Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 7 Fréttir Togararallið alveg marklaust - segir Rúnar Friðþjófsson, skipstjóri á Gylli „Það er farið að verða þó nokkuð af steinbít. Við höfum verið að reyna fyrir okkur með hann enda virðist vera þokkalegt af honum. En það er útilokað að ná honum nema að mikið af þorski fylgi með, enda allt fúllt af honum um allan sjó og inni á fjörðum. Það er ekki nokkur leið að koma niður veiðarfæri án þess að fá upp mikið af þorski. Mað- ur getur valið um stærðir eftir því hvar maður leggur línuna. í vetur höfum við eingöngu verið með stór- an og vænan fisk og meðalþyngdin er miklu meiri en var hér fyrir nokkrum árum,“ segir Rúnar Frið- þjófsson, skipstjóri á Gylli ÍS frá Flateyri. Línubáturinn Gyllir er búinn sjálfvirkri beitningavél og stundar útileguróðra en landar afla sínum í fiskvinnslu Básafells á Flateyri. Mikill afli hefur verið hjá Flateyrar- bátum það sem af er vetri. Vestfirð- ingar hafa til margra ára talið nú- verandi fiskveiðistjórnunarkerfi andstætt byggð í fjórðungnum og viljað breytingar þar á. „Það er óhætt að auka töluvert við þorskvéiðiheimildir án þess að nokkuð þurfi að óttast um stofninn enda ljóst að hann er stórlega of- verndaður. Það gerist af sjálfti sér þegar mikið er af fiski og lítið um æti að þá fer stofninn að éta undan sér. Það hlýtur að vera til bóta að auka heldur við veiðamar. Alla vega er fiskveiðistjórnunin eins og hún er núna á hreinum villigötum og nauðsynlegt að bæta þar úr sem Hópur álfta hefur að undanförnu verið á ósnum við bæinn Óseyri, sem er innanvert við Stöðvarfjörð. Þetta eru fimm álftir, auðsjáanlega unglr fuglar, alhvítir á hálsi. Þrjár álftanna eru með merki á fæti. Hafa fuglarnir greinilega verið innan um mannfólkið áður, því þegar fréttaritari fór til að ná myndum af þeim komu þær rakleiðis í land og var alveg hægt að fara til þeirra. For- eldrar hafa farið með börn sín til að gefa þeim brauðbita og hefur þeim líkað það vel. DV-mynd Garðar, Stöðvarfirði Ingunn Jensdóttir í Eden. DV-mynd Eva Litasýning leikstjórans DV, Hverageiði; Um þessar mundir stendur yfir málverkasýning Ingunnar Jensdótt- ur í Eden. Á sýningunni eru silki- og vatnslitamyndir og er þetta 8. sýning listamannsins, málarans og leikstjórans í Hveragerði. Ingunn hefúr mikið unnið með áhugaleikfé- lögum um allt land og leikstýrði síð- ast verkinu „Síldin kemur og síldin fer“, sem Ungmennafélag Biskups- tungnahrepps sýndi. eh Rúnar Friðþjófsson skipstjóri. DV-mynd Guðm. Sig. allra fyrst." í fréttum í síðustu viku mátti lesa að niðurstöður togararallsins hefðu verið vonbrigði, því ekki hefði mælst minni þorskur í rallinu í tíu ár. „Þorskurinn torfar sig ekki eins og oft hefur gerst þannig að togarar hafa ekkert verið að gera sérstaka hluti á Vestfjarðamiðum þó línu- skipin mokfiski. Togararallið segir því ekkert um þorskgengdina og er alveg marklaust. Ég var búin að segja að torararallið yrði ekki neitt, ekki neitt fyrr en komið væri meira æti þannig að fiskurinn þjappaði sér saman. Þeir ná honum einfald- lega ekki við þessar aðstæður," seg- ir Rúnar. G.Sig. Skilmannahreppur: Hætt við sameiningu DV, Akranesi: í haust skipuðu hrepparnir sunnan Skarðsheiðar, það er Skilmannahreppur, Leirár- og Melahreppur, Hvalfjarðar- strandarhreppur og Innri Akra- neshreppur, samstarfsnefnd sem átti að kanna sameiningu þess- ara fjögurra sveitarfélaga. At- hygli ehf. gerði skýrslu um kosti og galla þess að sameina sveitar- félögin. Það var niðurstaða At- hygli að enginn fjárhagslegur ávinningur væri að sameina þau, að sögn Jóns Þórs Guð- mundssonar, oddvita Skil- mannahrepps. „Við ákváðum því að hætta þessum viðræðum þar sem að við töldum að það hefði minna komið út úr þessu heldur en við væntum. Ég veit ekki um það hvort hinir hreppamir haldi áfram að ræða saman, en for- ráðamenn þeirra geta gert það upp við sig hvort þeir gera það,“ sagði Jón oddviti við DV. DVÓ f=\ m i" /999 Fegurðardrottning Reykjavíkur verður valin úr liópi 18 keppenda fimmtudaginn 15. apríl á Broadway. C&tes &<(Xari!a5 FACE I BLUES Hórstofa 111=11«™ ■ STOCKHOLM I •< « ' " « l u n n . OWOBLU KNICKERBOX KARL K. KARLSSON w< Grafarvcgs Canon QtcUUÓ ehf Glæsileg söng- og dansatriði. Tískusýning íra BI.IIES, keppendur sýna. K\nnir: Bjarni Olal'ur Guðniundsson. Miða- og borðapantanir m í síma 533 1100. BYbGINGA Verð 5.200 fyrir matargesti. -1.950 kl. 22:00. Afi BFÖ80W*7 a * T- Fordry kkur í boði heildverslunar ^ Kíirls K. Karlssonar. ^ Glæsilegasta hlaðborð landsins. HOTEL ISLANDI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.