Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 24
60 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 TV\7" Hags onn Ummæli Ódrepandi áhugi „Ætli ég hafi ekki farið út í þetta vegna þess að ég gat ekkert í fót- bolta. Hins vegar hef ég ódrepandi áhuga á knatt- spyrnu og þetta var ein leið til þess að vera í boltanum." Pjetur Sigurðsson, knatt- spyrnudómari og Ijósmynd- ari á OV, í Morgunblaðinu. Sókn í dreifbýlið „En ég held að aukin sókn í dreifbýlið sé þegar komin að- eins af stað. Og bættar sam- göngur, eins og í Borgarfirðin- um, styrkja þá skoðun að fólk setur minna fyrir sig aö flytja af höfuðborgarsvæðinu og út í rólegheitin.“ Jón Kjartansson stórbóndi, í Degi. Ófullnægð græðgi „Amameslandið er sá að kaupa sem ætlar að græða á samborg- umm sínum á lög- j legan en siðlausan , hátt. Það verður , tjarlægt mikið fé úr byggingariðn- 1 aðinum og lóða- kaupendum gert að auka á þrældóm sinn svo að ríkur verði ríkari. Sýnt er að eiginlegri græðgi verður aldrei fullnægt." Albert Jensen trésmiður, ÍDV. Ekki verri „Ég held að staða unglinga- mála sé svo sem ekki verri eða betri hér í Vesturbænum en hvar annars staðar, þó Haga- skólamálin hafi komið upp.“ Sr. Halldór Reynisson, prest- ur í Neskirkju, í Degi. Inn en ekki út „Það er löngu kominn tími' til þess að efla EyjaQarðarsvæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæð- ið og góð leið til þess er að treysta | viðskipti inn á 1 svæðið en ekki út af því.“ Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, í Morgun- blaðinu. Eftir landsfundinn „Það sem er athyglisverðast er viljinn fyrir því að ná sátt í sjávarútvegsmálunum. Það er nokkuð sem þjóðin kallar á og timabært að hnykkja á núna.“ Árni Johnsen alþingismaður. iDV. Keppir við sjálfan sig Einar Karl Hjartarson há- stökkvari, sem æfir hjá ÍR, er kom- inn niður á jörðina eftir frækilegan sigur á stökkmóti í íþróttahöllinni á Akureyri á sunnudagskvöld. Hann fagnaði innilega eftir að hon- um varð ljóst að hann hafði tvíbætt íslandsmetið í há- stökki. Hann stökk 2,20 m. Einar Karl bætti sitt eigið met frá í fyrra. Hann er því farinn að keppa við sjálfan sig. Hástökkvarinn ungi, sem er 18 ára, er á þriðja ári á málabraut í Menntaskólanum við Sund. Hann veit ekki hvað hann tekur sér fyrir hendur þegar stúdentshúfan er komin á kollinn. Einar Karl byrjaði að æfa hástökk í fyrsta bekk i menntaskóla en fram að þeim tíma hafði faðir hans, Hjört- ur Karl Einarsson íþróttakennari, þjálfað hann. „Ég fór að æfa stíft eft- ir að ég setti fyrsta metið mitt í 10. bekk en þá setti ég 15-16 ára metið sem var 1,96 m. Svo fór það upp í 2 m seinna meir.“ Einar Karl er 1,95 m og 77 kíló. „Það er talið gott að hástökkvarar séu hávaxnir. Ég er í léttari kant- inum en samt má ég léttast. Ég veit um hástökkvara sem eru léttari." Hann æfir sex sinnum í viku en tók sér hvíld fyrir mótið til að safna kröftum. Galdurinn á bak við sig- urinn segir hann vera góða þjálfun og góðan þjálfara. „Ég er með Einar Karl Hjartarson. frábæran þjálfara sem er Jón Sævar Þórðarson. Skófatnaðurinn skiptir líka miklu máli.“ Við sigurinn á sunnudagskvöld upplifði Einar Karl sína stærstu stund í lífinu til þessa. „Auðvitað fagnaði maður rosalega. Ég var búinn að stefna að þessum áfanga og loksins náði ég hon- um.“ Takmarkið í hástökkinu er að verða hástökkvari á heimsmælikvarða. „Ef ég kemst yfir 2,25 þá er ég kom- inn á ágætt skrið. En þetta er mjög góð byrjun." Einar Karl vonast til að komast á Ólympíuleikana. Hann þarf hins vegar að ná lágmarkshæð. Með þrotlausum æfingum ætti hann að ná þeirri hæð. „Mér finnst fyrst og fremst gam- an að hástökki," segir Einar Karl þegar hann er spurður hvað sé mest heillandi við hástökk. „Ég get líka nefnt góðan félagsskap og það er gaman að ferðast til útlanda." Hástökkið fylgir Einari Karli í vöku og draumi. Hann seg- ist þó ekki hafa dreymt há- stökk að- faranótt sunnudags- ins. Hann man ekki hvað hann dreymdi þá nótt. -SJ Maður dagsins Leikur að letri í Gallerí Listakoti, Lauga- vegi 70, stendur yfir sýning Sofflu Árnadóttur, sem er let- urlistamaður og grafískur hönnuður. Sýningin ber yfir- skriftina „Leikur að letri... í ljósi trúar og tíma“. Verkin eiga það flest sam- eiginlegt að fjalla á einhvern hátt um trúarlegt efni, svo sem kristna trú og bænir, trú- arefni og atburði úr heiðnum sið, kristnitökuna, dýrlinga- dýrkun og trúartákn. Meðal verka er stuðla- bergssúla með frásögn af orðum og athöfnum Þor- geirs Ljósvetningagoða þeg- ar hann kvað upp úrskurð sinn á Alþingi árið 1000 um að íslendingar skyldu allir kristnir vera. Þá er bæna- tafla unnin í íslenskt grá- grýti með bæninni Faðir vor. Sýningar Á Laugaveginum eru einnig leirskálar og myndir með tilvitnunum í Völuspá, Hávamál og fleira. Þar eru einnig helgitákn, krossar og skjaldarmerki. Verkin eru unnin með íjölbreyttum að- ferðum; letruð í stein, mótuð í leir, máluð og handskrifuð á pappír og saumuð út. Sýningin stendur til 28. mars. Myndgátan Stingsög Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Erlingur Gíslason í hlutverki sfnu. Erlingur í mislitum sokkum Leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman hefur verið sýnt fyrir troðfullu húsi á Smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins frá því í haust. Leikritið lýsir í léttum dúr við- burðarikum dögum í lífi ekkju á besta aldri og nokkurra vina hennar. Hvað gerir góðhjörtuð kona þegar hún finnur ókunnug- an, rammvilltan og minnislausan mann á fómum vegi? Hún tekur hann auðvitað með sér heim! Leikhús Um þessar mundir verða leik- araskipti í sýningunni. Erlingur Gíslason tekur við hlutverki Bjama af Gunnari Eyjólfssyni þau kvöld sem Gunnar leikur í Sjálf- stæðu fólki á Stóra sviðinu. Aðrir leikarar era Þóra Frið- riksdóttir, Bessi Bjamason, Guð- rún Þ. Stephensen, Helga Bach- mann, Ámi Tryggvason, Guðrún S. Gísladóttir og Ólafur Darri Ólafsson. Ásmundur Karlsson hannar lýsingu og Hlín Gunnarsdóttir er höfundur leikmyndar og búninga. Sigurður Sigurjónsson er leik- stjóri. Bridge Austur var ekki ánægður með sig að loknu þessu spili, eftir að hann var búinn að fara niður á slemmu sem hann gat staðið. Spilið kom fyr- ir í sveitakeppni á bridgehátíð á portúgölsku eyjunni Madeira og AV sögðu sig alla leið upp í 6 hjörtu á spil AV. Eins og spilin liggja þá ultu úrslit spilsins á því að fmna réttu leiðina í spaðalitnum, þ.e.a.s. að hleypa spaðaáttunni yfir til norð- urs. Sagnhafi fann hins vegar ekki réttu leiðina og var dauðhræddur um að hann myndi stórtapa á sam- anburðinum fyrir að klúðra þessu spili. Hann tapaði að vísu impum á mistökunum, en þeir vom aðéins 6. Á hinu borðinu í leiknum gengu sagnir þannig, vestur gjafari og all- ir á hættu: ♦ Á * - * KG8753 * KDG1094 é 874 •» Á10976 ♦ - * 86532 é D1065 •f 852 •f ÁD1065 * 7 Vestur Norður Austur Suður 14 4 grönd dobl 6 ♦ pass pass dobl p/h NS sögðu kröftuglega á spilin sín á þessu borði og AV höfðu ekki hug- mynd um hvort sagnir væm sagðar til fórnar eða vinnings. Sex tígla var ekkert vandamál að vinna og NS fengu töluna 1540 skráða í sinn dálk. Sveifl- an var því 16 impar, en hefði orðið 22 impar ef austur hefði stað- ið 6 hjörtu á hinu borðinu í leikn- um. Að segja og vinna slemmu í báðar áttir í sama spilinu er staða sem er sjaldgæf við græna borðið. ísak Örn Sigurðsson ♦ KG942 * KDG43 ♦ 92 * Á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.