylduiðn-
ina“ - að vera leikfang fyrir rlkar konur. En fol-
inn vill út úr gígalóastéttinni og finnur loks ást-
ina á óvæntum stað. Matt sýndi slðast frá-
bæra gamantakta I There’s Something about
Mary en nýja myndin er dramatísk og þvl líkari
þeim myndum sem Matt er frægastur fyrir.
14
f Ó k U S 26. febrúar 1999