Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir r>v Réttargæslumaöur eins af Goöafossmönnunum segir lögreglu hafa farið offari: Gæsluvarðhald er pyntingaraðferð - gæsla nauðsynleg í upphafi þar sem enginn játaði, segir saksóknari lögreglu Fáheyrt er að öil áhöfn skips, 11 manns, sé úrskurðuð í gæsluvarðhald á einu bretti. DV-mynd Hilmar Þór „Gæsluvarðhald sem er notað með þessum hætti er ekkert annað en pyntingaraðferð til að knýja menn til játninga. Það er svívirða að þetta skuli viðgangast. Ef ég væri í sporum þeirra fimm manna sem sátu sak- lausir í gæsluvarðhaldi í 4 eða 7 sól- arhringa, myndi ég alvarlega íhuga skaðabótamál á hendur ríkinu," sagði Sveinn Andri Sveinsson, hér- aðsdómslögmaður og réttargæslu- maður eins af ellefumenningunum af Goðafossi, sem allir fengust á einu bretti úrskurðaðir í gæsluvarðhald snemma í síðustu viku. Síðustu daga hefur talsvert borið á umræðum um Goðafossmálið - hve lögregluaðgerðirnar voru harkalegar í ljósi þess að hér var „bara“ um áfengi og sígarettur að ræða - að- gerðir í fikniefnamálum, sem litin eru alvarlegri augum af almenningi, séu umfangsminni - þá sé jafnvel ekki einu sinni farið fram á gæslu- varðhald yfir meintum höfuðpaur- um, sem stundum eru taldir sleppa. Einnig er á það bent að viðurkennt sé að millilandasjómenn séu alla jafna mjög andvígir fíkniefnasmygli. Örn Clausen hæstaréttarlögmaður sagði við DV að „í prinsippinu" geti bótamál vegna gæsluvarðhalds verið þannig að ef á daginn komi að sak- lausir menn sitji inni, án þess að þeir hafi torveldaö lögreglurannsókn, séu fram komin efni til að stefna ríkinu til greiðslu bóta. Sök sér ef það hefðu verið fíkniefni „Ég hef haldið því fram og skrifað um það greinar að eins og er virðist lögreglan ekki geta rannsakað mál nema að setja menn í einangrun,“ segir Sveinn Andri. „Varðandi Goða- fossmálið er mjög óeðlilegt að fá menn úrskuröaða í gæsluvarðhald vegna brota sem í raun varða ekki við fangelsisrefsingar. Það hefði ver- ið sök sér ef fundist hefðu 50 kíló af kókaíni um borð í skipinu, sem er hegningarlagabrot, en ekki einhver hundruð lítra af áfengi, sem er ein- ungis tollalagabrot. Ég tel að lögregl- an hafi algjörlega farið offari í þessu Hin fræga sexbauja, sem er rúma þrjá kílómetra frá Gróttu. 2,1 mílum norðaustur af baujunni sáu tollverð- ir skipverja af Goðafossi henda „tveimur trossum" af áfengi í sjó- inn. Skipverjar viðurkenndu að ein- hverju leyti hlutdeild sína i þeim að- gerðum. DV-mynd Sveinn máli - hún bara henti allri áhöfninni inn. Það átti hvorki að setja seka né saklausa menn í gæsluvarðhald í þessu máli. Það var of langt gengið. Tilefnið var ekki það mikið,“ sagði Sveinn Andri. Enginn játaði í byrjun Egill Stephensen saksóknari hefur farið fyrir þeim lögfræðingum hjá lögreglustjóranum i Reykjavík sem komið hafa að Goðafossmálinu: „Við getum sagt að þegar um er að Fréttaljós Óttar Sveinsson ræða smygl á áfengi er gæsluvarð- hald mjög sjaldgæft. Það verða að vera sérstök atvik fyrir hendi til að gæsluvarðhald sé réttlætanlegt. Goðafossmálið var þeirrar gerðar að gæsla þótti nauðsynleg. Þetta var ekki bara álit lögreglunnar, heldur héraðsdóms og Hæstaréttar líka. í Goðafossmálinu voru allir ellefu- menningarnir settir inn af því að enginn þeirra tjáði sig í upphafi um áfengið sem fannst. Það fannst mikið magn af smygli í skipinu og upplýs- ingar liggja fyrir um að mikið magn fór um borð í það erlendis. Síðan við- urkenndi enginn skipverji nokkum skapaðan hlut. Við slíkar aðstæður verður að telja miklar líkur á því að ef sekir ganga lausir muni þeir tor- velda rannsókn málsins. Þegar línur tóku síðan að skýrast var þeim sem lögregla taldi ekki þörf á að hafa í gæsluvarðhaldi lengur, sleppt um leið og kostur var. Þá höfðu þeir skýrt sína hlið nægjanlega til þess að efni væru til að sleppa þeim,“ sagði Egill. Menn klikkast í einangrun Sveinn Andri sagðist gjaman hafa séð það í starfi sínu sem réttargæslu- maður að þegar lögreglan er búin að tala við „alla aðila“ í sakamálum hafi mál í raun talist fullrannsökuð. „Þá hefur maður spurt lögregluna: „Hvers vegna er mínum manni ekki sleppt?" Þá hefur svarið verið: „Hon- um verður sleppt þegar hann játar.“ Eitt sinn var ég réttargæslumaður unglings sem var grunaður um aðild að fíkniefnamisferli. Þá sagði lögregl- an við hann: „Ef þú játar þá færðu að fara heim tU mömmu þinnar“. Menn verða að gæta að því að gæsluvarð- hald er þannig að menn geta orðiö klikkaðir af því einu að sitja í ein- angmn. Það er eins og dæmin sýna vel hægt að brjóta menn niður og knýja fram játningar við slíkar að- stæður, sem síðan reynist ekki fótur fyrir,“ sagði Sveinn Andri. Vísar á bug ásökunum um fíkniefnamenn og silkihanska Egill Stephensen vísar því á bug að gæsluvarðhaldi sé ekki beitt gagn- vart mönnum sem liggja undir rök- studdum gran um fikniefnainnflutn- ing. „Það er bara ekki rétt - að svo miklu leyti sem ég hef komið að slík- um málum.“ Egill segir að þegar lögreglan fari fram á gæsluvarðhald komi nokkrir lögfræðingar hennar að sikum kröfu- gerðum. „Það gUda um þetta sérstök ákvæði og aUt er vegið og metið áður en farið er i svona aðgerðir. Starfs- mönnum ákæruvalds og lögreglu er ijóst aö þetta eru mjög alvarleg úr- ræði. Ég fullyrði að þeim er ekki beitt nema full skUyrði að lögum séu fyrir hendi. Það er lögð fram krafa fyrir dómara, sem hlustar á rök með og á móti, því fyrir dómi era líka lög- menn fyrir sakborninga," sagði EgUl Stephensen. Kosningaklám Erfitt er að skUja viðbrögð Sverris Hermannssonar vegna ályktunar landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um sjávarútvegsmál. Bæði formaður flokksins, Morg- unblaðið og aðrir þeir sem kimna að lesa á miUi línanna hafa fuUyrt að landsfundurinn hafi markað nýja stefnu í fisk- veiðimálum. „Mér segir svo hug- ur að seinna meir muni þessi ályktun verða talin merkUeg og söguleg," sagði Davíð formaður. Samt segir Sverrir Hermanns- son að ályktunin sé kosninga- klám. Hann segir að þetta sé ná- kvæmlega sama stefnan og hing- að tU hefur gUt. Sverrir vísar tU þess að í stefnuyfirlýsingunni segir að í „grandvaUaratriðum skuli áfram byggt á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi11. Þetta skUur Sverrir svo að engu skuli breytt. Enda stendur það í yfirlýsing- unni. Sverrir áttar sig hins vegar ekki á því að það er engan veginn að marka það sem stendur, held- ur það sem sagt er. Og Davíð og landsfundurinn hafa viðurkennt að skoða beri aUar aðrar hug- myndir og það var líka samþykkt að skoða það vandlega í nefnd hvort rétt væri að leyfa þjóðinni að njóta einhvers hluta af afrakstrinum. Þetta er höföinglega boðið og boðar nýja og göfuga stefhu hjá flokknum. Og það veröur jafnvel gert með opnum örmum. Það er auðvitað veigamikiU þáttur í þessu máli öUu að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ákveðið að hugsa og skoða og stuðla að sátt um þetta mál. Þó að það standi að byggt skuli á núverandi fisk- veiðistjómunarkerfi þýðir það ekki endUega að byggt skuli á núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. Sverrir er að hengja sig í það sem stendur og skUja orðin eins og þau era sögð þegar ljóst er að það á ekki að lesa það sem stend- ur í línunum heldur það sem stendur á miUi þeirra. Klámið kann að finnast í því sem stendim í ályktuninni en kjaminn felst þó í því hvemig ber að skUja þessa ályktun í ljósi þeirra ummæla formannsins að núverandi fiskveiðistjórnunar- kerfi verði skoðað ef menn óska eftir því, enda þótt erfitt sé að breyta kerfinu nema um það verði sátt, enda verður þá aUtaf gengið út frá þvi að byggt verði á núverandi fiskveiðistjómunar- kerfi. Þetta er auðvitað veraleg stefnubreyting sem á ekkert skylt við klám en ber vott um viðsýni og sáttahug gagnvart þeim sem vUja breyta kerfinu. Þegar flokkur getur breytt kerfi án þess að breyta kerfi og viU taka þeim breytingum með opnum örmum, með því að hnykkja um leið á því að byggt skuli á núverandi kerfi, er auðvitað ver- ið aö segja að breyta megi kerfinu, án þess þó að breyta því. Þetta skUur Sverrir ekki. Þess vegna er hann með klámkjaft. Dagfar Lögreglan kærir Lögreglan í Reykjavík hefur kært úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur að láta sex skipverja Goða- foss lausa. Lögreglan hafði óskað eftir áframhaldandi gæsluvarð- haldi. Vísir.is sagði frá. Stórmál Arnþrúður Karlsdóttir, vara- þingmaður Framsóknarflokksins, segir það stórmál að skipta um flokk. Hún hefur hafnað boði um að leiöa lista Frjálslynda flokksins á Norður- landi eystra. Hún ætlar heldur ekki að taka sæti á lista Framsókn- arflokksins. Dagur sagði frá. ÍS stórtapar íslenskar sjávarafurðir hf. voru reknar með 668 miUjóna króna halla á síðasta ári, samanborið við 310 miUjóna króna tap árið áður. Tap félagsins af reglulegri starf- semi fyrir skatta var 901 milljón króna á árinu 1998. Tap af reglu- legri starfsemi eftir skatta nam 703 mUljónum króna. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 786 millj- ónir króna árið 1998. Eigið fé íým- aði um rúmar 600 miUjónir og nam 988 miUjónum í lok síðasta árs. Viðskiptablaðið á Vísi.is sagði frá. Léleg afkoma KÞ Kaupfélagsstjóri KÞ, Þorgeir Hlöðversson, er mjög ósáttur við afkomu KÞ í fyrra, sem bráðlega verður kynnt opinberlega. Hann ber fúUa virðingu fyrir ákvörðun KS að standa utan sameiningarvið- ræðna vegna afurðastöðva. Við- skiptablaðið á Vísi.is sagði frá. Minni gróði Hagnaður Landsvirkjunar á ár- inu 1998 nam 283 miUjónum króna, en hann var hins vegar 1.717 miUj- ónir árið áður. Framlag rekstrar var aftur á móti aUgott eða 3.370 miUjónir króna, miðað við 3.430 miUjónir 1997, sem er met í sögu fé- lagsins. Viðskiptablaðið á Vísi.is sagði frá. Kosningastjóri ráðinn Samfylkingin í Reykjaneskjör- dæmi hefur opnað kosningaskrifstofu í Hamraborg 14a í Kópavogi. Lúðvík Geirsson, fyrrv. for- maður Blaðamanna- félags íslands, hefur kosningastjóri í kjördæminu. Fáir í bíó Þrátt fyrir fjölgun borgarbúa, bíósala og -sæta um tæplega 900, hef- ur fjöldi gesta kvikmyndahúsanna í Reykjavík nánast staðið í stað á þessum áratug, eftir mikla fækkun á þeim síðasta. Þetta þýðir að færri og færri miðar seljast að jafnaði í hvert sæti. Dagur sagði frá. Ófært um Breiðdalsheiði Á Vestfjörðum var í gær þæf- ingsfærð á Steingrímsfjaröarheiði. Á Austurlandi var ófært um Breið- dalsheiði og þæfingur á Vatns- skarði eystra. Að öðru leyti er góð vetrarfærð á aðaUeiðum landsins. Hagir aldraðra kannaðir Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka þátt í viðamikiUi könnun heilbrigðisráðuneytisins á högum aldraðra. Þá var einnig samþykkt tiUaga heUbrigðisráðherra að ráða Ólaf Ólafsson, fyrrverandi land- lækni, tU að taka saman upplýsing- ar um félagslega stöðu og hugsan- lega einangrun aldraðra, og athuga hvaða hópar þeirra þurfi mest á hjálp samfélagsins að halda. Nýtt markaðsráð HaUdór Blöndal samgönguráð- herra kynnti á ríkis- stjórnarfúndi i gær samning við ferða- þjónustuna um stofnun markaðs- ráðs. Samningurinn verður undirritaður i dag að sögn Netfrétta Morgunblaðsins. Nýr prófastur Biskup íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, hefur útnefnt sr. Sig- fús J. Ámason, sókarprest á Hofi í Vopnafirði, prófast í Múlaprófasts- dæmi tU næstu fimm ára. -SÁ verið ráðinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.