Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 15 Hvaða 1.100 króna hækkun til lífeyrisþega? „Ja héma, kona. Lífeyrisþegar era að fá 7% hækkun á mánuði. Ofan á þess- ar rúmu 60 þúsund krónur sem ég hef. Já, látum okkur sjá. Rúmar 4 þúsund krónur á mánuði. Já, ég hef alltaf sagt að Davíð kóngur ger- ir vel við sína. Hví- líkt góðæri. Enda svara ég því til í skoðanakönnunum að ég styðji heils hugar stjórnina." „Nei nú fatast þér flugið gamli minn, enda ekki sterkur í prósentureikningn- um frekar en fleiri í landinu. Það er alltaf verið að plata okkur með prósentutölum. 20% hækkun hér 30% hækkun þar. Og svo þegar þetta er mælt í krónutölum eru þetta kannski 5-600 krónur," svarar konan hans. „Þessi 7% hækkun eru á grunnlíf- eyri almannatrygginga og það gera 1100 krónur á mánuði. Og af því að þú ert núna akkúrat á skatt- leysismörkum, þá færðu 670 krón- ur. Það fara nenfnilega um 330 krónur af þessum 1100 í skatt.“ Þau eiga að lifa á 65 þúsund krónum. Og svo fóru þau að leggja þetta niður fyrir sér gömlu hjónin í fallega einbýlishúsinu á Þorska- vík á Vestfjörðum. Kostnaður á kostnað ofan Nú voru þau komin með saman- lagt í tekjur heilar 123 þúsund krónur á mánuði. Húsið var metið á 12 milljónir og vegna samhalds- emi og dugnaðar áttu þau þetta nærri skuldlaust. En bara það meinti að þau þurftu að borga tæp- ar 60 þúsund krónur í eignaskatt á ári. Svo vora það fasteignagjöld um 100 þúsund krónur, hiti og raf- magn um 120 þúsund og rekstur á bílnum um 250 þúsund. Þess fyrir utan vora auðvitað tryggingar og viðhald um 170 þúsund krónur, að ógleymdum síma og öðrum fostum gjöldum, svo ekki sé talað um önn- ur gjöld. Glæsilegt. Þau áttu að lifa af 65 þúsund krónum á mánuði. Og bömin þeirra 4. Þau höfðu öll búið á Þorskavík, en vora nú flutt eins og aðrir. Ef þau héldu bílnum gætu þau farið til þéirra af og til. Tekjumar hjá lífeyris- þegum í Reykjavík í góðærinu hans Davíðs voru auðvitað þær sömu og í Þorskavík. Nema að þar vora hús- in ekki verðlaus eins og þar. „Gamli minn,“ sagði konan. „Nú er 'ekkert framundan hjá okkur annað en að flytja á Mölina. Það er sjálfgert því að Þorskavík er að leggj- ast í eyði út af kvóta- stefnu stjórnarflokk- anna. Þér hefði verið nær að hætta að styrkja þessa stjóm og kjósa Frjálslynda flokkinn. Þá væri ástandið ekki svona.“ Siðasta frystihúsinu á Vestfjörð- um hafði verið lokað. Frystitogar- ar gerðu að aflanum um borð. Norskir línubátar af fullkomnustu gerð, sem Halldór hafði leyft að veiða í landhelgi, sigldu með fisk- inn til Noregs. Allt í kring störðu tómum augum. Gluggalaus og hurðalaus. Nei, nei, ekki kvóta- stefnu að kenna. Ferðin til Reykjavíkur „Svo leyfðu menn sér að segja að þetta hefði ekki verið út af kvótastefnu ríkisstjómarinnar. Heldur væri þetta vegna þess að unga fólkið hefði ekki getað unað vegna fábreytni í menningarlífi," sagði konan. Gömlu hjónin vissu ekki betur en á Þorskavík hefði blómstrað menning, m.a. með fjörugum upp- færslum á leikritum og jafnvel söngleikjum, sem að vísu hefði verið þannig að bókstaflega allir I þorpinu hefðu tekið þátt. En það vora nógir áhorfendur frá nær- liggjandi sveitum og þorpum. Og þegar nægar voru tekjumar hefði Þorskvíkingum ekkert munað um að fara nokkrar rútuferðir suður og líta á menninguna í Reykjavík. Og þau fluttu til Reykjavíkur. Með enga peninga. Fallega húsið þeirra, afrakstur lífsstarfsins, verðlaust. Leigan á höfuðstaðnum rokin upp úr öllu valdi. Lítil tveggja herbergja holukompa kom- in upp í 60 þús- und krónur á mánuði eða meira og slegist um. Dugnaðar- fólkið keyrði suð- ur á bílnum i síð- asta sinn. Hann varð að fara eins og annað. Og samt áttu þau ekki eftir nema 63 þúsund krónur til þess að lifa á. Þau yrðu að fara að ráðum Stein- gríms Hermannssonar, fyrrum forsætisráðherra, sem hafði sagt sem svo að það ætti bara að lifa á grjónargrautnum. Erna V. Ingólfsdóttir húsin á gömlu hjónin döpram, gal- „Síðasta frystihúsinu á Vestfjörðum hafði verið lokað. Frystitogarar gerðu að aflanum um borð. Norskir línubát- ar af fullkomnustu gerð, sem Halldór hafði leyft að veiða í landhelgi, sigldu með fiskinn til Noregs." - Frystihús- ið á Suðureyri. Kjallarinn Erna V. Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur. „Þau eiga að lifa á 65 þúsund krónum. Og svo fóru þau að leggja þetta niður fyrir sér gömlu hjónin í fallega einbýlishúsinu á Þorska- víká Vestfjörðum.u Náttúran njóti vafans Umhverfismálin eru eitt af flaggskipum Samfylkingarinnar. Það er markmið hennar að auð- lindir landsmanna verði nýttar á sjálfbæran hátt, þar sem vemdun umhverfisins er undirliggjandi sem rauður þráður. Á liðnu kjör- timabili hafa Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokkur farið offari í virkjana- og stóriðjumálum. Þeir skilja eftir sig sviðna jörð á sviði umhverfismála og kappið hefur verið slíkt við að lokka erlenda stóriðujöfra til landsins, að öll skynsemi er löngu fokin út i veður og vind. Virkjað til tjóns Það stefnir í að virkjað verði til tjóns og hálendi íslands, sem er ómetanleg auðlind, hver á sér enga hliðstæðu í víðri veröld, verður aldrei samt á eftir. Ef stefna stjómarflokkanna nær fram að ganga verður farið enn lengra i óheillaátt og náttúrarperlur á borð við Þjórsárverin hverfa und- ir svarblá uppistöðulónin. Slik stórslys ber að koma í veg fyrir. Samfylkingin leggur áherslu á að staðið verði við alþjóðlegar skuldbindingar á sviði náttúru- verndar. íslend- ingar eiga að taka forystuhlut- verk í umvherfis- málum, en með neitun Fram- sóknar- og Sjálf- stæðisflokksins við undirritun Kyoto bókunar- innar dæmdu íslendingar sig- í flokk umhverfissóða heimsins. Þetta slyðraorð þarf að reka af ís- lendingum og það verður ekki gert nema Samfylkingin komist til áhrifa. Fiskurinn og falivötnin Náttúra íslands er ómetanleg auðlind og hana ber að varðveita og nýta með skyn- samlegum hætti. Náttúran á í öllum tilfellum að njóta vafans, þegar hugað er að virkjun fall- vatna landsins og stóriðjuframkvæmd- um. Virkjanir eru mikilvægur og stór þáttur í atvinnumál- um og atvinnuþróun íslendinga og hafa skilað okkur miklu, en vanda skal til þeirra og allar slíkar framkvæmdir eiga að fara fyrir löggilt um- hverfismat, þannig að óbætanlegt tjón verði ekki unnið á náttúrunni. Einnig þarf að auka gróður- og skógvemd, meðal annars með því að byggt verði á samvinnu við bændur og frjáls fé- lagasamtök. Hið opinbera og sveit- arfélög landsins eiga að beita sér fyrir og styrkja með markvissum hætti uppbyggingu safna og alls þess sem flokkast undir menning- arferðamennsku. Það er menningarferöa- mexmskan sem dreg- ur stöðugt fleiri gesti til landsins, enda menning íslendinga óþrjótandi brunnur nýrra hugmynda í ferðaþjónustu. Stjóm- völd hafa hunsað þennan merka þátt í ferðaþjónustu lands- ins og þar þarf tafar- laust að gera bragar- bót á. Ósnortin náttúran er auðlind á sama hátt og fallvötnin og fiskurinn. Auðlind sem dregur ferða- menn alls staðar að í æ ríkari mæli og stefnir í að verða einn af homsteinunum í atvinnu- lífi íslendinga. Það er skylda okk- ar aö varðveita náttúruna og skila henni til komandi kynslóða. Það er virkjun hugvitsins sem er auð- ur framtíðar, á það mun Samfylk- ingin leggja áherslu. Björgvin G. Sigurðsson „Náttúran á í öllum tilfellum að njóta vafans, þegar hugað er að virkjun fallvatna landsins og stór- iðjuframkvæmdum. “ Kjallarinn Björgvin G. Sigurðsson frambjóðandi Samfylk- ingarinnar á Suðurlandi. Með og á móti Er fjallað nægilega vel um körfubolta í sjónvarpi og útvarpi? Stöndum við samninga „íslenska Útvarpsfélagið hf. hefur staðið við þann samning sem gerður var við KKÍ um sýningar og lýsingar frá leikjum í körfubolta í vetur. Af 22 umferðum var 13 lýst beint á Bylgjunni, en í samningnum stendur að 12 útsendingadag- ar eigi að vera frá deildar- keppninni. Ég held að engin íþrótt, fyrir utan knattspyrnu, fái jafnmikla um- fjöllun í sjónvarpi og útvarpi í minútum talið eins og körfubolt- inn á Stöð 2 og Bylgjunni. Við erum stanslaust með fréttir í 19>20 og í fréttatímum Stöðvar 2 klukkan 22.30. Við eram ekki með svokölluð körfuboltakvöld, en RÚV er með handboltakvöld rétt fyrir mið- nætti og þá er spurt; hver er út- breiðslan á þessum tíma? Era ekki allir krakkar og unglingar famir að sofa? Sennilega horfa um 1-3% á þessum tima. Miklu meira áhorf er í fréttum klukkan 22.30 eða klukkan 23. Ég tel að umfjöllun ÍÚ sé í lagi, en þess ber að geta að samningur okkar við KKÍ er ekki einkaréttarsamn- ingur eins og RÚV hefur við handboltann, heldur forgangs- samningur." Mikil óánægja í vetur „Það gætir mikillar óá- nægju innan körfuknatt- leikshreyfing- arinnar með umfjöllun íþróttarinnar í fjölmiðlum í VetUT - Og þá Siguröur Valgeirs- sérstaklega so». körfuboita- hvað varðar ^muftur 1 ^ Stöð 2 þar sem samningur er á milli þeirra og KKÍ. Það getur ekki verið að samningur sé svo illa úr garði gerður að langtím- um saman sé nánast ekkert sýnt frá leikjum i vetur. Þá er undir- ritaður ekki að tala um þær fáu sekúndur sem sýndar eru í fréttaþættinum 19>20 og í seinni fréttum. Það vekur furðu margra að ekki skuli vera hægt að hafa körfuboltakvöld eftir hverja um- ferð eins og RÚV hefur gert hjá handboltanum, sem er til fyrir- myndar hjá þeim. Ekki getur Stöð 2 lengur kvartað undan að samgöngur séu erfiðar þar sem ljósleiðarasamband er komið á mörgum stöðum úti á landi og svo opna Hvalfjarðargöngin nýja möguleika frá Akranesi og Borg- arnesi. Þar sem Stöð 2 hefur aðgang að Sýn þá mætti vel hafa fleiri beinar útsendingar frá leikjum vetrarins. Það virðist sem Stöð 2 vakni alltaf af værum blundi þegar að úrslitakeppninni kem- ur. Einnig er það undarlegt hvað lítið var um beinar lýsingar á Bylgjunni í vetur og vekur það furðu. Það hlýtur að vera hlut- verk stjórnar KKÍ að sjá til þess að þessi mál séu í lagi.“ -VS Valtýr Björn Valtýs- son, yfirmaöur íþróttadeildar ís- lenska Útvarps- félagsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.