Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 15
Fyrir rúmlega fimmtíu árum hétu þau Páll Pálsson og Inga Ásgrímsdóttir frá Borg frammi fyrir guði og mönnum aö standa saman í blíöu og stríöu. í dag, rúmlega fimmtíu árum, fimm börnum og ellefu barna- börnum síöar, brosa þau enn framan í lífiö, sátt við hlut- skipti sitt, ákvaröanir og gjörðir. „Foreldrar mínir komust ekki í brúð- kaupið þannig að þau héldu veislu fyrir okkur fyrir vestan þar sem öll- um sveitungum mínum var boðið.“ Páll bjó svo næsta árið vestur við Djúp en Inga á Borg. „Ég geymdi hana í eitt ár,“ segir PáU en ég var Brúökaup fastur yfir fénu mínu fyrir vestan." „Við skrifuðumst á þetta ár,“ segir Inga því simasamband var mjög slæmt þá. Búskap hófu þau hjónin svo á Borg í félagsskap við foreldra Ingu. Þau hjónin segja þetta hafa ver- ið góða tíma til að hefja búskap. „Það var mikil vakningaralda," segir Páll, „vélaöldin að hefjast og spennandi uppbyggingarstarf fram undan." „Við áttum mjög góð ár á Borg,“ segja þau hjónin, „mannlífið var mik- ið og gott og óskaplega gott fólk í sveitinni." „Við bjuggum við þjóð- braut þvera," segir Páll og var gesta- gangur oft mikill á hinu stóra heim- ili á Borg. Ógleymanlegur dagur Sautjánda júní í fyrra héldu böm þeirra hjóna þeim glæsUega veislu í tUefni af fimmtíu ára brúðkaupsaf- mæli þeirra. Um 200 manns komu til að samgleðjast þeim hjónum á þess- um tímamótum. „Þetta er alveg ógleymanlegur dagur,“ segja þau hjónin, „og óskaplega gaman að hitta aUt þetta samferðafólk í lífinu." „Veislan var haldin í sal hér í félags- miðstöðinni," segir Inga. Auðunn, sonur þeirra hjóna, sá um veislu- stjóm, ræður vora fluttar og sonar- dóttir lék á fiðlu fyrir afa og ömmu. Litli fiðluleikarinn leikur fyrir ömmu og afa. „Við endurapplifuðum daginn okkar og heppnaðist aUt eins og best var á kosið. Veðrið lék við okkur, sól og blíða, veitingar voru voða flottar, enda góður maður sem sá um þær,“ segja þau hjónin, glöð í bragði. „Börnin höfðu mikið fyrir þessu,“ segir Inga, „þau höfðu látið stækka og innramma brúðarmyndina af okk- ur, sem var tekin á litla kassamynda- vél, og stillt henni upp við hliðina á vasa sem við fengum í brúðargjöf." „Já, þessi vasi hefur fylgt okkur í fimmtíu ár og hefur oft hvarlað að mér hvort Ingu fmnist vænna um mig eða vasann því í jarðskjálftum í gegnum árin hefur hún mest hugað að því að bjarga vasanum," segir Páll og glottir við. Þau hjónin segjast ávallt hafa ver- ið samhent og þakka þau því 50 ára hjónaband. „Við höfum verið lánsöm í lífinu," segja þau. „Við eigum fimm góð böm - sem við eignuðumst í fjór- um tilraunum," skýtur Páll inn í, „og ellefu yndisleg bamaböm," bætir Inga við. „Búskapurinn gekk vel,“ segir Páll, „og er gott að vita af Borg- inni okkar í góðum höndum núna.“ En Páll er í daglegu sambandi við fólkið á Borg. Að lokum segir Inga að móðurbróðir hennar, Helgi Péturs- son, hafl beðið um að fá að rífa upp í slör hennar til merkis um að hjóna- bandið yrði farsælt. „Ég gaf það und- ir eins eftir og það hefur gengið eftir, hvort sem það er þessu að þakka eða ekki,“ segir Inga, hlæjandi. SS Þau era nú flutt til Reykjavíkur eftir að hafa stundað búskap á Borg í Miklaholtshreppi í 46 ár. Þau hafa komið sér fyrir í notalegri þjónustuí- búð í Hraunbænum þar sem þau njóta að eigin sögn samvistar við yndislegt fólk og hafa nóg fyrir stafni. Tvöfalt brúðkaup Árið 1946 var Inga í Húsmæðraskól- anum á Varmalandi en Páll var þá á bændaskólanum á Hvanneyri. Það tíðkaðist þá að nemendur skólanna tveggja byðu hverjir öðram til fagnað- ar. Á einni slíkri skemmtun hittust þau Páll og Inga og að sögn Páls hafa mörg góð hjónabönd orðið til á sams konar samkomum. „Við höfum senni- lega verið brautryðjendur þar sem þetta var fyrsti vetur Húsmæðraskól- ans á Varmalandi,“ bætir Páll við. Eitt leiddi af öðra og 17. júní 1948 gengu þau í hjónaband, ári eftir að þau opinberuðu trúlofun sína. „Þetta var tvöfalt brúðkaup því bróðir minn heitinn, Stefán, gekk samtímis að eiga unnustu sína, Laufeyju Stefánsdótt- ur,“ segir Inga. „Séra Þorsteinn Lúth- er Jónsson gaf okkur saman við hátíð- lega athöfn í kirkjunni á Fáskrúðar- bakka," segja þau hjónin. Brúðkaupið var glæsilegt og hafði Inga látið sauma á sig kjól í Reykjavík en klæð- skeri á ísafirði sá um fatnað Páls. Brúðkaupsveisla var svo haldin á Borg. Þau hjónin segja að um níutíu manns hafi mætt til veislunnar. „Boð- ið var upp á góðan, íslenskan mat.“ segir Páll, „og ýmis sætindi," bætir Inga við. Svo var dansað inni í stofu undir harmonikuspili." Hin nýgiftu hjón héldu svo stuttu eftir brúðkaupið vestur að ísafjarðar- djúpi þar sem foreldrar Páls bjuggu og þar var þeim haldin önnur veisla. Inga og Páll með börnunum fimm á gulibrúðkaupsdeginum. Talið frá vinstri: Páll, Auðunn, Björgvin, Arndís og Ásgrímur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.