Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1999, Blaðsíða 15
Iþróttir NBA-DEILDIN Úrslitin í nótt: Indiana-Atlanta...........79-85 Smits 22, Miller 15, Jackson 11 - Hend- erson 19, Blaylock 11, Mutombo 10. Cleveland-Detroit.........86-82 Kemp 20, Knight 19, Person 14 - Hill 23, Dumers 18, Stackhouse 9. Miami-Washington..........94-85 Hardaway 24, Mouming 19, Brown 18 - Richmond 22, Howard 18, Thorpe 14. New York-LA Clippers . . . 113-89 Sprewell 31, Houston 24, Johnson 20 - Taylor 18, Murray 18, Olowokandi 12. Minnesota-LA Lakers . . . 101-107 Smith 22, K.Gamett 21, Brandon 18 - Shaq 24, Rice 22, Bryant 21. Toronto-New Jersey.......100-85 Carter 20, Christie 18, Brown 17 - Marbury 22, Van Horn 17, Giil 14. Houston-Portland.........101-93 Olajuwon 21, Pippen 18, Mack 17 - Stoudamire 17, Williams 15, Grant 13. Milwaukee-Phoenix........92-110 D.Curry 18, Thomas 17, Robinson 12 - Robinson 20, Gugliotta 19, McCloud 14. Seattle-Vancouver.........87-85 Baker 31, EUis 14, Payton 12 - Rahim 21, Reeves 21, Bibby 15. Sacramento-San Antonio 109-121 Divac 18, WiUiamson 16, MaxweU 16 - Duncan 29, Elie 23, EUiott 19. Staðan, sigrar/töp: Austurdeild: Miami 17/5, Indiana 15/6, Orlando 16/7, New York 14/9, Atlanta 13/9, MUwaukee 12/9, PhUadelphia 12/9, Detroit 12/10, Cleveland 10/10, Wash- ington 9/13, Toronto 8/12, Boston 7/12, Charlotte 6/14, Chicago 6/15, New Jersey 3/18. Vesturdeild: Utah 18/4, Portland 17/5, LALakers 17/7, San Antonio 14/8, Houston 14/9, Minnesota 13/10, Seattle 12/9, Phoe- nix 12/10, Sacramento 11/13, Golden State 9/13, DaUas 8/15, Denver 6/16, Vancouver 4/19, LA Clippers 1/20. -VS Körfubolti: Hamar sigraði Þaö verða lið Hamars úr Hvera- gerði og ÍR sem leika til úrslita í 1. deUd karla í körfuknattleik og um leið um réttinn til að leika i úrvais- deUdinni á næsta tímabUi. Hamar tryggöi sér sæti í úrslita- leiknum með því að vinna Þór Þor- lákshöfn, 72-76, i æsispennandi leik í Þorlákshöfn í gærkvöld þar sem úr- slitin réðust ekki fyrr en á lokasek- úndum en þetta var oddaleikur liöanna í undanúrslitunum. Hjá heimamönnum var Banda- ríkjamaðurinn BiUy Dreher stiga- hæstur með 20 stig og Óskar Þóröar- son var meö 17 stig. Hjá Hamars- mönnum var Pétur þjálfari Ingvars- son stigahæstur með 13 stig og Rúss- inn Oleg Krijanovskij setti niður 7 stig. -GH -*í Þorbjörn Jensson, landsliösþjálfari: Skrifa undir eftir mótið DV, Svíþjóð: Þórey Edda Elísdóttir úr FH flýcjur hér yfir 4,37 á stökkmóti IR í Laugardalshöll í gær. Á myndinni hér að neðan er Einar Karl Hjartarson að vippa sér yfir 2,11 metra í hástökkinu. Hærra stökk Einar ekki en hann setti íslandsmet á Akureyri um síðustu helgi þegar hann stökk 2,20 metra. DV-myndir Hilmar Þór Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari í handknattleik, og forystumenn í HSÍhafa náð samkomulagi um að Þorbjörn skrifi undir nýjan samning við HSÍ. „Það var ætlunin að ég skrifaði undir nýjan samning við HSÍ áður en við fórum á mótið hingað. Samningur liggur tilbúinn til undirritunar og ég mun skrifa undir hann þegar ég kem frá mótinu hér í Svíþjóð,“ sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, í samtali við DV í gærkvöld. -JKS Stökkmót ÍR: Þorey stal senunni - stökk 4,37 m og bætti sig enn Frjálsíþróttafólk batt enda- hnútinn á frjáisíþróttaveturinn á Stökkmóti ÍR í Höllinni í gær. Þórey Edda Elisdóttir úr FH var stjarna kvöldsins, vann Völu Flosadóttur, ÍR, í fyrsta sinn í stangarstökki, auk þess að bæta sinn besta árangur og setja hall- armet, 4,37 m. Hún átti best áður 4,36 m. Fann mig betur „Mér gekk vel í dag, fann mig betur er leið á og komst í gang sem betur fer þvi ég vildi enda betur en á mótinu á Akureyri. Það er lcmgskemmtilegast að ná þessu hér, gat ekki beðið um meira í vetur og vona að sumarið verði eins gott,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir. Þórey Edda stökk 4,37 og átti síðan mjög góöa tiiraun við 4,40 í fyrstu tilraun. Vala lenti í vand- ræðum með stöngina í 4,32 eftir 3 mjög sannfærandi stökk. Þórey byrjaði ekki eins vel, en síðan rauk hún í gang, blómstraði og fekk uppreisn æru eftir dapran dag á sunnudag. Zsuzsa Sabo náði ekki yfir sína upphafshæð. „Þetta leit vel út í byrjun, en stöngin var orðin of mjúk og ég gerði mistök með þvi að skipta ekki. Það er sterkt hjá Þóreyju að gera þetta á síðasta mótinu í vet- ur og hún er á góðri leið en ég hefði viljað gera betur í dag,“ sagði Vala í mótslok. „Ég vil meira“ Einar Karl Hjartarson stökk 2,11 í hástökkinu og bar sigur úr býtum eftir umstökk við Sebasti- an Chmara. „Ég var oröirrn þreyttur en þessi 3 mót hér heima í vetur eru skemmtileg- ustu mót sem ég hef keppt á. Maður er aldrei sáttur, ég vil meira og nú er að undirbúa sig til að ná enn þá hærra í sumar," sagði Einar Karl. Þórdís Gísladóttir er síung og þrátt fyrir að vera orðin 38 ára vann hún hástökk kvenna með 1,74 m stökki. Athygli vakti bæt- ing Ágústu Tryggvadóttur en hún stökk 1,70 í fyrsta sinn og lenti í 2. sæti. „Þetta er aöeins önnur stökkæfmgin min í vetur, það er gróska í hástökkinu og maður er nú meira með til að draga þær áfram en ég vildi ekki missa af þessu - þetta er mjög gaman“. -ÓÓJ adtdcss Vala Flosadóttir og Þórey Edda Elfsdóttir brosmildar eftir stangar- stökkskeppnina í gær. BLAK Úrslitakeppni kvenna, fyrri leikir: Víkingur-KA...................3-0 (15-10, 15-12, 15-6) ÍS-Þróttur N .................3-1 (15-10, 15-9, 13-15, 15-13) í kvöld mætast öðru sinni í karla- flokki Stjaman-ÍS og Þróttur-KA. -GH +- MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 1999 51 Iþróttir Róbert Duranona átti dapran dag, eins og margir íslensku landsliðsmannana í gær. Sfmamynd Geir Sveinsson: A heimleið? Flest bendir til þess að Geir Sveins- son og Júlíus Jónasson, tveir af reynd- ustu handknattleiksmönnum landsins og margreyndir atvinnumenn, taki við þjálfun 1. deildar liðs Vals í handknatt- leik. Eins og ffam hefúr komið í DV hefur Jón Kristjánsson ákveðið að hætta sem þjálfari Vals en hann hefur á undanfórnum árum unnið mjög gott starf sem þjálfari og leikmaður Vals. Fjögurra ára samningur við Val á borðinu Geir mun taka endanlega ákvörðun í næstu viku hvort hann kemur heim í vor. Eftir því sem DV kemst næst ligg- ur samningur á borðinu og er aðeins beðið eftir því að Geir skrifí undir en heimildir DV segja að þetta sé fjögurra ára samningur. Geir sagði í samtali við DV í gær að einn möguleiki í stööunni væri sá að hann kæmi heim eftir tímabilið í Þýskalandi í vor. Hann sagðist eiga eitt ár eftir af samningi sínum við Wupper- tal en hann væri með ákvæði í samn- ingi sínum að hann gæti farið þegar hann vildi. Og miðað við ástandið hjá Wuppertal nú sagði Geir ekki ólíklegt að hann myndi nýta sér þetta ákvæði. Geir staðfesti það í samtali við DV í gær að Valsmenn hefðu rætt við sig með það fyrir augum að hann tæki viö þjálfun liðsins og fleiri félög á íslandi hefðu rætt við sig. Valsmenn hafa einnig rætt við Júlíus Jónasson en eins og fram hefur komið í DV hefur hann ákveðið að ljúka löng- um atvinnumannsferli og snúa heim í vor. Valsmenn vilja fá þá tvímenninga til að taka við stjóminni að Hlíðarenda og rétta gengi liðsins við en tvöfaldir meistarar síðasta árs komust ekki í 8- liða úrslitin. Geir myndi þá einungis þjálfa en Júlíus yrði aðstoðarmaður hans og léki jafnframt með liðinu. Koma þeirra Geirs og Júlíusar til Vals yrði mikill hvalreki fyrir Hlíðar- endaliðið og ekki síður fyrir handbolt- ann hér heima. -GH Heimsbikarkeppnin í handknattleik: - íslendingar steinlágu fyrir Frökkum og eru úr leik Bjarki Sigurðsson reynir hér að brjóta sér leið fram! tveimur varnarmönnum Frakka. DV, Svíþjóð: Afspyrnuslakur varnarleikur, einhver sá slakasti sem sést hefur til landsliðsins í langan tíma, var þess valdandi að íslendingar steinlágu fyrir Frökkum með tíu marka mun, 28-18, á heimsbikarkeppninni í handknattleik í bænum Skene í Svíþjóð í gærkvöld. Það stóð ekki steinn yfir steini í vöminni og markmenn liðsins vörðu nánast ekkert, eða alls fjóra bolta. Lítil samæfíng er stærsti orsakavald- ur en hinu má ekki gleyma að tveir sterkustu vamarmenn liðsins, Geir og Júlíus, era fjarri góðu gamni. Auk slaks varnarleiks virtist manni andleysi ríkja yfir liðinu. Um leið og á brattann var að sækja hmndi leikur liðsins og menn fóru að leika upp á eigin spýtur í staðinn fyrir að leika saman sem ein liðsheild. Frakkar, sem gerðu jafntefli við Ungverja í fyrsta leiknum, sýndu allt annan og betri leik núna og var leikur þeirra nánast eins og hvítt og svart. Leikur Frakka var mjög agað- ur, bæði í vöm og sókn. Leikurinn var í jafn- vægi fyrstu tuttugu mínútumar og þá var sóknin í ágætu lagi. í þessari stöðu leit allt vel út en Frökkum tókst að breikka bilið í fjögur mörk fyrir leikhlé. Síðari hálfleikur var eign Frakka frá upphafi til enda. íslendingar gerðu að vísu fyrsta mark- ið en Frakkar tóku eftir það leikinn alveg í sín- ar hendur og sigr- uðu að lokum með tíu marka mun. Vömin var, eins og áður sagði, mjög slök og sam- hliöa því fékk liðiö ekki eitt ein- asta harðaupphlaup. Varnarleikur liðsins hefur verið aðalsmerki landsliðsins en í þessum leik sást hann ekki. Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari, er með ýms- ar prófanir í gangi varðandi vörnina og virðist hún alls ekki ganga upp. Undir þessum kring- umstæðum eru markverðirnir ekki öfundsverð- ir, enda láku allir boltar í markið. Geirs og Júlíusar sárt saknað Það veit enginn hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Þeirra Geirs Sveinssonar og Júlíusar Jón- assonar er sárt saknað í vöminni en það er eng- inn tilbúinn í dag til að fylla skörð þeirra. Þor- bjöm hlýtur að leggja á það þunga áherslu að fá þá félaga inn fyrir leikina á móti Sviss í for- keppnina fyrir Evr- ópumótið í maí. ís- lenska liðið stendur að mörgu leyti á krossgöt- um i dag. Ekki er langt í það að eldri menn hætti og nýir leysa þá af hólmi. Það tekur tíma að fylla þessi skörð, leik- Jón Kristján Sigurðsson skrifar frá Gautaborg: urinn í gærkvöld sannaði það að minnsta kosti. Baráttan fór þverrandi eftir því sem á leikinn leið og dró mótlætið strákana niður í meðal- mennskuna og gott betur en það. Duranona olli vonbrigðum Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson voru þeir einu sem eitthvað létu að sér kveða. Ólafur má raunar gera miklu meira að því að skjóta fyrir utan. Róbert Duranona olli vonbrigðum í þessum leik. Hann virkaði þungur, missti bolt- ann nokkrum sinnum og skotnýtingin var alveg í núlli. Hann virkaði einnig áhugalaus en ljóst er að miklu meira býr í þessum leikmanni, eins og allir vita. Kraftinn verður bara að kreista út úr honum en landsliðinu veitir svo sannarlega ekki af því. Valdimar Grímsson var ekki líkur sjálfúm sér og Bjarki Sigurðsson kom ekkert inn á fyrr en í síðari hálfleik, eins og í fyrsta leikn- um einnig. Birkir Guðmundsson var í markinu lengstum, og var ekki skemmt, með stórt gat fyr- ir framan sig. Síðasti leikur liðsins í riðlakeppninni verður gegn Ungverjum í Trolháttan í kvöld. Leikur ís- lendinga þarf að batna til muna ef þeir ætla að standast Ungverjum snúning. -JKS Sagt eftir leikinn gegn Frökkum: Varnarleikurinn vandamál „Ég er auðvitað ósáttur að tapa með þessum mikla mun. Ég hefði getað sætt mig við það, ef virkileg barátta hefði verið fyrir hendi, að tapa kannski með flmm mörkum. Ég vissi þaö hins vegar áður en við mættum á mótiö að vamarleikurinn yröi vandamál sem sannaðist að mörgu leyti strax i leiknum við Svía. í leiknum við Frakka brást sóknin ekki alveg en við vorum að fá á okkur aulamörk fannst mér,“ sagði Þorbjöm Jensson, landsliðsþjálfari. „Þetta veröum við að fara í gegnum og leggjast yfir vamarleikinn þegar heim er komiö. Það er ekki komin reynsla á það hvort við erum með lakara liö en áður. Við veröum að sjá hvað við getum gert gegn Ungverjum. Við þekkjum þá og þeir okkur og við þurfum baráttuandann upp gegn þeim. Ég myndi halda að Ungverjar væra með besta liðið í riðlinum. Ég er að þreifa mig áfram meö liöið og raunar að prófa ýmsa hluti hér,“ sagði Þorbjöm Hann var inntur eftir því hvort hann veldi þá Júlíus og Geir fyrir leikina gegn Sviss í maí. „Þeir era alveg eins inni í myndinni eins og hverjir aðrir. Þeir eru enn þá að leika og í finu formi. Það era fyllileg not fyrir góða leikmenn en viö eigum samt ekki eins stóran hóp af þeim og Frakkar virðast hafa.“ Vantar Júlla og Geira „Vömin varð okkur að falli í þessurn leik. Við erum að leika ágætis sóknarleik miöað við það að við þurfum að stilla upp i hverri sókn. Þaö sem við viljum er að leika sterka vörn og skora í kringum 5-10 mörk úr hraðaupphlaupum. Undir þeim merkjum erum við að tala um allt annan leik en því miður var þetta ekki reyndin í þessum leik. Það er ljóst að það vantar Júlla og Geira sem eru búnir að vera í liðinu í 10 ár. Við lítum á mótið hér sem æfingu og við verðum bara að finna okkur farveg. Við vitum hvar vandamálin liggja, menn vilja leggja sig fram og leika góða vörn. Það er hægt að rífa sig upp og ná baráttunni upp og það verður gert gegn Ungverjum í kvöld," sagði Dagur Sigurösson. Vantar meiri þyngd í liðið „Framan af fyrri hálfleik lékum við ágætlega en misstum þá siðan fram úr okkur. Líkamlegur munur á styrk þessara liða er töluveröur en stór hluti frönsku leikmannanna er yfír 100 kg. Varnarleikurinn hjá okkur er óöruggur en viö höfúm stillt upp fyrir nýrri 6-0 vöm og svo erum við ekki vanir leika saman og það telur gegn bestu handboltaþjóðum heims Það er engin launung að meiri þyngd vantar í liðið. Við stöndum frammi fyrir þvi að vera fljótir á fótunum eða bæta á okkur massa. Hvað handboltann varðar erum við ekki að dragast aftur úr,“ sagði Valdimar Grímsson. „íslenska liðiö lék ekki á þeim styrk sem ég er vanur aö sjá. Sterkir leikmenn eru fjarri og það kemur niður á liðinu hér 1 Svíþjóð. Ég þekki íslensku leikmennina vel þar sem ég er að leika í sömu deild og þeir i Þýskalandi. Þeir geta mun meira en þeir sýndu í þessum leik gegn okkur. Mér fannst íslendingar leika á eölilegum styrk fyrstu 20 min. en síðan fór að halla undan fæti hjá þeim. Þaö tekur alltaf tima fyrir lið að fara í gegnum breytingaskeið og þar eru íslendingar engin undantekning. Við erum á góðri leið í undirbúningi okkar fyrir HM í sumar en þar ætlum við okkur góöa hluti. Það vantar leikmenn í okkar lið en sumir eiga í meiðslum,“ sagði Jackson Richardson leikmaður franska landsliöið eftir leikinn við DV. -JKS Ríkharður úr leik - skorinn upp í dag og missir af landsleikjunum í EM Rík- harður Daðason, landsliðs- maður í knattspymu, meiddist á hné á æf- ingu með liði sínu í Noregi, Viking Stavan- ger, á mánudaginn. Hann gengst í dag undir aðgerð á hnénu og verður frá æfingum og keppni næstu tvær til þrjár vikumar. Þar með er ljóst að hann missir af landsleikjun- um tveimur sem fram undan em í Evrópu- keppninni, í Andorra 27. mars og í Úkraínu 31. mars. Það er bagalegt fyrir landsliðið að missa Ríkharð úr þessum leikjum en hann hefur verið fremsti sóknar- maður íslands í und- anfómum landsleikj- um og skoraði þrívegis fyrir liðið á síðasta ári. Þar á meðal í leiknum fræga gegn Frökkum. Þá eru norsku Vík- ingarnir í miklum vanda þessa dagana því Ríkharður er sjötti leikmaðurinn úr byrj- unarliðinu þar sem er úr leik í bili vegna meiðsla. -VS Bland í poka Peter Ogaba, nígeríski knattspyrnu- maðurinn sem lék með Leiftri síðasta sumar, er kominn til danska B-deild- arliðsins Holstebro. Leiftursmenn leigöu hann þangað út tímabilið í Danmörku, eða fram í júní. AGF, lið þeirra Tómasar Inga Tóm- assonar og Ólafs H. Kristjánsscn- ar, tapaöi 1-0 fyrir toppliði AB i dönsku A-deildinni í knattspyrnu í fyrrakvöld. Tómas Ingi lék ekki með en Ólafur lék síðasta stundarfiórð- unginn. Bochum sigradi Hamburg, 2-0, í þýsku A-deildinni i knattspymu í gær. Andreas Fischer og Mehdi Ma- hdavikia skoraðu mörkin. Ajax sigraði Maastricht á útivelli, 1-4, í hollensku A-deildinni í knatt- spyrnu. Jesper Gronkjœr, ungur Dani í liði Ajax, skoraði þrennu fyrir og Finninn Jari Litmanen eitt eftir undirbúning Danans. Tottenham komst í gær í undanúr- slit í ensku bikarkeppninni í knatt- spymu með því að leggja Barnsley að velli, 1-0. Þaö var franski snillingur- inn David Ginola sem skoraði sigur- markið með glæsilegum hætti á 68. minútu. Tottenham mætir Newcastle í undanúrslitunum en hin viðureign- in er leikur Arsenal og Manchester United. Dundee Utd komst í gær í undanúr- slit í skosku bikarkeppninni með því sigra Ayr, 2-1. Siguróur Jónsson lék allan tímann fyrir Dundee United sem mætir Celtic í undanúrslitunum og Rangers mætir St.Johnstone. í ensku B-deildinni voru tveir leikir, Bury og Wolves 0-0, Crewe-Grimsby 0-0. I C-deildinni tapaöi Stoke fyrir Fulham, 0-1, og Man.City lagði Notts County, 2-1. Lárus Orri lék allan tímann fyrir Stoke. -VS/GH 1-0, 2-2, 4-3, 6-5, 9-5, 9-8, 10-9, 13-9, 13-10, (14-10, 14-11, 16-11, 16-12, 19-13, 20-15, 21-16, 25-16, 26-17, 28-18. Mörk íslands: Dagur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5/2, Sigurður Bjarnason 2, Róbert Sighvatsson 1, Bjarki Sigurðsson 1, Valdimar Grims- son 1, Gústaf Bjamason 1, Konráð 01- vasson 1. Varin skot: Birkir Guðmundsson 3, Guðmundur Hrafnkelsson 1. Mörk Frakklands: Stéphane Joul- in 6, Guéric Kervadec 5, Patrick Cazal 5, Jérome Fernandez 5, Marc Wiltberger 2, Cédric Burdet 2, Laurent Puigsegur 1, Andrej Golin 1, Jackson Richardson 1. Varin skot: Christian Guadin 8, Benoit Varloteaux 5/1. Brottvísanir: ísland 8 min, Frakk- land 4 mín. Dómarar: Peter Hansson og Peter Olsson frá Svíþjóð, ágætir. Áhorfendur: Um 1700. Maður leiksins: Gueric Kervadec, Frakklandi. A-riðiU: Ísland-Frakkland , .... 18-28 Svíþjóö-Ungveijaland . .. .... 25-25 Frakkland 2 1 1 0 50-40 3 Sviþjóð 2 1 1 0 54-51 3 Ungverjal. 2 0 2 0 47-47 2 ísland 2 0 0 2 44-57 0 í kvöld: tsland-Ungverjaland Svíþjóð-Frakkland B-riðill: Rússland-Þýskaland..........27-30 Noregur-Egpytaland..........21-22 Þýskaland 2 2 0 0 55-49 4 Egyptaland 2 1 1 0 47-43 3 Rússland 2 0 1 0 49-52 1 Noregur 2 0 0 2 43-47 0 m UEFA-BIKARINN Parma-Bordeaux........6-0 (7-2) 1-0 Crespo (37.), 2-0 Chiesa (43.) 3-0 Verton (48.), 4-0 Chiesa (59.), 5-0 Crespo (66.), 6-0 Balbo (89.) Lyon-Bologna ..........2-0 (2-3) 1-0 Caveglia (16.), 2-0 Desire (39.) Roma-Atletico Madrid . . 1-2 (2-4) 1-0 Delvecchio (32.), 1-1 Aguilera (59.), 1-2 Fresnedoso (89.) Celta-Marseille ......0-0 (1-2)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.