Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1999 49 Afmæli Ágúst Óskarsson Ágúst Óskarsson framkvæmda- stjóri, Ásholti 7, Mosfellsbæ, verður flmmtugur á morgun. Starfsferill Ágúst fæddist á Akureyri en ólst upp að Laugaskóla í Reykjadal í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. Hann var í Bama- skóla Reykdæla að Litlu-Laugum, í Héraðsskólanum að Laugum, stund- aði nám við Gymnastikhöjskolen 011- erup í Danmörku 1966-67, stundaði nám við íþróttakennaraskólann að Laugarvatni og lauk þaðan íþrótta- kennaraprófi 1968 og lauk prófum frá Samvinnuskólnanum að Bifröst 1972. Ágúst var íþróttakennari í Mos- fellsbæ 1968-70 og 1972-74, þjálfari hjá HSÞ og fimleikadeild KR á árunum 1967-74, framkvæmdastjóri íþrótta- miðstöðvarinnar Varmár í Mosfells- bæ 1975-77 og auk þess skoðunarmað- ur reikninga Mosfellsbæjar í átta ár. Ágúst stofnaði fyrirtækið Á. Ósk- arsson ehf. 1978 og hefur verið fram- kvæmdastjóri þess síðan. Fjölskylda Eiginkona Ágústs er Helga Sigurð- ardóttir, f. 2.5. 1960, skrifstofustjóri. Hún er dóttir Sigurðar Isfeld Frí- mannssonar, f. 4.9. 1930, d. 1.12. 1996, vagnstjóra í Reykjavík, og Ragnheiðar Guðmunds- dóttur, f. 16.8. 1929, smur- brauðsdömu og fyrrv. matráðskonu við HÍ. Böm Ágústs og Helgu eru Óskar Örn Ágústsson, f. 12.4. 1973, viðskipta- fræðingur í Reykjavík; Silja Rán Ágústsdóttir, f. 5.9. 1978, nemi í lífefna- fræði við HÍ; Heiðar Reyr Ágústsson, f. 18.3. 1983, grunnskólanemi. Systkini Ágústs em Hermann Ósk- arsson, f. 7.2. 1951, doktor í félagsvís- indum og dósent við HA; Knútur Ósk- arsson, f. 23.2. 1952, viðskiptafræðing- ur og forstjóri Ferðaskrifstofu íslands- og Skandinavíuferða, búsettur í Mos- fellsbæ;Una María Óskarsdóttir, f. 19.9. 1962, uppeldis- og mennflmar- fræðingur og verkefnastjóri, búsett í Kópavogi. Foreldrar Ágústs em Óskar Ágústs- son, f. 8.11. 1920, íþróttakennari, lengst af á Laugum, nú búsettur í Reykjavík, og k.h., Elín Friðriksdótt- ir, f. 8.8.1923, hússtjómarkennari. Ætt Óskar er sonur Ágústs, b. í Sauð- holti í Holtum Jónssonar, b. á Læk og á Heiði Jónsson- ar, b. í Efrahvoli í Hvol- hreppi Eyjólfssonar, b. á Ægisíðu Jónssonar. Móðir Jóns á Heiði var Málfríður Þorkelsdóttir, b. á Hár- laugsstöðum Amórssonar. Móðir Ágústs var Björg Eyj- ólfsdóttir, b. á Minnivöllum Jónssonar, og Guðrúnar Árnadóttur, b. í Háholti í Eystrahreppi Eirikssonar. Móðir Óskars var Mar- ía, systir Jóhönnu, ömmu Jóhanns Bergþórssonar forstjóra. bróðir Maríu var Sigurjón, afi Ingólfs Mar- geirssonar rithöfundar. Annar bróðir Maríu var Finnbogi Amar, kennari og skáld í Hafnarfirði. Mar- ía var dóttir Jóhanns, b. í Ósgröf, bróður Jónasar, langafa Þórs veð- urfræðings, Svövu rithöfundar og Jökuls rithöfundar Jakobsbarna. Jóhann var sonur Jóns, rika í Mörk á Landi Finnbogasonar, b. á Reyni- felli Þorgilssonar, ættfoður Reyni- fellsættarinnar ÞorgOssonar. Móðir Jóns ríka var Helga Teitsdóttir, b. í Gunnarsholti Jónssonar, ættfoður Bolholtsættar Þórarinssonar. Móðir Maríu var Sigríður Eiríksdóttir, b. í Stöðlakoti Höskuldssonar, b. í Kirkjulæk í Fljótshlíð Eiríkssonar. Móðir Sigríðar var Jámgerður Hannesdóttir, b. á Litlahrauni Ög- mundssonar. Elín er dóttir Friðriks Kristjáns, smiðs í Úlfsstaðakoti í Blönduhlíð, bróður Árna, ritstjóra Iðunnar. Frið- rik var sonur Hallgríms, bróður Þor- bjargar, móður Bernharðs Stefáns- sonar, alþm. og bankastjóra. Hall- grímur var sonur Friðriks, b. á Syðragili Vigfússonar, hreppstjóra og Myrká Gíslasonar. Móðir Frið- riks Kristjáns var Helga Jóhanns- dóttir, b. i Stóradal Jóhannessonar, b. á Möðravöllum Jónssonar. Móðir Helgu var Guðrún, systir Bergþóru, ömmu Erlings Davíðssonar, ritstjóra Dags, og Ingólfs magisters. Guðrún var dóttir Páls, b. í Leyningi Bjama- sonar, og Sigríðar Randversdóttur. Móöir Elínar var Una Sigurðar- dóttir, á Blönduósi Davíðssonar, b. á Sneis Ámasonar. Móðir Davíös var Sigríður Davíðsdóttir, systir Davíös, langafa Lúðvíks læknis, afa Davíðs forsætisráðherra. Móðir Unu var Halldóra Halldórsdóttir. Móðir Halldóru var Hólmfríður Ingimundardóttir, smáskammta- læknis Sveinssonar. Ágúst Óskarsson. Haukur G. Jóhannsson Haukur Gils Jóhannsson, verkamaður að Byrgi á Ak- ureyri, verður fimmtugur á laugardaginn. Starfsferill Haukur fæddist að Gilj- um í Lýtingsstaðahreppi og ólst þar upp. Hann var í Sveinsstaðaskóla, stundaði almenn sveitastörf á ung- lingsárunum og var á ver- tíðum. Haukur hefur verið bú- settur á Akureyri frá 1975. Þar hefur hann shmdað ýmis störf, m.a. við bifreiðaakstur hjá Stefni í nokkur ár. Haukur hefur tekið þátt í kórsöng með Karlakór Bólstaða- hlíðarhrepps í Húnavatns- sýslu, með Karlakórnum Geysi á Akureyri og með Kirkjukór Möðravalla- kirkju í Amameshreppi. Fjölskylda Haukur kvæntist 15.5. 1980 Hlíf Aradóttur, f. 27.10.1955, húsmóður. Hún er dóttir Ara H. Jósavins- sonar, bónda að Auðnum í Öxnadal, og k.h., Erlu M. Halldórsdóttur húsfreyju. Böm Hauks og Hlífar era Erla Ingi- björg Hauksdóttir, f. 22.6. 1973, verka- kona á Akureyri en sambýlismaður hennar er Randver Gunnar Ólafsson, f. 28.5. 1974, fiskverkamaður; Halldór Viðar Hauksson, f. 20.1. 1976, verka- maður á Akureyri en sambýliskona hans er Svanhildur Amardóttir, f. 9.2. 1976, húsmóðir og eru börn þeirra Haukur Öm, f. 7.5.1997 og Eva Dís, f. 5.1. 1999. Systkini Hauks: drengur, f. 14.7. 1941, d. 13.10. 1941; Sigurlaug Heiðrún, f. 19.12. 1942, búsett í Ólafsvík; Eyþór Sævar, f. 27.3. 1944, búsettur á Akur- eyri;Hjörvar Vestdal, f. 6.5. 1945, d. 27.1. 1999, var bóndi að Hofi í Lýtings- staðahreppi; Guðjóna, f. 10.5. 1946, bú- sett í Kópavogi; Bergdís Lína, f. 18.2. 1948, búsett að Búlandi í Skaftártung- um; Guðrún Margrét, f. 28.5. 1950, bú- sett í Danmörku; Hjalti Viðar, f. 16.11. 1951, búsettur að Giljum; Hlynur Unn- steinn, f. 29.4. 1953, búsettur á Tungu- hálsi I, Lýtingsstaðahreppi; Gísli Heið- ar, f. 18.5.1954, búsettur í Bjamastaða- hlíð; Hjörtur Hvannberg, f. 18.5. 1954, búsettur á Akureyri; Þórey Sigurbjörg, f. 16.8. 1955, búsett í Reykjavík; Rúnar Berg, f. 2.6. 1957, búsettur á Skaga- strönd. Foreldrar Hauks: Jóhann Guðmund- ur Jóhannsson, f. 27.8. 1920, bóndi á Giljum, og k.h., Ingibjörg Gísladóttir, f. 17.8.1915, d. 3.1.1996, húsfreyja að Gilj- um. Jóhann og Ingibjörg fluttu til Ak- ureyrar 1980. Haukur og Hlíf taka á móti gestum í Félagsheimilinu Freyjulundi í Amar- neshreppi á afmælisdaginn, laugardag- inn 15.5. eftir kl. 18.00. Haukur Gils Jóhannsson. Gunnar Jökull Hákonarson Gunnar Jökull Hákonarson, trommuleikari og tónskáld, Klepps- vegi 32, Reykjavík, verður fimmtugur á morgun. Starfsferill Gunnar fæddist i Reykjavik og ólst þar upp. Hann var í Langholtsskóla og stundaði nám við VÍ. Gunnar var trommuleikari með ýmsum þekktiun hljómsveitum, s.s. Tónum, ensku hljómsveitinni Syn sem síðar nefndist Yes, Flowers og Trúbrot. Gunnar gaf út sólódisk með eigin lögum, Hamfarir, 1995 og vinnur nú að úgáfu á öðram diski auk þess sem hann hefur stundað tónsmíðar. Fjölskylda Gunnar kvæntist 10.10. 1971 Mar- gréti Kolbeins Pálsdóttur, f. 31.7.1951, starfsmanni við Morgunblaðið. Hún er dóttir Páls Kolbeins og Laufeyjar Kolbeins sem bæði eru látin. Gunnar og Margrét skildu 1982. Sonur Gunnars og Margrét- ar er Högni Jökull, f. 29.10. 1972, pitsubakari hjá Hróa hetti í Reykjavík en dóttir hans er Rakel Ýr, f. 17.6.1995. Systkini Gunnars era Pét- ur Jökull Hákonarson, f. 5.7. 1947, byggingameistari í Mosfellsbæ; Sigurður Hákonarson, f. 5.9. 1946, danskennari, bú- settur á Húsavík. Foreldrar Gunnars era Hákon Pétursson, f. 12.8. 1914, fyrrv. verk- stjóri, búsettur í Mos- fellsbæ, og Guðrún Ein- Gunnar Jökull arsdóttir, f. 9.5. 1921, Hákonarson. húsmóðir. Messur á uppstigningardag Áskirkja: Guösþjónusta kl. 14. Jórunn Oddsdóttir og Signý Bergsdóttir leika á selló. Safnaöarfélag Áspresta- kalls býöur eldri borgurum til samsætis í safn- aöaheimilinu eftir messu. Sigríöur Eyrún Friö- riksdóttir syngur einsöng viö undirleik Svönu Víkingsdóttur. Almennur söngur. Kirkjubíllinn ekur. Ámi Bergur Sigurbjömsson. Árbæjarkirkja: Dagur aldraöra í söfnuðinum. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson, fyrmm prófastur, prédikar en sóknarprestur þjónar fyrir altari. Organleikari: Pavel Smid. Kirkjukór Árbæjarsóknar syngur og enn fremur syngur bamakór kirkjunnar. Stjómandi: Margrét Dannheim. Samvera eldra fólks og kaffiveitingar í boði Soroptimistaklúbbs Árbæjar í safnaöar- heimilinu eftir guösþjónustu. Alda Ingibergsdótt- ir syngur einsöng. Undirleikari: Pavel Smid. Sýn- ing á munum eftir eldri borgara safhaöarins I kirkjunni þennan dag. Prestamir. Bústaöakirkja: Guösþjónusta kl. 14. Prestur sr. María Ágústsdóttir. Kvennakórinn Glæður syng- ur. Sýning á munum úr starfi aldraðra eftir messu. Veitingar fyrir aldraöa í boði sóknarinnar en aörir greiöa vægt verö. Yngra fók er hvatt til aö aöstoða hina eldri til kirkju og njóta dagsins meö þeim. Digraneskirkja: Kl. 11. Sameiginleg guösþjón- usta Digranes- og Hjallakirkju. Prestar sr. Magn- ús Guöjónsson, sr. íris Kristjánsdóttir og sr. Hjörtur Hjartarson. Organisti Kjartan Siguijóns- son. Einsöngur: Þómnn Freyja Stefánsdóttir. Söngvinir, kór aldraöra úr Kópavogi, syngja og leiða safnaöarsöng. Kafíiveitingar veröa eftir messu. Dómkirkjan: Sameiginleg guðsþjónusta Frí- kirkjusafhaöar og Dómkirkjusafnaöar kl. 14 í Frí- kirkjunni. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson frí- kirkjuprestur prédikar. Sr. Hjalti Guömundsson þjónar fyrir altari. Kór Fríkirkjunnar syngur. Þorgeir Andrésson ópemsöngvari, syngur ein- söng. Organisti Guömundur Sigurösson. Fella- og Hólakirkja: Dagur aldraöra í kirkj- unni. Hátíöarguösþjónusta kl. 14. Prédikun flytur Sr. Jón Bjarman. Geröubergskórinn syngur und- ir stjóm Kára Friðrikssonar. Organisti: Jón Óiaf- ur Sigurðsson. Lesarar: Ingibjörg Björgvinsdóttir og Sigurborg Skúladóttir. Að lokinni guösþjón- ustu er kirkjugestum boöið upp á kaffiveitingar. Allir hjartanlega velkomnir. Prestamir. Fríkirkjan í Reykjavík: Sameiginleg guösþjón- usta Dómkirkjunnar og Fríkirkjusafhaöarins kl. 14. Sr. Hjalti Guömundsson þjónar fyrir altari. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson prédikar. Einsöngv- ari: Þorgeir Andrésson ópemsöngvari. Safnaðar- fólki er boöiö til kaffidrykkju eftir messu í safn- aðarheimilinu. Allir hjartanlega velkomnir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. Grafarvogskirkja: Dagur „eldri borgara“ Hátíö- arguösþjónusta kl. 14. Sr. Vigfús Þór Ámason og sr. Anna Sigríöur Pálsdóttir þjóna fyrir altari. Ræöumaöur veröur Ólafur Ólafsson, fyrrv. land- læknir og form. Eldri borgara í Reykjavík. Ein- söngur: Þórunn Stefánsdóttir. Kór Grafarvogs- kirkju og unglingakór kirkjunnar syngja. Stjóm- andi og organisti: Hrönn Helgadóttir. Prestamir. Grensáskirkja: Guösþjónusta kl. 11. Kirkjukór Grensáskirkju syngur. Organisti Ámi Arinbjam- arson. Eldri borgurum sérstaklega boðiö til guös- þjónustu. Boröhald í safnaöarheimili aö henni lokinni. Sr. Ólafur Jóhannsson. Hallgrímskirkja: Hátíöarmessa kl. 11. Sr. Láms Halldórsson prédikar. Sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Schola cantomm syngur und- ir stjóm Harðar Áskelssonar kantors. Eftir messu veröur farin vorferö eldri borgara í Hallgríms- sókn. Háteigskirkja: Dagur aldraöra. Messa kl. 14. Organisti Jakob Hallgrímsson. Prestur sr. Tómas Sveinsson. Eftir messu verður kirkjukaffi í safn- aöarheimilinu. Taize-messa kl. 21. Hjallakirkja: Sameiginleg guösþjónusta Digra- nes- og Hjallakirkju í Digraneskirkju kl. 11. Prest- ar sr. Magnús Guöjónsson, sr. íris Kristjánsdóttir og sr. Hjörtur Hjartarson. Organisti: Kjartan Sig- uijónsson. Söngvinir, kór aldraðra úr Kópavogi, syngja og leiða safnaöarsöng. Kaffiveitingar veröa eftir messu. Viö minnum á bæna- og kyrröar- stund á þriðjudag kl. 18. Prestamir. Kópavogskirkja: Kirkjudagur aldraöra. Guös- þjónusta kl. 14. Ásgeir Jóhannesson, safhaöarfull- trúi Kámessóknar, flytur stólræðu. Kór Kópa- vogskirkju syngur. Organisti: Kári Þormar. Aö lokinni guösþjónustu verður kaffi og samvera í safnaöarheimilinu Borgum þar sem Sigurbjörg Þórðardóttir mun spila undir og stjóma fjölda- söng. Ægir Fr. Sigurgeirsson. Langholtskirkja: Kirkja Guöbrands biskups. Guösþjónusta kl. 14. Sr. Gísli Kolbeins prédikar. Organisti Jón Stefánsson. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Eftir guösþjónustuna býöur Kvenfé- lag Langholtssóknar upp á kaffiveitingar í safnaö- arheimilinu. Laugameskirkja: Hátíöarguösþjónusta og messukaffi kl. 14. Kór Laugameskirkju flytur messu eftir Haydn. Laufey Geirlaugsdóttir syngur einsöng. Organisti Gunnar Gunnarsson. Prestur sr. Bjami Karlsson. Þjónustuhópur Laugames- kirkju annast lestur ritningartexta og veitingar veröa í safnaöarheimili aö messu lokinni. Neskirlga: Guösþjónusta kl. 11. Sr. Frank M. Halldórsson. Seljakirkja: Dagur aldraðra. Guðsþjónusta kl. 14. Sigrún Gísladóttir, hjúkmnarfræðingur og fyrr- um framkvæmdastjóri Ellimálaráös Reykjavíkur- prófastsdæma, prédikar. Organisti er Gróa Hreinsdóttir. Eldri borgurum sóknarinnar er boð- iö til kaffisamsætis í kirkjumiðstöðinni aö guðs- þjónustu lokinni. Seltjamameskirkja: Messa kl. 14. Eldri borgar- ar sérstaklega velkomnir. Organisti Sigrún Stein- grímsdóttir. Prestur sr. Guðný Hallgrímsdóttir. Sóknamefnd býöur eldri borgumm í kaffi eftir messu. Selfosskirkja: Messa uppstigningardag kl. 11. Sr. Jón Hagbarður Knútsson prédikar. Sóknarprest- ur þjónar fyrir altari. Hádegisbænir þriöjudaga til föstudaga kl. 12.10. Sr. Gunnar Bjömsson. Ytri-Njarövíkurkirkja: Guösþjónusta kl. 14. Kirkjudagur aldraöra. Bam boriö til skímar. Kirkjukór Njarövikur syngur undir stjóm Stein- ars Guðmundssonar organista. Kaffi og kleinur aö lokinni athöfn. Baldur Rafn Sigurösson. Tll hamingju með afmælið 13. maí 80 ára Anna Þorsteinsdóttir, Illugagötu 15 b, Vestmannaeyjum. Ragnheiður Þórarinsdóttir, Hjaltastöðum, Akrahreppi. Unnur Þórarinsdóttir, Miðbæ, Þingeyri. 75ára Stefanía Ruth Björnsson, Smáratúni 32, Keflavík. 70 ára Amór Guðjón Ólafsson, Krammahólum 8, Reykjavík. Konráð Jakobsson, Seljalandsvegi 42, ísafirði. 60 ára Eiríkur Sigfússon, Sunnufelli, Fellahreppi. Ingiberg Guðbjartsson, Lautasmára 14, Kópavogi. Jónina Kjartansdóttir, Eyrargötu 28, Eyrarbakka. Þórir Halldór Óskarsson, Steinagerði 11, Reykjavík. 50 ára Magnús Th. Benediktsson húsgagna- smíðameistari, Þórunnar- stræti 124, Akureyri, verður fimmtugur á fostudaginn. Eiginkona hans er Kristbjörg Magnúsdóttir. Þau taka á móti gestum í Frí- múrarahúsinu á Akureyri, föstud. 14.5. frá kl. 20.00 Anna Bima Ragnarsdóttir, Hjallabraut 90, Hafnarfirði. Baldur Sigurðsson, Kleppsvegi 40, Reykjavík. Gísli Vestfjörð Benjamínsson, Suðurgötu 15, Reykjavík. Gróa M. Jónsdóttir, Laufengi 162, Reykjavík. Guðrún Magnúsdóttir, Garðsenda 13, Reykjavík. Gylfi HaUgeirsson, Hallgeirsstööum, Egilsstöðum. HaUdór Sigurþórsson, Hörgsholti 3, Hafnarfirði. Hildur Bolladóttir, Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Hrafnhildur Sturludóttir, Krókamýri 12, Garðabæ. Ingibjörg Guðmundsdóttir, Sigtúni 15, Selfossi. Sigurður Stefánsson, Blönduhlíð 22, Reykjavík. Steinþór Steinþórsson, Víðihlíð 21, Sauðárkróki. Þorsteinn Pétursson, Lönguhlíð 17, Reykjavík. 40 ára Áslaug Sverrisdóttir, Birkihvammi 3, Kópavogi. Björg Ólafsdóttir, Varmalandsskóla, Borgarbyggð. Elísabet Ásta Magnúsdóttir, Skólagerði 9, Kópavogi. Guðrún S. Steingrímsdóttir, Álfhóli 6, Húsavík. Jóhann Kjartansson, Jónsnesi, Helgafellssveit. Karólína Sif ísleifsdóttir, Flókagötu 5, Hafharfirði. Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir, Ferjunesi I, V illingaholtshreppi. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Grænumýri 16, Seltjamamesi. Sigríður Kristín Sigvaldadóttir, Baughóli 32, Húsavík. Skúli Þór Bragason, Barmahlíð 2, Sauöárkróki. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.