Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Útlönd Heitt í kolunum innan Evrópusambandsins: Framkvæmdastjórnin situr enn sem fastast Þrátt fyrir óvægna gagnrýni í skýrslu rannsóknamefndar um mis- ferli og einkavinavæöingu fram- kvæmdastjómar Evrópusambands- ins situr stjómin áfram enn um sinn. Ágreiningur Evrópuþingsins og framkvæmdastjómarinnar jókst dramatískt i gær þegar ljóst var að hinir 20 meðlimir framkvæmda- stjómarinnar, sem sögðu af sér á mánudagskvöld, líta á það sem sjálf- sagt að þeir fari með bráðabirgða- stjóm þar til ný framkvæmdastjóm hefur verið útnefhd. „Telji framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins að hún geti setið áfram við völd í langan tíma þrátt fyrir að hún hafi sagt af sér skjátl- ast henni. Það er ekkert sem styður slíkt í stjórnarskrárlögum Evrópu- sambandsins. Slíkt er ekki ásættan- legt í þjóðþingum Evrópu,“ sagði forseti Evrópuþingsins, Jose-Maria Gil Robles, á æsingafundi með fréttamönnum í gær. Tony Blair og Gerhard Schröder funduðu í gær um kreppuna í ESB. Símamynd Reuter. Gil Robles vísaði á bug gagnrýni einstakra meðlima framkvæmda- stjómarinnar um að óháða rann- sóknamefndin hefði staðið sig illa og byggt niðurstöður sínar á léleg- um forsendum. Það var Jacques Santer, forseti framkvæmdastjórn- arinnar, sem sjálfur stakk upp á að mynduð yrði rannsóknamefnd. „Ég vil fá nýja framkvæmda- stjóm hið fyrsta," sagði Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, í Bmssel í gær. Þýskaland fer nú með formennsku í Evrópusambandinu. Það er hann sem verður ásamt kol- legum sínum í Evrópusambandinu að leysa vandann. Schröder og Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sögðu á fundi sínum í London í gær að Evrópusambandið ætti að reyna að útnefna eftirmann Santers á leið- togafundi í Berlín í næstu viku. Breska blaðið Financial Times nefndi í morgun þrjá menn sem helst þykja koma til greina í forseta- stól framkvæmdastjómarinnar, þá Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, og Antonio Guterres, forsætisráðherra Portú- gals. Blaðið The Daily Telegraph sagði bresk yfirvöld styðja Guterres og Prodi. The Times sagði að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, væri andvígur því að nefna ein- hvem forseta til bráðabirgða. Blað- ið gaf hins vegar í skyn að Blair kynni að styðja Prodi og Guterres. Það nefhdi hins vegar enga heimild- armenn fyrir frétt sinni frekar en hin blöðin. Talið er að afsögn framkvæmda- stjómar ESB í kjölfar gagnrýninnar um spillingu sé líkleg til að leiða til gagngerra endurbóta. Hins vegar þykir augljóst að starfsemi Evrópu- sambandsins muni fara fram á hálf- um hraða um óákveðinn tíma. Framkvæmdastjómin ein getur lagt fram tillögur. Áfram þjarkaö um Kosovo: Skýrsla um morð í dag Skýrsla finnskra sérfræðinga um meint fjöldamorð Serba á 40 óbreytt- um Kosovo-Albönum i þorpinu Racak í janúar verður gerð opinber í dag. Ef skýrslan leiðir í ljós, eins og Vesturveldin halda fram, að Serbar hafi myrt fólkið með köldu blóði er talið að hún muni enn auka á þrýst- inginn á þá að fallast á rammasam- komulagið um framtíð Kosovo sem gert var í Kosovo í síöasta mánuði. UPPBOÐ Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Stillholti 16-18, Akranesi, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Mánabraut 9, þingl. eig. Böðvar Björg- vinsson og Ástríður Andrésdóttir, gerðar- beiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 23. mars 1999, kl. 11. Merkigerði 10, þingl. eig. Jens I. Magn- ússon, gerðarbeiðandi Byggingarsjóður ríkisins, þriðjudaginn 23. mars 1999, kl. 11. Fulltrúar albanska meirihlutans hafa fallist á samkomulagið en Serbar hafa lagt til breytingar á því. Þeim tillögum var alfarið hafnað. Bandarísk stjómvöld sökuðu júgóslavneska herinn um að flytja meira en þrjátíu þúsund hermenn inn í og að Kosovo til að búa sig undir stríð við NATO. Þá hélt júgóslavneski herinn áfram sókn sinni í Kosovo í gær og kveikti í þorpum sem urðu á vegi hans. Merkigerði 4, 0101, Akranesi, þingl. eig. Þráinn Þór Þórarinsson og Berglind Guð- mundsdóttir, gerðarbeiðendur Akranes- kaupstaður, Byggingarsjóður ríkisins og Landsbanki íslands hf., Akranesi, þriðju- daginn 23. mars 1999, kl. 11. Skarðsbraut 1,0101, Akranesi, þingl. eig. Þorsteinn Vilhjálmsson, gerðarbeiðandi sýslumaðurinn á Akranesi, þriðjudaginn 23. mars 1999, kl. 11.________________ V.S. Andrea, skipask. nr. 2241, þingl. eig. Viktoríu bátar ehf., gerðarbeiðandi Ferða- málasjóður, þriðjudaginn 23. mars 1999, kl. 11._______________________________ Vesturgata 25, hluti 0201, Akranesi, þingl. eig. Ásdís Lilja Hilmarsdóttir, gerðarbeiðendur Akraneskaupstaður og Lífeyrissjóður sjómanna, þriðjudaginn 23. mars 1999, kl. 11. SÝSLUMAÐURINN Á AKRANESI Félagar í hinum fræga kanadíska Sólarsirkusi sýndu fréttamönnum listir sín- ar á kínverskum stöngum í Melbourne í Ástralíu í morgun. Sirkusinn er á ferðalagi um ríki í Asíu og við Kyrrahafið. Saddam Hussein lifði af eldflaugaárás Forseti íraks, Saddam Hussein, bjargaðist heill á húfi þegar bandarískar herflugvélar gerðu eldflaugaárás í byrjun mars á höll í Bagdad. Saddam var þá i eftirlitsferð í höllinni. Þetta kemur fram í arabíska blaðinu Al-Zaman sem er með bækistöðv- ar sínar í London. Árásin var gerð á Radwaniya- höllina að kvöldi 5. mars. Einmitt þá var íraksforseti í höllinni að skoða skemmdir sem urðu í hernaðaraðgerðum Bandaríkja- manna og Breta í desember síð- astliðnum. „Saddam leitaði skjóls inni á hallarsvæðinu og bjargaðist heill á húfi,“ að því er segir í Al-Zam- an. Radwaniya-höllin er ein sú stærsta í Bagdad og hefúr neðan- jarðarskýli. í árásinni nú í mars skemmdist höflin enn frekar, samkvæmt frásögn blaðsins. Stuttar fréttir r>v Þrettán fórust Að minnsta kosti þrettán far- þegar létu lífið þegar farþegalest með meira en tvö hundruð innan- borðs lenti í árekstri í Illinois í Bandaríkjunum í fyrrinótt. Sex var enn saknað í gærkvöld. Hillary á ferö og flugi Hillary Rodham Clinton, for- setafrú í Bandaríkjunum, leggur land undir fót um helgina þeg- ar hún heldur í nærri tveggja vikna ferð til Egyptalands, Túnis og Marokkó til að leggja áherslu á vináttu Bandaríkjanna við þessar þjóðir og þennan heimshluta. Dow upp og niður Dow Jones verðbréfavísitalan á Wall Street fór í fyrsta sinn yfir tíu þúsund stig í gær en lækkaði þó niður fyrir þá töfratölu fyrir lokun viðskipta. Belgsmenn á siglingu Tveir loftbelgsfarai', Svisslend- ingur og Breti, eru nú komnir í námunda við Mexíkó á leið sinni umhverfis jörðina. Þeir vonast til að ljúka ferð sinni í Norður-Afr- íku um helgina og verða fyrstir til að fljúga án viðkomu umhverfis jörðina í loftbelg. Kanar fá aðgang Norður-Kóreumenn hafa fallist á að veita bandariskum eftirlits- mönnum aðgang að neðanjarðar- birgi þar sem grunur leikur á að kjamasprengjur séu framleiddar. Annan brá illilega Kofi Annan, aðalframkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, var að sögn illa brugðið við morðið á kaþ- ólska mannrétt- indalögfræð- ingnum Ros- emary Nelson á Norður-írlandi á mánudag. Nelson var myrt með bílsprengju suður af Belfast. Ráðherra illa haldinn Aðstoðarinnanríkisráðherra sambandsríkis Króata og múslíma í Bosníu særðist illa í sprengjutilræði í Sarajevo í gær. Ekki er vitað hverjir vora þama að verki. Moröingi líflátinn Maður sem fundinn var sekur um tvö morð og grunaður var um að tilheyra hópi morðingja sem notuðu líkamsparta fórnarlamba sinna við helgiathafnir var líflátinn- í Illinois í Bandaríkjunum í nótt. Lög gegn barnaníðingum Norska stjómin íhugar að setja lög sem heimila lögreglunni að segja fólki frá hvar bamaníðingar búa. Einnig geta framköllunar- stofur, tölvufyrirtæki og ferða- skrifstofur þurft aö tilkynna um grun um misnotkun. Borgarstjóri handtekinn Lögreglan í New York handtók á mánudaginn David Dinkins, fyrrverandi borgarstjóra stór- borgarinnar, ásamt 14 öðrum. Þeir höfðu tekið þátt í mótmælum gegn ofbeldi lögreglunnar sem skaut óvopnaðan innflytjanda til bana í febrúar síðastliðnum. Forbes vill í forsetastól Bandaríski mifljarðamæringur- inn Steve Forbes greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að hann hefði hug á því að bjóða sig fram í næstu forsetakosning- um. Forbes reyndi að verða forsetaframbjóð- andi repúblikana árið 1996. Hann eyddi þá 37 milljónum dollara í kosningabaráttu sína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.