Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 10. MARS 1999 Fréttir Bylting á sögulegum aöalfundi SH í gær: Rætt um fjand- samlega yfirtöku - þegar Róbert Guðfinnsson lagði formann með lítilli flís úr prósenti Nýr formaður, Róbert Guðfinnsson, réttir fram höndina í átt að fráfarandi formanni, Jóni Ingvarssyni. Framkvæmdastjóri SH, Friðrik Pálsson, er með þeim á myndinni og ekki ánægður á svip. DV-mynd H.ÓI. Stemningin í Súlnasal Sögu var mögnuö í gærdag þegar Jón Ingv- arsson missti stjómarformennsku í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna hf. á aðaifundi félagsins. Róbert Guð- finnsson, 42 ára stjómarformaður Þormóðs ramma á Siglufirði, er hinn nýi stjómarformaður SH. Munurinn á þeim Jóni og Róbert var aðeins lítil flís úr prósenti, en sú litla flís nægir til að gjörbreyta valdapíramída stærsta fyrirtækis landsins. Fuiltrúar á landsfundin- um í gær ræddu um hallarbyltingu og einstaka jafnvel um fjandsam- lega yfirtöku á felaginu. Sölumiðstöðin var að skila öðrum ársreikningi sinum sem hlutafélag. í fyrra vom menn býsna ánægðir með 277 milljóna króna hagnað. í ár var hagnaðurinn naumur, aðeins 16 miUjónir króna af 33,6 milljarða króna veltu. Auk þess hjaðnaði eig- ið fé SH um rúmar 180 milljónir á miili ára og er rétt um 3 milljarðar króna. Ástæður fyrir slæmu gengi félagsins rekja menn til dótturfélag- anna í Bretlandi og Rússlandi sem töpuðu fé í fyrra. Niðurstaðan er því áfall fyrir eigendur fyrirtækisins því að Jón Ingvarsson gerði sér von- ir um á aðalfúndi í fyrra að hagnað- ur ársins yrði 267 milljónir eftir skatta. Það gekk ekki eftir. Róbert Guðfmnsson sagði í stuttri tölu eftir formannskjörið að hætt væri við einhverjum sárindum eftir kosn- ingu eins og þessa. Hann sagði að von- andi tækist mönnum að komast yfir slíkt á stuttum tíma og ná að bera fe- lagið inn í framtíðina og láta það vaxa og dafha. Róbert þakkaði Jóni Ingvars- syni vel unnin störf sem stjómarfor- maöur SH í 15 ár. Vel heppnaður morgunfundur Róbert Guðfinnsson hafði áður greint frá því að hann væri í kjöri til formanns. Fyrirtæki hans er eigandi rúmlega 15 prósenta í SH, en í gær- morgun var trompinu spilað út. Ró- bert og nokkrir felagar hans gengu til samninga við stjóm Haraldar Böðv- arssonar hf. og keyptu 7% af þeim 8 prósentum sem fyrirtækið átti í SH. Bréfm voru seld á genginu 4,50 að morgni aðalfundardags. Markaðsvirði Spennufall fundarins: Friðrik Pálsson ávarpaði enn frem- ur fúndarmenn eftir kjörið: „Hér hafa orðið talsverð tíöindi og ég vil óska Ró- bert Guðfmnssyni velfamaðar í starfi," sagði Friðrik. Hann sagði að þeir Jón Ingvarsson hefðu unnið sam- an sem stjómarformaður og forsijóri um langan tíma. „Ég ætla ekki að haila á neinn þótt ég segi að með meiri drengskaparmanni SH er rúmlega 6,5 milljarðar króna. Ljóst var að kosningin gæti orðið mjög jöfh. Og hún varð nánast eins hnífjöfn og hugsanlegt var. Þátttaka hluthafa í fundinum var mikil því að fundarmenn vora eigend- ur eða umboðsmenn fyrir 98,5% af virku hlutafé. Gífurleg spenna var í loftinu þegar gengiö var til kosninga að lokum venjulegum aðalfundarstörfum. Allt snerist um stjómarkjör og sérstaklega hef ég aldrei unnið. Hann hefur leitt þetta félag einstaklega vel inn á þær brautir sem það er nú og ég held að ný- kjörin stjóm taki við góðu búi,“ sagði Friðrik Pálsson. „Ég skal vera alveg hreinskilinn með það að mér hefði fund- ist það miklu skemmtilegra ef stjómar- formannskjör hefði getað orðið með öðr- um hætti. En við þessu er ekkert að segja, þetta eru leikreglumar." -JBP formannskjörið. Talning á atkvæðum sem skiptast niður í milljarða at- kvæða tók sinn tíma þrátt fyrir tölvu- væðingu. En loks birtust tölur sem virtust benda til að Róbert væri að ná yfirhöndinni. í stjóm vora kjörin, raöað eftir at- kvæðamagni: Björgúlfur Bjamason, Síldarvinnslunni Neskaupstað, Ró- bert Guðfinnsson, Jón Ingvarsson, Granda, og munur á þeim í þessari kosningu sáralítill, í fjórða sæti Guð- mundur Kristjánsson, Grundarfirði, Kristján G. Jóhannsson, ísafirði, Guð- brandur Sigurðsson, Útgerðarfélagi Akureyringa, Rakel Olsen, Stykkis- hólmi, Ólafur Marteinsson, Þormóði ramma, Brynjólfur Bjamason, Granda. Ólafur B. Ólafsson frá Mið- nesi í Sandgerði, formaður Vinnuveit- endasambands íslands, varð 10. í röð- inni og náði ekki inn í stjóm. Rætt um blokkamyndanir Að þessu loknu var gengið til for- mannskjörs sem tók stuttan tíma. Jón Ingvarsson fékk 733.079.089 atkvæði, en Róbert Guðfinnsson 734.116.607 at- kvæði og því réttkjörinn formaður. Fundarmenn vora tregir til að ræða um stuðning sinn við frambjóð- endur. Því var fleygt að Brynjólfur Bjamason í Granda hefði stutt Róbert til formanns, ekki Jón Ingvarsson. Hins vegar var talað um aö annar stór hluthafi ÚA hefði stutt Jón Ingvars- son til áframhaldandi fundarsetu. Ekkert fæst staðfest um ýmsar blokkamyndanir sem eflaust vora í gangi. Hluthafar með jafnvel smæstu hluti í SH viðurkenndu í viðtölum við DV að hart hefði verið sóst eftir at- kvæðum þeirra, enda ljóst að jarðveg- urinn var vandlega undirbúinn. En eitt er vist, kaupin á 7/8 hlutum Har- aldar Böðvarssonar hf. í Sölumiðstöð- inni kunna að vera fyrsta alvöruað- gerðin gegn viðskiptaveröld Kol- krabbans sem heppnast. Slíkt kann að leiða til ýmissa breytinga á við- skiptaumhverfinu. -JBP Jóni þökkuð góð störf Varnarsigur Gísla Prófkjör Samfylkingarinnar á Vesturlandi leiddi til þeirra úr- slita að Jóhann Ársælsson, fyrr- um þingmaður Alþýðubanda- lagsins, náði efsta sætinu. Gísli S. Einarsson, þingmaður Al- þýðuflokksins, hlaut annað sæt- ið. Tvær konur komu þar á eftir, en fleiri vora ekki í kjöri. Engu að síður telur konan í þriðja sæti að hún hafi náð mjög góð- um árangri en konan í íjórða sæti er öllu óánægðari með sæt- ið en þakkar samt góðan stuðn- ing og gleðst yfir öllum atkvæð- unum sem hún fékk. Sá sem varð efstur er að sjálf- sögðu glaður yfir því að vera efstur. Það er hins vegar af Gísla Einarssyni að segja að hann tel- ur það ekki gott að tveir karlar af Akranesi séu i tveimur efstu sætunum og hefði greinilega frekar viljað að kona hefði verið kjörin fyrir annan hvom þeirra Jóhanns. Varla hefur Gísli viljað að hann hefði fallið neðar á listann, enda hefði hann þá varla farið í prófkjör á móti konunum sem hann hefði viljað hafa, aðra hvora, í tveimur efstu sætunum. Þannig að Gísli er í rauninni að tala um að hann hefði átt að vera í öðra efsta sætinu ásamt annarri konunni, sem þýðir að Jóhann hefði átt að vera í þriðja eða fjórða sæti. Annars var Gísli nokkuð ánægður með úrslit- in fyrir sína hönd og telur það vera mikinn vam- arsigur að lenda í öðra sæti, ef tekið er tillit til J>ess að kosningabandalag var myndað gegn hon- um. Ekki það að allaballar hafi myndað bandalag gegn honum, heldur Jóhann og Hólmffíður, en Hólmfríður kemur úr sama flokki og Gísli. Þetta þýðir í raun, ef Gísli hefur rétt fýrir sér, aö krat- amir í kjördæminu voru með bandalag gegn hon- um og allaballamir stóöu að sjálfsögðu með Jó- hanni þannig að Gísli náði, eftir allt saman, afar góðum árangri, miðað við það að hann hafði bæði krata og komma á móti sér. Verður það að teljast þrek- virki hjá Gísla og mikill vama- sigur, eins og hann segir sjálfúr, að ná öðra sæti með báða þá flokka á móti sér sem efndu til prófkjörsins. Vandi Gísla verð- ur hins vegar sá að þegar kem- ur að alþingiskosningunum verður Gisli að berjast fyrir fylgi til handa þeim lista sem honum var andvígur og berjast með fólki sem myndaði kosn- ingabandalg gegn honum. Það hlýtur að vera erfitt hlut- skipti. En Gísli er góður í vöm- inni og hann vill komast á þing, þótt í öðru sætinu sé, og þótt hann sé á lista þar sem allir vora á móti honmn og fólkið sem var með honum í prófkosningum kjósi allt aðra lista heldur en þann sem Gísli skipar. En svona er pólitíkin og auðvitað getur Gísli ekki gert að því þótt hann sé karl af Akranesi eins og Jóhann og hann getur heldur ekki gert að því þótt hann sé á lista með fólki sem var á móti honum. Dagfari Stuttar fréttir r>v Forsetinn Ólafúr Ragnar Grímsson, forseti íslands, heldur setningarræðu á fúndi sjávarút- vegsráðherra ríkja Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO, í Róm í dag. Þaðan heldur hann í opinbera heimsókn til Póllands. Sjö sækja Sjö umsækjendur era um stöðu sýslumanns á Keflavíkurflugvelli. Þeir era: Ámi Haukur Bjömsson, fulltrúi sýslumannsins í Keflavík, Bjöm Rögnvaldsson, sýslumaður á Ólafsfirði, Jóhann R. Benediktsson sendiráðunautur, Kolbrún Sævars- dóttir, fúlltrúi lögreglustjórans í Reykjavík, Lárus Bjamason, sýslu- maður á Seyðisfirði, Sigurður Ge- orgsson hæstaréttarlögmaður og Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslu- mannsins á Keflavíkurflugvelli. Umsóknarfrestur rann út 2. mars sl. 100 þúsund minnst Opinn fundur, sem haldinn var í Ráðhúsi Reykiavíkur í tOefni af al- þjóðlegum baráttudegi kvenna í gær, samþykkti einróma ályktun þar sem þess er krafist að lögbund- in verði 100 þúsund króna lágmarks- laun og lágmarkslífeyrir. RÚV sagði frá. Þýfi fannst óvænt Lögreglan i Reykjavík var kölluð í hús við Laugaveginn laust fyrir klukkan tvö í fýrrinótt vegna há- vaða. Á manni sem var í íbúðinni fann lögregla veski með greiðslu- kortum, ávísanahefti og öðrum per- sónulegum munum í annars eigu. Maðurinn hafði stolið veskinu á Hótel Loftleiðum fyrr um kvöldið. Morgunblaðið sagöi frá. Ekki vændi Lögreglan telur, eftir að hafa fylgst með nektardans- stöðum í borginni, að ekki sé stundað vændi eða erlendar stúlkur séu gerðar út til vændis hér á landi. Þetta kom fram í svari dóms- málaráðherra við fyrirspum Kristín- ar Ástgeirsdóttur á þingi. Nauthólsvíkin bætt Áætlað er að verja um 55 milljón- um króna á þessu ári til gera Naut- hólsýík að fjölbreyttu útvistarsvæði og baöstað. Yngi Þór Loftsson lands- lagsarkitekt hefur skipulagt svæðið. Morgunblaðið sagði frá. Tap hjá Þorbirni Rekstrarafkoma Þorbjöms hf. á sl. ári var i samræmi við áætlanir en árið 1998 var ár ýmiss konar hag- ræðingaraðgerða og breytinga í kjölfar sameininga nokkurra fyrir- tækja við Þorbjöm hf. Niðurstaða rekstrarreiknings félagsins er tap kr. 6,1 millj. Tap varð af reglulegri starfsemi upp á 27,3 milljónir króna. Viðskiptablaðið segir frá. Þrettán ný störf Þrettán ný störf við nútíma sam- skiptatækni skapast á Raufarhöfii með nýjum samningi milli íslenskr- ar miðlunar ehf. og Raufarhafnar- hrepps um stofiiun dótturfyrirtækis íslenskrar miðlunar ehf. í sveitarfé- laginu. Viðskiptablaðið sagði frá. Nánara samband Jón Sigurðsson, bankastjóri Nor- ræna fjáifestinga- bankans, segir í nýrri bók um myntbandalag 11 Evrópuríkja að vilji íslendingar forðast einangrun í peningamálum, verði þeir að taka upp nánara sam- band við Evrópusambandið. Hagnaður Skeljungs Hagnaður Skeljungs hf. meira en þrefaldaðist milli áranna 1997 og 1998, fór úr 74 milljónum króna í 242 milljónir. Þá lækkuðu skuldir fe- lagsins um tæpar 470 milljónir. Heildartekjur Skeljungs námu 8.359 milljónum og hreinar rekstrartekj- ur 2.317 milljónum. Viðskiptablaðið sagði frá. - SÁ áferð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.