Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 28
FRETTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá I síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Kæra lögreglunnar: Eigendur vant- ar að hluta smyglsins Ástæður þess að lögreglan hefur kært til Hæstaréttar úrskurð héraðs- dómara, sem hafnaði áframhaldandi gæsluvarðhaldi 6 skipveija Goðafoss, er m.a. sú að ekki liggja fyrir játning- ar um hver eða hverjir eigi nokkur hundruð lítra af áfengi sem fundust um borð í skipinu - þar er þó um að ræða talsvert innan við helming ,,-^éfengisins. Rannsókn málsins stendur enn yfir af fullum þunga. Þar er m.a. stuðst við nýleg gögn frá Bandaríkjunum samkvæmt heimildum DV. Ekki er búist við niðurstöðum Hæstaréttar varðandi kæru lögreglunnar fyrr en jafnvel á morgun, fimmtudag. Sak- sóknari hjá lögreglunni, Egill Steph- ensen, segir það slæmt fyrir rann- sóknarhagsmuni að sexmenningun- um hefur nú verið sleppt. Héraðsdóm- ari féllst hins vegar ekki á að loka mennina lengur inni eftir að hafa ,_^metið málsgögn lögreglunnar og rann- sóknarhagsmuni miðað við sakargift- ir. Réttargæslumaður eins af sex- menningunum segir í viðtali við DV í dag að lögreglan hafi farið offari við kröfur um gæsluvarðhald í málinu, sérstaklega ef mið er tekið af þvi að hér er „einungis" áfengismál á ferð- inni - hefðu tugir kílóa af fikniefnum fundist um borð hefði fyrst verið hægt að réttlæta að „henda" 11 manns inn I gæsluvarðhald á einu bretti eins og raun bar vitni í síðustu viku. Hann segir að hinir saklausu úr hópi skip- verjanna ættu alvarlega að íhuga skaðabótamál á hendur ríkinu. Sjá nánar á bls. 4. Hakkarar hjá Framsókn A heimasíðu Framsóknarflokks- ins hefur tölvuhakkari augljóslega brotist inn því undir liðnum álykt- anir á síðunni stend- ur eftirfarandi: „Hve lengi ætla framsókn- armenn að sætta sig við það að forusta flokksins haldi kvótakerfinu óbreyttu, eingöngu vegna persónu- legra hagsmuna formannsins en fjölskylda hans á mörg hundruð 1 Á’áfciilljóna virði í kvóta.“ -hb/-rt Skíðalandsmótið verður eftir sem áður haldið í Tungudal á ísafirði í páskavikunni þrátt fyrir að snjóflóð hafi fallið á skíðamannvirki á Seljaiandsdal um helgina. Biðstaða ríkir hins vegar á ísafirði varðandi það hvort endurbyggt verði á Seljalandsdal. Fulltrúar Viðlagasjóðs hafa skoðað mannvirkin en ekki liggur fyrir enn þá hve tjónið er mikið. Á myndinni eru menn að bjarga rafbúnaði úr lyftuhúsinu neðst á Seljalandsdalssvæðinu. -Ótt/DV-mynd H.Kr. Jens Elíasson legur fram kæru sína. DV-mynd S Verkamaður kærir þingmann Jens Elíasson verkamaöur kæröi Guðmund Hallvarösson alþingismann í gær til efnahagsbrotadeildar ríkis- lögreglustjóra fyrir að misnota al- mannafé í eigin þágu. „Spjót mín beinast ekki persónu- lega að Guðmundi Hallvarðssyni, heldur öllum þingmönnum sem hafa misnotað póststimpil Alþingis til eig- in nota. Guðmundur sendi sjálfstæðis- mönnum í Breiðholti bréf til að minna á félagsstarf sjálfstæðisfélag- anna í hverfinu og fyrir það á hann að greiða sjálfur. í það minnsta vil ég ekki að skattpeningar mínir séu not- aðir til þess,“ sagði Jens Elíasson í gær. „Reglur um notkun póststimpils Alþingis eru skýrar, en það fer enginn eftir þeim og það á ekki aðeins við um Guðmund Hallvarðsson." -EIR Konur sem fóru í aögerö á Kvennadeild Landspítalans: Greiddu 22 þúsund fýrir að sofa heima - hefðu sloppið viö kostnað meö því aö eyöa nótt á spítalanum „Mig rak í rogastans þegar ég fékk 22 þúsund króna reikning inn um bréfalúguna tveimur mánuð- um eftir aðgerðina," segir Margrét Héðinsdóttir sem fór í aðgerð á Kvennadeild Landspítalans í janú- ar sl. Um var að ræða litla aðgerð og var Margrét kölluð inn klukkan hálfátta um morguninn. Um kvöld- ið var hún stálhress og spurði hvort hún mætti ekki fara heim. Margréti var sagt að henni væri það í sjálfsvald sett en jafnframt að henni væri velkomið að sofa á spítalanum. „Ég tók auðvitað þann kost að fara heim um kvöldið enda gekk aðgerðin vel. Það sagði mér eng- inn að heimfórin hefði nein eftir- mál í för með sér,“ segir Margrét. Tveimur mánuðum seinna kom svo sjokkið þegar 22 þúsunda króna reikningur kom inn um bréfalúgu Margrétar. „Vinkona mín fór í sambærilega aðgerð og fékk einnig að fara heim strax um kvöldið. Hún fékk einnig bakreikning án þess að hafa verið vöruð við og leitaði skýringa hjá sþítalanum. Læknirinn sem hún talaði við sagði ástæðuna vera þá aö fyrst hún svaf ekki yfir nótt þá yrði hún að borga. Hann sagði að kannski væri rétt að láta fólk vita af þessu áður en það færi út af spítalanum og tapaði þannig um- talsverðum fjármunum," segir Margrét. Hún segir að aldrei hefði verið spurning um að sofa á spítalanum ef fyrir hefði legið að heimferðin kostaði þessa upphæð. Ég hefði auðvitað sofið á spítal- anum fyrir 22 þúsund kall. Fyrir Margrét Héðinsdóttir fór í aðgerð á Kvennadeild Landspítalans og rak f rogastans þegar hún fékk reikning nokkru síðar upp á 22 þúsund krón- ur. DV-mynd Pjetur Veðrið á morgun: Hvassviðri fyrir norðan Á morgun verður norðvestan- hvassviðri eða stormur og snjó- koma á Norðurlandi, en hægari og skýjað með köflum sunnan- lands. Frost verður á bilinu 2 til 10 stig, kaldast á Vesturlandi. Veðrið í dag er á bls. 61. ffam hafði ég ekki grænan grun um að ég þyrfti að leggja út svo mikla peninga fyrir aðgerðina. Þetta er alveg ótrúleg framkoma," segir Margrét sem fór í svipaða að- gerð í fyrra. „Þá þurfti ég eklcert að borga vegna þess að ég lá inni í 5 daga,“ segir hún. Eygló Einarsdóttir, aðstoðar- deildarstjóri Kvennadeildar, sagði ákveðnar reglur gilda um það að konur greiddu fyrir verk sem unn- in væru á einum degi. Hún sagði að reglan væri sú að láta sjúklinga vita þegar kostnaður félli á þá. Að öðru leyti sagðist hún ekkert geta sagt um þessi tvö tilvik. „Þetta gæti hafa gerst. Ég veit ekkert um það mál,“ sagði hún. -rt gRftftlU SOKKABUXUR MERKILEGA MERKIVELIN brother PT-220 nv véi islenskir stafir Taska fylgir 8 leturgeröir, 6 stæröir 6, 9, 12, 18 mm boröar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 Lfl Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffang: www.if.is/rafport

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.