Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 14
Brúökaup Pappírsbrúðkaup haldið hátíðlegt: MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Ilítilli og notalegri íbúö í Kópavoginum búa þau hjón- in Björn Jóhannsson landslagsarkitekt og Guörún Fríöur Heiðarsdóttir rekstrarfræöingur en þau reka saman fyrirtœki sem sér um garðahönnun, auk þess sem Guörún vinnur hjá Kópavogsbæ. Þau hjónin eru nýbúin aö halda upp á eins árs brúökaupsafmœli sitt, pappírs- brúökaup eins og þaö nefnist. Þau héldu daginn að sjálfsögðu hátíðlegan. „Við fórum út að borða og svo færði ég Birni smáglaðning," segir Guðrún og brosir. Bjöm lyftir fótunum sæll á svip og sýnir lit- skrúðuga sokka sem minna einna helst á fingravettlinga. „Vinkona dóttur minnar mætti einn daginn í svona sokkum og Björn varð svona óskaplega hrifinn af þeim. Ég ákvað því að útvega eins sokka og tróð kló- settpappír inn í þá til að þeir yrðu eins og fætur í laginu." Bjöm segist hafa fært frú sinni fresíublómvönd, uppáhald hennar, í tilefni dagsins. „Þær voru einmitt á tilboði," segir Björn og hlær. Eftir þetta eina ár virðist lífið leika við þau hjónakom- in. Það er allavega stutt í hlátur, glens og gleði þegar þau rifja upp fyrstu kynnin og brúðkaupsdaginn. Björninn unninn „Við vorum bæði að vinna hjá BM Vallá, Bjöm við ráðgjöf og ég viö skrifstofustörf," segir Guðrún. „Það var í mínum verkahring að sjá til þess að viðskiptavinir sem mættu til ráðgjafar fengju kaffi,“ segir Guðrún. „Þegar einn við- skiptavinanna mætti ekki til ráð- gjafar notaði ég tækifærið og bauð henni í ráðgjöf," segir Bjöm, og eft- ir það fóra hjólin að snúast. „Bjöm- inn vannst svo endanlega í grill- veislu hjá Vallá,“ segir Guðrún og hlær. Bjöm virtist ekki alveg sáttur með þennan endi og segist þá þegar hafa verið búinn að ákveða að næla í hana. „Ég fór í fjallgöngu með kunningja mínum og sagði honum frá þessari voða sætu stelpu í vinn- unni og þegar tindinum var náð lýsti ég því yfir að hún skyldi verða mín. Þetta var nú bara fjárhagslegt í fyrstu. Mig vantaði rekstrarfræð- ing í fyrirtækið," segir Bjöm og glottir til frúarinnar, „en svo kom ástin,“ bætir hann við. Þau hjónin segjast smellpassa saman. „Bjöm er mikill ævintýramaður þannig að ég þarf hreinlega stundum að hanga í fótum hans þegar hann kemst á flug.“ Bjöm jánkar því að það sé reyndar stundum nauðsynlegt en segist þó vera mjög þægilegur maö- ur. „Ég strauja til dæmis alltaf skyrtumar mínar.“ „En þrífur aldrei bílinn,“ segir Guðrún. Þau hjónin era sammála um að galdur- inn við gott hjónaband sé gagn- kvæm virðing. „Það er nauðsynlegt að gefa sér tíma til að ræða málin og veita fjölskyldunni verðskuldaðan tíma,“ segja þau Bjöm og Guðrún. Brúðurin söng Þau Bjöm og Guðrún giftu sig 21. mars á síðasta ári með pomp og prakt. „Það vora margir sem komu að undirbúningnum og er þessi dag- ur alveg ógleymanlegur. Tengda- mamma var þó potturinn og pannan í öllum undirbúningnum," segir Guðrún, „og hún sá til þess að dag- urinn varð algjör draumur." „Já, þetta var alveg frábær dagur, hann leið bara allt of hratt,“ segir Bjöm og bætir því við að hann hefði aldrei getað trúað því að það væri svona gaman að gifta sig og gefur konunni auga. Þau segjast bæði hafa viljað halda veglegt brúðkaup. Gestimir vora um 130 og brúðurin í glæsilegum kjól. Kristrún, dóttir Guðrúnar, var brúðarmey og Bjöm var í jacket. „Ég gat náttúrlega ómögulega sleppt þessu tækifæri, það er ekki á hverj- um degi sem maður fær að vera í prinsessukjól," segir Guðrún. Bjöm segist upphaflega hafa ætlað að vera í íslenska þjóðbúningnum. „Ég mát- aði hann að vísu en var eins og sveitamaður sem mér fannst ekki viðeigandi.“ Þau vora gefin saman í Selja- kirkju af séra Valgeiri Ástráðssyni, við fallega og hátíðlega athöfn en þó svolítið óvenjulega. Þegar búið var að gefa hjónin saman greip brúður- in í hönd manns síns og orgelið fór að hljóma og brúðurin að syngja. „Ég hafði sungið í nokkrum brúð- kaupum hjá vinkonum mínum og eitt sinn tók ég þá ákvörðun að ég skyldi syngja í mínu eigin brúð- kaupi. Kórstjórinn, séra Valgeir og organistinn vissu einir af þessari fyrirætlun minni. Ég hafði hitt org- Hjónin sæl i Kópavoginum. Björn er í pappírsbrúðkaupssokkunum sem frú- in færði honum. Hrísgrjón og pasta í rúminu Þau hjónin segja að veislan hafi heppnast mjög vel og staðið langt fram á kvöld. Að veislunni lokinni héldu brúðhjónin nýgiftu til Hvera- gerðis og eyddu brúðkaupsnóttinni á „Frosti og funa“. „Það var rosa- lega notalegt," segir Guðrún, „á staðnum er sundlaug og heitur pott- ur og fór mjög vel um okkur þar.“ Þegar þau hjónin komu inn í her- bergið sitt hafði það verið fyllt af blöðrum og þegar þau skriðu upp í rúm blasti við þeim hrísgrjón og pasta. „Systir mín var þar að verki. Hún hafði komið kvöldið áður og dundað sér við að blása upp blöðrar og fylla rúmið af pasta og hrísgrjón- um,“ segir Bjöm. Stuttu eftir hjónavígsluna héldu hjónakornin í brúðkaupsferð til Hamborgar. Dóttir Guðrúnar fór með en varð eftir hjá systur hennar í Danmörku. „Við áttum yndislega daga í Hamborg. Vorið er svo fal- legt, allt að vakna til lífsins, og við þrömmuðum þvers og krass um borgina,“ segja þau hjónin. „Við upplifðum þó borgina á mjög mis- munandi hátt. Björn veit nú allt um hellulagnir og trjágróður í Hamborg en það var annað sem vakti meiri athygli hjá mér,“ segir Guðrún sem fannst Bjöm greinilega einum of upptekinn af gangstéttunum í Ham- borg. Hjónin segja aö fyrsta hjóna- bandsárið hafi verið mjög viðburða- ríkt. „Við erum búin að flytja þrisvar á þessu eina ári,“ segir Guð- rún og Bjöm bætir við að í staðinn muni þau ekkert flytja næstu þrjá- tíu árin.“ Guðrún virðist cdveg sátt við þessi lokaorð manns sins en þó dálítið eflns. SS og elleikarann emu smm nokkra einkatíma hjá kórstjóran- um. Þetta tókst voða vel þó ég hafi verið ansi stressuð. Svipurinn á Bimi var líka alveg yndislegur," segir Guðrún. Bjöm segir að honum hafi brugðið mjög mikið. „Kirkjan fylltist af sælubrosum, nema mér skilst að móðir mín hafi stirðnað upp. Hún hélt að þetta hefði verið skipulagt og bjóst því við að ég myndi svara með söng og leist greinilega ekkert á blikuna." „Svipurinn á Birni var yndislegur," segir Guðrún.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.