Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 13 Belja á svelli Kjallarinn Guðbergur Bergsson rithöfundur tvö hundruð og sjötíu og tvö þúsund manna þjóð (ef marka má upplýsingar um höfðatölu landsmanna í ferðabæklingúm Flug- leiða) samsvarar saman- lagðri daglegri nyt fram- bærilegra, ókynbættra kúa. Fyrir bragðið er óvar- legt að auka í þeim nytina. Að öðrum kosti yrði að breyta auglýsingunum og hugarfari okkar sem er of dýrt fyrir jafnfámenna þjóð. - „Tíu glös á dag - alla ævi!“ myndi ekki heldur hljóma vel fyrir at- vinnuvegina. Vinnudagur- inn færi í endalausar pásur við að fylla mjólkur- glasadrykkjarkvótann. Vinnuþræll eða mjólkurþræll? Hvort er betri kostur að vera vinnuþræll eða mjólkurþræll? Er ekki dapurlegt að áður landlækn- ir, sem átti þátt í að Kári Stefáns- „Það er meira að segja farið að iáta plastkúlur í júgur, eins og í maga fitukeppa, svo mjólkin komist þar ekki fyrir. Nú skil ég hvers vegna læknar og vísinda- menn hafa tekið þátt í auglýs■ ingaherferðinni: Tvö glös af mjólk á dag - alla ævi.“ son, vindhani Framsóknar, fékk einkaleyfi á gagnagrunni um sjúk- dóma þjóðarinnar, til að bæta erfðavísa hennar og heimsins, skuli jafnskjótt og hann fær lausn frá embættinu láta sem hann hafi í rauninni alltaf verið húsdýra- læknir sem vill vemda frumur kúa fremur en manna? Með þetta í huga eru varnaðarorð hans eins og venjuleg belja á svelli. Hugsunin stendur ekki und- ir sér og óhætt að segja: „Þótt ís- lenska þjóðfélagið sé flókið með há- menntað fólk í hverjum geira, fremur en á hverju strái, er hugarfar þess enn þá eins og í bændasamfélaginu sem Laxness lýsti svo snilldarlega í bókum að Bretar standa nú á öndinni.“ - Verður enn að bjarga beljunni meðan börnin lifa á hveljunni? Guðbergur Bergsson I öllu því fréttaflóði sem einkennir upp- lýsingasamfélag nútímEms bárust á dögunum vam- aðarorð og bæn- ir frá valinkunn- um einstakling- um, þar á meðal áður landlækni: „Látið kúafrum- umar í friði!“ Fullyrt var að kýrin hefði fylgt í símrni núver- andi ham land- námsmönnum frá Noregi og hefði ekkert að gera við norska erfðavísa til að auka i henni mjólkurframleiðsl- una fremur en nytina. Óvarlegt að auka nytina Ég spyr líka: „Þurfum við meiri mjólk og þá handa hverjum þegar Evrópusam- bandið stendur upp fyrir haus í Brussel við kúaslátr- un vegna offramleiðslu á mjólk?" Það er meira að segja farið að láta plastkúlm- í júgur, eins og í maga fltu- keppa, svo mjólkin komist þar ekki fyrir. Nú skil ég hvers vegna læknar og vís- indamenn hafa tekið þátt í auglýsingaherferðinni: Tvö glös af mjólk á dag - alla ævi. Kúavinimir vita að uppeldisgildi auglýsinga gengur í sauðhlýðinn land- ann. Og reikningshausamir geta reiknað út hvað fer mikil mjólk úr þremur vatnsglösum á dag í tvö hundruð sjötíu og tvö þús- und manna þjóð. Engum heilvita íslendingi dytti í hug að drekka fjögur glös sem standa hvergi í auglýsingunni. Þrjú á dag í „Tvö glös af mjólk á dag - alla ævi. - Kúavinirnir vita að uppeldisgildi auglýsinga gengur í sauðhlýðinn landann." Stjórnmálaspillingin Það fer ekki milli mála að spillt- asti stjórnmálaflokkurinn á ís- landi er Framsóknarflokkurinn. Svo hefir þetta verið frá upphafi hans. Strax setti hann sér það markmið að komast yfir stjórn á fjármálum landsins með yfirtöku á stjóm ríkisbankanna. Rógsherferðin Fyrsta skrefið var að hefja rógs- ferð gegn gamla íslandsbanka hf. Þeir komu því til leiðar að hann var opinberlega gerður gjaldþrota, og á þeim röngu og tilbúnu for- sendum var hann yfirtekinn af stjómmálamönnum og gerður að ríkisbanka, þ.e. Útvegsbankanum, þar sem framsóknarmenn áttu sína menn í stjóm og fram- kvæmdastjóm. Um miðja öldina stjórnuðu framsóknarmenn öllum bönkum landsins, Landsbanka, Út- vegsbanka og Búnaðarbanka og áttu auk þess sinn eigin banka, Samvinnubankann. Þessu til viðbótar ráku mörg kaupfélög svonefndar innláns- deildir þar sem þau geymdu fé bænda og annarra vaxtalítið eða með neikvæðum vöxtum. Fram- sóknarmenn réðu því að eftir stofhun Seðlabankans rann allur gengishagnaður af gjaldeyrisvara- sjóðum landsins til bankans, en áður hafði hann mnnið til ríkis- sjóðs. í meira en 30 ár stundaði Seðlabankinn árlegar gengisfell- ingar krónunnar, stundum allt að þrjár á ári, og mergsaug þannig allt atvinnulíf landsins. Þannig byggði hann Batt- eríið við Kalk- ofnsveg fyrir „eigið fé bank- ans“. SÍS og Hambros Framsóknar- menn í Lands- bankanum sáu til þess að SÍS hefði frjálsan aðgang að fé hans í svo- nefndan opinn reikning, sem eng- ar tryggingar voru settar fyrir. Þegar SÍS loksins rúllaði var skuldin yfir 12 milljarðar sem allt féll á Landsbankann til greiðslu. Landsbankinn sótti þá 5,7 millj- arða í ríkissjóð til að borga þessar skuldir því að allt eigið fé hans hafði gengið til fram- sóknarmanna. Þá kom einnig í ljós að SÍS hafði einnig tekið ótryggð lán hjá Hambros- banka í London, um 2,4 milljarða sem Landsbankinn varð einnig að greiða, því að sögn framsóknar- manna í Landsbank- anum þurfti að tryggja trúverðug- leika landsins gagn- vart erlendum kröfu- höfum. Hambros hef- ur síðan lokað fyrir öll viðskipti við ís- land. Aldrei þessu vant urðu alþingis- menn allra flokka orðlausir um þessi mál, og eru það vísast enn. Umburðarlyndi Sjálfstæðis- flokksins Það sýnir eflaust umburðar- lyndi Sjálfstæðisflokksins að við þessar aðstæður sá hann aumur á Framsókn og tók hana i stjóm. Framsóknarmenn tóku við banka- málaráðuneytinu og gátu nú hafið nýja sókn í fjármálum landsins. Fyrst létu þeir VÍS yfirtaka Bmna- bótafélagið, sem var ríkisfyrir- tæki, án nokkurrar heimildar. Síð- an létu þeir VÍS selja lítinn hluta af lífeyristryggingum þess til Landsbankans fyrir 3,4 milljarða sem greiðast skulu á þrem árum. Sjálf- stæðisflokkurinn studdi þessa gjörn- inga með því að leggja þeim til fram- kvæmdasfjóra flokks- ins sem stjómar- mann í VÍS. Framsókn réð því að allir bankastjórar Landsbankans voru reknir og stofnað hlutafélag um hann. Síðan hefir VÍS keypt stærsta hluta hluta- fjár Landsbankans hf. gegnum sviksam- lega milligöngu sér- staks verðbréfamiðl- ara. Framsóknar- menn hafa þannig keypt Landsbankann fyrir eigið fé Landsbankans sem er augljóslega vel af sér vikið. Samgönguráðherra segir kjós- endum fyrir norðan að Sjálfstæðis- flokkurinn muni mynda stjórn með Framsókn eftir kosningar. Eru það ekki blekkingar við kjós- endur að láta þá kjósa Sjálfstæðis- flokkinn þegar þeir eru í raun að kjósa Framsókn? Er kannski úti- lokað að Sjálfstæðisflokkurinn taki ábyrgð á stjórn landsins? Bjöm Bjamason hafði rétt fyrir sér þegar hann neitaði að vera í framboði til varaformanns í flokknum við þessar aöstæður. Önundur Ásgeirsson „Samgönguráðherra segir kjós- endum fyrir norðan að Sjálfstæð- isflokkurinn muni mynda stjórn með Framsókn eftir kosningar. Eru það ekki blekkingar við kjós- endur að láta þá kjósa Sjálfstæð- isflokkinn þegar þeir eru í raun að kjósa Framsókn?“ Kjallarinn ,Önundur Ásgeirsson fyrrv. forstjóri Olís Meö og á móti A að endurskoða varnar- samninginn? Stefán Pálsson, formaður Vcröandi, samtaka ungs al- þýöubandalags* fólks. Herinn er tímaskekkja „Um ára- tugaskeið skiptu deilur um veru amer- iska hersins á Miðnesheiði ís- lendingum í tvær fylkingar. Stuðnings- menn herset- unnar og aðild- ar íslands að NATO studdu mál sitt með þeim rökum að um illa nauðsyn væri að ræða þar sem þjóðinni stæði ógn af sovéska hemum. Við herstöðvarandstæðingar höfnuðum aOa tíð þessum mál- flutningi og bentum á að herstöð- in gerði ísland að skotmarki í átökum risaveldanna og raun- verulegur friður verði aldrei tryggður með vopnavaldi. Þegar kalda stríðinu lauk hvarf þessi helsta réttlæting her- stöövarsinna úr sögunni enda hafa þeir lítið þorað að láta á sér kræla undanfarin ár. Öll rök friöarhreyfingarinnar eru hins vegar enn í fuUu gildi. íslending- ar eiga að hafa metnað til að losa sig við þessa óværu sem herinn er og leggja þannig sitt af mörk- um til baráttunnar fyrir friði í heiminum. Þess vegna eiga stjórnvöld nú þegar að hefja end- urskoðun varnarsamningsins með það að markmiði að brottfór hersins hefjist sem allra fyrst. Jafnframt verður að tryggja að herinn bæti fyrir þau umhverfis- spjöO sem hann hefur valdið hér á landi og ráðast í aðgerðir til að koma í veg fyrir að atvinnulíf á Suöurnesjum skaðist við brottfór hans.“ Tómas Ingi 01- rich. * Þarf lágmarks varnarviðbúnað „Ég tel að það þurfi lág- marks varnar- viðbúnað á ís- landi. Sá varn- arviðbúnaður sem hér er nú er lágmarks varnarviðbún- aður. Hins veg- ar kann að vera að við get- um aukið þátt- töku íslend- inga í ýmsum störfum sem tengj- ast Vamarliðinu en við getum ekki breytt þvi að hér þarf að hafa lágmarks vamarviðbúnaö. Varnarliðið sem hér er er bæði til þess að tryggja öryggi ís- lendinga en er einnig liður í sam- eiginlegum varnarskuldbinding- um Atlantshafsbandalagsríkj- anna. Og þessu kerfi var komið á að tilhlutan Atlantshafsbanda- lagsins og þess vegna tel ég að ekki standi efni til þess að gera breytingar á þessum lágmarks viðbúnaði, hvorki gagnvart ör- yggi íslendinga né heldur gagn- vart sameiginlegum varnar- skuldbindingum bandalagsþjóða Atlantshafsbandalagsins.“ -SJ Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.