Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk„ Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kosningabarátta og tímasprengjur Nú líður brátt að því að stjómmálamenn fari á taugum enda styttist í kosningar þar sem efnahagsleg framtíð margra þeirra verður ráðin. Það er eðli stjórnmálamanna að leita að einfóldum, skiljanlegum og vinsælum málum sem þeir gera að sínum í kapphlaupi um hylli kjósenda. Einmitt þess vegna skapast sú hætta að umræðan verði yf- irborðskennd og skilji lítið sem ekkert eftir annað en fleyg- ar setningar og hnyttin tilsvör. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, virðist hafa fundið sín kosningamál - viðskiptahallann og ríkisíjármál. í viðtölum við fjölmiðla hefur þingmaðurinn farið mikinn og í viðtali við Dag um liðna helgi ræddi hann frjálslega um tímasprengju og sakaði fjármálaráðherra um að fela staðreyndir um rikisijármálin. „Geir H. Haarde situr á gríðarlegum viðskiptahalla,“ sagði Össur Skarphéðinsson í áðumefndu viðtali. „Þessi halli er sannkölluð tímaprengja sem ógnar stöðugleikanum. Það er einungis spuming hvort hún springur fyrir eða eft- ir kosningar.“ Össur Skarphéðinsson hefur verið þekktur fyrir annað en draga úr - hann hefur meira gaman af því að mála hlut- ina sterkum litum, sé þess nokkur kostur, enda veit hann eins og er að þannig er best að vekja athygli fjölmiðla og þar með almennings á frambjóðanda. En spumingin er hins vegar sú hvort hægt sé að taka mark á stjómmála- manni sem ryðst fram með fullyrðingar af því tagi að við- skiptahallinn sé tímasprengja. Það er tvennt ólíkt að benda á þann vanda sem kann að vera fólginn í miklum halla á viðskiptum við útlönd og annað að mála skrattann á vegg, jafnvel þótt það sé hluti af einfóldum kosningabrellum. Viðskiptahallinn jókst verulega á síðasta ári og er „eng- inn vafi á því að mikilvægasta verkefni hagstjórnar í ná- inni framtíð er að koma böndum á hann“, eins og Birgir ís- leifur Gunnarsson seðlabankastjóri benti á í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans í lok síðasta mánaðar. En mikill halli á viðskiptum við útlönd þarf ekki í sjálfu sér að vera sérstakt áhyggjuefhi, allra síst ef hann er tímabundinn. Þar skipta ástæður viðskiptahallans mestu. Á liðnu ári nam viðskiptahallinn 5,7% af landsframleiðslu eða um 33,4 millj- örðum króna. Hluta skýringarinnar er að leita í samdrætti í útflutningi á vörum en aukinn innflutningur skiptir mestu. Birgir ísleifur Gunnarsson benti á þá staðreynd að timabundnar ástæður hefðu ráðið nokkru um halla síðasta árs. „Þar má nefna flugvélaviðskipti, birgðasöfnun álvera og innflutning fjárfestingarvöru í tengslum við stóriðju og virkjanaframkvæmdir á árinu. Ætla má að um 40% við- skiptahallans eigi rætur í slíkum þáttum sem líklegir eru til að skila auknum útflutningi í framtíðinni. Eftir standa þá um 20 milljarðar króna sem nauðsynlegt verður að bregðast við svo að komist verði hjá því að langtímajafn- vægi raskist í þjóðarbúskapnum.“ Upplýsingar um vöruskiptajöfnuð við útlönd á fyrstu tveimur mánuðum ársins benda til að meira jafnvægi sé að skapast enda hefur dregið verulega úr innflutningi miðað við sama tíma fyrir ári. Mestu skiptir hins vegar að verið er að byggja upp fyrir framtíðina og auka möguleika okkar til útflutnings á komandi árum. Hitt er svo rétt að þensla í efnahagskerfinu er mikil en þrátt fyrir mikinn vöxt, minnk- andi atvinnuleysi og aukinn kaupmátt hefur tekist að halda verðbólgu niðri enda hefur Seðlabankinn beitt skynsömu aðhaldi í flestu. Vissulega má ekki gera of lítið úr viðskiptahallanum og þeim hættum sem honum fylgja en kjósendur hljóta að velta því fyrir sér hvort sé meiri tímasprengja, viðskipta- hallinn eða efnahagsstefna sú sem Össur Skarphéðinsson * og félagar í Samfylkingunni boða. Óli Björn Kárason „En margt er einnig af hinu illa, sem ruglar og afvegaleiðir okkar dýrmætu ungmenni svo að sum komast aldrei aftur á rétta leið. Verstur er fíkniefnavandinn." - Foreldrar funda um fíkniefnavandann. Byrgjum brunninn Kjallarinn Það vakti athygli þegar fonnað- ur Framsóknarflokksins lýsti sig nýlega reiðubúinn til þess að hafa forystu um að ráðast gegn fíkni- efnavandanum. Fjölmiölar hrifust £if boðskapnum og skýrðu vand- lega frá. Vissulega er gott að áhrifamikill stjórnmálamaður skynjar vandann og vill taka á honum. Lái mér þó hver sem vill þótt mér yrði á að hugsa hvar forysta Framsóknarflokks- ins hefði verið þeg- ar þessi sami vandi var ítrekað ræddur á Alþingi undan- farin ár, bæði itar- lega utan dagskrár og í tengslum við afgreiðslu fjárlaga á hverju ári. Það var reyndar að frumkvæði stjórn- arandstöðunnar og þá er heyrnin og skilningurinn oft úti í fjarska. En betra er seint en aldrei að heyra og skilja og vilja. Kristín Halldórsdóttir alþingiskona, í efsta sæti Vinstrihreyfingar- innar - græns framboðs í Reykjaneskjördæmi. í voða, heldur einnig aðstandend- ur og vinir. Þar er enginn óhultur. Lengi trúðu menn því að eitur- lyfjanotkun yröi aldrei sama vandamál hér og í öðrum löndum. Enda höfum viö að ýmsu leyti góða möguleika til þess að halda vandanum i skefjum. Við búum í fámennu, vel upplýstu þjóðfélagi og vegna legu landsins ætti að vera hægt að stemma stigu við flæði fíkniefna inn í landið, þótt aldrei verði hægt að harðloka öllu. Staðan nú er slík að það sem tollgæslu og löggæslu tekst að koma höndum yfir, er aðeins brot af því sem flæðir inn í landið. Sumir segja að- eins 10%. Það er því óhjákvæmilegt að efla löggæslu og tollgæslu til þess að vinna gegn inn- flutningi og dreiflngu fíkniefna. Veiku punktarnir En ekki er nóg að ráðast gegn framboðinu, það þarf ekki síður að vinna „Skólastjórar og kennarar horfa upp á einstaklinga fara í hundana vegna þess að úrræði skortir og bið eftir meðferð spannar nú marga mánuði.“ Enginn óhultur Margt steðjar að börnum og ung- mennum nútím- ans. Sumt er af hinu góða, upp- örvandi tækifæri í námi og starfi og afþreying fjöl- breytilegri en nokkru sinni fyrr. En margt er einnig af hinu Ula, sem ruglar og afvegaleiðir okkar dýrmætu ung- menni svo að sum komast aldrei aftur á rétta leið. Verstur er fikni- efnavandinn. Þegar fíknin tekur völdin og víman verður markmið- ið er ekki aðeins einstaklingurinn gegn eftirspuminni. Það verður best gert með því að styrkja fjöl- skylduna sem þá grunneiningu þjóðfélagsins sem hún er. Á fundi sem skólastjórafélagið og ung- lingaráðgjafar í Reykjavík boðuðu nýlega til, var þessi hlið málsins dregin skýrum dráttum. Skólarnir standa ráðþrota gagnvart þeim vá- gesti -sem fikniefnaneyslan er. Skólastjórar og kennarar horfa upp á einstaklinga fara í hundana vegna þess að úrræði skortir og bið eftir meðferð spannar nú marga mánuði. Sárast er þó getu- leysi margra fjölskyldna til að takast á við vandann þegar bömin rata í ógöngur. Og þótt eiturbölið geti hitt jafnt ríka og fátæka, vel sem minna menntaða, þá er það staðreynd að þau em veikust fyrir sem búa við erfiðar aðstæður og þau eiga mun erfiðara með að fóta sig á nýjan leik en þau sem finna bakhjarl i fjölskyldu sinni. Eitur- salamir eru naskir að finna þá veiku punkta. Ábyrgð stjórnmálamanna Það er á valdi stjómmálamanna að forgangsraða verkefnum og fjármagni til hinna ýmsu þátta. Best er að reyna að byrgja brunn- inn áður en barnið dettur ofan í og það verður besf gert með því að styrkja fjölskylduna. Foreldrar eiga að fá miklu meiri stuðning samfélagsins til umönnunar og uppeldis barna sinna, því lengi býr aö fyrstu gerð. Fæðingarorlof ber að lengja og tengja föður að hluta og breyta greiðslum þannig að foreldrar missi ekki verulegar tekjur eins og nú er. Þá þarf að auka rétt foreldra til orlofs vegna veikinda bama. Tryggja þarf iviln- un í sköttum vegna bama og setja þak á jaðaráhrif. Styttri og sveigj- anlegri vinnutími er einnig fjöl- skylduvæn aðgerð. En fyrst og fremst er fullkomlega óviðunandi að börn og ungmenni fái ekki skjóta meðferð við hvers konar vanda. Allt upp í eins árs biö eftir meðferð, eins og nú er raunin, er óþolandi. Á því verður að ráða bót án tafar. Kristín Halldórsdóttir Skoðaiúr aimarra Löng valdaseta „Þar [í Bretlandi] eins og hér varð löng valdaseta til þess að forystumennimir hættu að heyra rödd al- mennings sem að lokum refsaði breskum íhalds- mönnum á þann eina hátt sem þeir skildu; með því að víkja þeim úr ríkisstjóm. Slík verða því aðeins örlög Sjálfstæðisflokksins þann 8. maí næstkomandi að Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn fái þá út- komu í kosningum sem geri þeim kleift að starfa saman í ríkisstjórn." Úr forystugrein Dags 13. apríl Gjald öldrunar- þjónustu hækkar „Hagræðingaraðgerðir vegna matargerðar og fækkun þjónustueldhúsa á öldrunarheimilum hefur í för meö sér að fleiri aldraðir fá nú aðsendan og oft lakari mat í stað heimatilbúins. Fjölbreytt og góð fæöa er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan aldraðs fólks og því mikilvægt að viðhalda valkostum á þessu sviði sem öðrum.“ Ólafur F. Magnússon í Mbl. 13. apríl Fjárfesting til framfara „Á flokksþingi í nóvember sl. samþykkti Fram- sóknarflokkurinn að ísland skyldi stefna að fram- sæknu menntakerfi. Samþykkt var að á næsta kjör- tímabili yrðu framlög til menntamála aukin og stefnt að því sem best þekkist innan ríkja OECD. Við lítum á þessi útgjöld sem fjárfestingu til framfara." Halldór Ásgrimsson í Degi 13. apríl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.