Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1999, Blaðsíða 16
Brúðkaup MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 1999 Það er clraumur margra brúðhjóna að giftast úti í náttúrunni og dansa á grasi langt fram eftir nóttu. Þetta hann í fyrstu cið virðast fjarlægur draumur á íslandi þar sem er alla veðra von. Að sögn Þorsteins Baldurssonar, framkvæmdastjóra tjaldleigunnar Skemmtilegt, þarf hvorki veðrátta né kuldi að koma í veg fyrir að slík- ir draumar rætist. Óteljandi möguleikar Þorsteinn segir að brúðhjón komi í auknum mæli til að skoða þann kost að leigja tjald eða tjöld undir veisluna. „Tjöldin bjóða upp á óteljandi möguleika," segir Þorsteinn. „Hægt er að útbúa glæsilega veislusali fyrir allt að > þúsund manns. Tjöldin eru frá 12 upp í 200 fermetra og er hægt að tengja þau saman eftir eigin hentisemi. Svo fer eftir veðri hvort veggir eru settir í tjaldið eða ekki. Einnig er hægt að fá krossviðargólf með.“ Á tjaldleig- unni er auk þess hægt að fá stóla, borð, bekki og ofna. „Við sjáum um að útvega allt, brúðirnar verða þó að finna brúðgumana sjálfar," segir Þorsteinn. Þorsteinn segir að á síðastliðnu sumri hafi ung og ástfangin hjón látið draum sinn rætast og gift sig niðri í fjöru við helli á heimaslóð- um brúðarinnar. Veislan var svo haldin að Vatnsskarðshólum í Mýrdal þar sem brúðurin hafði alist upp. „Tjöld voru þá sett upp á túninu og er mér sagt að veisl- an hafi tekist mjög vel og var víst dansað langt fram á nótt.“ Þor- steinn bætir því við að gestum finnist einnig mjög gaman að koma f sllkar veislur þar sem hið hefðbundna veisluform sé látið víkja. Brúðkaup í garðinum Tjöldin geta einnig verið góð lausn fyrir þá sem kjósa að halda veisluna í heimahúsum. „Það er mjög algengt að fólk hreinlega stækki hús sín með tjöldum enda fáir sem eiga hús sem getur hýst heilt brúðkaup," segir Þorsteinn. „Þá er tjaldið oftast tengt við hurð sem liggur út í garðinn. Einnig er hægt að hafa frístandandi tjöld úti í garði.“ Margir möguleikar eru fyrir hendi þegar brúðhjónin fara að huga að því hvernig veislu þau skuli halda. Tjöldin eru óneitanlega skemmtilegur kostur og fyrir þau sem vilja vera sem næst náttúrunni þá er varla hægt að komast nær því, að minnsta kosti ekki á íslandi. SS ■ Áralöng reynsla. ■ ] Pantið tímanlega. [ Upplýsingar i ■ síma 562 0060 ♦ * % Ástarhringamir Höfum hafið sölu á trúiofunar- pg giftingahringum sem við hönnuðum sérstaklega fyrir nýja öld. Á pá er grafið með höfðaletri: ÁST. sendan myndalista! 9 Allt frá örófi alda hafa himin- tunglin vakið spurningar hjá okkur mannfólkinu. í tímans rás hafa ver- ið uppi fræðimenn sem lesið hafa í stjömumar. Staða himintunglanna við fæðingu okkar er sögð hafa áhrif á persónuleika okkar og jafn- vel örlög. Hvert stjömumerki hefúr ákveðin einkenni og era hrútar til dæmis sagðir óþolinmóðir og þreyt- ast á tilbreytingarleysi en krabbar era sagðir útsjónarsamir og hlé- drægir. Samkvæmt stjörnuspekinni eiga merkin misvel saman. Gunn- laugur Guðmundsson stjörnuspek- ingur hefur sett saman bókina Ást og samskipti stjörnumerkjanna þar sem hann dregur fram kosti og ókosti sambanda hvers merkis út af fyrir sig. Þó að máttur stjamanna sé mikill boðar stjörnuspekin ekki hinn stóra sannleika í samskiptum kynjanna. Stjömuspekin leitast við að benda á þætti sem geta vakið okkur til umhugsunar og jafnvel stuðlað að því að fólk líti í eigin barm og læri að þekkja kosti sína og galla sem hlýtur að vera nauðsyn- legt í nánum ástarsamböndum. Hvort sem það era stjömurnar sem eru að verki eða ekki er leiðir fólks liggja saman og ástareldar kvikna er niðurstaða Gunnlaugs sú að öll merki eigi saman að einhverju leyti en sum merki virðast þó frekar lað- ast hvert að öðra. Oss er ókunnugt um hvað hafst er að á himnum. Hitt er oss greini- lega sagt hvað menn gera þar ekki. Hvorki kvænast menn né giftast. Swift Ó, þú hjónaband. Enn einn sigur vonarinnar yfir reynslunni. Johnson Hjónabandið er eina lífstíðarrefs- ingin sem ekki er stytt þrátt fyrir góða hegðun. Enskt Guð hjálpi þeim sem vill ekki gift- ast fyrr en hann rekst á fullkomna konu. Guð hjálpi honum þó enn bet- ur ef hann skyldi flnna hana. Ben Tillet Hamingjusamt hjónaband er hús sem verður að reisa daglega. A. Maurois Kvæntur maður ætti að gleyma mistökum sínum. Það er engin þörf á að tvær manneskjur muni alltaf það sama. Dewal Blekktu þig ekki með því að gera þér táilvonir um sælu í hjóna- bandinu. Minnstu næturgalans sem syngur aðeins skamma stund að vorinu en er venjulega þögull þegar hann er búinn að unga út eggjunum. Th. Fuller Sá sem kvænist í annað sinn á ekki skilið að hafa misst fyrri kon- una. Beaumarchais Hvað sem menn kunna að segja þá vissi Adam harla lítið hvað paradís var fyrr en Eva kom til sögunnar. S.E. Brenner

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.