Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Spurningin Hver finnst þér vera helsti vandi íslensku þjóðarinnar? Kristrún Hafsteinsdóttir, 9 ára: Ég veit það ekki. Áshildur Linnet nemi: Þjóðin brosir ekki nóg. Ásmundur Geirsson öryggisvörð- ur: Þetta er stór spurning. Ég geri mér ekki grein fyrir vandanum. Svala Steingrímsdóttir, starfs- maður í Skálafelli: Mér finnst það vera agaleysi. Það er í öllu. Sigmar B. Hilmarsson verkamað- ur: Mér finnst helsti vandinn vera að 10% þjóðarinnar lifir undir fá- tæktarmörkum. Kolbrún Ósk Hrafnsdóttir nemi: Hugsunarhátturinn, því við hugs- um ekki nógu langt fram í tímann. Lesendur Foringjakreppa Samfylkingarinnar Sameiginlegt framboð vinstri flokkanna kynnt. - „En það er þó fyrst og fremst forystuvandinn sem veldur Samfylkingarfólki vaxandi höfuðpínu og magakveisu. Og það er beiniínis hrein háðung, þegar frambjóðendur þess- arar nýju hreyfingar, sem hefur ætlað sér stóra hluti sem sigurvegari kosn- inganna, benda á Halldór Ásgrímsson sem foringjaefni sitt í ríkisstjórn." Kjósandi skrifar: Stjórnmálafræðingar eru opin- berlega farnir að ræða um for- ingjakreppu Samfylkingarinnar og kenna þeim vanda um versnandi stöðu hins nýja stjórnmálaafls í skoðanakönnunum. Þetta er alveg laukrétt ályktað. Margrét Frí- mannsdóttir fjölmiðlafulltrúi er greinilega ekki sá leiðtogi sem trú- verðug stjómmálafylking, mynduð við sambræðslu nokkurra ólíkra flokka, þarf á að halda. Þetta kom skýrt fram í umræðuþætti í sjón- varpi á dögunum. Nú er hinn mikli sigurvegari, Jóhanna Sigurðardótt- ir, gjörsamlega horfinn af sjónar- sviðinu og Margrét fjölmiðlafulltrúi vísar til hennar einfaldlega sem „konu úr Þjóðvaka". Jóhanna er nafnlaus og ekkert númer lengur. Það er Sighvatur ekki heldur og varla Össur. Þaðan af síður Ragn- heiður eða Guðmundur Árni. Hvað veldur fallandi gengi Sam- fylkingarinnar? Klúðrið í framboðs- málum á Norðurlandi eystra hefur auðvitað haft sitt að segja. Það var með endemum og sú spurning vakn- ar, hvar sé komið lýðræðisþroska þess fólks sem þannig stóð að mál- um. Löglegur sigurvegari í prófkjöri afmunstraður eftir að keppinaut- arnir brugðu á það lúalag að neita að taka sæti á listanum með honum. Þetta minnir á gamaldags austan- tjaldsmóral. En það er þó fyrst og fremst for- ystuvandinn sem veldur Samfylk- ingarfólki vaxandi höfuðpínu og magakveisu. Og það er beinlínis hrein háðung, þegar frambjóðendur þessarar nýju hreyflngar, sem hefur ætlað sér stóra hluti sem sigurveg- ari kosninganna, benda á Halldór Ásgrímsson sem foringjaefni sitt í ríkisstjórn. Sinn er hún hver metn- aðurinn hjá stjómmálaaflinu! Ef sigurinn verður jafnstór og gumað er af, er þá meiningin að afsala sér fyrirfram umboði Samfylkingarinn- ar til stjómarmyndunar? Tiltrúin á Margréti Frímannsdóttur er ekki meiri. Foringjakreppa Samfylking- arinnar er slík, að hún á ekkert for- sætisráðherraefni og þyrfti að fá það lánað hjá Framsókn. Sundurliðun símareikninga Ólafur Þ. Stephensen, forstöðu- maður upplýsinga- og kynningar- mála Landssíma íslands, skrifar: Hjalti skrifar í DV 7. apríl siðast- liðinn og spyr hvers vegna sé mis- munandi gjald fyrir sundurliðun símareikninga í GSM-kerfinu ann- ars vegar og i almenna simakerfinu hins vegar. Hjalti furðar sig á þessu og telur að þessir reikningar séu skrifaðir út úr sömu tölvu og kostn- aður við gerð þeirra sé sá sami. Mergurinn málsins er að síma- reikningar í almenna símakerflnu og í GSM-kerfinu eru ekki skrifaðir út úr sömu tölvunni. Nýtt reikn- ingagerðarkerfi hefur verið tekið í notkun fyrir GSM, en eldra kerfi er enn í notkun fyrir almenna síma- kerfið. Nýja kerfið býður upp á aukna hagkvæmni og þess vegna hefur gjaldtöku fyrir sundurliðun verið breytt í því. Sams konar breyting mun verða á verði sundur- liðunar símtala í almenna símakerf- inu í sumar, þegar gamla kerfið verður aflagt og reikningagerð fyrir almenna talsíma flyst yfir í nýja kerfið. Það er alls ekki um það að ræða að notendur almenna síma- kerfisins niðurgreiði þjónustu fyrir GSM-notendur; engar millifærslur eru á milli þessara kerfa. Mannréttindi og lágmarkslaun Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli skrifar: Hvað eru mannréttindi? Allir sem lifa eiga jafnan rétt til lífsins. Sameiginlega eiga allir hluta af landinu sem þjóðin lifir á. Margir hafa á löglegan hátt eignað sér lönd og lóðir og nýta það einir á þann veg sem þeir kjósa sér, ekki er hægt að amast við því. En utan lögbýla er mikið land sem þjóðin á aö jöfnu. Landið og miöin gefa mikil verð- mæti sem enginn hefur skapað nema náttúran sjálf. Þetta er oft kallað auðlindir. Allir þeir sem ekki hafa tök á að vinna sér inn nægjan- leg laun sér til framfærslu, eiga að fá sín laun greidd með hluta af- raksturs auðlindanna. Það eru allir 67 ára og eldri og yngri en 16 ára, svo og öryrkjar sem hafa misst vinnugetu vegna einhverrar ógæfu. þjónusta allan sólarhringinn ftðeins 39,90 mínútan - eða hringið í sfma 5000 li kl. 14 og 16 Öryrkjar mótmæla fyrir utan landsfund Sjálfstæðisflokksins. „Allir þeir sem ekki hafa tök á að vinna sér inn nægjanleg laun sér til framfærslu, eiga að fá sín laun greidd með hluta afraksturs auðlindanna. Það eru allir 67 ára og eldri og yngri en 16 ára, svo og öryrkjar sem hafa misst vinnugetu vegna ein- hverrar ógæfu“ segir m.a. í greininni. 120 þús. á mánuði væru trúlega rétt- lát laun ef miðað er við almenn kjör íslendinga. Börn fengju sín laun af- greidd með ávísunum á þjónustu sem þau þurfa, svo foreldrar geti ekki misnotað laun þeirra. Þegar öllum öldruðum hafa verið tryggð nóg laun er lífeyrissöfnun óþörf. Aldrað fólk hefur lagað sig eftir nútíma aðstæðum. Það leitar til síns aldurshóps með félagsskap og afþreyingu. Það á ekki annarra kosta völ. Það er búið að segja því upp vinnunni og leysa það undan vinnuskyldu. Allar stundir þess eru tómstundir, tengsl þess við vinn- andi fólk eru að mestu leyti rofin og ekkert er gert til að nýta starfsgetu þess, þótt bæði orka og vilji væri fyrir heni. Þetta mætti kalla brot á mannréttindum. Fimm og ekki meir Bima Þórðardóttir skrifar: Á fimmtudaginn í síðustu viku mun hafa verið lesendabréf í DV, er snerti kveðju-Keflavíkurgöngu mína og fleiri. Þar er sagt að lágt sé orðið risið á herstöðvaandstæð- ingum sem ekki finnist íleiri en fimm. Til upplýsingar fyrir bréf- ritara skal þess getið að fimm her- stöðvaandstæðingar ákváðu að ganga þessa táknrænu göngu, einn fyrir hvern áratug sem ís- land hefur verið í Nató. Fleiri fengu ekki að vera með þótt eftir hafi verið leitað. Eins og kallinn sagði er illskárra að hafa það er sannara reynist. íþróttir, íþróttir Gunnar skrifar: íþróttir skipa talsvert veglegan sess hjá sjónvarpsstöðvum og er það vel. En mætti ekki fjölbreytn- in vera örlítið meiri? T.d. sl. sunnudag var hestasýning í reið- höllinni og aðeins sýnt í örfáar sekúndur þar sem riðinn var einn hringur. Þá var lika í örfáar sek- úndur sagt frá nýafstöðnu sund- móti í Sviss, en engar myndir voru sýndar. Öðru máli gegnir með fótboltann, þar dugar ekki minna en fleiri klukkustundir á dag á öllum rásum. Og ekki nóg með það, heldur margendurteknir sömu leikirnir. Halda dagskrár- gerðarmenn virkilega að lands- menn upp til hópa séu svo ein- faldir að þeir muni ekki úrslitin nema með öUum þessum endur- tekningum? Ég vona svo sannar- lega að ekki sé svo illa komið fyr- ir landanum. En dagskrárgeröar- mönnum vil ég að endingu senda mínar dýpstu og innilegustu sam- úðarkveðjur með þröngsýnina. Dýrir GSM-símar Stefán Guðmundsson skrifar: Landssíminn tilkynnti um gif- urlegan hagnað af rekstri fyrir- tækisins á dögunum. Brást fyrir- tækip svo við með því að lækka verÓskrá sína í NMT-farsímakerf- inu og GSM-kerfinu. Ekki al- menna talsímakerfmu að sjálf- sögðu, enda engin samkeppni þar ríkjandi. Ég hef lengi furðað mig á því okurverði sem virðist vera á farsímum hér á landi. Þrátt fyrir að hér séu tvö farsímafyrirtæki (og hið þriöja er víst á leiðinni) virðist hvorugt þeirra bjóða upp á farsíma á tilheyrandi verði. Slík þróun hefur átt sér stað alls stað- ar í heiminum nema á íslandi að GSM-símar fáist gefins gegn því að kaupandi símans skuldbindi sig til að vera áskrifandi hjá við- komandi simafyrirtæki um nokkurn tíma. Hvort fyrirtækið ætlar að verða á undan að bregð- ast við? Vantar milljarð Jón hringdi: Það berast af þvi fregnir að einn milljarð króna vanti til að stóru sjúkrahúsin standist þau mörk sem þeim voru sett í fjárlög- um. Skyldi þó engan furða. Þaö er með ólíkindum að engar breyting- ar skuli hafa verið gerðar á rekstri þessara risavöxnu sjúkra- húsa, sem hljóta að vera óhag- stæðar rekstrareiningar. Hvernig stendur á því að einkaaðilar geta stöðugt verið að bjóða betri þjón- ustu og verð í heilbrigðiskerfinu, en fá engan veginn að njóta sín þar? Síðasta dæmið var rekstur segulómstofu í Domus Medica og rekstur einkastofa hjá sjálfstætt starfandi heimilislæknum. En stjómun heilbrigðiskerfisins á ís- landi er í þvílíkum ólestri að það gat ekki fariö nema á einn hátt eins og nú við horfir. Og hvað gera stjómvöld til að bregðast við vandanum? Menn bíða bara eftir því að frekari peningum verði dælt í heilbrigðiskerfið. Það leys- ir vandann aðeins fram að næsta ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.