Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Spurningin Hvort ferðu yfirleitt í baðker eða sturtu? Skarphéðinn Þrastarson nemi: Ég er bara með sturtu og fer flmm til sex sinnum í viku. Sigríður Dögg Sigurðardóttir, 13 ára: Ég fer oftar í sturtu og yfirleitt annan hvem dag. Jóhanna Gunnarsdóttir, 13 ára: Ég fer í sturtu annan hvern dag. Sigurbjörg Sæmundsdóttir nemi: Ég fer i baðker því mér finnst það þægilegra og það geri ég á hverjum degi. Davíð Helenarson, 14 ára: Ég fer í sturtu því það er miklu fljótlegra og þægilegra. Ég fer í sturtu annan hvem dag. Marinó Arnarson, 14 ára: Ég fer í sturtu á hverjum degi. Ég vel sturt- una vegna þess að mér finnst það þægilegra. Lesendur______________ Seinheppni stjórnmálamanna - ávallt kemur aö skuldadögum Magnús Sigurðsson skrifar: Það er eins í stjórnmálunum og viðast annars staðar, að þegar menn ekki breyta rétt - eða sem er öllu vema - að þeir ganga á svig við upp- gefna stefnu eða það sem þeir eru álitnir standa fyrir, þá verða hinir sömu að taka afleiðingunum. Nú gerist það, skyndilega og óvænt, sitt í hvoram stjómmála- flokknum, að upp kemur eins kon- ar gengisfall. Annars vegar hjá Sjálfstæðisflokki í Vestfjarðakjör- dæmi þar sem formaður Farmanna- og fiskimannasambands íslands, sem hafði verið skipað í 3. sæti framboðslistans, er felldur af kjör- nefnd og við sætinu tekur kona. Viðbrögð karlframbjóðandans eru þau að hann þiggur ekki fjórða sæt- ið og tekur því ekki sæti á lista flokksins. Finnst sér misboðið. En mátti ekki búast við þessum umsnúningi að mörgu leyti? For- maður FFSÍ er umdeildur maður, líkt og margir í forsvari stéttabar- áttunnar. Mörgum ofbýður þrýst- ingur verkalýðsforingja og for- sprakka stéttarfélaga þegar þeir krefjast funda með forsætisráð- herra eða öðrum fagráðherrum til að setja þeim stólinn fyrir dyrnar í launahækkunum eða öðrum sér- kjörum. Þetta síast inn hjá almenn- ingi sem verður að sitja við sinn steðja með umsamin laun í þjóðar- sátt. - Eða þá sjómannaafsláttur- inn? Er hann eitthvað til að verja í stjómmálum í dag? Það getur fleir- um misboðið. Kjósendum er ferlega misboðið. Forysta Framsóknarflokksins (les: formaður flokksins) hefur ný- lega skipað fymverandi formann Al- þýðubandalagsins sendiherra í Kanada. Gjömingur þessi er dæma- laus, og menn hafa hvíslast á um hann. Fólk þorir varla að láta í ljós undrun sína, svo fast er flokkstakið á mörgum kjósendum. Aðeins einn hefur skrifað grein um málið. Hvergi hefur verið tekið undir með honum, að undanskildum Víkverja Morgunblaðsins, sem sló þó úr og í. Skoðanakannanir mæla hins veg- ar undirölduna í þjóðfélaginu. Þar kemur fram síminnkandi fylgi við Framsóknarflokkinn. Kjósendur vita hvers vegna. Stjórnmála- skýrendur vilja ekki tjá sig. Allir sem vilja vita eru sér þess þó með- vitandi að þessar síðustu aðgerðir forystu Framsóknarflokksins eru út í hött. Kjósendum er misboðið. Freklega misboðið. Einstaklingar geta gengisfellt stjórnmálaflokka og flokkar geta gengisfellt einstak- linga. Og það kemur alltaf að skuldadögum. „Einstaklingar geta gengisfellt stjórnmálaflokka og flokkar geta gengisfellt einstaklinga." - Formaður FFSÍ, Guðjón A. Kristjánsson, og formaður Fram- sóknarflokksins, Halldór Ásgrímsson. Bakverkir hurfu á nokkrum mínútum Margrét Sverrisdóttir skrifar: Ég er ein þeirra sem þjáðst hafa af bakverkjum, og það i ein 20 ár. Til að reyna að fá einhverja bót hef ég reglulega verið hjá sjúkraþjálf- ara, ásamt því að taka verkjalyf. - Seint á sl. ári festi ég kaup á svokölluðum „Pain-Gone“ verkja- penna í apóteki. Þessi penni var sagður mjög áhrifaríkur og kostaði hann sem samsvarar einum nudd- tíma. Ég prófaði pennann svo að segja samstundis eftir leiðbeiningu og við fyrstu notkun hurfu verkim- ir innan nokkurra mínútna. Það sem meira var, ég gat gert æf- ingar í líkamsrækt án nokkurra verkja. Og í tíma hjá sjúkraþjálfar- anum sem ég afpantaði ekki var ég laus við alla verki meðan á nuddinu stóð. Ég hélt í upphafi að þetta væri nú bara tímabundin verkjadeyfing. En ekki aldeilis. Nú eru liðnir þrir mánuðir frá því ég hóf notkun á þessu áhaldi og hef ég ekki fundiö fyrir verkjum í baki síðan. Ég nota það sem fyrirbyggjandi. Það er verkjalyf líkamans, endorfín, sem staðdeyfir og þar af leiðandi eru engar aukaverkanir. Neytendur láta sig hafa það í versluninni, á sólarströndinni - alls staðar geta viðskiptavinirnir haft áhrif á verðlagið ef þeir vilja. A.G. skrifar: Nú fer sá tími í hönd að ferða- skrifstofur auglýsa ferðir sínar í sumar. Fyrstur kemur, fyrstur fær. Auðvitað það ódýrasta, eða er það ekki? Ég er sjálf nýkomin frá Kanaríeyjum. Það sem þar bar á góma íslendinga á meðal var verð- lag ferðarinnar. Satt best að segja vom menn undrandi á hve mismun- urinn á sömu ferðinni var geysileg- ur. Allt frá 25 þús. kr. á mann og upp í 98 þúsund kr. Og er ég þá að tala um sömu ferð, sama tíma og sama hótel. En við getum engum kennt um nema sjálfum okkur. Það er ekki bara varðandi ferðalögin sem við getum ráðið verðinu, heldur á næst- um öllu í þessu landi, því ef við kaupum ekki hlutinn, hver sem hann er, þá lækkar hann í verði. Það vita allir. Og hlypum við (kúnn- inn) ekki svona upp til handa og fóta, stæðum í biðröðum næturlangt og rifumst ekki um miðana þá er engin spurning hvernig færi. Lítið dæmi frá Svíþjóð þar sem ég bjó um tíma. Ég fór í matvöruversl- un og keypti nokkra tómata, sem ekki er í frásögur færandi, nema af því sem á eftir kemur. - Mér fannst horft nokkuð stíft á mig af öðmm viðskiptavinum í versluninni. Þeg- ar ég kom svo heim til dóttur minn- ar fékk ég skýringu. Jú, tómatar eru svo dýrir að það kaupir þá enginn fyrr en þeir lækka, sagði dóttir min. - Og viti menn, verðið lækkaði, og ekki um neitt smáræði. Hvað segir þetta okkur? Hér talar hver í sínu homi en ekkert gerist vegna þess að engin leið er fyrir íslendinga að standa saman. - En svo ég komi aftur að ferðalagi mínu til Kanaríeyja. Þeir sem fengu ódýrustu ferðirnar voru þeir sem keyptu þær rétt áður en farið var, því þá þurfti að fylla vél- arnar. Hvað myndi nú gerast ef all- ir héldu að sér höndum þar til í haust? Hvernig væri nú að við stæð- um saman allir sem einn? Kvótinn besta stjórntækið Eysteirm hringdi: Ég held að fáir geri sér nægi- lega góða grein fyrir því að ís- lenska kvótakerfið mun vera það allra besta stjómkerfi sem til er varðandi varðveislu og aflatak- markanir í sjávarútvegi. Það er ekki af engu sem útlendingar undrast hve vel okkur íslending- um tekst að komast af og lifa með þessu kerfi sem þó margir eru að hnýta i. Og nú eru jafnvel hag- fræðingar farnir að kynna ís- lenska kvótakerfið erlendis með- al annarra fiskveiðiþjóða. Ég get ekki séð að andstæðingar kvót- ans geti staðið gegn þessiun aug- Ijósu staðreyndum. Eða hvað vilja menn í staðinn? Því er aldrei svarað. Jöfn eftirlaun fyrir alla Sigrún skrifar: Ég er einn hinna margnefndu eftirlaunamanna í landinu. Ég fagna mjög starfsemi og baráttu eldri borgara undir merkjum SES, Samtaka eldri sjálfstæðis- manna, sem hafa nú lagt til að felld verði úr gildi þau ákvæði i lögum um almannatryggingar sem varða ellilífeyri og heimildir til lækkunar og skerðingar hans. Nú komi hins vegar ákvæði um að eftirlaun til allra 67 ára og eldri verði 80.000 kr. á mánuði fyrir hvem einstakling, hjón sem einstaklinga (enda em hjón tveir einstaklingar, ekki rétt?). Núver- andi ákvæði um ellilífeyri er bæði flókið og úrelt uppbótakerfi sem ekki er bjóðandi hér frekar en annars staðar. Nígeríu- maður eða íslendingur H.Ó. skrifar: Ég las bréf í DV 26. febrúar eft- ir fréttina um að Nígeríumaður sem hér hefði starfað við fiskút- flutning um tveggja ára skeið hefði verið gripinn í banka með innstæðulausar ávísanir. Bréfrit- ari þessi sagði að alltaf væru það útlendingarnir sem væm taldir sekir hér, en ekki íslendingar, a.m.k. ekki í fyrstu atrennu. Taldi bréfritarinn að ekki hefðu verið könnuð nægilega tengsl Nígeríumannsins við íslendinga sem hann hefði umgengist hér og sem hann hefði átt fyrirtæki með. Nú er hins vegar komið á daginn að það er einmitt íslend- ingur sem nú tengist fréttinni um Nígeríumanninn títtnefnda og meint ávísanamisferli hans. Það eru því ekki alltaf útlending- amir, það eru ekki síður íslend- ingar sem tengjast hinum vafa- sömu gjörðum. Auðlindanefnd vinnur ekki verkið Torfi skrifar: Hvernig skyldi það ganga tfl hjá hinu opinbera sem skipar hverja nefndina á fætur annarri af ýmsum tilefnum, er ekki gerð krafa til að nefndirnar vinni fyr- ir kaupinu sínu? Auölindanefnd t.d., sem starfað hefur undir for- sæti fyrrverandi seðlabanka- stjóra, hefur nú skilað áfanga- skýrslu án allra tillagna, en fjall- ar að sögn um störf nefhdarinnar sjálfrar og skilar gögnum sem hún hefur látið vinna fyrir sig! Átti nefndin ekki að vinna skýrsluna úr því hún var skipuð sérfræðingum? Hvað skyldi nú Auðlindanefnd fá fyrir sinn snúð? Og allir hinir sem svo vinna fyrir hana? - Er þetta ekki bara braðl og atvinnubótavinna fyrir enn einn þrýstihópinn sem krefja ríkið endalaust um störf?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.