Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 10
10 lenning MIÐVIKUDAGUR 12. MAI 1999 Listin á að vera orrustuvöllur Maraþon bók- menntahátíðin Nor- disk Salon var haldin í fyrsta sinn i Kaup- mannahöfn 1. og 2. maí í Folketeatret, fallegu gömlu leik- húsi við Nörregade í miðborginni. Þar komu fram nokkrir af framlögðum höf- undum til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs i ár, meðal þeirra Hallgrímur Helga- son, auk fyrri verð- launahöfunda Dana. Ætlunin er að halda slíka hátíð árlega héðan í frá í heima- landi verðlaunahöf- undar og styrkir Norræna ráðherra- nefhdin fyrirtækið myndarlega. 1 !^^^ i J ^Hl * sf Danska ljóðskáldið Hallgrímur Helgason. Pia Tafdrup fékk Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs í janúar sl. og var sér- stakur heiðursgestur bókmenntahátíðar- innar seinni daginn. Hún varð óvæntur leynigestur líka því Johannes MoUehave, prestur og íslandsvinur, veiktist skyndi- lega og í stað erindis hans fyrri daginn las Pia úr nýúfkominni ljóðabók sinni, Tusind- födt. Miðað við verðlaunabókina Dronn- ingeporten er þetta heldur léttvæg bók með eintómum stökum, kvæðum sem hvert um sig eru aðeins fjórar línur - en að vísu mis- langar. Allt sem við skrifum er lygi... Hápunktur fyrri dagsins var samtal menningarblaðamannsins Allans de Waal við Klaus Rifbjerg sem á dögunum hlaut „litla nóbelinn", verðlaunin sem Sænska akademían veitir norrænum höfundum og Thor Viihjálmsson hefur fengið einn ís- Klaus Rifbjerg. lenskra höfunda. Klaus var eins og hver annar stórhöfðingi á sviðinu, „grand old man" danskra bókmennta sem nú er meira og minna sestur að á Spáni eins og Guð- bergur okkar. Hann talaði einkum um nýj- ustu skáldsögu sína, Billedet, ættarsögu sem byggð er á hans eigin fólki, og sagðist hafa verið kominn með efni í 1700 blað- síðna ættarróman þegar hann byrjaði að skera niður. Hann skar söguna nánast nið- ur 100 prósent enda var sögumaður alls ekki í veislunni sem sagan fjallar um og þar sem ljósmyndin sem bókin dregur nafh sitt af var tekin. „Allt sem við skrifum er lygi hvort sem er," sagði Klaus, og það var Bókmenntir Silja Aðalsíeinsdóttir hreinlegast að láta sögumarminn sofa á sitt græna þriggja ára eyra meðan sagan gerð- ist, gaf honum alveg frjálsar hendur við að segja söguna. Strindberg á 150 ára afmæli í ár og fyrri dagurinn endaði á samtali við ungan leik- stjóra og leikhússtjóra frá Skáni, Staffan Valdemar Holm, sem hefur vakið athygli fyrir uppsetn- ingar á Strindbergleikritum. „Ólíkt Ibsen hangir Strind- berg ekki saman," sagði Staff- an, „og enginn heimsfrægur höfundur hefur skrifað eins mörg misheppnuð verk og hann!" En mikið er hann góð- ur þegar hann er góður. Á eft- ir var leiklesin sagan Ást og brauö eftir Strindberg; það gerðu þrír danskir leikarar al- deilis frábærlega vel. „Listin á ekki að þjóna skoðunum eða hugsjónum, hún á að vera orrustuvöllur fyrir allar andstæðurnar og þverstæðurnar sem búa innra með okkur," segir Pia Tafdr- up. Dagskráin á sunnudag hófst á því að bókmenntafræð- ingurinn Neal Ashley Conrad hélt erindi um skáldskap Piu og hlýtur að hafa glatt hana mjög. Nýjasta bókin hennar hefur ekki fengið verulega hlýlegar móttökur en hann tók höfundarverk hennar fal- lega saman, enda er þar af nógu að taka. Svo las hún upp úr Drottningarhlióinu og gerði það afar vel á sinn sér- kennilega taktbundna hátt. Monika Fagerholm hin finnlandosænska sagði Sören Vinterberg frá sinni merkilegu Dívu, þrettán ára stelpu (bráðum fjórtán) sem samnefhd skáldsaga hennar fjallar um. Fyrirmyndir hennar eru tvær, að sögn höf- undar, önnur er Holden Caulfield úr Bjarg- vætti í grasinu, hin er Lína langsokkur, orðin fáeinum árum eldri. Getum við hugs- að okkur Línu eiga nokkra elskhuga og verða ástfangna af sér eldri manni? Ef ekki, þá er að lesa Dívu og sannfærast. Dæmigerð íslensk fjölskyldusaga „Af hverju heitirðu Helga- son," spurði Erik Skyum Niel- sen, íslenskugúrú Dana, í upphafi samtals þeirra Hall- gríms Helgasonar, „ekki heit- ir pabbi þinn Helga?" „Nei, hann heitir Helgi" svaraði Hallgrímur, „en maður beygir föður sinn á íslensku." Þar með var tónninn sleginn i því samtali sem skemmti áheyr- endum meira en önnur. Erik Skyum fannst 101 Reykjavík ólík bókunum sem íslending- ar legðu venjulega fram til Bókmenntaverð- launa Norður- ^mxa^c-i landaráðs. Þar ' fyndu persónur sjálfar sig í ís- lenskri náttúru og áttuðu sig á villu síns vegar - sbr. verðlaunabókina Meöan nóttin líöur eftir Friðu Á. Sig- urðardóttur, en þessi sama íslenska náttúra væri rétt búin að kála Hlyni Birni í bók Hallgríms og ekki að sjá hann fyndi sjálfan sig eða nokkuð annað við þá reynsíu. Nei, Hallgrímur sagði að það hefði verið skemmtileg ögrun að skrifa um persónu sem hataði allt sem endaði á „túr" - þar með talinn kúltúr og litteratúr. Að öðru leyti væri þetta nokkuð dæmigerð íslensk fjölskyldusaga þar sem piltur yrði ástfanginn af sambýliskonu móður sinnar og gerði henni barn. Þau lifðu svo þrjú í lukkunnar velstandi eftir það. Hallgrími var tekið afar vel og kynnirinn lofaði áheyrendum því að þessi skemmtUega saga hans kæmi út á dönsku næsta vetur. Pia Tafdrup Síðastur á hinni eiginlegu dagskrá seinni daginn var Jóanes Nielsen, sjómað- ur og höfuðskáld Færeyinga. Hann fékk sjálfan Henrik Wivel, menningarritstjóra Berlingske Tidende, sem viðmælanda og Henrik hafði unnið heimavinnuna sína vel, en Jóanes þykir ekki gaman að tala, svar- aði gáfulegum spurningunum oftast með einsatkvæðisorðum. En ljóðin sem hann las úr tilnefndu bókinni sinni, Sten, voru sláandi falleg, einkum langur blús um ör- lög átrúnaðargoða okkar úr nýliðinni for- tíð. Auk þessara höfunda komu fram Jan Erik Vold frá Noregi, Ole Korneliussen frá Grænlandi, Henning Mankell frá Svíþjóð og Dorrit Willumsen, síðasti danski verð- launahafinn á undan Piu. Dagskráin fór ákaflega vel fram, var hátíðleg og virðuleg, en ekki er því að leyna að hún var of löng. Fhnm tímar fyrri daginn og sex þann seinni með einu hléi! Kain Tapper hlýtur Henrik- Steffens verðlaunin Henrik-Steffens verðlaunin þýsku þekkja ís- lendingar, og ekki einvörðungu af afspurn, því fyrir tveimur árum féllu þau í skaut Svövu Jak- obsdóttur rithöfund- ar. Markmið verð- laimanna, sem nema u.þ.b. einni milljón íslenskra króna, er að heiðra Norður- landabúa sem lagt hafa eitthvað mark- vert af mörkum til evrópskrar nútima- menningar. Ásamt Svövu hafa fengið verðlaunin danski myndlistarmaðurinn Per Kirkeby, norska tónskáldið Arne Nordehim, danski rithöfundurinn Peter Seeberg og fmnska tónskáldið Kalevi Aho. Fyrir nokkrum dögum var tilkynnt í Ham- borg að finnski myndhöggvarinn Kain Tapper I hefði hlotið þessi verðlaun fyrir árið 1999. 1 Tapper, sem heggur einvörðungu í tré, er vel að I þeim kominn. Umsjónarmaður menningarsíðu I eyddi einu sinni eftirmiðdegi á vinnustofu hans I í Helsinki og skildi hvorugur hinn þar sem ¦ Tapper talar einvörðungu finnsku. En það kom 1 ekki að sök því á vinnustofunni voru nægir j trjáviðir að benda á, banka í eða strjúka. Dansað í Kuopio Fyrst minnst er á finnskan listamann er ekki úr vegi að minna á danshátíðina miklu í Kuopio í Finnlandi, sem ^'•*n»/ hefst þann 30. júní og lýkur 6. júli en þessi hátíð þykir ein sú líflegasta og yfirgrips- mesta sem haldin er á Norðurlöndum. Sjálfir eiga Finnar dansahöf- unda sem vakið hafa athygli langt út fyrir landsteina þeirra. Nægir þar að nefna Tero Saarinen sem mætir að sjálfsögðu á hátíðinni. í Kuopio dansa að sjálfsögðu allra þjóða kvikindi en þar fyrir utan eru haldnir tónleik- ar, námskeið og semínör um dansmenntir. í ár eru sérstakir gestir hátíðarinn- ar Ballettfiokkur Þýsku Rínaróperunnar sem dansar verk sem byggt er á Miösum- arnæturdraumi Shakespe- ares, dansahöfundurinn Ro- bert North kemur með ítalskan dansfiokk sinn til hátíðarinnar, ísraelskur dansflokkur, Kibbutz nútímadansflokkur- inn, verður með sýningar, að ógleymdum flam- enkóhópi frá Spáni, þekktum norrænum dans- flokkum og skemmtikröftum á borð við spænska gúmmíkarlinn Leandre Ribera (á mynd). Frekari upplýsingar um danshátíðina má fá á slóðunum kupio.dance.festival@travel.fi og anna.pitkanen® koíumbusfi. Norðurlandahús í New York Nýlega hófst vinna við innréttingu á nýju Norðurlandahúsi þeirra Bandaríkjamanna á besta stað í New York, við^sjálfa Park Lane (milli 37nda & 38da Strætis), í byggingu sem áður hýsti konsúlat Austur-Þýskalands. Þekkt- ur arkitekt, James Polshek, sá sami og gerði upp Cooper-Hewitt safnið og Carnegie Hall, hef- ur verið fenginn til verksins. Byggingin er alls um 9000 fm að stærð og mun hýsa fyrirlestra-og hljómleikasal, sýningarsali, verslun, kaffihús, fundarherbergi og annars konar samkomusali. Norðurlandahúsinu er ætlað að „treysta menn- ingartengsl milli Norðurlandanna og Banda- ríkjanna". Einkaaðilar og fyrirtæki á öllum Norðurlöndunum og í Bandaríkjunum kosta gerð hússins að öllu leyti og nú eru 18 milljón- ir dollara komnar í pottinn. íslenska ríkið hef- ur lagt 250.000 dollara tU verksins en að auki hafa Búnaðarbankinn, Coldwater Seafood, Eim- skip, Flugleiðir, íslenskir aðalverktakar, Iceland Seafood, íslandsbanki, O. Johnson & Kaaber, Keflavikurverktakar hf., Landsbanki íslands hf., Marel hf., Olíufélagið hf., og Sam- skip hf. lagt húsinu til mUli 25.000 dollara til 100.000 doUara hvert fyrirtæki. Umsjón Aðalsteinn Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.