Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1999, Side 6
GSM Sara Guðmundsdóttir Söngkona hljómsveitarinnar Lhooq. Sara: „Hæ.“ Fókus: „Hæ, vissirðu að þetta var ég?“ Sara: „Já, ég sá númerið þitt.“ Fókus: „Og ertu þúin að læra það utan að?“ Sara: „Já, þú ert alltaf að hringja i mig.“ Fókus: „Æ, hvað er þetta. Hvað seg- irðu annars?" Sara: „Bara allt frábært." Fókus: „Ég er ekkert að trufia þig?“ Sara: „Neineineineinei. Ég sit bara hér á Gráa kettinum og sötra te.“ Fókus: „Með hverjum ertu?“ Sara: „Með Agnesi vinkonu minni.“ Fókus: „Þú er soldið oft þama á Gráa kettinum." Sara: „Já, þetta er draumakaffihúsið." Fókus: „Hvað voruði að gera? Vomði i bænum?“ Sara: „Nei, við vorum bara að koma úr skólanum." Fókus: „Jaaaaaaaaá. Gengur ekki bara vel?“ Sara: „Jú. Ofsalega." Fókus: „Er það ekki?“ Sara: „Jújújú. Alveg frábært." Fókus: „Hvert ertu svo að fara?“ Sara: „Hvað segirðu?" Fókus: „Hvert ertu að fara?“ Sara: „Hvert er ég að fara?“ Fókus: „Já, Hvað ertu að fara aö gera?“ Sara: „Uuuu. Ætli ég fari ekki bara heim og... og bara slappi af fyrir kvöldið." Fókus: „Já, ætlarðu að fara eitthvað að djamma i kvöld?" Sara: „Kannski maður kiki á Thom- sen.“ Fókus: „Kikja á Thomsen?" Sara: „Jammm." Fókus: „Heyrðu. Ég ætlaði nú að spyrja þig, veistu simanúmerið hjá Páli Óskari?“ Sara: „Hjá Páli Óskari? Nei, ég held ég sé ekki með það.“ Fókus: „Þekkir þú hann ekki eitt- hvað?“ Sara: „Uuuu, bara þú veist. Bara sem félaga úr stúdióinu, sko. En ekki þannig að ég hringi í hann, sko.“ Fókus: „Nei, einmitt." Sara: „Þess vegna held ég að ég sé ekki með símann hjá honum, sko.“ Fókus: „En þið Agnes ætlið á Thom- sen í kvöld.“ Sara: „Jámrn." Fókus: „Ókei, við verðum í sambandi bara." Sara: „Ókei.“ Fókus: „Ókei.“ Sara: „Já.“ Fókus: „Við sjáumst." Sara: „Sjáumst, bæ, bæ.“ Fókus: „Bæ.“ 30 05 05 50 Tomas og Dúna fa ser morgunverð í eldhús- inu heima. Tomas og Duna halda til vinnu fyrir allar aldir. 07 20 Tómas og Dúna Boonchang vakna kiukkan fimm og fara í vinnuna. Þegar þau eru búin að vinna opna þau veitingar staðinn sinn við Laugaveginn og halda áfram að vinna þar til síðasti gesturinn er farinn. Þau vinna og vinna og vinna ... Vinna “ borga vinna -borga Dúna smyr tertur f Björnsbakaríi viö Skúlagötu. Tómas á fullu í Ferskum kjötvörum í Síðumúla. Þegar Chakrarup og Duangsiri felldu hugi saman austur í Taílandi fyrir mörg- um árum vissu þau ekki hvað beið þeirra. Nú heita þau Tómas og Dúna, búa í einbýlishúsi í Mosfellsbæ og eiga tvö böm og tvo bíla. Tómas vinnur hjá Ferskum kjötvörum í Síðumúlanum í Reykjavík og Dúna konan hans vinnur í Bjömsbakaríi á Skúlagötu. Þau byrja fyrir allar aldir og ná svo í börnin í skólann síðdegis. Þegar klukkan slær 18.00 opna þau veit- ingastaðinn sinn Ban-thai á Laugavegin- um rétt ofan við Hlemm. Þar eldar Dúna og Tómas gengur um og þjónar. Þau eru yfirleitt komin heim um mið- nætti. Snemma næsta morguns halda þau svo til vinnu á ný fyrir allar aldir. „Ég held ekki að ég fari aftur til Taílands... Mér líður vel á íslandi þó stundum sé kalt.“ „Ég fór frá Taílandi þegar ég kynntist konunni minni því pabbi hennar var svo ríkur. Ég var fá- tækur og mér fannst eins og litið væri niður á mig í fjölskyldunni. Þess vegna fór ég og konan fylgdi mér hvert sem ég fór. Ég þurfti að sanna mig annars staðar,“ segir Tómas, sem er síbrosandi og virð- ist aldrei þreyttur þó hann sofi ekki nema nokkra tíma á nóttu. Tómas og Dúna flæktust viða um Evrópu en gekk illa að fá dvalar-og atvinnuleyfi. Fyrir orð kunningja enduðu þau á íslandi og hafa verið hér í tíu ár. „Ég er búinn að reka marga veit- ingastaði í Reykjavík og það hefur Tomas stimplar slg ut í Ferskum kjötvörum. 15 55 16 30 Stund milli striða. Tómas og Dúna ásamt börnunum Símoni og Jennýju. Með þeim er barnapían og frænka, Hathachanok. 32 20 .. - Tomas smakkar ti Imatmn sem Duna eldar 18 OO gengið misjafnlega hjá mér. Fyrst var ég með Ingólfsbrunn í Aðal- stræti og svo stofnaði ég Hafmeyj- una á Laugavegi. Það var dýrt æv- intýri og ég tapaði miklum pening- um. Ég er enn að borga skuldir mínar, ég vinn og borga og vinn og borga,“ segir Tómas sem á hauk í horni sem er tengdafaðir hans í Taílandi. Sá rekur byggingafyrir- tæki og er vellauðugur eins og Tómasi verður tíðrætt um. „Flestir Taílendingar á íslandi senda peninga heim til skyld- menna sinna, en hjá mér er það öf- ugt. Þegar okkur Dúnu vantar pen- ing þá sendir pabbi hennar okkur peninga og það kemur sér oft vel. Sérstaklega þegar maður er að opna nýjan veitingastað," segir Tómas. Tómas hlakkar til að geta boðið tengdafoður sinum til íslands og sýnt honum starfsemi sína. Hann yfirgaf ættlandið til að sanna fyrir sjálfum sér og fjölskyldu sinni að hann gæti staðið á eigin fótum; skapað sér veröld og líf án hjálpar frá ríkum tengdaföður sínum. Hann er nokkuð viss um að tak- markið sé innan seilingar: Einbýl- ishús í Mosfellsbæ, tveir bílar og veitingastaður sem Hrafn Gunn- laugsson sagði í blaðagrein að væri besti austræni veitingastað- urinn á íslandi og þó víðar væri leitað. „Ég held ekki að ég fari aftur til Taílands. Efnhagsástandið þar er slæmt núna og erfitt að koma und- ir sig fótunum. Mér líður vel á ís- landi þó stundum sé kalt,“ segir Tómas. Það er ekki nóg með að Tómas og Dúna vinni langan vinnudag, þau eru líka fljót að vinna. Á Ban-thai (sem þýðir taílenskt hús) fyrir ofan Hlemm stendur Dúna ein í eldhús- inu með bömin og snarar fram hverjum réttinum á fætur öðrum. Á meðan snýst Tómas eins og skopp- arakringla um gestina, sem stund um sitja til borðs á tveimur hæðum Annað starfsfólk er ekki á staðnum Tómas og Dúna eru sem ein mann eskja. Dúna er listamaður og breyt ir gulrótum í froska með útskurði. Hún býr einnig yfir austurlensku leyndarmáli sem hún ætlar að taka með sér i gröfina. Það er hvemig elda á kjúklingabita i kókosmjólk. Sá réttur er sá bragðbesti sem eldað- ur hefur verið á íslandi frá því land byggðist. Kjúklingabitamir í kókos- mjólkinni em einir sér næg ástæða til að íslendingar þakki Tómasi og Dúnu fyrir að hafa sest að í landinu. Tómas og Dúna opna veitingastað sinn við Laugaveginn. loks heim á leið eftir langan vinnudag. 6 f Ó k U S 5. mars 1999

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.