Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.1999, Blaðsíða 15
MIÐVTKUDAGUR 12. MAI 1999 Misskipt eru gæði vopnanna Valdamenn þjóðanna í áður alþýðulýðveldun- um dreymir framtíðina í hagkvæmum áfong- um: ganga í Nato, fá fyrir bragðið mola af borðum Bandaríkjanna ásamt vopnum til að endurnýja breddur sín- ar en svo inngöngu í Evrópusambandið. Hugsanagangur þeirra er ólíkur okkar sem spratt í stríðssögunnar rás. Við gátum gengið í Nato, þjóð án hers, en getum ekki gengið í Evrópusambandið þótt við séum hluti af álf- unni. í því efni er þorskurinn ennþá al- ^-^- ráður á fslandi hvernig sem rollur og Internet remba sig í fjárhúsum og skólum. Vopn og brauðmolar Það falla ekki vopn og brauð- molar aðeins af bandarískum Kjallarinn Guöbergur Bergsson rithöfundur „Valdamenn þjóðanna í áður al- þýðulýðveldunum dreymir fram- tíðina í hagkvæmum áföngum: ganga í Nato, fá fyrir bragðið mola af borðum Bandaríkjanna ásamt vopnum tíl að endurnýja breddur sínar en svo inngöngu í Evrópusambandið." borðum heldur selja góðu fjöl- skylduvænu löndin líka vopn og gefa brauð. En þau hafa vit á að koma sér ekki í sömu klípu og Kaninn. Fyrr eða síðar verður hann, réttláti vondi karlinn, að sprengja með sínum langdrægu í loft upp þau stuttdrægu fratvopn sem sígóðir selja miklum körlum en koma svo hvergi nærri afleið- ingunum. Til eru vopn ætluð bara til heræfinga í herþjónustu, önnur sem hægt er að selja þriðja heimin- um, vopn handa negrum til dráps á öðrum óæskilegum ættbálkum, eins og sænsku vopnin. Þá sendir sú fjöl- skylduvæna þjóð oft hjálparsveitir til að bæta fyrir brot vopna sinna. Til eru aðrar, eins og sú rússneska sem framleiðir vopn til alhliða manndrápa. En fyrst hún verður ekki lengur talin hugsjónavæn, hugsar hún bara um að selja en ekki bæta heiminn. Lágstétta- eöa millistéttavopn Slíkar þjóðir framleiða lág- stéttavopn eða millistéttavopn til fremur lítils gagns: skæruhernað- ar, trúardeilna, ættbálkastríða, bankarána og nauðgana. Þær þekkja gagnsleysi framleiðslu sinn- ar, ef kemur til raunverulegs striðs, að hún er eins og borðhnif- urinn var áður í hendi eiginkonu börinn saman við byssu eigin- mannsins. Hin raunverulegu ofurvopn eru hvergi nema í höndum Kanans og þeim er aldrei beitt nema gegn ofur- mennum á borð við Saddam og gereyða lágstéttavopnum annarra vopnasöluþjóða á svipstundu. Eöa ofurvopn? En hví eru þá ekki framleidd bara ofurvopn? - Menn verða að hafa þau til að myrða óvininn í „Stór hluti þjóöa er hlynntur alræði aö því tilskildu að réttur aöili rass- skelli þær svo." - Kaghýddir aö brenna fána Bandaríkjanna, eins og seg- ir í grein Guðbergs f dag. næsta húsi, eins og jafnan í sögu mannkynsins. Þegar ekki verður við drápin ráðið á konum í eldhús- um, körlum á ökrum, krökkum í skóla, er evrópskur siður að kalla á Kanann. Og meðan hann skakk- ar leikinn er fáninn brenndur við sendiráðin af kaghýddum langt fram í ætt, alþýðu að syngja ein- ræðisherrahefðinni lof með stúd- entum sem eiga eftir aö hýða hana að embætti fengnu. Stór hluti þjóða er hlynntur alræði að því til- skildu að réttur aðili rassskelli þær svo. Guðbergur Bergsson Jafnvægi í vistkerfi Jafhvægi i vistkerfi og sjálfbær nýting hafá ekki náð til fugla- verndarfélagsins fremur en hval- friðunarsinna. Dúnframleiðendur eru í sömu stöðu gagnvart fugla- fræðingum og Hvalur hf. gegn Tom Watson sem bandarískt al- menningsálit telur sannan nátt- úruverndarsinna og fræðimann. Breyta skyldi lögum á þann hátt að nýta megi arnarstofninn, kvóta- setja til útflutnings eða selja veiði- leyfi á hann, líkt og hreindýr. Hagnaður rynni að hluta til raun- verulegra fagrannsókna og að hluta til landeiganda. Ný og end- „Breyta skyldi lögum á þann hátt að nýta megí arnarstofninn, kvótasetja tíl útflutnings eða sefja veiðiieyfi á hann, líkt og hreindýr. Hagnaður rynni aðhluta tíl raunverulegra fagrannsókna og að hluta tíl landeiganda." urnýjanleg náttúruauðlind yki verðmæti jarða og bætti afkomu eiganda. Sama gildir reyndar um ís- lenska fálkastofninn en hann einn gæti með sjálfbærri nýtingu ásamt ræktunar- og tamningastöðvum skapað nýja iðngrein sem velti hundruðum milljóna árlega. Er- lend fagþekking stendur til boða, góðir markaðir eru fyrir hendi. Móðursjúk tegundadýrkun er líka til í Bandaríkjunum en þar veigra menn sér við að fella dádýr sem fjölgað hefur gífurlega, valda um- ferðarslysum og breiða út búfjár- sjúkdóma, - allt vegna ofurástar almennings á Bamba í Disney- myndunum. Fyrirbyggjandi aðgeröir Landeigendum er frjálst að brenna melgresi þar sem þeim sýn- __, ist áður en frost fer úr jörðu, það bætir skilyrði æðar til varps sem og nýtingu dúnsins þar sem melur í dúni rýrir hann í vinnslu miðað við annan gróður. Engin lög banna fyrirbyggj- andi brennslu staða þar sem lík- legt má vera að örn kynni að velja hreiðurstæði í framtíð, þó óumdeilanlega leyfi lög, reyndar vafasöm og endurskoðun- ar þurfi sem slík, - ekki að hrófla við hreiðurstæði hans fyrsta vor á eftir að hann hefur orpið á ákveðn- um stað. Fuglaverndarlög eru sér- t,æk, skerða atvinnu- og eignarrétt hóps manna, koma ekki jafnt niður á þegnunum, íþyngja án þess að réttur komi á móti og án þess að al- mannaheill sé í húfi og því í stríði við stjórnar- skrá. Varnir hlunninda gegn rándýrum og -fugl- um eru fyllilega leyfi- legar og í samræmi við eignarréttar- og at- vmnufrelsisákvæði stjórnarskrárinnar og jafnvel fuglaverndarlög banna ekki slíkt. Kjallarinn Sjálfskipaöir fræöingar Talandi fuglafræð- inga er þóttafullur og dæmandi, að eigin mati alvitur, óskeikull og þeir standa engu fagráði reikningsskil fræða sinna. Þeir þurfa heldur ekki að lúta markaðslögmálum hvað þá ramma fjárlaga. Þannig er lýðræðinu spillt, ábyrgðarlaust, ókjörið möppudýrið tekur völdin. Náttúru- „ajatollan" þenur sig stöðugt með gervi-íðorðafylltri og fjölmiðla- vænnri munnræpu, stærir, notar tilfinningaþrunginn orðaforða. Minnast ber arnaráróðurs fugla- verndarfélagsins gegn Gilsfjarðar- brúnni. Eftir algerlega óþarfa seinkun brúargerð- ar vegna arnarvarps hefur fuglaverndar- félagið ofmetnast, fært sig upp á skaft- ið. Arnarverndar- lagasmíðar og -túlk- anir andlega ein- trjáninga í þögn og afskiptaleysi veikra hagsmunaaðila og hjásetu almennings eru léleg lögfræði og grafa undan réttar- ríkinu. Á sama tíma og bókstafstrúarmenn i íran eru smám saman að hafna kreddunum hafa andlegir arftakar þeirra á tslandi, arnar-„ajatollarnir" í fuglavernd- unarfélaginu og á Náttúrufræði- stofnun, gripið böðulssvipuna feg- inshendi og keyrt hana ótt og titt um prent- og rafmiðla. Sjálfvirk útþensla er í atvinnubótafyrirbær- inu Náttúrufræðistofnun sem hef- ur fariö milljónatugi fram úr fjár- lögum, raunþörf og markmið óskilgreind, gæða- og afkastakróf- ur ekki gerðar. Ríkinu ber að leggja niður stofhanir sem í sjálfu sér eru orðnar andstæðar hags- munum almennings. Jón Sveinsson Jón Sveinsson iðnrekandi í Reykhólasveit Er dómur Kjaradóms um verulegar launahækkanir til æöstu embættismanna þjóðarinnar, alþingismanna og ráðherra réttmætur? Pétur Sígurösson, formaöur Alþýöu- sambands Vest- fjaröa. Þjóðin fagnar Vitanlega hlýtur þjóðin að fagna því að æðstu embættismenn hennar og frambjóðendur til Al- þingis, ráðherrar, forseti íslands og hæstaréttardómarar og aðrir þeir sem ráða ríkjum og hafa lagt mikla áherslu á það undanfarið að stöðugleikanum megi ekki ógna fái launahækk- un. Þeir hafa nú sent þjóð sinni þau skilaboð að það sé í lagi að hækka launin töluvert mikið. Auðvitað veitir þessum mönnum ekkert af því að fá smávegis kaup- hækkanir því að þeir haf& lapið dauðann úr skel hingað til. Þess vegna fagna menn því að urskurð- ur Kjaradóms var á þennan veg sem hann var. Stöðugleikanum er ekki ógnað með launahækkunum til þessa hóps og því hlýtur það sama að gilda um alla aðra, ekki síst i ljósi jafhræðisreglunnar. Sérstaklega er hægt að fagna þess- um dórai vegna þess að I honum er vitnað til himia Norðurland- anna. Verkafólk hefur hingað til aldrei fengið hljómgrunn þegar það hefur bent á að þar séu laun verkafólks mun hærri en hér á landi. Nú hefur Kjaradómur loks tekið af skarið um að óhætt sé að miða við laun á Norðurlöndunum, sem er sérstakt fagnaðarefni. Það ríkir því ómæld ánægja meðal þjóðarinnar með þennan dóm. Út úr ramma í framhaldinu af öllu talinu um stöðugleika eru stjórnvöld í raun og veru að kalla yfir sig kröfugerð á almenna vinnumarkaðinum og þau geta vart ætlast til þess að kröfugerð al- menns launa- fólks í þjóðfélag- inu verði lægri en þær hækkan- ir sem sumir opinberir starfsmenn, bæði hjá ríki og sveitarfélögum, hafa verið að fá undanfarin tvö ár. Þær hækk- anir hafa verið langt út fyrir þann ramma sem -settur var í síðustu samningum, en þeir sem mesta þörf hafa haft fyrir launahækkan- ir hafa verið skildir eftir. Ég minni 1 þessu sambandi á hækkuð laun lækna og hjukrunarfræðinga og þótt það sé í sjálfu sér ekki keppikefli neins að berjast gegn launahækkunum þá er það svö að við höfum ákveðinn ramma til að fara eftir. Þegar svo er verða allir að halda sig innan hans, líka stjórnvöld. Undanfarin tvö ár hafa þeir verið skildir eftir sem lægst höfðu launin og þegar við höfum vakið athygli á því hafa ráðamenn bara ypþt öxlum og sagt að ekkert sé hægt að gera í því. Kjaradómur hefur nú metið það svo að það sé full ástæða til þessara hækkana á launum æðstu stjórnenda þjóðfé- lagsins. Dómurinn virðist hafa eitthvað í höndum um að það sé sérstök ástæða til hækka þá um- fram aðra. Það læöist að manni sá grunur að dómurinn hafi sótt við- mið sín í þær launahækkanir sem þessir sömu stjórnendur ríkisins hafa verið að veita ákveðnum hópum að undanförnu. Þá vaknar sú spurning hvort þeir hafi verið að búa til fordæmi fyrir sjálfa sig. -SÁ Hervar Gunnars- son, varaforseti AK þýðusambands ís- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.