Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 5 DV Fréttir Framleiðsla Plastos Umbúða til Akureyrar: Reglugerö um ferliverk: Flutningnum lokid fyrir áramót - 40-50 ný störf skapast á Akureyri DV, Akureyri: Samningar hafa tekist milli Akur- eyrarbæjar og Plastos Umbúða hf. um kaup Plastos Umbúða á hús- næði Rafveitu Akureyrar fyrir 86 milljónir króna. Plastos Umbúðir eru að stærstum hluta í eigu Upp- hafs ehf. á Akureyri sem jafhframt á AKO-plast og meirihluta í Kex- verksmiðjunni á Akureyri og á næstunni verður unnið að samein- ingu AKO-plasts og Plastos Umbúða i eitt öflugt fyrirtæki á Akureyri. Markmiðið með kaupunum á húsi Rafveitunnar á Akureyri er að koma framleiðslustarfsemi hins sameinaða fyrirtækis undir eitt þak á Akureyri og til að það megi takast verður ráðist í byggingu um 2 þús- und fermetra viðbyggingu við hús- næði Rafveitunnar. í þær fram- kvæmdir verður ráðist á næstu vik- um og er gert ráð fyrir að flutningi verði lokið fyrir næstu áramót. Með flutningi á framleiðslu og yf- irstjórnar Plastos Umbúða til Akur- eyrar munu skapast 40-50 ný störf á Akureyri en meginhluti markaðs- deildar ásamt lager og dreifingu verður áfram á höfuðborgarsvæðinu og þar munu starfa 12-15 manns.-gk Kuldaboli mun tapa: Beðið eftir vorinu á Vestfjörðum DV, ísafirði: Sól og einstaklega gott veður um páskana gaf íbúum ísafjarðar og ná- grannabyggða tilefni til bjartsýni um að nú væri vetur á enda og vor- ið að ná yfirhöndinni. Eitthvað hafa veðurguðimir bmgðist væntingum Vestfirðinga og íbúa um norðanvert landið í þessum efnum og snarlega stöðvað vorkomuna með frosti og jafnvel snjókomu. Krakkamir í Bakkaskjóli í Hnífs- dal létu þetta þó ekkert á sig fá og léku við hvern sinn fingur í snjón- um við leikskólann þegar blaða- mann DV bar að garði í gær. Þar á bæ eru menn þess líka fullvissir að kuldaboli muni skíttapa í barátt- unni við vorið. -HKr. Krakkarnir í Bakkaskjóli. DV-mynd Hörður Beðið birt- ingar reglu- gerðar Tryggingastofnun er ekki enn farin að taka þann aukna þátt í greiðslu fyrir svonenfnd ferliverk á spitölum og heilsu- gæslustöðv- um sem henni ber, samkvæmt reglugerð sem Ingi- björg Pálmadóttir heilbrigðis- ingibjörg Pálma- ráðherra dóttír heilbrigðis- gaf út í síö- ráðherra. ustu viku um há- marksgreiðslur fyrir ferliverk. Ástæðan er sú að auglýsing um þessa reglugerð hefur enn ekki birst í Stjórnartíðindum. Þangað til hún hefur birst endurgreiðir stofnunin ekki kostnaðinn, en eftir að hún hefur birst mun ferliverkakostnaður fólks vænt- anlega verða endurgreiddur frá útgáfudegi reglugerðarinnar, 7. april sl. Samkvæmt reglugerðinni skulu sjúklingar greiða mest 5000 krónur fyrir þessi verk, en greiðslur gátu áður numið tug- um þúsunda. „Reglugerðin hef- ur verið undirrituð og tekið gildi. Eftir henni á að fara eins og öðrum reglugeröum," sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra. -SÁ L .. Opnum kukkan fólf!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.