Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fréttir Hvort keppir Fram eða Fótboltafélagið hf. - getur eitt félag framselt ööru keppnisrétt sinn? Framarar munu keppa í úrvalsdeild og 2. flokki undir sömu merkjum og fyrr, en á vegum félags sem skráð er í Hluta- félagaskrá en er íþróttasambandinu og Knattspyrnusambandinu óviðkomandi. Ljóst þykir að hlutafélagavæðing tveggja íþróttafélaga vekur margar og áleitnar spumingar. í gær greindi DV frá niðurstöðu laganefndar íþróttasam- bands íslands þar sem fjallað var um Fram-Fótboltafélag Reykjavíkur hf. og KR-Sport hf. Lögmenn Framara, þrír talsins, allir í forystusveit hlutafélags- ins, töldu í gær að hér væri um „núll- frétt“ að ræða. Þeim var heitt í hamsi vegna spumingarinnar um hvort lið hlutafélagsins væri í raun hlutgengt í úrvalsdeildinni i knattspymu. Tal um 3. deild ekki út í hött BoIIaleggingar um að lið Fram-Fót- boltafélags Reykjavíkur hf. þurfi að þoka niður í 3. deild em ekkert út í hött. Aðeins Framarar blása á slíkt tal, en margir telja að í raun sé nýtt félag komið til sögunnar, félag sem ekki hafi unnið sér rétt til vem í úrvalsdeild. Þegar horft er á „háeffún" Fram kemur í ljós að hlutafélagið yfirkeyrir gamla félagið. íþróttahreyfingin þarf að ákveða hver staðan er. Auðvitað vill enginn að Fram falli niður um deildir, það væri ekki sanngjamt. En í raun þyrfti að breyta reglum, annað hvort hjá ÍSÍ eða hjá hlutafélaginu Fram. Inn- an íþróttahreyfmgarinnar óttast menn að til þess kunni að koma að leikir Fram verði kærðir til að láta reyna á hvort hinna tveggja félaga sé í raun að keppa. En tæplega tekur laganefnd íþrótta- sambandsins það upp að ástæðulausu að leggja vinnu í að kanna stöðu hluta- félaganna gagnvart íþróttahreyfmg- unni. Eins og fram kom í DV í gær telur laganefndin að hlutafélögin hafi ekki verið stofnuð sem íþróttafélög. Félögin muni ekki eiga réttindi eða bera skyld- ur sem slík og heyra ekki undir lögsögu ÍSÍ. Fjölmargir menn í íþróttahreyfmg- unni, sem rætt var við í gær, em sam- mála því að mál Fram þurfi að skoða - ekki til að fella þá, heldur til að forðast að lög og reglur verði fótum troðin. Leikmönnum afsalað sem ígildi peninga Hlutafélögin tvö era ólík að gerð. KR- Sport er utanáliggjandi stuðningsfélag, sem lætur aðalstjóm um að svitna. Fram-Fótboltafélag Reykjavikur yfir- tekur hins vegar elstu keppnismenn fé- lagsins, þá sem era í 2. aMursflokki og þá sem leika í meistaraflokki. Þessir Fréttaljós Jón Birgir Pétursson leikmenn vora í raun afhentir hlutafé- laginu sem hlutafjárgreiðsla. Hlutafé- lagið mun ráða flestu í knattspymunni á komandi árum, en knattspymudeild- in helgar sig nánast algerlega unglinga- starfmu. Stjóm hlutafélagsins ræður þjálfara, gerir samninga við leikmenn, selur leikmenn, segir upp þjálfúrum o.s.frv. Hlutafélagið hefúr fengið fram- seldan samning um afhot af Laugar- dalsleikvangi. í samningnum er líka kveðið á um einkarétt hlutafélagsins til að keppa undir merkjum Fram. Á hluthafafúndi 18. október síðastlið- inn var hlutafé félagsins aukiö um 44,5 miljónir króna. „Lagði knattspymu- deild Fram meistaraflokk karla í knatt- spymu ásamt 2. flokki sem greiðslu hlutafiár upp á 44,5 milljónir króna." Innanhússmál Framara Fomáðamenn margra félaga hafa reynt að fitja upp á aðferðum til að komast burtu úr þeim vítahring sem peningamálin eru í íþróttunum. Hluta- félagavæðingin er út af fyrir sig góð hugmynd, þótt hún leysi ekki endilega vandann, en hún þarf að uppfylla lög og reglur íþróttahreyfmgarinnar. Lár- us Blöndal, formaður laganefndar ÍSÍ, segir í DV í gær að hann viti ekki hvemig Framarar hugsuðu sér fram- salið til hlutafélagsins. Það sé „innan- hússmál hjá Frömurum" hvemig þeir leysi sín mál gagnvart hluthöfunum. Niðurstaða nefndarinnar eigi þó ekki að hafa áhrif á keppnisrétt félagsins í íslandsmótinu. Eggert Magnússon, formaður KSÍ: Engin hlutafélög spila fótbolta í úrvalsdeildinni „Sveinn Andri Sveinsson kom til okkar og kynnti mér og fram- kvæmdastjóranum okkar það sem framundan var hjá Fram,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, í samtali við DV í gær. Hann tekur þó ekki undir að KSÍ hafi leyft eitt eða neitt varðandi hlutafélagavæðingu Fram eða KR, það sé ekki þeirra að gefa slík leyfi. „Hlutafélög eru ekki íþróttafélög og íþróttafélög ekki hlutafélög, það er ljóst og kemur fram hjá laganeftid ÍSÍ. Afokkar hálfu hefur það verið skýrt gagnvart Fram og KR að þeir aðilar sem eru innan okkar vébanda og taka þátt í mótum á okkar vegum eru knattspymu- deildimar, ekki hlutafélögin," sagði Eggert. Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, segir hluta- félög ekki endi- lega leysa vanda félag- anna. Hann sagði að knattspymudeildir ættu að stjóma boltamun, hlutafélög- in að stýra fjármálum og standa utan við íþróttina. Dæmi eru um að félög hafl verið felld niður um deildir, bæði á ís- landi og erlendis, en það hefur þá aðallega gerst vegna gjaldþrota. „Við förum að lögum ÍSÍ. Við gerðum þessum félögum ljóst að þau yrðu að fara að lögum alþjóðaknatt- spyrnusambandsins FIFA og Evr- ópusambandsins." Eggert sagðist ekki sjá að hlutafé- lög í knattspymunni myndu leysa stundarvanda félaganna í framtíð- inni. Þau gætu hins vegar hugsan- lega orðið góður bakhjail margra knattspyrnufélaga. -JBP Jón Steinar Gunnlaugsson: ^ Allt gert með samþykki ISI og KSI „Við höfum látið ÍSÍ og KSÍ fylgj- ast með framvindu mála allan tim- ann og enga athugasemd fengið, enda ekkert við það að athuga, þetta er bara samningur tveggja aðila,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, varaformaður Fram - Fótboltafélag Reykjavík hf. í gær. Hann segir að vel hafi verið staðið að málum inn- an Fram við hlutafélagavæðinguna. Engum dytti í hug að stefna í tví- sýnu sæti Fram í úrvalsdeildinni í knattspymu, slíkt væri mikið glapræði. „Hlutafélagið er ekki aðili að íþróttahreyfmg- unni. Fram er það áfram. Hlutafélagið hefur samið við Fram um að reka elstu flokkana, Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlög- maður og vara- formaður Fram - Fótboltafélags Reykjavíkur hf. tekur allar tekjur af því og hefur öll útgjöld. Það er gert í umboði fé- lagsins," sagði Jón Steinar. Jón Steinar segir að sam- þykkt laganefnd- ar ÍSÍ sé öll hárrétt og feli ekki í sér neinar athugasemdir við það sem hefur verið gert hjá Fram. Jón Stein- ar segist ekki sjá að þörf sé að breyta lögum íþróttahreyfingarinnar né heldur hins nýja hlutafélags. „Ef menn vilja ganga lengra, sem ég tel að menn eigi að gera, það er að opna það að svona hlutafélög verði beinir aðilar að íþróttahreyfingunni, þá tel ég að breytingar þurfi að verða á lög- um íþróttahreyfíngarinnar. -JBP Stuttar fréttir i>v Dýrt að Kristján Lofts- son, forstjóri Hvals hf., telur að það hafi kostað fyrir- tæki sitt um 500 mUljónir að halda við fjórum hval- veiðiskipiun og Hvalstöðinni í Hvalflrði þau 10 ár sem hvalveiðar hafa verið bannaðar. „Svona er ekki hægt að halda áfram til eilífðar," sagði Kristján á Rás 2 Stefnuskrá kemur Kosningastefnuskrá Samfylking- arinnar verður gerð opinber á eða eftir sérstakt stefnuþing Samfylking- arinnar i Rúgbrauðsgerðinni næst- komandi laugardag. Mikil leynd hef- ur hvílt yflr nýju stefnuskránni. Vís- ir.is sagði frá. Skuldir vaxa Erlendar skuldir íslands fara vax- andi og voru 46,6% af landsfram- leiðslu i árslok 1997. Þjóðhagsstofri- un spáir því að þær fari í 52% af landsframleiðslu i árslok 2003. RÚV sagði frá. Vökvaði blómin Maður hefúr verið sýknaður í héraðsdómi af ákæra fyrir að hafa átt 60 grömm af amfetamíni. Eitrið fannst í íbúð sem maðurinn hafði umsjón með. Hann sagðist aðeins hafa vökvað blómin og ekki vitað af eitrinu í íbúðinni. Minni vöxtur Þjóðhagsstofnun reiknar í nýrri þjóðhagsspá með 4,8% hagvexti á þessu ári, sem er nokkra minna en spáð var í desember á síðasta ári. Skuldir Sigbjörns Ólga er innan Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra vegna fjár- mála efsta manns í nýlegu prófkjöri, Sigbjörns Gunnars- sonar. í lok síðasta mánaðar var gert árangurslaust fjár- nám hjá honum og á undanfómum sextán mánuðum hafa verið auglýst uppboð og stefnur á hendur honum áritaðar allt að fimmtán sinnum. Sig- bjöm segir þetta vera ófrægingarher- ferð á hendur sér. Vísir.is sagði frá. Þuriður efst Gengið hefur verið frá skipan framboðslista Vinstrihreyfingarinn- ar - græns framboðs á Austurlandi. 1 efsta sæti er Þuríður Backman, hjúkrunarfræðingur á Egilsstöðum, Gunnar Ólafsson, jarðfræðingur í Neskaupstað, er í öðru sæti. í þriðja sæti er Gunnar Pálsson, bóndi á Ref- stað í Vopnafirði, og Karólína Ein- arsdóttir, nemi í Neskaupstað, skip- ar flóröa sæti. Minni nekt Á fundi verkeftiissfjómar á veg- um Reykjavíkurborgar um veitinga- húsamál var samþykkt að fara þess á leit við borgarstjóra að óska eftir viðræðum við ráðuneyti félagsmála, samgöngumála og dómsmála um að- gerðir til spoma við starfsemi nekt- ardansstaða. Sögðu sannleikann Ritstjóri og blaðamaður Pressunnar sögðu sannleikann í grein árið 1990 um meintar mál- verkafalsanir á vegum Gallerí Borg- ar. Þetta er álit Ólafs Jónssonar for- varöar. Hann segir við Dag að blaða- mennimir hafi á sínum tíma verið dæmdir fyrir að segja sannleikann. Árni biöst lausnar Ámi Sigfússon, fyrrum borgar- stjóri og borgarfull- trúi Sjálfstæðis- flokks, hefur beðist lausnar úr borgar- sijóm. Hann lýsti því yfir fyrir síð- ustu borgarstjómarkosningar að áframhaldandi þátttaka sín á vett- vangi borgarstjórnarmála byggðist á sigri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Vísir.is sagði frá. Grunaður um fjársvik 22 ára maður hefur verið úr- skurðaður í gæsluvarðhald til 7. apríl vegna fjársvika með úrskurði Hæstaréttar. Morgunblaðið sagði frá. -SÁ bíða

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.