Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 22
58 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fólk í fréttum xxsr Indriði Pálsson Indriði Pálsson, fyrrverandi for- stjóri Skeljungs og hdl., Safamýri 16, Reykjavík, gaf ekki kost á sér til endurkjörs sem stjórnarformaður Eimskipafélags íslands á aðalfimdi félagsins þann 11.3. síðastliðinn. Starfsferill Indriði fæddist á Siglufirði 15.12. 1927 og ólst þar upp. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1948, embættisprófi i lögfræði frá HÍ 1954 og öðlaðist hdl,- réttindi 1958. Indriði var fulltrúi hjá Sameinuð- um verktökum á Keflavíkurflugvelli 1955-57, starfrækti lögfræðiskrifstofu í Reykjavík 1957-59, var jafnframt framkvæmdastjóri löggiltra rafvirkja- meistara 1957-58 og Meistarasam- bands byggingamanna frá stofnun 1958-59, var fulltrúi forstjóra Olíufé- lagsins Skeljungs 1959-71, var for- stjóri Skeljungs 1971-90 og hefur verið stjórnarformaður Skeljungs frá 1990. Indriði sat í stjórn Eimskipafélags íslands hf. frá 1976 og var stjómarfor- maður félagsins 1992-99, situr í stjórn Flugleiða hf. frá 1988, í stjóm Ferða- skrifstofunnar Úrvals hf. og síðar Úr- vals-Útsýnar hf. 1987-92 og á sæti í stjórnum ýmissa smærri verslunar- Hf og atvinnufyrirtækja. Hann var formaður Stúdentafélags HÍ 1949-50, sat í sambandsstjóm VSÍ frá 1971 um árabil, sat í framkvæmda- stjórn VSÍ 1972-78 og í stjórn Verslun- arráðs íslands 1982-90. Indriði var Stórmeistari Frímúr- arareglunnar á íslandi 1988-99. Hann var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1988 og stór- riddarakrossi 1993. Fjölskylda Indriði kvæntist 15.1. 1955, Elísabetu Guðnýju Hermannsdóttur, f. 16.6. 1928, húsmóður. Hún er dóttir Hermanns Vil- hjálmssonar, f. 30.9. 1894, d. 20.7. 1967, verslunar- manns og fulltrúa á Seyðisfirði, og k.h. Guðnýjar Vigfúsdóttur, f. 19.11. 1893, d. 20.8. 1984, húsmóður. Böm Indriða og Elísabetar Guð- nýjar eru: Sigríður, f. 13.2.1956, hús- móðir og kennari í Reykjavík, en maður hennar er Margeir Pétursson hdl. og stórmeistari í skák og eiga þau eina dóttur; og Einar Páll, f. 8.5. 1963, læknir í Svíþjóð, en kona hans er Halla Halldórsdóttir læknir og eiga þau tvo syni. Albræður Indriða voru Einar, f. 9.4. 1929, d. 1977, forstöðumaður Reiknistofnunar bankanna; og Ás- grímur, f. 13.8. 1930, d. 1984, fram- kvæmdastjóri. Hálfsystkini Indriða, samfeðra, eru: Magnús, f. 6.9. 1939, öryggis- vörður í Reykjavík; Sigríður, f. 10.12. 1940, fulltrúi í Reykjavík; og Lilja Kristín, f. 5.1. 1948, hjúkrunar- kona í Reykjavík. Foreldrar Indriða voru Páll Ás- grímsson, f. 21.3. 1892, d. 3.8. 1978, verkamaður og verslunarmaður í Reykja- vík, og k.h. María Sigríð- ur J. Indriðadóttir, f. 6.3. 1900, d. 3.12. 1935, hús- móðir. Ætt Meðal systkina Páls má nefna Dagbjörtu, móður Þorsteins Svörfuðar læknis og Önnu hjúkrun- arforstjóra; Sigurð, afa Sigurðar Geirdal bæjarstjóra, og Kristin Ágúst, föður skólastjóranna Bjöms Ottós og Magnúsar Bærings og Áma Garðars, auglýsingastjóra Morgunblaðsins. Páll var sonur Ás- gríms, smiðs á Sigríðarstöðum og Dæli í Fljótum, Sigurðssonar, b. í Hvammi, Pálssonar, b. á Miklahóli í Viðvíkursveit, Sigfússonar, b. áDæli í Svarfaðardal, Rögnvaldssonar, bróður Jóns, langafa Arnfinns, afa Baldvins Tryggvasonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra. Móðir Páls á Miklahóli var Sigríður Pálsdóttir, systir Guðrúnar, langömmu 01- geirs, fóður Einars alþm. Móðir Ás- gríms var Guðný, dóttir Bjama, b. í Sigríðarstaðakoti, Þorleifssonar, og Helgu Guðmundsdóttur, b. í Sigríð- arstaðakoti, Helgasonar. Móðir Páls var Sigurlaug Sigurð- ardóttir, b. á Stóra-Grindli, Sig- mundssonar, b. á Krossi á Akranesi, Snorrasonar, b. í Andakíl, Magnús- sonar. Móðir Sigurðar var Guðríð- ur, systur Helgu, ömmu Þorbjörns þorskabíts skálds. Guðríður var dóttir Þorleifs, b. á Hæli í Flókadal, Auðunssonar. Móðir Sigurlaugar var Ingiríður Grímsdóttir, pr. á Barði í Fljótum Grímssonar, græð- ara á Espihólum Magnússonar. Móðir Gríms pr. var Sigurlaug, systir Kristjáns, langafa Jóhanns Sigurjónssonar skálds og Jóns, foð- ur Jónasar frá Hriflu. Sigurlaug var dóttir Jóseps, b. í Ytra-Tjamarkoti, Tómassonar, bróður Jónasar í Hvassafelli, afa Jónasar Hallgríms- sonar skálds. Móðir Sigurlaugar var Ingibjörg Hallgrímsdóttir, systir Gunnars, pr. á Upsum, afa Tryggva bankastjóra og langafa Hannesar Hafstein. Móðir Ingiríðar var Helga Jósepsdóttir, b. i Hvammi, bróður Sigurlaugar. María Sigríður var dóttir Indriða, sjómanns og verkamanns á Siglu- firði Jóhannssonar, b. í Hólsgerði í Flókadal Jónssonar, b. á Illugastöð- um í Laxárdal Jónssonar. Móðir Jó- hanns var Guðrún ísleifsdóttir, ráðskona i Kálfárdal. Móðir Indriða var Sigríður Magnúsdóttir, b. á Skeiði í Fljótum Þorgeirssonar, og Maríu Sigurðardóttur. Móðir Sigríðar var Oddný Björg Jóhannsdóttir, b. á Steinavöllum Jó- hannssonar, b. á Syðsta-Mói Jóns- sonar. Móðir Oddnýjar var Björg Jónsdóttir. Indriði Pálsson. Afmæli Anna J.P. Thordarson Anna Jóníta Patricia Thordarson, - Patsy -, umsjónarmaður Innkaupa- deildar tæknisviðs Flugleiða í Kefla- vík, Fróðengi 16, Reykjavík, er fimmtugu í dag. Starfsferill Patsy fæddist i Oakland í Kali- forníu í Bandaríkjunum og ólst upp við San Francisco-flóann til átján ára aldurs. Þá flutti hún til íslands. Hún stundaði nám í Kalifomíu og útskrifaðist frá Los Gatos High School 1967. Patsy flutti til íslands 1967. Hún var einkaritari hjá Gunnari Ás- geirssyni hf 1967-71, og flugfreyja hjá Loftleiðum 1971-83. Patsy flutti til San Francisco 1983. Hún var ritari íslenska félagsins í Norður Kalifomíu 1988-91 auk þess sem hún starfaði hjá tryggingarfé- lagi. Hún flutti síðan aftur til ís- lands 1991, hóf þá störf hjá Flugleið- um og hefur starfað þar síðan. Fjölskylda Patsy er fráskilin. Böm hennar eru Ingvar Þór, f. 24.10. 1972, málari í Reykjavík en sambýliskona hans er Gréta Björg Hilmars- dóttir, f. 7.6. 1975; Anna Lísa, f. 17.2. 1975, skrif- stofumaður í Reykjavík en sambýlismaður henn- ar er Tómas Öm Tómas- son, f. 26.3. 1971; Júlíana Rós, f. 9.3. 1986, nemi. Systir Patsyar er Pamela Thordarson, f. 19.9. 1951, hárgreiðslu- kona í Reykjavík, gift Kristjáni Ástráðssyni, f. 11.7. 1950, múrara. Foreldrar Patsyar: Ingv- Anna Jóníta Patricia Thordarson. ar Magnús Þórðarson, f. 5.1. 1910, d. 22.3. 1961, deildarstjóri, og Kristín Ingibjörg Eyjólfsdóttir, f. 24.7. 1914, húsmóðir. Kristín Ingibjörg giftist 1967 Eiríki Þorgeirssyni pípulagningarmeistara sem er stjúpfaðir Patsy- ar. Patsy verður í St. Peters- burg í Flórída á afmælis- daginn með börnum sín- um og tengdabörnum. Fréttir Sverrir Hermannsson fundaöi meö Austfirðingum á Reyðarfirði: Þarf að gera fleira en gott þykir - sagði Sverrir um hugsanlega þingsetu Sverrir Hermannsson kynnti stefnu Frjálslynda flokksins. DV, Eskifirði: Það ríkti engin lognmolla á stjóm- málafundi i félagsheimilinu á Reyð- arfirði á laugardaginn þegar Sverrir V Hermannsson kynnti stefnu Frjáls- lynda flokksins. Með Sverri var einnig varaformaðurinn Gunnar Ingi Gunnarsson læknir. Um 50 manns, flestir karlmenn, sóttu fundinn og hlýddu á kröftugan og beittan málilutning formannsins. Sem kunnugt er var Sverrir þing- maður Sjálfstæðisflokksins á Austur- landi í 17 ár, frá 1971 til 1988.1 ræðu sinni gagnrýndi Sverrir fiskveiði- stjómunarkerfið harkalega, þar sem það væri að rústa landsbyggðina og fiskistofnarnir, þ.e. sameign þjóðar- innar, væri sífellt að færast á færri hendur. Hann hélt því fram að þriðji hver alþingismaður hefði persónuleg- an hag af því að hrófla ekkert við nú- verandi kerfi og því væri nauðsyn- legt að Fijálslyndi flokkur- inn fengi brautargengi. „Ég hef ekki yfirgefið Sjálfstæðisflokkinn heldur er það hann sem hefur yfir- gefið mig. Flokksforystan hefur illu heilli kosið að fara í einu og öllu eftir kenningum Hannesar Hólmsteins og það kann ekki góðri lukku að stýra,“ sagði Sverrir. Að lokinni framsögu- ræðu Sverris komu fundar- menn með fyrirspumir sem hann svaraði greiðlega að vanda en mér fannst hann slíta fundinum of snemma eða eftir rúman klukku- tíma. Hann sagðist vera á fónun til Hafnar í Horna- firði. Ég spurði Sverri hvort hann lang- aði á Alþingi aftur. Sverri var greini- lega brugðið við þessa spumingu: „Makalaus spuming," sagði hann og bætti við: „Eiginlega má ég ekki svara þessari spumingu beint frá hjartanu á svona fundi en hitt er svo annað mál að stundum þarf maður að gera fleira en gott þykir.“ Fundarmenn fengu afhenta stefnu- skrá Frjálslynda flokksins svo og fal- leg póstkort sem á stóðu þessar setn- ingar: Kvótabraskið burt og Færð þú þinn skerf af þjóðarauðnum? -Regína Frá fundinum á Reyðarfirði þar sem Sverrir hjó til beggja átta. DV-myndir Emil Tll hamingju með afmælið 17. mars 90 ára Ingibjörg Einarsdóttir, Aðalstræti 8, Reykjavík. Ingibjörg Jónsdóttir, Eyjabakka 15, Reykjavík. 80 ára Oddný Guðjónsdóttir, Melgötu 2, Grenivík. Sigríður Alexandersdóttir, Hlíðarhvammi 4, Kópavogi. Sigríður Rósmundsdóttir, Naustahlein 2, Garðabæ. 75 ára Karl L. Frímannsson, Núpasíðu 10 D, Akureyri. Oddný Gísladóttir, Eyjalandi 4, Djúpavogi. 70 ára Guðný Kristín Ámadóttir, Bæjartúni 19, Kópavogi. Guðný Magnúsdóttir, Hafnarstræti 11, ísafirði. Gunnar Hjálmar Jónsson, Lundargötu 13, Akureyri. Hermann Einarsson, Þómnnarstræti 91, Akureyri. 60 ára Andrés Kristinsson, Fannafold 16, Reykjavík. Jóhannes Björnsson, Miðási 6, Raufarhöfn. Sigríður Þórarinsdóttir, Háagerði 19, Reykjavík. 50 ára Margrét WM Eiríksdóttir, •j- Afl Efstasundi 91, 31 Reykjavík. Alma E. Guðbrandsdóttir, Birkigrund 6, Kópavogi. Birgir Albertsson, Skólabraut 1, Stöðvarfirði. Guðjón Jóhannesson, Akraseli 1, Reykjavík. Gunnar Númason, Kópnesbraut 12, Hólmavík. Helgi Sigurgeirsson, Logafold 25, Reykjavík. Torfhildur Arnar, Skólavegi 64 A, Fáskrúðsfirði. Unnur Bergþórsdóttir, Dúfnahólum 4, Reykjavík. 40 ára Guðmundur Ólafur Garðarsson, Hlíðavegi 43, Ólafsfirði. Hrönn Jónsdóttir, Votmúla, Selfossi. Kristján Einvarður Karlsson, Hamratúni 6, Mosfellsbæ. Óskar Pálsson, Öldugerði 20, Hvolsvelli. Sveinbjörg Sveinbjömsdóttir, Keilugranda 2, Reykjavík. Vignir Grétar Jónsson, Laugarásvegi 24, Reykjavík. í

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.