Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Spurningin Hver er uppáhaldsnáms- greinin þín? (Spurt í Fjölbrautaskóla Suðurnesja) Gerða Halldórsdóttir: Leiklist. Það er svo gaman að tjá sig og koma fram. Ég hef tekið þátt í skólaleikritum. Gyða Guðjónsdóttir: Danska. Það er svo flott mál. Ég var í fyrrasum- ar hjá systur minni í Danmörku og er að fara aftur núna um páskana. Ásdis Erla Erlingsdóttir: Mér þyk- ir danska skemmtilegust. Svo er kennarinn bæði sætur og skemmti- legur og góður persónuleiki. Helga Guðmundsdóttir: Spænska. Ég hef farið í sólarlandaferðir til Spánar og held að það geti nýst mér vel að kunna spænsku. Guðný Gunnarsdóttir: Mér finnst skemmtilegast i verslunarreikningi af því að meirihlutinn í bekknum er strákar og þeir sem sitja hjá mér eru svo sætir. Svo er kennarinn líka góður. Oddur Jónasson: Það er gaman í dansi, sérstaklega út af búningunum. Lesendur Vegaáætlun og sjálf- stæðisflokkarnir átta Kjósendur eiga heimtingu á vönduðum vinnubrögðum og skýrum svörum frá stjórnmálaflokkunum þar sem stórframkvæmdum á sviði samgangna verði for- gangsraðað, segir Einar m.a. í bréfinu. - í Oddsskarði. Einar Sveinbjömsson skrifar: Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra birtist Sigliirðingum sem frelsandi engill á dögun- um með tvenn jarðgöng á milli Siglufjaröar og Ólafs- fjarðar uppi í erminni. Ekki eru nema örfár vikur liðnar frá þvi að flokkssystkini Hall- dórs, þau Arnbjörg Sveins- dóttir og Egill Jónsson, lögðu fram þingsályktunartillögu um jarðgöng á milli Reyðar- fjaröar og Fáskrúðsfjarðar. Ekki má heldur gleyma sjálf- um Áma Johnsen á Suður- landi en hann hefur talað cif mikilli alvöru fyrir því að bor- að verði neðansjávar á milli lands og Eyja. í Reykjanes- kjördæmi telja þeir Kristján Pálsson og Gunnar Birgisson síðan að tvöföldun Reykjanes- brautar til Keflavíkur eigi að hafa algjöran forgang í sam- göngumálum. Og örlítið norð- ar á þessu sama svæði gæla þingmenn Sjálfstæðisflokks í Reykjavik við lagningu Sundabrautar. Kostnaður i heild við allar þessar framkvæmdir sem hér eru nefndar hleypur eflaust á tugum mUljarða króna. Það er alveg sama hve ein- stakir frambjóðendur verða dug- miklir heima í héraði að lofa kjós- endum sínum þessum lífsnauðsyn- legu samgöngubótum - það er ekki vinnandi vegur að koma þeim öll- um við á næsta kjörtímabili. Fyrir liggur vegaáætlun til 10 ára, staðfest af Halldóri Blöndal. Þar er ekki minnst á jarðgöng. Hins vegar hafa þingmenn í ýmsum flokkum og kjördæmum minnt ráðherra á munnlegt samkomulag um að næstu göng skuli vera á Austurlandi. Af- neitun Halldórs Blöndals á þessu samkomulagi sem frambjóðanda á Norðurlandi eystra getur verið skiij- anleg en þessi meinta gleymska er með öllu ótæk hjá samgönguráð- herra þjóðarinnar í átta ár. Spyrja má þeirrar spurningar með réttu hvort Sjálfstæðisflokk- amir í landinu séu í raun jafnmarg- ir kjördæmunum, og hver með sína stefnu nú fyrir kosningarnar í vega- málum. Og áfram geta menn velt því fyrir sér hvemig þessir fulltrú- ar flokkanna átta, með sama nafni, ætla að ná saman um forgangsröð eftir kosningar þar sem litið verður á eftirgjöf sem svik heima í kjör- dæmunum Nei, kjósendur eiga heimtingu á vönduðum vinnubrögðum og skýr- um svörum frá stjórnmálaflokkun- um þar sem stórframkvæmdum á sviði samgangna verði forgangsrað- að - ekki hentistefnu Sjálfstæðis- flokksins sem minnir mjög á mála- tilbúnað Samfylkingarinnar, þar sem allir eiga að fá allt, strax. Ótíðindi frá ísafirði Friðþjófur skrifar: Hvað ætla þeir Vestfirðingar að bíða lengi með að ákveða sig hvort þeir yfirgefa heimkynni sín að fullu eða láta ótíðindin yfir sig ganga og aðra landsmenn í leiðinni? Þaö er ekkert einkamál t.d. ísfirðinga þeg- ar snjóflóðin eyðileggja mannvirki og setja mannfólkinu afarkosti. Nú eru það skíðalyftur sem sópast hafa burt, og það í annað sinn á ísafirði. Er spurt um ábyrgð? Auðvitað ekki, því allir hafa svörin á reiðum hönd- um: „Ég var búinn að vara við þessu.“ Eða þá: „Þaö voru einhverj- ir útlendingar að tuða um að það væri hættulegt að byggja lyfturnar þarna. Svisslendingar, eins og þeir hafi eitthvert vit á snjó á Vestfjörð- um?“ Hvað verður næst? Og eiga þá all- ir landsmenn að koma til hjálpar? Auðvitað verður það gert, annað væri ódrengskapur og svívirða. En er eitthvert vit að byggja Vestfirði yfirleitt með þessar ógnir við bæjar- dymar. Að sjálfsögðu ekki. Aldraðir, þurfandi eða þrýstihópur? Friðþjófur skrifar: Aldraðir í landinu eru ekki af- skiptir í þjóðmálunum. Það gengur maður undir manns hönd til að út- hrópa velferðarmál þeirra, eða rétt- ara sagt hin bágu kjör sem þeir eru sagðir búa við. Þeir eigi vart mál- ungi matar og þeir búi þröngt og illa. Hinir sem ekki búa þröngt og illa, heldur í sínum góðu híbýlum, hvort sem þau em einbýli eða íbúð- ir í fjölbýli, þurfi að borga háa eign- arskatta og komist ekki lönd né strönd fyrir þessum háu greiðslum. - Líklega er þá átt við að þeir kom- ist ekki í utanlandsferðir eða eitt- hvað annað sem þeir hafa hug á. Nú er það svo að eldri borgarar landsins fá allir svonefndan eUilíf- eyri (sem þó má ekki kalla svo, því sumir þeirra skammast sin fyrir að vera orðnir gamlir og vilja láta út- rýma orðum þar sem stofninn „gamal" kemur fyrir). Þessi ellilíf- eyrir er ekki jafn fyrir alla aldraða. Margir, líklega flestir í dag, fá svo greiðslur ffá lifeyrissjóðum sínum. Misháar að vísu. Og enn era þeir til sem safnað hafa til siðari tíma, t.d. keypt sér íbúð aukalega eða hafa fengið arf sem þeir ávaxta með ýms- um hætti. Sannleikurinn er sá, að mínu mati, að aldraðir era ekki þurfandi hópur hér á landi. En þeir eru orðn- ir að verulegum þrýstihópi, líkt og aðrir sem telja sig eiga eða geta fengið málum sínum framgengt með stofnun félagasamtaka. Aðeins eitt er nauðsynlegt varðandi aldraða. Að þeir njóti sannmælis í skatta- málum, greiði ekki tvöfalt af þeim tekjum sem þeir fá - og svo auðvit- að hitt, að eftirlaunin frá hinu opin- bera verði jöfn fyrir allar manneskj- ur, 67 ára og eldri. Þetta geta stjórn- völd leiðrétt með einu pennastriki, rétt eins og þegar bjórinn var leyfð- ur og þegar miövikudagslokun áfengisveitinga var afnumin með reglugerð einn daginn. Eru íslenskir sjó- menn réttlausir? Fyrrv. sjómaður skrifar: Þótt smyglvamingur hafi fundist I skipi Eimskipafélagsins, þá réttlætir það ekki, að mínu mati, að öll skips- höfnin sé sett í gæsluvarðhald. Síður en svo. Dómarar hafa sýnt og sann- að að þeir mismuna fólki og eru dæmin um það orðin nokkuð mörg. Ég nefni bara þegar ofbeldismaður sem var sekur um morðhótanir á leigubílstjóra einum, var látinn laus nokkram klukkustundum siðar. Dómarar sem sýna borgurunum slíka litilsvirðingu ættu tafarlaust að láta af störfum! Gæsluvarðhald yfir allri skipshöfninni á skipi Eim- skips finnst mörgum vera réttar- hneyksli. Sýnir að réttlæti er a.m.k. skorið við nögl. Framsókn í tilvistarkreppu Örn Björnsson skrifar: Framsóknarflokkurinn er í tUvist- arkreppu í Reykjavik. Mér finnst það endurspeglast í myndbirtingu í blaðinu Degi, þar sem sýnd var Sig- rún Magnúsdóttir, er nú hefur látið af formennsku í borgarráði, en Ingi- björg Sólrún Gísladóttir tekið við. Þetta eru örlög Framsóknarflokks- ins undir R-lista merkjum í Reykja- vík og skal engan undra þótt fylgi hans meðal kjósenda í borginni mælist í lágmarki. Flokkurinn er nefnUega ekki tU í hugum reyk- vískra kjósenda. Framsóknarfólkið lítur ekki lengur á formann flokks- ins sem leiðtoga sinn, heldm- Ing- bibjörgu Sólrúnu. Eitt sinn var látið að því liggja að Sigrún Magnúsdótt- ir hefði forystuhlutverki aö gegna innan R-listans, en nú er ekki lengur farið í launkofa með að öU völd hafi af henni verið tekin. Nú verður Helgi Hjörvar (Arnarson & Hjörvai', þið munið) forseti borgarstjómar, á sama tíma og gengi Sigrúnar feUur. Framsóknarfólk sem hefur fylkt sér um R-listann tvennar borgarstjóm- arkosningar telja nú gott og blessað að styðja Samfylkinguna. Innflytjendur á Islandi P.Þ.R. skrifar: Mikið hefur borið á því að í'ólk frá Asíu og Afríku flytjist tU íslands í góðærið. Með þessari þróun breytist þjóð okkar í framtíðinni. Ég er alfar- ið á móti þessari þróun þvi hver þjóð á að hafa sína menningu, sín trúarbrögð og sinn kynstofn. Þetta mun leiða tU kynþáttaárekstra líkt og annars staðar, þar sem mörg þjóðarbrot eru í landinu. Um það eru dæmin og þau ekki fá. Eitur- lyfjaneysla og afbrot eru þó nokkuð tíð meðal fólks af þeldökkum kyn- stofni, t.d. í Bandaríkjunum og Evr- ópulöndum. Vandamálin eru næg hér meðal unlinga. íslendingar eiga líka erfitt með að aðlagast þessum innflytjendum, og öfugt. Þetta sundr- ar en sameinar ekki þjóðina. Ég tel að við ættum að taka á þessum mál- um sem fyrst. Húmorinn horfinn Magnús Sigurðsson skrifar: Hvað er eiginlega að hjá Spaug- stofunni? Síðustu þættir hafa ekki verið ófyndnir, þeir hafa beinlínis verið sorglegir. Það er alltaf dapur- legt að horfa upp á misheppnað spaug. Það er ekki ýkja langt siðan Spaugstofan var með alskemmtileg- ustu þáttum sem sáust á sjónvarps- skermi, hvort sem um var að ræða ríkissjónvarpið eða Stöð 2. Svo gerðist eitthvað og húmorinn hvarf. Nú er bara að breyta stefn- unni, Spaugstofufólk, og finna upp á einhverju nýju. Það er ekki nóg að þið séuð ein um að hlæja að þátt- unum, eins og sjá má i lok hvers þáttar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.