Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aöstoóarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Tímanna tákn Pólland, Ungverjaland og Tékkland hafa gengið til liðs við Atlantshafsbandalagið. Innganga þeirra markar tímamót í pólitískri þróun Evrópu. Fyrstu ríki Varsjár- bandalagsins, sem liðaðist í sundur árið 1991 eftir fall kommúnismans, hafa þar með gengið til liðs við lýðræð- isríki Vestur-Evrópu. Það var táknrænt að innganga rikjanna var staðfest með formlegum hætti í bænum Independence, fæðingar- bæ Harrys S. Trumans, fyrrum forseta Bandaríkjanna og eins helsta forvígismanns stofnunar Atlantshafsbanda- lagsins árið 1949. „Ungverjaland er komið heim,“ sagði utanríkisráðherra Ungverjalands réttilega og hið sama á við um Pólland og Tékkland. Fleiri ríki sem nú eru laus úr ánauð kommúnista í Austur-Evrópu bíða við dyr NATO eftir inngöngu, enda leita þau til vesturs eftir efnahagslegum stuðningi og pólitísku og hernaðarlegu öryggi. Þannig hefur landslag Evrópu tekið breytingum frá því Winston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hélt eina sína fræg- ustu ræðu í Westminster háskólanum í Bandaríkjunum 1946, þar sem hann sagði járntjald hafa verið dregið þvert yfir álfuna. Stækkun NATO hefur ekki verið óumdeild, hvorki innan bandalagsins né utan. En þeir sem nú gleðjast yfir inngöngu ríkjanna þriggja telja að með stækkun aukist möguleikar bandalagsins til að sinna grunnhlutverki sínu sem er sameiginleg varnarstefna sem dregur úr hættu á allsherjarófriði eins og Evrópubúar hafa upplif- að tvisvar á þessari öld. En á sama tíma er hlutverk bandalagsins að breytast, enda NATO að fóta sig í gjör- breyttu pólitísku landslagi. Og vanmáttur bandalagsins til að tryggja frið í ríkjum fyrrum Júgóslavíu hefur ber- lega komið í ljós, þó einnig sé ljóst að friðargæslusveitir þess á Balkanskaga hafa komið í veg fyrir meiri hörm- ungar en annars hefðu orðið. Atlantshafsbandalagið á eftir að taka breytingum á komandi árum, eftir því sem aðildarríkjum þess fjölgar. Við íslendingar höfum tekið þátt í varnarbandalaginu frá fyrstu tíð, enda aðildin hornsteinn utanríkisstefnu ís- lands og um hana spunnust hatrammar pólitískar deilur sem markað hafa djúp spor í stjórnmálasögu landsins. Það er tímanna tákn að sömu helgi og formlega var gengið frá því að þrjú fyrrum aðildarríki Varsjárbanda- lagsins gengu í NATO lýsti Svavar Gestsson því yfir að hugmyndaverksmiðju hefði verið lokað. Þetta er pent orðalag fyrrverandi formanns Alþýðubandalagsins og herstöðvarandstæðings um hugmyndafræðilegt gjald- þrot. Nú ætlar Svavar að snúa sér að hagsmunagæslu fyrir íslands hönd, sem meðal annars felst í því að fylgja eftir utanríkisstefnu, sem hann hefur allt sitt líf í stjórn- málum barist hatrammlega gegn. Sú barátta var háð á síðum Þjóðviljans, í sölum Alþingis og á Reykjanesbraut- inni, í misjöfnum veðrum. Það er einnig timanna tákn að annar fyrrum formað- ur Alþýðubandalagsins og herstöðvarandstæðingur skyldi taka þátt í sérstökum hátíðarhöldum í Varsjá til að fagna inngöngu Póllands í Atlantshafsbandalagið. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, telur aðild Pól- lands innsigla tengsl þjóðanna tveggja með nýjum hætti. Þannig hafa tveir fyrrum andstæðingar utanríkis- stefnu íslands allt frá stofnun Atlantshafsbandalagsins, tekið að sér að gæta hennar sérstaklega, hvor með sín- um hætti. Nú eru aðrir tímar og hugmyndaverksmiðjur lokaðar. Óli Björn Kárason Raforka er eðalsta gerð orku... en hún hefur aðallega einn stóran ókost; að dýrt er að geyma hana, og varðar því sérstaklega orkugjafa fyrir farartæki, segir m.a. í grein Jónasar... Ráðstöfun raforku mun raforkuvinnsla í framtíðinni beinast fyrst og fremst til að sinna forgangsþörfum. Áburðarframleiðsla á íslandi byggist á raf- orku en það er ekki nauðsynlegt hvað varð- ar ammoníak, sem unnt hefur verið að fá á heimsmarkaði fyrir allt að helmingi lægra verð en á íslandi, þótt fram- leiðslan hafi fengið raf- magn á botnverði. Þetta mun Haraldur .i Andra fljótlega sjá og að hann verður háður, þótt leitt þyki, stjórnvöldum áfram um raforkuverö. - - „Aburöarframleiðsla a Islandi byggist á raforku en það er ekki nauðsynlegt hvað varðar amm- oníak sem unnt hefur veríð að fá á heimsmarkaði fyrír allt að helmingi lægra verð en á íslandi þótt framleiðslan hafí fengið raf- magn á botnverði.M Kjallarinn Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Að öllum líkind- um er nýting henn- ar hérlendis nú skynsamleg að flestu leyti. Raforka er eðalsta gerð orku; hún er nýtan- leg til flestra þarfa með bestri nýtingu. Á mörgum sviðum hefur hún algjöra yfirburði yfir aðra orkumiðla en hún hefur aðallega einn stóran ókost; þann að dýrt er að geyma hana. Þessi ókostur varðar því sérstak- lega orkugjafa fyrir farartæki. Rafgeym- ar eru stórir, dýrir og þungir; geymslu- geta þeirra fyrir orku er ákaflega takmörkuð. Ofan- nefndar forsendur eru og verða ráð- andi í framtíðinni um raforkufram- leiðslu úr öðrum orkulindum og ráð- stöfun hennar. Spurning er um framtíð áburðar- framleiðslu og vetn- is hérlendis með rafmagni. Framtíðin er óviss „Það er erfitt að spá, sérstak- lega um framtíðina," er haft eftir frægum Breta. Augljóslega verður reynt að nota raforku í framtíð- inni til allra þarfa þar sem hún er beinlínis nauðsynleg, svo sem til heimilisþarfa, upplýsingamiðlun- ar, iðnaðar og fyrirtækjareksturs, einnig til efnaframleiðslu þar sem raforka er alveg nauðsynleg eins, t.d. framleiðslu léttmálmanna áls, magnesíums o.fl.; sú framleiðsla veröur smám saman að greiða hærra verð en nú er. Þess vegna Nema að hann flytji ammoniak inn þvi unnt er að framleiða það með jarðgasi. Að öllum líkindum gerir hann það. En þá er vetnis- hlutinn settur í salt hvað sem flumbrugosar Framsóknar segja! Það verða að vísu óhljóð í ná- grönnum Gufuness ef geyma á mikið af ammoníaki í tönkum á svæðinu og enn meiri ef það væri vetni. Það er að vísu ekki mikið mál að framleiða vetni til fitu- herslu og tilrauna með vetnisbíla. Hrein orka aflögu? Allir ræða nú um mengunar- lausa orku til samgangna en það verður tæpast mikið um slíkt. Sporvagnar og lestir nota rafmagn úr olíu eða kolum. Örfáar þjóðir geta ráðstafað hreinni raforku um- fram forgangsþarfir til vetnisfram- leiðslu. í Evrópu tæpast nema Is- land og e.t.v. frændur okkar Norð- menn en þar í landi verður vatns- orka stöðugt dýrari, m.a. vegna verndunarsjónarmiða. Auk þess munu í framtíðinni forgangsþarfir fyrir raforku ráða í vaxandi mæli. Þá er unnt að herja á fossa og jarðgufu svo og olíu og jarðgas vanþróaðra þjóða eða ann- arra sem eiga gnótt af þeim undir prinsippinu: „Hreinsun hér með mengun þar!“ þ.e. með því að nota jarðgas eða olíu til vetnisfram- leiðslu myndast gróðurhúsaloft á framleiðslustað. Þá er hægt að stunda mengunarkvótabrask við aðrar þjóðir og menga þar til að hreinsa i eigin ranni; og stæra sig eins og græningjar. Skítt með heimsmengun! Þetta er þó allt háð því að notkun vetnis sem driforku farartækja heppnist með góðri heildamýtni. Áður en svo verður munu streyma bæði sviti og tár. Þannig gæti komið til þess í framtíð að flytja yrði vetni um langan veg; það verður ódæll og hreint ekki ódýr mjöður. Þessi hugmynd er þó forvitnileg fyrir olíusölufyrir- tæki. Fáar þjóðir Ekki yrðir fallegur svipur á Kristjáni Ragnarssyni II. eða III. ef fískiskipaflotinn gæti aðeins feng- ið eldsneyti á íslandi og hugsan- lega í Noregi. Víst er að á þeim bæ væru menn tregir til að taka slík- an aflbúnað í skip sín. Steingrím- ar á sauðsskinnsskóm með græn gleraugu eiga eftir að verða fyrir vonbrigðum. - „Hreint" eldsneyti verður ekki til nema hugsanlega í mjög smáum stíl á heimsvísu. Jónas Bjarnason Skoðanir annarra Pólitískur grundvöllur „Með samþykkt landsfundar Sjálfstæðisflokksins um sjávarútvegsmál hefur verið lagður pólitískur grundvöllur að lausn deilunnar um fiskveiðistjóm- unarkerfið, sem staðið hefur á annan áratug og hef- ur sífellt orðið harðari. Það er ekki búið að finna þá lausn, sem mikill meirihluti þjóðarinnar getur sætt sig við, en það er búið að skapa forsendur fyrir þvi, að hún finnist... Hafi menn áður haft ástæðu til að kvarta undan því, að fiskveiðistjórnunarkerfið væri lítið rætt á vettvangi Sjálfstæðisflokksins á það ekki við nú.“ Úr forystugrein Mbl. 16. mars. Sífellt sterkari staða kvenna „Staða kvenna í Sjálfstæðisflokknum er afar sterk, því ef að líkum lætur fjölgar konum í þingflokknum um helming eftir kosningamar í vor og í fljótu bragði sýnist mér að varaþingmenn flokksins verði nokkuð jafnt af báðum kynjum. Landsfundurinn staðfestir, hvað sem líður persónukjöri Geirs H. Haarde, að staða kvenna innan flokksins er sífellt sterkari og ekkert áhyggjuefni. Þær bera ekki skarð- an hlut frá borði, konur eru hvarvetna í sókn, en mestu skiptir þó að farið sé eftir málefnum og hæfni fólks.“- Hjálmar Jónsson í Degi 16. mars. Eigum við ekki öll ríkissjóð? „Leiðarar þriggja dagblaða hafa nú á síðustu dög- um flallað um byggðamál með nokkuð misjöfnum efnistökum en þó í svipuðum dúr. Þar hefur verið rækilega undirstrikað að framkvæmd eins og göng milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héðinsfjörð á ekki upp á pallborð leiðarahöfunda ... Hvað á slíkur málflutningur að þýða? Eigum við ekki öll ríkissjóð- inn? Líta þessir ágætu menn á það sem ölmusu ef verja á fjármunum ríkisins til uppbyggingar á lands- bygðinni?" Kristján Þór Júlíusson í Mbl. 16. mars

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.