Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 5
 MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Brúbkaup Án upphafs og án endis, tákn óendanleikans og lífstíðarskuldbind- ingar: Hringarnir gegna veigamiklu hlutverki í brúðkaupsathöfninni og þegar parið hefur smeygt þeim á fingur hvort annars eru þau orðin hjón. Á hverjum degi liggja leiðir fólks í giftingarhugleiðingum inn til gullsmiðs þar sem það velur hring- ana af kostgæfni. Þeir feðgarnir, Hjálmar Torfason og Torfi Hjálmars- son, hafa um árabil smíðað trúlofun- ar- og giftingarhringa fyrir pör. Mikil velmegun „Pörin koma yflrleitt alltaf saman til að velja hringana," segir Torfi, „þó að það sé nú í flestum tilfellum brúðurin sem sér um valið. Herr- ann er í raun bara til að veita sam- þykki.“ Brúðarpör koma þó ekki bara til að velja giftingarhringana. „Pör sem trúlofuðu sig með hring- um láta yfirleitt pússa þá upp fyrir brúðkaupsdaginn og jafnvel breyta þeim eitthvað. Svo koma brúðgum- arnir oft hingað til áð velja morgun- gjöfina og verður demantshringur sem fellur við giftingarhringinn oft- ast fyrir vEdinu eða eitthvert annað skart.“ Að sögn Torfa eru breytingar á giftingarhringum fyrst og fremst háðar efnahagsástandi þjóðarinnar. „Hringamir eru tiltölulega breiðir og efnismiklir núna,“ segir Torfi, „enda mikil velmegun. Fyrir um 30 árum voru hringarnir mjög breiðir, allt upp í 12 mm, en fóru svo mjókk- andi, og fyrir um tíu árum voru þeir oft ekki nema 2 til 3 mm. Hringarn- ir í dag eru þó ekki jafnbreiðir og þeir voru hérna á sjöunda áratugn- um en efnismagnið er svipað. Enda era flestir sem voru með hringa frá því tímabili búnir að láta breyta þeim því það er hreinlega mjög óþægilegt að bera þá. Nú til dags eru hringarnir yfirleitt kúptir og eru einfóldu gullhringarnir alltaf vinsælastir. Það er þó alltaf eitthvað um að fólk vilji skreytta hringa eða með steini. Við sérsmíðum alla hringa þannig að engin hringapör eru nákvæmlega eins og við getum útfært hringana eftir óskum brúð- hjónanna.“ / Aletranir mikilvœgar kringum hringana eru því miklar." Að sögn Torfa láta brúðhjón nán- ast undantekningarlaust letra inn í hringana sína. „Algengast er að fólk láti letra nafn hvort annars og eru dagsetningar einnig oft látnar fylgja. Annars er mjög mismunandi hvað fólk lætur letra i hringana. Ég hef til dæmis letrað inn í hring brúðar tvær vísur sem brúðguminn orti til hennar. Það er mjög skemmtilegt og persónulegt þegar brúðhjónin vita ekki hvað stendur í hring sínum fyrr en á brúðkaups- daginn. Þá mæta þau hvort með sinn miðann með texta sem á að letra í hring makans. Svo kemur ekki í ljós fyrr en á brúðkaupsdag- inn hvað þau hafa látið letra í hringana." Að sögn Torfa gefa brúðhjón sér yfirleitt góðan tima til að velja hringana. Þar sem allir hringamir eru sérsmíðaðir vilja þeir feðgar helst hafa tveggja daga fyrirvara. „Það er undantekning að fólk komi hérna á hlaupum en það hefur svo sem gerst, og þá er málunum að sjálfsögðu bjargað, enda ekkert brúðkaup án hringa." SS tjfih 90 teqtatdik, lneði tít- 6 otj 14 kt. tjulU. Vehð fhd 12.706, 9 mt flétti* kmtjto. íitjiuhúuöafdtetmt inutut i hmtji tdautetj. m ik ÚR O G SKARTGRIPIR Strandgötu 37, 220 Hafnarfirði. Sími 565 0590. JENSEN' MADRASSER 3000 m2 Sýningarsalur &MJLA^rrtA/v úeJs ð JENSEN dÚIIUl... Rammadynur Springdúnur Stillanlegir rúmbotnar Pokafjaðrir LFK fjaðrir Hannaðarí samvinnu við sjúkraþjálfara Torfi segir að þeir feðgar sérsmíði alla hringa þannig að allir geti fengið eitthvað við sitt hæfi. t ónlist í brúðkaufW'* Tökum að okkur aðflytja dinnertónlist á þverflautu og píanó. Verðum við öllum sérstökum óskum um lagaval. Linda Margrét Sigfúsdóttir llautuleikari, sími 698 1850. Heiðdís Lilja Magnúsdóttir píanóleikan, síini 588 2317. Fi'áliærl úrval af trálofiiir- og gjfdngarhrinpm „Fólk leggur mikla áherslu á að velja hringana, enda eru þeir eitt- hvert persónulegasta skartið sem það ber,“ segir Torfi. Ef til dæmis annar hringur hjóna týnist er ekki óalgengt að efni úr þeim sem eftir er sé notað til að smíða nýtt par, auk viðbótarefnis. Tilfinningarnar í TM - HUSGOGN SIÐUMULA 30 • SIMI 568 6822 Opið: Mán-fös 10-18 • Fim 10-20 • Lau 11-16 • Sun 13-16 • 15 ára ábyrgð á fjaðrakjarna, 5 ára heíldarábyrgð • Sérstærðir fáanlegar • Teygjanlegt bómullaráklæði, má þvo við 60 gráðu hita • Mjúkar - Millistífar - Stífar - Mjög stífar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.