Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Sjómenn og útgerðarmenn kreQa Fiskistofu um upplýsingar: Kvótabraskið falið - Fiskistofa neitar upplýsingum vegna þess að lagagreinar stangist á Fiskistofa neitar að gefa upplýsingar um þau við- skipti sem eiga sér stað á Kvótaþingi. Sjómannasam- band íslands hefur enn ekki fengið svar við bréfi sem það sendi Fiskistofu með kröfu um að fá skrá um við- skipti með veiðiheimildir um Kvótaþing. Bréfinu hef- ur enn ekki verið svarað og starfsmenn Fiskistofu neita að gefa upplýsingar um ein- stök viðskipti. Erindi Sjó- mannasambandsins er til komið vegna þess að þar vilja menn sjá hver selur kvóta og hver kaupir. Þetta telja þeir nauðsynlegt til þess að koma böndum á kvótabrask sem hefur verið helsta deiluefni sjómanna og útgerðarmanna. Við síð- ustu samninga sjómanna og útgerðarmanna, sem gerðir voru eftir harðvítugt verkfall, féllst ríkis- stjórnin á að bera upp stjórnarfrum- varp um kvótaþing sem yrði til þess að kvótabrask- ið kæmi upp á borðið og allir hefðu aðgang að upp- lýsingum. Nú er svo að sjá að kvótaþingið nái ekki þeim tilgangi sínum að galopna viðskipti með veiðiheimildir. Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri Sjómanna- sambandsins, staðfesti við DV i gær að svar hefði ekki borist við bréfinu sem sent var um áramót. Hann kvaðst vita að Fiskistofa hefði sent bréfið áfram til sjávarútvegsráðuneytisins. Gísli Rúnar Gíslason, lögfræðingur Fiskistofu, sagði i samtali við DV að þar hefðu menn ekki treyst sér til að upplýsa um við- skipti á Kvótaþingi vegna þess að lagagreinar stönguðust á. Málið væri til skoðunar í ráðuneyti og Fiskistofu en ekki hefði verið tekin nein ákvörðun. Hann sagði að auk sjómannasamtakanna hefði Landsamband íslenskra . útvegs- manna krafist þess að fá aðgang að upplýsingunum en á það ekki verið fallist. DV óskaði eftir upplýsingum um kvótafærslur tiltekinna einstakra skipa en Gísli sagðist ekki geta fall- ist á þá ósk blaðsins. Þegar vísað var til upplýsingalaga kvaðst hann þurfa að ráðgast við sjávarútvegs- ráðuneytið áður en orðið gæti af upplýsingagjöf. -rt Gísli Rúnar Gíslason. Hólmgeir Jónsson. Oll kvótaviðskipti eru enn í feium þrátt fyrir að lög um Kvótaþing eigi að tryggja að braskið sé uppi á borðinu. Myndin er tekin um borð í fiskiskipi en tengist ekki kvótaviðskiptum. Róbert Guðfinnsson, stóð fyrir hallarbyltingu í SH: Stýrimaður velti stjórn- arformanni af stóli - hef alltaf verið þægur, segir Róbert Ég hef mikinn metnað til allra þeirra starfa sem ég fer í. Það á einnig við hér. Ég hef haft það á til- fmningunni að með breyttri stefnu getum við gert betri hluti, náð meiru út úr þessu félagi, eflt það og látið það græða meiri peninga. En spumingu þinni hvort ég hafi verið óþægi strákurinn í stjóminni svara ég svo að ég var þvert á móti þægi Að lokinni kosningu: Annarra að svara hvort þetta er yfirtaka „Þetta voru úrslitin, niöurstaðan er þessi, og ekkert við því að gera,“ sagði Jón Ingvarsson, fráfarandi for- maður Sölu- miðstöðvarinn- ar eftir kjörið. Hann sagðist ekki telja það sanngjamt að fella sig, eins og gert var. Jón sagði það annarra mannaaðsvara Jón Ingvarsson: hvort um væri Tel þetta ekki að ræða hallar- verðskuldað. byltingu eða yf- DV-mynd E.ÓI. irtöku á félag- inu innan frá, en Róbert Guðfmnsson sat í stjóm með Jóni um árabil, og þaö gerðu fleiri sem veittu Róbert brautar- gengi í gær aö talið var. Jón sagði fyrir fundinn að vissu- lega væri rekstramiðurstaða ársins slæm, en spáði því að þetta ár yrði gjöfulla, en varaði um ieið við rekstraráætlunum sem gætu bmgð- ist, eins og dæmin sanna. „Það skiptust á skin og skúrir í rekstri fé- lagsins, og árið var langt frá því að vera rekstrarár," sagði Jón. -JBP strákurinn," sagði Róbert Guðfinns- son, nýr stjómarformaður Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna. Gaman að sjá SH á Sigló Róbert er Siglfirðingur í húð og hár, stýrimaður að mennt ffá skólan- um í Vestmannaeyjum og útgerðar- tæknir frá Tækniskóla íslands. Hann tók við framkvæmdastjórastöðu hjá Þormóði ramma og gegndi því starfi í fimm ár, þar til hann varð stjómarfor- maður. Róbert er stór hluthafi en stærsti hluthafinn er Grandi hf. í Reykjavík. Um tíma var Róbert stýri- maður á togaranum Stálvik ffá Siglu- firði. Hann segir að ný staða í atvinnu- málum sínum þýði ekki flutning til Reykjavíkur. Hann hafi setið í stjóm- inni og sinnt störfum sínum þar og iðulega farið á milli tvisvar í viku. Ekki segir hann heldur að hann stingi upp á að flytja SH til Siglufjarðar þótt óneitanlega væri gaman að sjá merki SH á góðum stað í bænum. Róbert keypti 7% eignarhlut Har- aldar Böðvarssonar hf. á Akranesi í SH í gærmorgun. Hann segir að það séu persónuleg kaup hans og nokk- urra félaga sem hann vill ekki nafn- greina. „Þetta var engin hallarbylting sem hér átti sér stað. Þetta er bara hluti af því lýðræði sem við emm svo heppnir að búa við. Tal um fjandsam- lega yfirtöku er út í hött og rangt. Hér em mikið til sömu menn áfram í stjórn. Það var aðeins verið að kjósa milli tveggja aðila,“ sagði Ró- bert. - En nú komst þú við sögu í þeim mistökum sem orðið hafa í Rússlandi og Bretlandi. Axlar þú ekki ábyrgð í þvi máli? „Að sjálfsögðu geri ég það, rétt eins og aðrir, engin spuming um það. Það sem þama gerðist er nokkuð sem hvorki stjómarformaður né forstjóri félagsins verður ásakaður fyrir. Við erum í sjávarútvegi sem er sveiflu- gjam og vinnum í landi eins og Rúss- landi þar sem hlutimir em faOvaltir. Þetta er uppákoma sem við getum aOtaf átt von á.“ - En er ekki mögulegt að góðir markaðir séu handan við homið i þessum löndum? „Vonandi er það svo. í Bretlandi þekkjum við markaðinn vel, höfum verið þar svo lengi, en í Rússlandi erum við nýbyrjaðir og það er alveg ljóst að þar munu menn borða mat áfram og ekki ótrúlegt að við eign- umst þar góða markaði." - Var Sölumiðstöðin orðin nokkuð gamaldags, stöðnuð og aftur úr, að þínu mati? „SH var samlag í eigu framleiðenda þar tU í hittifyrra að breytingin varð. Ég verð að viðurkenna að mér fannst breytingin ganga hægt.“ Róbert segist hlakka tO að takast á við nýtt starf. -JBP Sj álfstæðisflokkur: Listinn klár Fulltrúaráð Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík sam- þykkti í gærkvöld fram- boðslista flokksins til kom- andi alþingiskosninga. Á myndinni má sjá, f.v.: Geir H. Haarde, Guðlaug Þór Þórðarson, Brynjólf Bjarna- son og Ágúst Ragnarsson. DV-mynd Teitur Vilja endurupptöku Ákvörðun hef- ur verið tekin um að fela lög- fræðingum að undirbúa beiðni um endurupp- töku Pressumáls- ins svokaUaða, þar sem ritstjóri Pressunnar, Kristján Þorvaldsson, og blaðamaður blaðsins, Þóra Krist- ín Ásgeirsdóttir, voru fyrir nokkrum árum dæmd í háar sektir fyrir ummæli um meintar mál- verkafalsanir i grein um GaUerí Borg. Dagur sagði frá. Vinningshafar á morgun Nöfh vinningshafa í heUsuátaki DV og fleiri fjölmiðla, Leið tíl betra lífs, hafa verið dregin út. Nöfnin verða birt í DV á morgun, fimmtudag. Fagna námslánum Stúdentaráð fagnar því að ríkis- stjómin hefur nú komið tU móts við kröfur námsmanna og hækkað bæði grunnframfærslu Lánasjóðs íslenskra námsmanna og frítekjumarkið. í frétta- tUkynningu frá þeim segir að verulega sé komið tU móts við kröfur náms- manna. Breytingin sé skref í rétta átt. Landsfundur Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins er búist við að í þremur málaflokkum geti orðið nokkur átök, sjávarútvegs- málum, byggðamálum og málefnum aldraðra og öryrkja og siðan við kosn- ingu nýs varaformanns. Söknuðu Jónu Gróu „Ferðin var skemmttteg og fróðleg. Maðru er margs vísari um þá möguleika sem við getum átt í samskiptum við Japan, sem hafa e.t.v. ekki verið nýttir sem skyldi," segir Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri, en hún, Alfreð Þorsteinsson og fleiri fuUtrúar borgarinnar komu um helg- ina úr heimsókn ttt Japans. Þau segja við Dag að þau hafi saknaö Jónu Gróu Sigurðardóttur, borgarfuUtrúa D-listans, sem sat heima. Keyptu milljón bréf Gengið hefúr verið frá samning- um um kaup Landsbréfa hf. og Fjár- festingabanka atvinnulífsins hf. á einni mUljón hlutabréfa í hugbúnað- arfyrirtækinu OZ. HeUdarsöluverð- mæti þeirra er 273 miUjónir króna. Hraökaup á Akureyri Ný Hraðkaupsverslun verður opn- uö innan þriggja vUcna á Akureyri þar sem Kjörbúðin í Kaupangi er nú tU húsa. Miklar endurbætur standa yfir í húsnæðinu þar sem búðin verð- ur stækkuð og skipt um gólf. Hrað- kaup keypti húsnæðið i fyrra og hef- ur rekið búðina um nokkurra mán- aða skeið. Dagur sagði frá. Akæra fýrir svik Ákæra hefur verið gefm út á hendur Islendingi, sem talinn er hafa svikið fé af nígerískum við- skiptavinum sínum. tslendingurinn hafði verið með rekstur en fyrirtæki hans var farið á hausinn þegar hann kom á viðskiptum við Nígeríumann- inn. Ríkisútvarpið greindi frá. Tvöfalt fleiri á Vog Fjöldi þeirra unglinga sem leitar sér áfengis- og vímueínameðferðar á Sjúkrahúsinu Vogi hefur meira en tvöfaldast á síðustu átta árum. Öryrkjar greindir Ingibjörg Pálmadóttir heU- brigðisráðherra hefur þegar látið hefja vinnu tU að greina stöðu ör- yrkja svo beina megi aðstoðinni ttt þeirra sem verst eru settir. Morgunblaðið greindi frá. Varnir landsins HaUdór Ásgrímsson utanríkisráð- herra segir við Morgunblaðið að undirbúningur að endurskoðun samnings um framkvæmd vamar- samningsins við Bandaríkjamenn sé hafinn. Undirbúningurinn hafi eink- um falist í að skUgreina vamarþarf- ir landsins á breyttum tímum. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.